Morgunblaðið - 10.08.1957, Blaðsíða 6
6
MORCUISBT. AÐIÐ
Laugardagur10.ágúst1957
FRAKKAR BERJAST VIÐ VERÐ-i
BÓLGU OG VERÐFALL PENINGA
Felix Gaillard
Franska stjórnin berst nú
á tveimur vígstöðvum í
Algier og r efnahagsmál-
unum heima fyrir. Þessa dagana
er ríkistjórnin að hefja herferð
á vígstöðvum fjármálanna til
þess að vinna bug á verðbólg-
unni og hallanum í ríkisbúskapn-
um, áður en það er orðið um
seinan. Sá sem er herforingi
Frakka í þessari styrjöld er fjár-
málaráðherrann Gaillard sem er
aðeins 37 ára
gamall og
yngsti fjármála
ráðherra, sem
Frakkar hafa
haft í næstum
því hálfa öld.
Fyrir viku síð-
an gaf hann
stjórninni
skýrslu um
hvernig ástand
ið væri. Rétt
áður en sá fundur var haldinn
hafði komið frétt um, að nú yrði
að hækka lægstu launin, eins og
þau eru tiltekin með opinberum
útreikningi, um 16 aura á tímann
vegna þess, að komið væri yfir
það, sem í Frakklandi er kallað
„töframörkin", sem er að vísi-
talan hafi þá náð 149,1 stigi. Ár-
ið 1952 var það leitt í lög í
Frakklandi, að launin skyldu
fylgja vísitölu ,sem er reiknuð
út á allflókinn hátt. Miðað er við
töluna 100, sem er aftur miðuð
við það sem var 1949, en í hvert
skipti, sem vísitalan nær 149,1
þá eykst það, sem Frakkar kalla
Salaire Interprofessionel Garan-
tie, — SMIG, um 50%. Vísitölu-
útreikningurinn er byggður á
því, að valdar eru 213 vöruteg-
undir og þjónusta, sem skipt er
í 5 flokka, en þar til nú hefur
hver frönsk stjórn hagrætt þess-
um tölum þannig til, að í hvert
skipti, sem komið er að þessu
marki 149,1 hleypur ríkið til og
borgar niður einhverjar þær vör-
ur eða þjónustu, sem í það og
það skiptið hafa stigið, þannig
að unnt er að halda vísitölunni
niðri. Þetta hefur Gaillard hins
vegar ekki viljað og nú fyrir
rösklega viku síðan hækkaði
verð á víni, sem raunar er undir
verðlagseftirliti, en það hafði í
för með sér, að komið var upp
yfir „töframarkið“ 149,1. Nú er
það verkefftið, sem við blasir, að
stöðva launahækkanir og kapp-
hlaupið milli þeirra og verðlags-
ins, en á því veltur hvort stjórn
Bourges-Maunoury getur hald-
ið áfram við völd eða ekki. Ef
til vill veltur líka á því hvernig
nú tekst til, hvort ríkissjóður
Frakklands verður gjaldþrota
eða ekki.
Síðan 1950 hafa ríkisútgjö.'d
Frakklands aukizt um helming.
Rekstrarútgjöld hafa, á ekki
lengra tímabili en síðan í janúar
1955, aukizt um 1000 milljarða
franka og á næsta ári munu
rekstrarútgjöldin í fyrsta sinni
fara yfir 500C milijarða. Nú hef-
ur Gaillard byrjað á hinum mikla
niðurskurði sínum, sem á að
verða til þess að lækna mein-
semdina. Hann vill senda 200 þús.
menn úr herþjónusiu heim, sem
hefur það í för með sér að her-
styrkur Frakklands í Evrópu
minnkar um helming. Ekki er
gert ráð fyrir því að minnkaður
verði herstyrkurinn í Algier. Ný-
ir skattar verða lagðir á, öll far-
gjöld með lestum, strætisvögn-
um og langferðabifreiðum
hækka, fjárfesting í ýmsum stór-
um en ekki bráðnauðsynlegum
frámkvæmdum verður skorin
niður, en þar undir heyra t. d.
