Morgunblaðið - 01.08.1957, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.08.1957, Blaðsíða 13
Fiinmtudagur 1. ágúst 1957 MORCVNBLÁÐIÐ 13 Afmælishátíð Búnaðar- sambands Vestfjarða Þúfum, 4. júlí 1957: DAGANA 22. aðalfundur Búnaðarsambands, ti sýslumaður Vestfjarða haldinn á ísafirði,' t ^_________, sótti hann 22 fulltrúar eða því nær allir fulltrúar frá félags- deildum á sambandssvæðinu. Á þessu ári eru liðin 50 ár frá stofn- un Búnaðarsambandsins. Helztu gerðir aðalfundarins voru afgreiðsla reikninga og fjár- hagsáætíunar fyrir sambandið, svo og önnur mál er fram voru borin. Helzta nýmæli á störfum aðalfundarins voru þau að sam- þykkt var einróma að fela félags- stjórninni að ráðá fastan starfs- mann fyrir sambandið, en það hefur ekki haft slíkan fastan starfsmann fyrr nú um langt skeið. Fjárhagur þess er fremur erf- iður sökum hinna miklu vé'a- kaupa ræktunarsambandanna á sambandssvæðinu, þar sem sam- bandið hefur styrkt slík véla- kaup að Vt, og er því erfiður baggi viðfangs að standa við þær skuldbindingar, og ver samband- ið á þessu ári 95 þús. kr. til þessara hluta til ræktunarsam- bandanna. Að öðru leyti fór aðal- fundurinn vel fram, sem venja er. Á Jónsmessudag, 24. júní, minntist sambandið 50 ára af- mælis síns, með skemmtiferð til Onundarfjarðar og samsæti. Allir þeir er aðalfundinn sátu voru í þeirri ferð, svo höfðu ýms- ir konur sínar með sér. Auk þess voru nokkrir boðsgestir aðrir í ferðinni. Lagt var af stað frá ísafirði kl. 10.30 í átta bílurn áleiðis vestur yfir Breiðadals- heiði, stanzað var á háheiðinni og litast um. Er þaðan hið fegursta útsýni, einkum til ísafjarðar og ytri hluta ísafjarðardjúps. Var síðan haldið viðstöðulítið að Holti í Önundarfirði. Þar bætt- ust við í hópinn nokkrir Ön- firðingar, hreppsnefndarmenn, stjórn Búnaðarfélags og fleiri. Nokkrar húsfreyjur votu þar með bændum sínum. Á Holti var setzt að borðum og voru þar rúmlega 60 manns er settust heimavistarbarnaskólanum t boði Búnaðarsambands Vest- fjarða, og var þar hangikjöt á borðum og aðrar vistir hinar ágætustu og raunsarlegustu. Formaður sambandsins, Guðm. Ingi Kristjánssön á Kirkjubóli, setti hófið og bauð menn- vel- komna, og flutti ræðu i tilefni afmælisins og um starfsemi og tilgang Búnaðarsambandsins. Gunnar Þórðarson frá Grænu- mýrartungu mætti þar af hálfu Búnaðarfélags íslands. Hann flutti ávarp yfir borðum og af- henti Búnaðarsambandi Vest- fjarða gjöf frá Búnaðarfélagi ís- lands. Það var fundaklukka, hinn íegursti gripur. Klukkan er úr silfri, en stendur á fagurlega gerðum skornum fæti úr birki. Undir borðum fluttu ræður og 23. júní varjjóh. Gunnar Ólafsson, bæjarfó- ísafirði. Þakkaði hann Búnaðarsamband- inu heillaríkt starf á genginni hálfri öld. Las hann merka og gagnorða lýsingu á lifnaðarhátt- um manna í Önundarfirði kring- um 1860, skráða af Guðmundi Eiríkssyni, fyrrum hreppstjóra á Þorfinnsstöðum. Sýndi þessi lýsing glögglega hvilík breyting væri nú orðin. Þá töluðu undir borðum Jóhannes Davíðsson í Hjarðardal, Ragnar Guðmunds- son á Hrafnabjörgum, Guðrnund- ur Bernharðsson í Ástúni og Hall dór Kristjánsson á Kirkjubóli. Voru ræður þessar allar hinar fróðlegustu og minnzt var ým- issa