Morgunblaðið - 30.06.1957, Side 8

Morgunblaðið - 30.06.1957, Side 8
8 MOKGVTSBh ÁTiin Sunnudagur 30. Jflní 1957 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritsijórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. X.50 eintakið. Sem sólarsýn á bjortun. vormorgni UTAN UR HEIMI Eyjar sjóræningjan na öðlasf brátt sjálfstæbi ÞEGAR Ungmennafélag íslands minntist 30 ára afmælis síns árið 1937 komst Guðmundur Jónsson frá Mosdal m.a. að orði á þessa leið í grein sem hann ritaði í Minningarrit samtakanna: „Þegar ég minnist upphafs ungmennafélaganna á landi hér: fyrstu kynna minna af þeim, samstarfs og áhrifa, þá er mér það í huga sem „sólar sýn“ á björtum og hlýjum vor- morgni, þegar stríðviðri og vetrarmyrkur hafa skyndilega horfið. Sýn, sem gefur full- vissu um suraar og sælli daga, þótt enn kunni hret að koma. Sýn sem flytur fegurð og lífs- mæti og veitir ötula krafta og óskipta löngun til dáðríka starfa." Andleg vorboðun Og enn segir í þessari grein Guðmundar frá Mosdal: „Slík andleg vorboðun var ung- mennafélagsskapurinn okkur, sem urðum aðnjótandi hans í upp hafi — á ungum aldri---. Það var „dagur góðs boðskap- ar“: nýrrar þjóðarvakningar. Og þessi boðskapur ungmennafélags- hugsjónarinnar varð okkur held- ur ekki að blekkingu né von- brigðum. Fjöldi óunninna verk- efna landi og lýð til um bóta og heilla, sem áður virtust ýmist óglögg eða óvinnandi, urðu nú augljós, aðkallandi og árennileg. Viljinn var ötull og úhuginn ó- þreytandi. Að undirstöðu þessu var hrein og heilbrigð þjóðræknis kennd og ófölsk ættjarðarást, samhliða einlægri trú á guð og hin góðu málefni, í sama anda og Einar skáld Benediktsson haíði ÞA skömmu áður kveðið í sínum hrífandi aldamótaljóðum: „Hver þjóð, sem i gæfu og gengi vill búa, á guð sinn og land sitt skal trúa“. En það sem þó allra fremst einkenndi alla upphafsstarf- semi ungmennafélaganna, var hin óeigingjarna fórnfýsi til hvers þess verkefnis, sem við var að fást, óskeikul vissa um gott markmið og óblandin ánægja yfir hverju því er vannst og til heilla horfði, en þrautseigja og þreklund, ef miður gekk“. Vorhugur braut- ryðjandans öll bera þesi ummæli ung- mennafélagans greinilegt meiki þess vorhugar, er ríkti við stofn- un ungmennafélaganná. Sjálfstæð isbaráttan stóð sem hæst. Mikil- vægir sigrar höfðu unnizt. Land- ið hafði fengið stjórnarskrá og heimastjórn. En þessir sigrar voru aðeins áfangar á langri leið. Þjóð- inni kom ekki annað til hugar en að takmarkinu yrði náð, algjöru sjálfstæði íslands. Að því tak- marki stefndu allir. Barátta ung- mennafélaganna á öllum sviðum þjóðlífsins miðaði í raun og veru að þessu eina: Að ná frelsinu, og sem fyrst. Hin óeigingjarna fórn- fýsi Þegar íslenzk æska les í dag lýsingu Guðmundar frá Mosdal á stofnun ungmennfélaganna og hugblær æskunnar fyrir 50 árum hlýtur hún að gleðjast og fagna. Það hlýtur að, vera skoðun henn- ar að það hafi verið dásamlegt að taka þátt í þessu félagsstarfi, byggja það upp og berjajt fyrir þeim hugsjónum, sem fram voru bornar. En jafnhliða hlýtur íslenzk æska að gera sér það ljóst í dag, að enn er þörf þeirrar óeigin- gjörnu fórnfýsi sem Guðmundur frá Mosdal telur að hafi einkennt upphafsstarfsemi ungmennafélag anna. ísland heflr öðlast frelsi. Það er og verður helgaata og dýr- asta eign þjóðar þess um all- an aldur. En það er sannmæli að oft er ekki