byggingar stórskipa, lil ferða yf-
ir Atlantshaf, bygging á göngum
undir Mount Blanc fjallið og
bygging hins nýja utvarps- og
fjarsýnishúss í París, sem byrjað
hefur verið á. Það er ein af or-
sökunum til hins vaxandi gjald-
eyrishalla, að tekjur af ferða-
mönnum í Frakklandi hafa mjög
gengið saman en það var ein af
beztu tekjulindum landsins. Nú
er það svo, að Frakkar kosta
miklu meiri gjaldeyri til ferða-
laga sjálfra sín erlendis heldur
en það sem þeir fá frá erlendum
ferðamönnum í landinu.
★
Þessi kreppa í Frakklandi staf-
ar ekki af því að landið sé fá-
tækt eða fjárhagslega á höllum
fæti heldur eíngöngu af því,
að þar hefur verið lifað um efni
fram og eytt meiru en aflað hef-
ur verið. Alþekktur franskur
fjármálamaður René Courtin
prófessor skrifaði fyrir fáum
dögum í blaðið „Figaro", að aldr-
ei hefði orðið jafnmikil aukning
á framleiðslu í Frakklandi né
lífskjörin batnað eins mikið eins
og á árunum frá 1952—1956. -
Þjóðartekjurnar hafa aukizt á
því tímabili um 18% og útflutn-
ingurinn 1956 var meiri en
nokkru sinni fyrr. Þessi fjármála
maður er þeirrar skoðunar, að
ekki verði komizt hjá því að
fella frankann og geti það borið
brátt að höndum að til þess verði
að grípa. Franska stjórnin berst
nú við það, að hindra frekari
verðbólgu og launahækkanir og
fjármálaráðherrann stefnir að
því að takmarka kaupgetuna í
landinu og auka framleiðsluna.
Á sama tíma berst svo forsætis-
ráðherrann Bourges-Maunory
fyrir því að fá lausn á Algier-
deilunni og takist þessum ráð-
herrum tveimur að ná því tak-
marki, sem hvor um sig hefur
sett sér, eiga Frakkar vafalaust
bjartari tíma fyrir höndum en
verið hefur útlit fyrir nú að und-
anförnu.
Gaillard fjármálaráðherra hef-
ur nú lagt fram eins konar áætl-
un um þann niðurskurð, sem gera
þurfi til þess að koma fjármál-
um landsins í lag. Hefur hann
lagt stöðu sína að veði, þannig
að fallist ríkisstjórnin ekki á
áætlanir hans, þá kveðst hann
munu segja af sér. Sá niðurskurð
ur sem hann gerir ráð fyrir mun
nema sem næst 28 milljörðum
ísl. króna. Mun sjást von bráðar
hvernig fer fyrir Gaillard fjár-
málaráðherra, hvort hann stend-
ur eða fellur.
★
Felix Gaillard er 37 ára, hann
er fæddur í Paris og af gamalli
og vel þekktri fjölskyldu. 1 styrj-
öldinni var hann eins og fleiri
af hinum yngri.stjórnmálamönn-
um Frakka mjög ákafur þátttak-
andi í andspyrnuhreyfingunni
gegn Þjóðverjum, en eftir styrj-
öldina varð hann vararáðherra
í ráðuneyti Schumans og hélt
sömu stöðu í allmörgum ráðu-
neytum, sem komu þar á eftir.
Gaillard er, eins og forsætisráð-
herrann, mikill stuðningsmaður
hinna nýju áætlana um samtök
Evrópu á viðskiptalegu sviði og
var einn af þeim, sem undirbjó
sáttmálann um Evrópu-markað-
inn. Gaillard er einn af hinum
yngri stjórnmálamönnum Frakka
sem menn tengja mestar vonir
við; hann er taliíRi mjög vel að
sér í öllu, sem að fjármálum
lýtur, og í bezta lagi einarður og
kemur því sú ákvörðun hans að
standa eða falla með áætlunum
sínum um niðurskurð útgjalda
ekki á óvart og beðið er með
nokkurri eftirvæntingu hvað úr
verður.
