Morgunblaðið - 30.06.1957, Síða 10

Morgunblaðið - 30.06.1957, Síða 10
MORCV HBL AÐIÐ Sunnudagur 30. júní 1957 Ég hefi aldrei verið með sorg eða sút yfir veröldinni Spjallað v/ð sjotugan bjarfsýnismann Sören Valentínusson frá Stykkisbálmi — ÉG hef alltaf verið „sel- skapsmaður.“ Við höfum ver- ið það bræðurnir. Þannig mælti Sören Valentínusson frá Stykk- ishólmi nokkrum dögum fyrir sjötugsafmælið sitt. Augun glömpuðu af lífsgleði og fjör- legar hendurnar voru sífellt á iði. Það var miklu nær að hyggja hann fimmtugan en tveimur áratugum betur. Og Sören heldur áfram að spjalla: ★ — Ég hef alla ævi verið létt- lyndur, alltaf tekið vinnu og strit á léttasta háttinn, því þannig á það að vera. Menn eiga að vera gleðimenn, en ekki al- vörumenn — nema þá í hófi. Og á minni ævi hefir mér alltént reynzt það bezt að vera ekki með sorg eða sút yfir veröldinni. Þannig mælir þessi sjötugi Snæ fellingur. og munu víst margir á sama máli og hann þótt fæst- um hafi tekizt eins vel að lifa eftir þeim boðorðum og Sören sjálfum. Hann er fæddur í Stykkishólmi 1. júlí 1887, sonur Valentínusar Oddssonar sjó- manns og konu hans, Gróu Da- víðsdóttur saumakonu í Stykk- ishólmi. Voru þessi hjón gæða fólk, gestrisin og greiðasöm, og hefir Sören erft þessar „fornu dygðir“ foreldra sinna. Það er arfur, sem er einhvers virði. — Bræður Sörens voru tveir, Oddur hafnsögumaður og skipstjóri, sem varð áttræður í fyrra og Sigvaldi, Sören Valentínusson Sjötugur á morgun mikill sægarpur, sem drukknaði fyrir mörgum árum á Breiða- firði, en systur átti hann eina, Málmfríði, myndarkonu, sem ný- lega er látin. Snemma byrjaði Sören sjósókn í Hólminum. — Ég var ekki nema 9 ára, þeg- ar ég fór mína fyrstu ferð, segir hann. Og síðan hefi ég varla skilið við sjóinn. I yfir hálfa öld var hann mín mjólkurkýr, og væn stundum, allt frá því ég réri fyrst 9 ára gamall þar til ég fór síðasta sumarið mitt á síld árið 1953 með Guðbjörgu írá Hafn- arfirði. — Já, maður hefir reynt þau flest skipin. Allt frá kútterunum og opnu fleytunum upp í togar- ana, — og verið allt um borð, kokkur, háseti, stýrimaður og skipstjóri. Á togurunum var ég 12 ár. Og í siglingum líka. Ég var á honum Mjölni, sem Helgi Hjörvar spann nýlega sem mestar sögurnar um, þegar við sigldum til Spánar 1908. Og á dönskum siglurum var ég í gamla stríðinu. Já, og svo hef ég verið bráut- ryðjandi líka. Hvernig lízt þér á það? Ég var stýrimaður hjá Jóni Jóhannessyni á síldveiðun- um 1942 á Ingólfi. Þá byrjuðum við með hringnótina, en hún hafði ekki verið áður notuð til síldveiða. Síðan breiddist hún út eins og eldur í sinu, hún reynd- íst svo vel hjá okkur að allir fóru að nota hana. Ég þekki sjóinn vel og hann mig ekki síður. Það hefur allt af farið vel á með okkur. Allt i stakasta bróðerni. Og ef þú spyrðir mig um það, hvað ég hefði oft lent í sjávarháska á minni löngu sjómannsævi, þá yrði ég að mér heilum og lifandi að svara því til, að ég hefði ekki hugmynd um það. Eða kannske ætti ég að segja 1000 sinnum því að nú er það kallað lífsháski, sem áður fyrr var talið sjálfsagt. Það er munur á tímunum tvennum. Einu sinni ætlaði ég að snúa baki við íslandi. Fara til Kanada. Það yar 1907. Ceres lá á höfninni í Hólminum, ágætis veður, farangurinn pakkaður, r.