atriða og þátta úr starfsemi sambandsins. Milli þess að ræður voru fluttar var sungið. Að mál- tíð lokinni skýrði Guðm. Ingi frá því hvernig deginum yrði varið. Fyrst var ekið út með firði og stanzað fyrir neðan Þórustaði og Hjarðardal. Gat þar að líta mikl- ar og fagrar nýræktir, vel sprottn ar. Eru þarna sérlega falleg býli og auðsjáanlega vel þúið. Því næst var haldið áfram út með firði, út I Valþjóísdal að Kirkju- bóli. Gat þar að líta nýbyggt f jár- hús Björgmundar Guðmundsson- ar bónda. í húsinu eru 4 armar, sem hvor um sig rúmar 30 ær á jötu og á bak við fóðurgangur og síðan 1 votheyshlaða, 4x5 m að flatarmáli. í henni var á sið- asta hausti 100 rúmmetrar. Þur- heyshlaða var engin við þetta hús. Tjáði Björgmundur gestum þeim er þarna voru, að 10 ára reynsla sín væri sú að bezt væri að fóðra á tómu votheyL Þótti okkur þetta merkilegt og athyglis vert. Fagurt er í Valþjófsdal, um- hverfið vinalegt og hlýlegt og auðsjáanlega vel búið. — Við kvöddum þennan fjöllumlukta dal og fólkið, sem þar býr. Var síðan haldið aftur að Holti, og kirkjan skoðuð og sunginn sálm- ur. Er kirkjan lagleg og vel hirt, og hin snyrtilegasta. í Valþjófs- dal er einnig kirkja lítil, því að 1 söfnuðurinn er þar fámenr.ur, en lagleg er hún og vel við haldið, svo og kirkjugarðurinn sömu- leiðis. Frá Holti var haldið að Vöðlum og skoðað þar tún og byggingar þeirra bræðra er þar búa, Arn- órs og Brynjólfs Árnasona. — Á síðustu 10 árum hafa þeir byggt upp öll hús á jörðinni, og sáum við vandað fjós, sem aðeins var eftir að innrétta. Byggt hafa þeir og rafstöð á heimilinu er nægir til allra þarfa. Þessar byggingar allar hafa þeir sjálfir gert, því að þeir eru smiðir góðir. Gat þar að líta hinar vönduðustu smíðar innanhúss, borð, stóla og fleiri húsmuni, allt fagurlega gert. Á hlaði stóðu þrjár dráttarvélar er þeir höfðu til eftírlits fyrir ná- granna sína. Var harla athyglis- vert að ganga um garða þessara bræðra. Frá Vöðlum var haldið að Kirkjubóli, heimili þeirra oræðra Guðm. Inga og Halldórs, og lit- ast þar um nokkra stund. Er þar víðlend ræktun og mikil trjárækt heima við bæinn og umhverfið hið fegursta. Þar var leiddur úr fjósi 12 ára gamall boli, kyn- bótanaut þeirra Önfirðinga. Eiga þeir kýr ágætar, er þeir þakka bola þessum mest, enda er hann kynborinn af hinu landskunna ,,Klufhkyni“. Þótti bola þessum gott að koma út í sólskinið, og tók hinum forvitnu áhorfenda- hóp með hinni mestu hæversku. Frá Kirkjúbóli var aftur ekið til skólahússins að Holti. Var þar aftur setzt að borðum, vistum hlöðnum, í boði Búnaðarfélags Mosvallahrepps. Formaður þess, Hagalín Guðmundsson, bóndi i Hjarðardal. Ávarpaði hann menn með ræðu og bað menn neyta þess er fram væri borið, og þakk- aði Búnaðarsambandinu og stjórn þess störf sín og árnaði því allra heilla. Yfir hinu vistum- hlaðna kaffiborði, voru margar ræður fluttar. Ásgeir Guðmunds- son í Æðey, Kristján Jónsson frá Garðsstöðum, Páll Pálsson í Þúfum, Þórður Halldórsson Laugalandi, Gunnar Ólafsson Reykjarfirði, Egill Ólafsson á Hnjóti, Bjarni Sigurðsson, Vigur, Bjarni H. Finnbogason í Hnífs- dal og Hallgrímur Jónsson á Sæ- túni töluðu. Margt kom fram í ræSum manna, sem vert væri að minn- ast, og