Bretar finna bóluefni
LUNDÚNUM, 8. ágúst. — Hópur
brezkra vísindamanna við Flem-
ing-stofnunina kveðst nú hafa
fundið bóluefni gegn Asíu-inflú-
ensunni. Kveðast þeir nú geta
framleitt bóluefnið í stórum stíl
og hafi sannprófað að það veiti
góða vernd gegn sjúkdómnum.
Voru tilraunir gerðar á 120 her-
mönnum sem buðu sig fram sem
sjálfboðaliðar. Ekki verður þó
hægt að hefja almenna bólusetn-
ingu á Bretlandseyjum fyrr en í
jeptember. — Reuter.
_||_ SKÁK J|
Ingi R. Jóhannsson:
Norðurlandamótið
6. umferð
í sjöttu umferð tefldi T. Salo
Grunfeldsvörn gegn Ingvari, sem
gerði skyssu í byrjuninni og fékk
lakari stöðu. Ingvar reyndi að
flækja taflið með peðsfórn, en sú
tilraun misheppnaðist, Ingvar
varðist samt af mikilli seiglu og
tókst að ná mótspili, en Salo
tefldi örugglega og færði heim
sigur.
P. Möller tefldi Sikileyjarvörn
gegn mér. Skákin varð allspenn-
andi, þegar Möller hrókfsgrði á
skemmri veginn, (en ég hafði
hrókað á lengri veginn), ofan i
peðsókn sem ég hafði byrjað á
á kóngsvængnum. Mér tókst að
rjúfa kóngsstöðu svarts með
peðsfórn, og í kjölfar peðsfórn-
arinnar kom skiptamunsfórn sem
gerði út um skákina í 21 leik.
Böök háði harða baráttu við
Stáhlberg. Böök fórnaði snemma
peði, og fékk sóknaraðstöðu á
drottningarvæng og Stáhlberg sá
sig tilneyddan að gefa mann fyrir
tvö peð. Skákin fór í bið og líkur
sennilega á jafntefli. Sköld fékk
sem endranær verri stöðu, en
ekki leið á löngu að andstæðing-
ur hans, Korning, hóf að 'smíða
axarsköft í stórum stíl og tapaði.
Moe vann A. Nielsen. Sterner og
Rantanin jafntefli.
Eftir 6 umferðir er röðin þessi:
1. Sköld 5 V-i v. 2. Salo 5 v. 3.
Böök 4 v. og biðs. 4.—5. Sterner
og Rantanin 4 v. 6.—8. Stáhl-
berg “LVi v. og biðskák og Ingvar
og Ingi 2% v. 9. Axel Nielsen
1% v. og biðs. 10. Möller 1 og
biðs. 11. Moe 1 v. og 12. Korning
% vinning.
Lárus gerði jafntefli. Óli vann,
en Eggert á biðskák.
Hvítt: Ingi R. — Svart: P. Möller.
Sikileyjarvörn.
1. e4 c5
2. RÍ3 d6
3. d4 cxd4
4. Rxd4 Rf6
5. Rc3 a6
6. Bg5 e6
7. f4 Be7
8. Df3 Dc7
9. 0-0-0 b5
(Fram til þessa hafa báðir aðilar
fylgt alfaraleiðum, en með síð-
asta leik sínum bregður svartur
sér yfir í hættulegt afbrigði. Ör-
uggara var 9.......Rc6).
10. a3 Bb7
11. g4 O-O?
(Svartur tekur á sig mikla á-
hættu með þessum siðasta leik.
Betra var 11.....Rbd7).
