Morgunblaðið - 02.08.1957, Side 16
2-24-80
171. tbl. — Föstudagur 2. ágúst 1957-
2-24-80
Vinir og samherjar
heiðruðu Bjarna
Sigurðsson nírœðan
MIKILL fjöldi vina og samherja
komu í afmæliskaffið í Sjálf-
stæðishúsinu í gær til Bjarna
Sigurðssonar á níræðisafmæli
hans.
Bjarni Benediktsson, varaform.
Sjálfstæðisflokksins, hélt ræðu
fyrir afmælisbarninu og minntist
við það tækifæri á þau miklu
og óeigingjörnu störf, sem Bjarni
Sigurðsson hefði unnið í þágu
Sjálfstæðisflokksins. Hann hefði
að loknu löngu og merku starfi
á Austurlandi tekið að sér störf
fyrir Sjálfstæðisflokkinn hér í
Reykjavík og afrekað síðan í
hans þágu ómetanlegu, merku og
mikilvægu starfi. Bjarni Sigurðs
son væri þeim drengskap og
mannkostum búinn, sem bezt
væri á kosið í jafn veigamiklu
starfi og hann hefði gengt. Bjarni
Benediktsson afhenti Bjarna Sig-
urðssyni heiðursskjal frá Sjálf-
stæðisflokknum með þakklæti
og viðurkenningu fyrir störf
hans, en undir það skjal rituðu
miðstjórn, þingflokkur, skipu-
lagsnefnd og fjármálaráð flokks-
ins og stjórnir fulltrúaráðs og
Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík.
1 lok ræðunnar hylltu allir við-
staddir hinn níræða heiðurs-
mann.
ir til blessunar fyrir land og
lýð.
Þorkell Sigurðsson, vélstjóri,
flutti hilýja afmæliskveðju til
Bjarna og árnaði honum bless-
unar frá óteljandi vinum nær
og fjær.
Hinn níræði heiðursmaður var
hress og hugdjarfur að vanda.
Honum bárust heillaóskir og
blóm frá félagssamtökum Sjálf-
stæðismanna og einstaklingum.
í þessu hófi hins níræða af-
mælisbarns ríkti virðing og þakk
lát gleði í garð hins einstæða
drengskaparmanns.
Bjarni Sigurðsson og Bjarni Benediktsson.
Hörmulegur utburður
Ungur mabur lætur llfið vegna áverka,
er hann hlaut í likamsárás
Bjarni Sigurðsson flytur ræðu
í afmælishófinu.
Þá flutti Þorvaldur Garðar
Kristjánsson, form. landsmála-
féiagsins Varðar, ræðu og þakk-
aði Bjarna sérstaklega í nafni
Varðarfélagsins, en hann hefur
verið skrifstofustjóri félagsins
næstum því frá upphafi, eða fast
áð þrem áratugum.
í viðurkenningar- og þakklætis
skyni færði stjórn félagsins hon-
um að gjöf vandað gullúr frá
Varðarfélögum.
Bjarni Sigurðsson hélt því næst
ræðu og þakkaði vináttu og heið
ur, sem honum væri sýndur, en
mest mundi hann ætíð meta það
lán að mega helga krafta sína
þeim hugsjónum, sem Sjálfstæðis
flokkurinn hefði ætíð barizt fyr-
SALEM, Oregon — Tveir dreng-
ir, 11 og 16 ára, stálu um helgina
lítilli einkaflugvél á flugvelli hér
í grennd. Flugu þeir um nágrenn-
ið í klukkustund, en lentu síðan
slysalaust. —- Reyndu sökudólg-
arnir að hlaupast á brott, en
þeir komust samt fljótlega undir !
manna hendur. I
SlÐASTLIÐINN mánudag, 29.
júlí, klukkan að ganga ellefu um
morguninn gerðist sá hörmulegi
atburður á Tryggvagötu að ung-
ur maður, Jón Ingvar Árnason,
til heimilis að Njálsgötu 83 hér
í bæ, varð fyrir líkamsárás og
leiddu áverkar, sem hann hlaut
í árásinni, til dauða hans seint
á miðvikudagskvöld.
Samkvæmt upplýsingum frá
skrifstofu sakadómara í gær bera
sjónarvottar, að sjómaður einn,
skipverji á togara, sem litlu eftir
atburðinn lét úr höfn til Græn-
landsmiða, hafi slegið Jón Ingvar
svo í andlitið, að hann féll aftur
yfir sig og höfuðið slóst í göí-
una. Missti hann þegar meðvit-
und og var rænulaus eftir það.
Vegna fjarveru sinnar hefur
sakborningur ekki verið kvadd-
ur fyrir dóm ennþá. Þeir sjónar-
vottar, sem enn hafa ekki gefið
sig fram, eru beðnir að hafa sam-
band við rannsóknarlögregluna
sem fyrst.
Jón Ingvar var 33 ára að aldri.
Hann lætur eftir sig konu og
þrjú börn, hið elzta 10 ára, en
það yngsta fæddist 28. júlí s.l.