siður vandi að gæta fengins fjárs en afla þess. Frelsið leggur þjóðinni skyld- ur og ábyrgð á herðar. Það er ekki nóg að lýsa því yfir á mannamótum að menn vilji vera frjálsir. Hver einstakling- ur verður að sýna það í öllu starfi sínu og afstöðu til þjóð- félagsins að hann vilji standa vörð um frelsi og sjálfstæði þjóðar sinnar. Þörf nýrrar þjóðar- vakningar f dag er þörf nýrrar þjóðar- vakningar á íslandi. Hið íslenzka þjóðfélag þarfnast enn hinnar óeigingjörnu fórnfýsi, sem ein-1 kenndi svo mjög starf og baráttuj aldamótakynslóðarinnar. Aðal-J hættan sem steðjar nú að hinu íslenzka samfélagi kemur að inn- an, frá okkur sjálfum. Við höfum umgengist einn veígamesta þátt sjálfstæðisins, hið efnahagslega sjálfstæði af gáleysi. Þess vegna upphafsstarfsemi ungmennafélag- okkar í dag veikur. Við þörfnumst þjóðarvakn- ingar til þess að auka ábyrgð- artilfinningu einstaklinganna gagnvart samfélagi sínu. Við þörfnumst sterkari og heil- brigðari þjóðarvitundar og við þurfum að leggja meiri rækt við að sameina krafta okkar í stað þess að glæða elda úlf- úðar og ofstækis. Það þarf að rífa niður múra klíkuskapar- ins og byggja upp víðsýnt, frjálslynt og réttlátt þjóðfélag á grundvelli félagsþroska og mannhelgi. Enn sem fyrr blasa við þús- undir óleystra verkefna sem kalla á ötult starf þjóðhollra manna. Okkur, sem nú lifum og störfum væri það mikil gæfa ef komandi kynslóðir á íslandi minntust starfa okkar og baráttu á svipaðan hátt og ungmennafélagarnir upphafs samtaka sinna: Sem „sólar- sýnar“ á björtum og hlýjum vormorgnL I brezku Vestur-Indíum eru nú 18 eyjar og eyjahópar, sem eru að flatarmáli samtals 31.300 ferkílómetrar. Ibúarnir eru um 3 milljónir, en búizt er við því, að talan margfaldist næstu 25 árin. Mikilvægasta eyjan er Jamaica og íbúar hennar eru hátt á aðra milljón talsins. Næst í röðinni kemur Trinidad, sem nú er ekki frægari fyrir neitt annað en hið margumrædda -alypso, dasinn fræga, sem fer nú sigurför um öll lönd. Þriðja mikilvægasta eyjan í brezku Vestur-Indíum er Barbados. Hinar þrjár milljónir eyjaskeggja eru mjög blandaðar að uppruna. Frumbyggjarnir, indíánarnir, eru nær útdauðir, og ber nú mest á svertingjum, sem áður og fyrr voru fluttir sem þrælar til eyjanna, aðallega af Spánverjum. Kínverjar eru nokk- uð fjölmenir, en embættismenn eru flestir af evrópsku bcrgi brotnir. O V estur-Indíur voru í eina tíð stökkbretti Spánv. til yfir ráða í Suður-Ameríku. í upphafi 17. aldar voru flestar eyjarnar undir Bretum að nafninu til, en í rauninni voru þær í höndum her- skara sjóræningja, sem slógu eign sinni á ýmsar eyjar og voru hinir verstu drottnarar. Sæfarendur urðu oft óþyrmilega fyrir barðinu á sjóræningjum við Vestur-Indí- ur, en aðallega freistaði þeirra gullið, sem Evrópuþjóðir fluttu á skipum sínum frá Mexico og löndum Inkanna í Suður-Ame- ríku. Margir þessara sjóræningja komu jafnvel ár sinni það vel fyrir borð, að þeir fengu form- lega í hendur yfirstjórn i „ríki sínu“ í umboði brezku krúnunnar. Þannig var því t.d. farið með hinn nafntogaða sjóræningjakóng Henry Morgan, sem um margra ára skeið var aðstoðarlandsstjóri á Jamaica. IV- 13 u eru framundan mikil tímamót í sögu Vestur- Indía. Sonarsynir afríkusvert- ingjanna, sem seldir voru man- sem haldið var á Þingvöllum föstud. 