Morgunblaðið - 30.06.1957, Síða 6

Morgunblaðið - 30.06.1957, Síða 6
« MORCUNBIAÐIÐ Sunnudagur 30. júní 1957 Troðin gafa a milli brœðraþjóðanna Ávarp forseta Islands við komu Svíakonungs og drottningar Yðar Hátignir, Gústaí VI Adolf Svíakonungur og Louise drottning! Það er mér sérstök ánaegja að bjóða yður hjartanlega velkomin í opinbera heimsókn Ui íslenzku þjóðarinnar. Þetta •r mér kærkomið tækifæri til að þakka yður innilega þær ágætu viðtökur, sem við hjón- in fengum, þegar við fyrir tæp um þrem árum vorum gestir yðar í Stokkhólmssloti og gestir sænsku þjóðarinnar. Vér Islendingar höfum einnig aðra þökk að gjalda. Sem krónprins Svía veittuð þér, herra konungur, oss þann heiður og ánægju að heim- *ækja oss á 1000 ára hátíð Al- þingis, og áttuð yðar ríka þátt í þeim hátíðarblæ, sem hvíldi yfir þessu mikla þingstjórnar- afmæli. Þá hlutum vér að *jöf frá Svíum safn allra þeirra bóka, sem íslánd varða ag gefnar hafa verið út í Sví- þjóð, og í mörg ár upp frá því, bárust oss verðmætar gjafir gamalla íslenzkra bóka ®g sænskra. Þær vinargjafir voru að vísu nafnlausar, en oss renndi grun í hvaðan þær voru komnar, og beinum nú þakklæti voru til yðar, herra konungur. íslendingar eru minnugir þessarar fyrstu við- kynningar, og fagna nú í senn gömlum vini og Svíakonungi. Oss er það einnig fagnaðar- efni, að Hennar Hátign, Louise drottning, sækir oss nú heim í fyrsta sinn, og minnumst ágætrar viðkynningar í henn- ar heimalandi. Leiðin milli íslands og Sví- þjóðar var um aldir löng og fáfarin. Það er að vísu talið, að sænskur maður hafi fyrstur komið til íslands af Norður- landabúum, og Snorri Sturlu- son gerði sér ferð til Skara til að safna heimildum um fornsögu Svíþjóðar. Ári síðar hófst í Svíþjóð ritun Vest- Gautalaga og þar með ritöld. Allt fram á síðustu aldamót var það fágætur viðburður, að íslendingar og Svíar heim- sæktu hvorir aðra. Sambandið slitnaði þó aldrei til fulls, því íslendingar hafa jafnan fylgzt með hinni mikilfenglegu sögu sænsku þjóðarinnar. Og einn af lögmönnum vorum á saut- jándu öld, orti um það, að friðurinn í sínu hjónabandi ▼æri álíka haldgóður og frið- arsamningar milli Svía og Dana. En nútímaskáld, sem vildi lofsyngja sitt hjónaband, gerði ekki betur en að taka líkingu af bræðralagi Norður- landaþjóða, eins og nú er kom- ið. Einkum hefir oss verið hugleikin saga hinna mörgu gáfuðu og mikilhæfu Svíakon- unga alla frá Gústav Vasa og fram á þennan dag, og dregur það sízt úr fögnuði vorum yfir þessari komu núverandi drottningar og konungs Sví- anna. Nú á síðustu áratugum er troðin gata á milli þessara tveggja bræðraþjóða. Grasið grær ekki lengur í götunni. Og vér höfum mikla þökk að gjalda fyrir hönd íslenzkra námsmanna, fræðimanna og Islenzks atvinnulífs fyrir heillarík skipti við hávelborna sænska menningu. Menning Svíþjóðar er háreist og fjöl- ikrúðug eins og landið sjálft, allt sunnan frá kornökrunum á Skáni og norður til málra- fjallanna í Norrlandi. Svíþjóð *r að vísu eitt ríki, og þó nán- ast bandaríki, eða að minnsta kosti „Nordens Förenade Landskap". Vor íslenzka þjóð er fámenn og þó engu að síður stolt þjóð, sem ætlar sér langa framtíð. Svíþjóð hefi ég lengi hugsað mér sem hina stærstu af öllum smáþjóðum. En gagnvart s'tór- veldum nútímans erum vér allir smáir í hernaðarlegu til- liti —eða eins og Svíar mundu máske orða það: „Inför