Unnið við byggingu
læknisbúsfaðar á
Akranesi
NÚ ER aftur hafin vinna við
íbúðarhús yfirlæknisins við sjúkra
hús Akraness. Þetta hús stendur
rétt fyrir ofan sjúkrahúsið og var
byrjað á því snemma á sl. ári og
lokið við að gera það fokhelt:
Auk yfirlæknisins og fjölskyldu
hans á að búa þarna starfsfólk
sjúkrahússins, þar á og að vera
íbúð fyrir aðstoðarlæknir, geymsl-
ur og fleira. Er það vel að nú er
hafist handa um að fullgera hús-
ið.
Frá byrjun hafa verið skráð 25
siúkrarúm í sjúkrahúsinu, en að-
sóknin er svo mikil að sjúklingar
hafa verið látnir liggja á fæðing-
arstofunni og í baðherberginu. Um
leið og starfsfólkið flytur í nýja
húsið verður hægt að fjölga rúm-
um fyrir sjúklinga upp í 40 og
um leið er sjúkrahúsinu g-ei't kleift
að bæta til mikilla muna úr brýnni
þörf þeirra er þurfa lækninga við.
1 vetur barzt sjúkrahúsinu
happagjöf frá noklcrum velunnur-
um þess. Það er ljósavél 30 kw
að stærð. Getur hún bjargað
mannslífi ef bráðrar læknisað-
gerðar þarf við, t.d. ef háspennu-
línan bilar skyndilega sem oft
hefur komið fyrir. — Oddur.
4000 mál til
Seyðisfjarðar
SEYÐISFIRÐI, 1. ágúst. — í
gær og í nótt var landað rúm-
lega 4000 málum síldar af 29 bát-
um. Þar af voru saltaðar rúm-
lega 200 tunnur.
Verksmiðjan hefur nú fengið
rúmlega 12000 mál.
í dag er ágætisveður, suðvest-
an gola og 15 stiga hiti. — B
Afmælissýning opin
áfram
AFMÆLISSÝNIN GUNNI til
heiðurs Lúðvíg Guðmundssyni
skólastjóra Handíðaskólans átti
að ljúka í fyrrakvöld, en sökum
þess að aðsókn þennan síðasta
dag var meiri en nokkru sinni
áður hefur verið ákveðið að fram
lengja sýningunni fram til sunnu
dags. Um 900 manns hafa skoð-
að sýninguna, þar af um 200 í
fyrradag.
Tap og sfór sigur
ANNAR FLOKKUR knattspyrnu
félagsins Vals, sem um þessar
mundir er á ferðalagi í Noregi,
svo sem kunnugt er, hefur þegar
leikið þar þrjá leiki.
Fyrsta leiknum lauk með jafn-
tefli 0:0, öðrum leiknum töpuðu
Valsmenn með 1:2, en í þeim
þriðja báru þeir sigur af hólmi,
skoruðu 6 mörk gegn 2. Fór sá
leikur fram á Lillehammer hinn
30. júlí s. 1.
Þá munu Valsmenn leika einn
leik í Osló, en heim koma þeir
6. ágúst n. k.
KR Gg Akurnes-
ingar í kvöld
í KVÖLD fer fram næstsíðasti
leikur Islandsmótsins, 1. deildar,
og eigast þá við K.R. og Akurnes-
ingar. Leikurinu fer fram á Mela
vellinum og hefst kl. 20,30. Leik-
ir þessara aðila hafa löngum ver-
ið tvísýnir og skemmtilegir. Báð-
um er nú mikils virði að hreppa
stig, Akurnesingum til þess að
halda jöfnu við Fram í keppninni
um Islandsmeistaratitilinn, en
K.R. til þess að tryggja sig gegn
falli niður í 2. deild.
Staðan er nú:
L U J T M S
Fram ........ 4 3 1 0 6-1 7
Akranes ..... 3 3 0 0 8-1 6
Valur ....... 5221 11-7 6
Hafnarfj..... 5 113 5-9 3
K.R.......... 4 0 2 2 3-6 2
Akureyri .... 5 0 2 3 6-15 2
Blaðamannafélagið mótmælir
misferli með úthlutun boða
F y rsta síIdin
INGÓLFSFIRÐI, 1. ágúst. —
Fyrsta síldin á þessu sumri kom
til Djúpavíkur s.l. föstudag. Var
það Hilmir frá Hólmavík sem
kom með 39 tunnur. Yfirleitt var
síldin smá og horuð og veiddist
þessi síld í reknet. Skipstjóri á
Hilmi er Guðmundur Guðmunds-
son. — Regína.
Á annað þúsund
tunnur af síld
til Akraness
AKRANESI, 1. ágúst. — 1 gær
komu allir reknetabátarnir fimm
inn með samtals á annað þúsund
tunnur síldar. Aflahæstur var
Aðalbjörg með 237 tunnur, þá
Ásmundur með 204 tunnur og
Fylkir með 180 tunnur.
Síldin fór í bræðslu. Stormur
var í nótt svo að bátarnir fóru
ekki út fyrr en í morgun.