ógir peningar, þurfti að spjalla svolítið við sýslumanninn og fara svo um borð. En þá hætti ég við allt saman. Af hverju? Ja, —• það var vegna þess, að ég fann allt í einu, að ég vildi heldur drepast á íslandi. En nú eru krakkarnir mínir að fara til Kanada einhvern dag- inn. Svona er þetta. Ævintýra- þráin gengur aftur eða fæð- ist á ný. — Þetta er í blóðinu. Og talið er enn við sjómennsk- una, og Sören er ekki mjúk- máll. Hún er illa útdregin núna sjómennskan. Það er öðru visi en áður fyrr. Nú er skipið ekki fyrr komið með stafn að bryggju en hásetarnir og allur mannskap- urinn hleypur í land, leyfislaust, og skipstjórinn horfir orðalaust á eftir þeim. Þetta eru engin iög, þetta er enginn sjóréttur. Áður fyrr voru ailir um borð þó að landi væri komið og enginn fór nema hann fengi leyfi. Þá var sjómennskan löggilt starf og þá var líka lög- gilt frí. En sjómennskan er gott starf, já, göfugt starf. Hún er sérstak- lega góð fyrir ungu mennina. — Hún er svo góð fyrir lungun. Frá því 1931 hefir Sören búið í Keflavik og síðan hann hætti á sjónum fyrir fjórum árum, hefir hann rekið seglasaumaverkstæði í Keflavík. — Ég saumaði síld- arsegl í 12 báta nú fyrir síldar- vertíðina, segir hann þegar talið berst að þessu nýja starfi, og síð- ast í gær var ég uppi í topp á bát að reka niður vantinn. Ég býst við að verða þar næstu árin. En úr því að þú er nú að taka við mig blaðaviðtal á annað borð þá er bezt að ég segi þér hvernig menn eiga að finna gæfuna. Til þess að grípa í skottið á henni þurfa menn að vera reglusamir. Ég hefi reynt hvorttveggja, drykkjuskapinn og hitt. Ég stein- hætti. Og þá vaknaði ég allt I einu upp við það, að maður getur allt. Bókstaflega talað. Allt sen» maður ætlar sér. Þér finnst ég kannski tala eins og templar og hvítasunnumaður, og það getur verið, en ég he^fi reynsluna. Ég hefi lengi verið „selsk&ps- maður“ ....... Skrifstofuhúsnæði 6 herbergi til leigu við Laugavegj Upplýsingar í síma 6150. Ford ‘53 pick-up % tonn og nýsprautaður og allur yfirfarinn TIL SÖLU og sýnis í Barðanum, Skúlagötu (við hliðana á Hörpu). yÐUR TIL GLÖGGVUNAR bafa verið valin, af sérstakri nákvæmni, Knvirkis- og sjóntæki þýzka Alþýðu- veldisins, til sýnis á 2. VÖRUSÝNINGU KAUP- STEFNUNNNAR í RVÍK Til þess að gera yður þetta sem augljós- ast, sendir þessi iðngrein vor sýnishorn luHkominnar skurðlækningastofu á sýn- Inguna og mun hún vitna um hina al- hliða framleiðslugetu iðnaðar vors. • • » SAMSTARFS^FNN '"'**’** wtnuu KAfíANA 6. tií. 21, JÚLI 1957 VCi'Oa. íil vióuib á uv cuuá acui ei' iuaicgA veita. ali<w' í»<cí njypi., seui pér kynmiö að óska DEUTSCHE EXPQRT- UND IMPQRTCESELLSCHAFT e /einmechaiulc-Opiit^ Beiim C Z — ScóiciaciðUu^>e 7

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.