harla athyglisvert. Öllum fannst sveitin fögur er þeir höfðu litið um daginn, og búnaðarhættir allir hinir mynd- arlegustu og athyglisverðustu. — Gætu margar sveitir lært mikið af Önfirðingum, ekki sízt vot- heysverkun og fóðrun búfjár á því sem þeir og aðrir Vestfirð- ingar standa framar flestum eða öllum byggðarlögum með þessa heyverkun. Margt mætti nefna um starf- semi sambandsins, er kom fram í ræðum marnia. Þrír hafa verið formenn Búnaðarsambandsins. Fyrst séra Sigurður Stefánsson, prestur í Vigur og alþingismað- ur, 12 ár, síðan Kristinn Guð- laugsson á Núpi í 28 ár og Guð- mundur Ingi í 10 ár. Véku flestir ræðumanna að störfum þessara forvígismanna sambandsins og þökkuðu störf þeirra. Allmargir fulltrúar er hóf þetta sátu minntust sérstaklega Kristins á Núpi, þessa hógværa manns, er valdist til • forystu þessarar starfsemi um langt skeið, og var jafnframt ráðunaut ur sambandsins þó ólaunaður væri um langt skeið, óþreytandi að skrifa félögunum bréf og sækja fundi þeirra oft, til hvatn- ingar, uppörvunar og fræðslu, oft yfir erfiða fjallvegi um há- vetur, síðast háaldraður. Ásgeir í Æðey er sannur um fleiri hluti en góðan búskap. Hann felldi vel og skemmtilega saman í þessu hófi tilefni þessa dags og kvæði Einars Benedikts- sonar skálds, en hann kann mjög mikið af kvæðum Éinars og fer sérlega vel með, og hefur ætið á takteinum viðeigandi ljóð frá þessum skáldjöfri við hvað sem að höndum ber. Bað hann eir.k- um hina yngri menn að læra kvæði Guðm. Inga, er hann taldi fegurst hafa kveðið um íslenzk- an landbúnað og sveitalíf. Við, sem í ferð þessa fórum og áttum þess kost að vera með Ön- firðingum þennan dag og þiggja af þeim og Búnaðarsambandinu rausnarlegar veitingar og skoða þeirra fögru sveit og hinn mynd- arlega búskap þeirra, þökkum þeim. Við óskum Búnaðarsam- bandinu og búskap þeirra allra heilla. P. P. Vélritari með kunnátlu í bókfærslu og tungumálum, óskast allan eða hálfan daginn. Góð laun. Tilboð merkt: „Beethoven — 5919“ sendist afgr. blaðsins fyrir helgina. Stúlka óskast til afgreiðslustarfa Upplýsingar ekki í síma. Kjötbúð Vesturbæjar Bræðraborgarstíg 43. Framkvœmdastióri óskast að verzlunar- og útgerðarfyrirtæki á stað í námunda við Reykjavík. Umsóknir, ásamt upp- lýsingum um fyrri störf, sendist Mbl. fyrir 6. ágúst n.k. merkt: „Framtíðarstarf — 5»69“. Reglumaður kemur aðeins til greina. Skrifstofustúlka M' óskast strax. Eiginhandarumsókn sendist Morgun- blaðinu^fyrir föstudagskvöld merkt: 33 — 5977. IJtsala Nú eru aðeins 3 dagar eftir af útsölunni. Hattar frá kr. 50,00, hanzkar, slæður og fl. Hattaverzlunin „lijá Báru“ Austurstræti 14. Skatfar 1957 Hið árlega manntalsþing í Reykjavík verður haldið í lollstjóraskrifstofunni í Arnarhvoli fimmtu daginn 1. ágúst n.k. kl. 4 e.h. Falla þá í fyrsta gjald- daga skattar og önnur þinggjöld ársins 1957, sem ekki eru áður i gjalddaga fallin. Reykjavík 29. júlí 1957. Tollstjóraskrifstofan, Arnarhvoli. Canary Bananar Ný sending kom með Es. Uraguay. Tilbúin til afgreiðslu Kaupmenn, kaupiélög, sendið pantanir yðar sem fyrst. Frídagur verzlunarmanna um næstu helgi. MJÖLNISHOLTI 12 SÍMI.' I 98 90

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.