28. júní, á undan 20 ára afmælishátíðinni, voru fjórir er- sali til eyjanna áður og fyrr, kin- | verskir burðarkarlar og leyfar indíánanna, sem einir byggðu eyj arnar, þegar fyrstu hvítu menn- irnir komu vestur um hafið, eru að stofna sitt eigið ríki. Bretar eru nú að stíga síðasta skrefið í þá átt að gera Vestur-Indíur að sjálfstæðu eyjasambandi. Arið 1947 fóru Bretar alvarlega að hugleiða það, að veita eyjum þessum sjálfstæði. Var þá sett á laggirnar nefnd til þess að kanna málið og gera til- lögur um framkvæmd þess. í fyrra var haldin ráðstefna um málið í London og þar var sam- þykkt, að koma áætlunum þess- um í framkvæmd. I byrjun næsta árs fara fram almennar þingkosningar á eyjunum og að þeim loknum verður mynduð sjö manna ríkis- stjórn fyrir eyjasambandið. Mun hún^fyrst um sinn starfa í sam- ráði við brezka landsstjórann, en ákveðið er, að eftir fimm ár verði Vestur-Indíum gefið fullt sjálf- stæði og beri hið nýja ríki þá nafn ið „Vestur-Indíur" sem fyrr. lendir gestir, einn frá Finnlandi, einn frá Færejum, tveir frá Nor- egi. — Mbl. átti stutt viðtal við þrjá þeirra. IVIeginásæðan tll þess, að Bretar veita V-Indíum ekki \ sjálfstæði þegar í stað er sú, að enn geta eyjaskeggjar ekki fram- fleytt sjálfum sér. Á árunum 1946—53 vörðu Bretar 1,250 millj. (ísl.) króna til uppbyggingar á eyjunum — aðallega til eflingar samgangna, skólabygginga og hafnagerða. Aðalatvinnuvegur eyjaskeggja, er landbúnaður, og eru bananar aðalútflutningsafurðirnar. Út- flutningur á olíu og bauxit fer og vaxandi, ög má búast við því, að innan skamms byggi íbúarnir að mestu á þeim útflutningi. S em stendur er eyj- unum skipt í 10 fylki, sem hvurt um sig hefur eigin stjórn — og fylkin eru aðskilin með háum tollamúrum ásamt fleiru slíku. Þegar eyjasambandið verður stofnað, verða allir þessir rr.úrar innan eyjanna brotnir niður. Vafalaust verður það til þess að örva allt efnahagslífið og auðvelda uppbygginguna. Finnski fulltrúinn er Yrjö Vasama, sem á sæti í stjórn Ung- mennasambands Finnlands, en hann var um átt ára skeið aðal framkv.stjóri sambandsins. Hann hefir tvisvar áður komið til ís- lands, árið 1951, þá var hann far- arstjóri finnsks þjóðdansaflokks, sem sýndi hér þjóðdansa, og 1954, er hann var fararstjóri finnsku þátttakendanna í norrænu æsku- lýðsvikunni, sem þá var haldinn. Meginverkefni hreyfingar hans er fólgið í leiksýningum, þjóð- dönsum, bindindisstarfi og les- hringastarfsemi. íþróttirnar eru ekki jafn áberandi þáttur og í starfi UMFÍ. Miklar breytingar hafa orðið á Islandi síðan hann kom hér fyrst árið 1951. Reykjavík hefir vax- ið mjög hratt, alls staðar rísa upp ný hús. Einkum þótti hon- um mikil framför í starfi íslenzku flugfélaganna. — Landið er fag- urt og fólkið vinsamlegt og gott. — Að lokum kvaðst hann hafa mikinn áhuga á að kynnast ís- lenzkum þjóðdönsum og þjóð- búningum, einnig íslenzku glím- unni. Fulltrúi Færeyinga er Páll Pat- ursson frá Kirkjubæ, sem er ís- lendingum að góðu kunnur, enda Islendingur í móðurætt. Hann átti lengi sæti í stjórn Ungmenna sambands Færeyja. Starf þess er Framh. á bls. 15 Myndin er tekin á fundi Ungmennafélags íslands ad Þingvöllum á föstudaginn. Frá vinstri: Einar Straume frá Noregi, Páll Paturs- son, Færeyjum og Yrjö Vasama, Finnlandi. Þrír erlendir gestir á Ungmennoiélagshátíðinni Örstutt spjall við þá A 20. SAMBANDSÞINGI UMFÍ,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.