vor Herre aro vi Alla Smálann- ingar“. Smáþjóðir skilja hver aðra, ekki sízt þegar þær búa við sameiginlegan menningar- arf, líkaj^ hugsunarhátt og stjórnarfar. Með Svíum og ts- lendingum eru þar hin beztu skilyrði fyrir hendi. Ég hefi þegar þakkað Herra konunginum og sænsku þjóð- inni gjafir og góða hluti. En það sem ég vildi bæta við, er líkt og Gunnar sagði við Njál: „Góðar eru gjafir þínar, en þó met ég meir vináttu þína og sona þinna“. Oss er vina þörf; vinlaus þjóð væri einstæðing- ur. Sjálfstæðum þjóðum hefir aldrei verið samstarfið nauð- synlegra en nú. Vér metum mikils vináttu og frændskap við Svia og aðrar Norðurlanda þjóðir. Vér höfum tekið í arf hamingju hins norræna ætt- ernis, og vildum gjarnan sjálf- ir reynast liðtækir í samfélagi lýðræðisþjóða. Yðar Hátignir! Vér lyftum glösum vorum með mikilli virðingu og vináttu í yðar garð, vér minnumst allrar konungsættarinnar og sænsku þjóðarinnar með beztu óskum um frið, farsæld og framtíðar- heill! „Hefði eigi Snorra Sturlusonar notit við vœri fróðleikur vor Svía um forn- sögu þjóðar voi.ar mjög í molum" Avarp Sviakonungs i veizlu forseta íslands Herra forseti: Við drottningin færum yður innilegar þakkir fyrir hin hlýju orð, ■ sem þér fyrir skemmstu létuð falla í okkar garð. Við þökkum jafnframt af alhug þær glæsilegu mót- tökur, sem við hlutum í dag, þegar við komum hingað til lands í opinbera heimsókn. Ræða yðar og hinar hlýju móttökur munu sannarlega gleðja alla sænsku þjóðina, því að hvorttveggja ber vitni um hin sterku tengsl frændsemi og vináttu, sem tengja þjóðir vorar, og um þá samstöðu, sem þær telja sig eiga hvor með annarri. Vér minnumst einnig þeirr- ar heimsóknar, sem þér, herra forseti, og forsetafrúin, gerðuð oss fyrir þrem árum, og í Sví- þjóð er hennar minnzt með óblandinni ánægju. Þótt nú séu liðin 27 ár, síðan ég steig fyrst fæti á land á íslandi, á þúsunda ára hátíð Alþingis, eru mér enn í fersku minni hin sterku áhrif frá ís- lenzku þjóðinni, hinum virðu- legu þjóðarerfðum hennar og hinni sérkennilegu og hrika- legu náttúrufegurð landsins. Það er mér einkar kært og hefur verið mér tilhlökkunar- efni að fá að lifa aftur þessar minningar og efna á ný til persónulegra kynna af landi yðar. Þegar forfeður núlifandi Is- lendinga reistu sér bú á ís- landi, á landnámsöld, fyrir meira en þúsund árum, var einnig meðal þeirra fámennur hópur Svía. Það er oss því fagnaðarefni, að Svíar áttu, þótt í smáum stíl væri, þátt í þeim stórmerka sögulega at- burði, sem gerðist, þegar ís- land var numið. Síðan hafa haldizt góð kynni milli þjóða vorra, að sjálfsögðu ekki jafn- náin, en ávallt nokkur, þótt margt hafi á dagana drifið. Á þessari hátíðastundu lang- ar mig einkum til þess að leggja áherzlu á þá miklu þakkarskuld, sem vér eigum íslendingum að gjalda að því er snertir þýðingu íslenzks skáldskapar og sagnaritunar fyrir þjóðarvitund annarra norrænna þjóða og þekkingu þeirra á eigin sögu. Hefði eigi Snorra Sturlusonar notið við, væri fróðleikur vor Svía um fornsögu þjóðar vorrar mjög í molum. íslendingar áttu sér auðuga bókmenntalega sagna- ritun, að öðrum þræði sann- fræðilega, á þeim tíma, er sænskar bókmenntir voru, að því er vér bezt vitum, tak- markaðar við stuttorðar rúna- ristur. Þessi mikla sagnaritun hefur einnig haft þýðiagu fyr- ir heim allan. Það verður ekki gengið á hlut annarra