— Oddur.
Friðrik efstur
í GÆRKVÖLDI fór fram úrslita
keppin á Hraðskákmóti Taflfé-
lags Reykjavíkur. Er blaðið fór í
prentun laust eftir miðnætti, var
mótinu enn ekki lokið, en röð
efstu manna þessi:
1. Friðrik Ólafsson, 14 v. af 14.
2. Benkö, 11% vinning af 14.
3. Guðm. S. Guðmundsson, 11%
af 14.
4. Guðm. Pálmason, 11% vinn-
ing af 14.
5. Pilnik, 11% vinning af 15.
6. Guðm. Ágústsson, 11 vinn-
inga af 14.
Á FUNDI í Blaðamannafélagi
Islands í gær var samþykkt í einu
hljóði að ítreka við utanríkisráðu-
neytið mótmæli vegna þess, að
ráðuneytið hefur að áliti félags-
ins misfarið með boð til íslenzkra
blaðamanna á vegum Atlantshafs-
bandalagsins.
Upphaf þessa máls er það, að
til þess að auka gagnkvæm kynni
milli þjóða þeirra, sem þátt taka
í Atlantshafsbandalaginu, hefur
það verið siður að efna árlega til
nokkurra blaðamannaferða um
þátttökuríkin og hefur blaðamönn-
um frá Islandi jafnt og öðrum
þátttökuríkjum verið boðið í þess-
ar ferðir, sem hafa verið gagn-
legar í alla staði.
Það hefur alltaf verið siður að
utanríkisráðuneytið veldi menn úr
hópi blaðamanna í þessar ferðir.
En sl. vor brá svo við, að í stað
þess að ráðuneytið veldi blaða-
menn til fararinnar, útnefndi það
jafnvel menn sem ekki höfðu ná-
lægt blaðamennsku komið og
höfðu engin skilyrði uppfyllt til
inngöngu í Blaðamannafélag 1 s-
lands.
Út af þessu var fundur haldinn
í Blaðamannafélagi Islands í lok
maí, þar sem þessu var mótmælt
harðlega og sendi stjórn Blaða-
mannafélagsins bréf til ríkisstjórn
arinnar, þar sem því var mótmælt,
að aðrir en blaðamenn yrðu vald-
ir í boðsferðir, sem ætlaðar eru
blaðamönnum einum. Auk þess var
óskað eftir að ríkisstjórnin hefði
samréð við Blaðamannafélagið um
boð þessi.
Fyrir nokkru svaraði utanríkis-
ráðuneytið þessu bréfi. Segir þar
m.a.:
„Ráðuneytinu er ekki ljóst,
hvað fundarmenn eigi við með
orðunum „sem ætluð eru blaða-
mönnum einum“ og „velja aðra
en blaðamenn", nema skilja
beri hugtakið „blaðamenn" ein-
göngu sem félaga í Blaða-
mannafélagi Islands . . . . Sé
þetta rétt skilið, getur ráðu-
neytið ekki fallizt á þá skoðun.
Blaðamenn, sem ekki eru fé-
lagsbundnir í Blaðamannafélag
inu geta í ýmsum tilvikum ver
ið fullkomlega hæfir og verð-
ugir þátttakendur í boðsferð-
um Atlantshafsbandalagsins og
verður að meta slíkt hverju
sinni eftir atvikum".
Á fundi Blaðamannafélagsins í
gær var mál þetta tekið til um-
ræðu á ný og stjórn félagsins falið,
að mótmæla við ríkisstjórnina skil
greiningu hennar á hugtakinu
blaðamaður. Undir það gæti ekki
fallið menn, sem ekki uppfylltu
skilyrði til inngöngu í Blaðamanna
félagið og þar með til inngöngu í
alþjóðleg blaðamannasamtök.
Enda mun það alls ekki vera ætl-
un yfirstjórnar Atlantshafsbanda
lagsins, að aðrir en viðurkenndir
blaðamenn taki þátt í þessum ferð-
um.
Noröurlanda-
meistaramótið
skák hafið
NORÐURLANDAMÓTIÐ í skák
var sett í Helsníki í fyrradag.
Alls eru þar 67 þátttakendur, þar
af fimm Islendingar, en Friðrik
Ólafsson tekur ekki þátt í mót-
inu að þessu sinni.
Úrslitin í fyrstu umferð lands-
liðsflokks í þeim skákum sem ís-
lendingarnir tefldu voru þau að
Ingvar Ásmundsson gerði jafn-
tefli við Böök, Finnlandi og Ingi
R. Jóhannsson gerði jafntefli við
Korning, Danmörku.
Sú skák sem mesta athygli
vakti í þessum flokki var annars
skák þeirra St&lbergs og Sterners
landa hans. Stálberg tapaði skak-
inni. Sterner hefur teflt á Norð-
urlandamótum að undanförnu,
en aldrei komizt mjög ofarlega.
1 fyrra meistaraflokki sigraði
Hellström Lárus Johnsen. Kara
sigraði Eggert Gilfer en Óli
Valdemarsson á biðskák við
Honkanen.