nor- rænna bókmennta, þótt ságt sé, að ísland hafi lagt af mörk- um eitthvert þýðingarmesta framlag Norðurlanda til heims bókmenntanna. Einnig á vorum tímum hafa íslendingar unnið mikil bók- menntaafrek. Arfurinn frá fornum tímum hefur verið varðveittur. Það var oss Sví- sbrifar ur daglega lifinu D ÁLKUNUM hefir borizt bréf frá íþróttamanni. Þar segir svo: Nú stendur norr- æna sundkeppnin sem hæst en mér þykir áhuginn ekki vera nógu almennur né þátttakan nógu mikil. í þeim sUndkeppnum, sem áður hafa verið, varð maður var við eldmóð fjöldans, svo að nærri lá við að hrifningin bæri sigurinn í skauti sér. En nú megum við herða sóknina ef vel á til að takast. Á sjóskíðnm EN það er önnur íþrótt, sem ég vil gera að umræðuefni hér nú og það er að fara á sjóskíðum. Það er ókunn íþrótt með öllu hér á landi, en mér er kunnugt um að þó nokkrir íslendingar hafa lagt stund á hána erlendis, sum- ardvalafólk við Bláströndina frönsku og á Flórídaskaganum hefir iðkað þessa góðu og æsandi íþrótt af mesta fjöri og lætur vel af. Ég vildi með þessum skrifum mínum hvetja til þess að hafizt verði handa um iðkun sjóskíða- íþróttarinnar, þvi til þess eru öil skilyrði hin beztu hér á landi. Maður þarf aðeins að eiga skíðin sem eru mjög einföld, miklu ein- faldari í sniðum en venjuleg skíði sem við drögum fram úr skápun* um á haustin og dustum af rykið. Og svo er það báturinn. Lítii kæna dugar, með utanborðsvél, en hún þarf að vera allaflmikil. Hér á landi eru hin pfýðilegustu skilyrði til iðkunar þessarar íþróttar. Mér dettur nú strax i hug Skerjafjörðurinn lognvær á sólheitum sumardögum. Þing- vallavatn og mörg önnur. Þar gætu sjóskíðamennirnir þotið um og gárað vatnsflötinn í slóða þeg- ar báturinn þýtur áfram og skíð- in lyftast ímjúklegum sveig frá yfirborði sjávarins. Unaðsleg íþrótt ASLÍKUM stundum kann mað- ur bezt að meta gildi þessarar íþróttar, við sjó og sól, í seltu. Og lítil hætta er á því að illa fari. Til að sjá lítur íþróttin út sem glæfraleg í meira lagi, en í rauninni er hún næstum jafn hættulaus og að leggja kapal heima í rúmi. Ekki getur verr farið en að maðurinn sporðreisist á skíðunum eða missi af sér annað eða bæði skíðin, en það kemur ekki fyrir nema byrjendur eða þá í mjög mikilli öldu. Þá er leikurinn hæg- ur að sleppa reipinu frá bátnum, og láta sig falla niður í sjóinn, og engin hætta er á að maður tapi skíðunum því þau eru úr tré og fljóta. Slysahætta er því nær engin. Reyndar get ég ekki á hvítu þurru pappírsblaði lýst öllum dásemd- um þessrar skíðaíþróttar. Það er unun að þjóta ýfir vatnsflötinn, og manni finnst þyngdarlögmálið með öllu upphafið og að maður deili örlögum fuglsins fljúgandi á þeirri stundu. Og þegar dálítil bára er eykur það enn gleðina, menn neyta vöðva, snerpu og fimi til þess að stökkva af öldu- faldinum niður í öldudalinn, og svo koll af kolli. Útivistin í sjáv- arloftinu, sundiðkunin sem íþrótt inni er ávallt samfara og sjáif íþróttin er heillandi og sá sem hefir einhvern tímann lagt stund á hana hættir ekki aftur. Sjálfur fer ég nú á hverju ári til St. Tro- pez eða Cassis á Miðjarðavhafs- ströndinni frönsku og flatmaga þar á sfröndinni milli þess sem ég renni á sjóskíðunum út yfir bláan sæinn. Og enn einn kostur- inn (fyrir piparsveina) :Hvergi hefi ég kynnzt fegurri né föngu- legri stúlkum en á þessum sktða- ferðum, — og þá gleðst maður líka yfir því hvað er stutt til lands! Býflugnarækt CRASAFRÆÐINGUR ritar: Ég er nýkominn úr ferð um Bretlandseyjar. Það sem þar vakti sérstaklega athygli mína var hve býflugurnar auka mjög upp- skeru Breta. Brezkir landbúnaðar menn sögðu mér frá því að bý- flugurnar væru nú taldar ein beztu húsdýr Breta vegna þess hve þær ættu stóran hlut í því að auka allan gróður landsins með aðstoð sinni við plöntufrjóvgun- ina. Og reyndar átti það jafnt við um ræktaðar nytjaplöntur sem aðrar, en í rauninni eru allar plöntur nytjaplöntur, í þess orðs fyllstu merkingu. Telja þeir bý- flugnarækt sína hafa mikið þjóð- hagslegt gildi, að þessu leyti og er hunangssöfnunin þá undanskil- in. Bretar spurðu nokkuð um það hvort við á íslandi ræktuðum bý- flugur og varð ég að neita því. Þeir urðu allundrandi, og kváðu náttúruaðstæður vart mundu hindra. Og reynsla annarra þjóða sýndi augljósan hag af því i aukn um gróðri og afrakstri jarðar. Og nú vil ég vekja máls á þessu hér. Hví tökum við ekki upp býflugna rækt? um því mikið fagnaðarefni, þegar hinn mikli nútíma-skáld sagnahöfundur íslendinga, Halldór Laxness, var sæmdur bókmenntaverðlaunum Nobel* fyrir tveim árum. Hinn vakandi áhugi íslend- inga á bókmenntun sínum, einkum hinum fornu, er kunn. ari en frá þurfi að segja. Tæp. lega eiga slíkar tilfinningar sinn líka með nokkurri ann- arri þjóð. Af þeim leiðir sjálf- sagt einnig tryggð þeirra við þjóðlegar erfðir, og þarf ég i þessu sambandi ekki annað en minna á hina einstöku virð- ingu, sem ættfræði nýtur á ís. landi, og hin þýðingarmiklu gögn, sem hennar vegna eru nú aðgengileg. Milli íslands og Svíþjóðar gerast samskipti á sviði vís- indanna æ örari. íslenzkir vísindamenn hafa i samstarfi við erlenda starfsbræður byggt upp rannsóknir sínar á sviði eldfjalla- og jöklafræði. og njóta þær hins mesta álit* um víða veröld. íslenzkir námsmenn sækja nú æ meir háskóla vora og æðri skóla og eru þar jafnan aufúsugestir. Vera má að þetta hafi að sínu leyti stuðlað að því, að sva margir sænskir námsmenn — nærri eitt þúsund 6 éri — leggja nú stund á forn- íslenzku, sem er þýðingarmito- ið atriði í námi þeirra f nor- rænum málum. Heimsákn okkar drottning- arinnar er tákn þeirrar óskar sænsku þjóðarinnar að styrkja og auka vináttutengslin milli þjóða vorra. Vér Svíar fögn- um því góða samstarfi, sem tekizt hefur milli þjóðanna innan vébanda Norðurlanda- ráðs og með reglubundnum fundum utanríkisráðherra landanna og annarra ráðherra ríkisstjórnanna. Með vakandi áhuga fylgjumst vér Svíar með hinni markvissu sókn ís- lendinga að því að skapa nú- tíma-þjóðfélag á Islandi I beztu merkingu þess orðs í vin samlegu samstarfi við önnur lönd. Það er oss gleðiefni og aðdáunar, hversu margt hefur áunnizt á þessu sviði Vér ósk. um íslendingum heilla í þessu starfi að andlegri og efna- legri velferð þjóðarinnar.Megi íslands bíða björt og hamingju rík framtíð. Ég lyfti glasl mínu f innL legri ámaðarósk til forseta ís- lands, forsetafrúarinnar, fg- lands og íslendinga með von um áframhaldandi samstarf og vináttu milli þjóða vorra. GÖLFSLÍPUNIN Barmahlíð 33 Sími 3657 Viðgerðarverkstæði að Bogahlið 11. — Viðgerðir á hjólbörðum og slöngum. Reynið viðskiptin. — Opið 8—7. — L Ö G M E N N Geir Hallgrímsson Eyjólfur Konráð Jónsson Tjarnargötu 16. — Sími 1164.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.