12. Bd3 Rc6
(Sterkara virðist að leika 12.
,... Rd7).
13. Rxc6 ....
(Hinn glæfralegi leikur 13. Dh3,
strandar á Rxd4. 14. e5, Bg2!
sem er eini varnarleikur'svarts).
13 ............... Bxc6
14. Hhel ....
(Nauðsynlegur leikur áður en
leikið er Dh3, eins og síðar kem-
ur í ljós).
14 ............... Hfb8
15. Dh3 e5
(Þvingaður vegna hótunarinnar
e4—e5).
16. Rd5! ....
(Þvingar svartan til að gefa ann-
an biskupinn).
16................. Bxd5
17. exd5 h6?
(Eina vörnin var að gefa peð,
með því að leika 17......e4 og
þá kemur í ljós mikilvægi hróks-
leiksins).
18. Bxf6! '
(Betra en 18. fxe5, dxe5. 19. d6,
Dxd6 (þvingað). 20. Bh7f Rxh7.
21. Hxd6, Rxg5 og þrátt fyrir
drottningartapið hefur svartur
mikla varnarmöguleika).
18 .............. Bxf6
19. g5
(Nauðsynleg peðsfórn til þess að
opna h-línuna).
19 .............. hxgð
20. fxe5 Bxe5
(Svartur á ekki annars kosta
völ).
22. d6!
(Þessi leikur rekur lestina í þess
ari skemmtilegu leikfléttu. Svart
ur verður að gefa drottninguna
til þess að forða máti, og er því
frekari barátta vonlaus.
7. umferð
Ingvar beitti kóngsindv. gegn
P. Möller og var staðan nokkuð
jöfn þar til Ingvar lék af sér
peði, en fékk við það sóknarað-
stöðu og hafði heldur betri stöðu
er hann skyndilega lék af sér
manni og tapaði. Ég tefldi Sikil-
eyjarleik gegn Moe, og fékk
snemma betri stöðu, sem mér
tókst að auka smám saman, unz
ég vann peð og skömmu síðar
mann og þar með skákina. Stáhl-
berg vapn A. Nielsen. Sterner
vann Böök. Rantanin vann Sköld
og Salo vann Korning.
Óli vann Appelqist, Eggert
vann Lárus.
Biðskákir: Stáhlberg vann
Böök óvænt. Nielsen og Möller
jafntefli.
Staðan eftir 7 umferðir er
þessi:
1. Salo 6 v. 2. Sköld 5Vz v. 3.-4.
Sterner og Rantanin 5 v. 5. Stáhl
berg 4% v. 6. Böök 4 v. 7. Ingi R.
3V2 v. 8.—9. Ingvar og P. Möller
2V2 v. 10. Axel Nielsen 2 v. 11.
Moe 1 v. og 12. Korning % v.
Nýr amerískur sendiherra, Val Petersen, kom nýlega til Kaup-
mannahafnar. Hér sjást hann og kona hans virða fyrir sér
Sjálandsströnd, en þau komu með „Stockholm“ að vestan.
shrifar úr
daglega lífinu
Illa farið með
fornminjar
G átti, um verzlunarmanna-
helgina, leið um Hvítárnes
og kom þar í skála Ferðafélags
íslands. Um þennan skála er
snyrtilega gengið eins og yfirleitt
þau hús sem Ferðafélagið á, enda
hefur það átt ríkan þátt í því að
brýna fyrir fólki að ganga prúð-
mannlega um á ferðalögum,
bæði innanhúss og úti í náttúr-
unni.
Þess vegna þótti mér sárgræti-
legt að koma í Hvítárnes að þessu
sinni, þar sem mér er vel kunn-
ugt um að forvígismenn Ferða-
félagsins taka nærri sér hvers
konar ómenningu sem snertir
umgengisvenjur. Þar blasti við
viðurstyggð eyðileggingar. Forn-
minjar hafa fundizt í Hvítárnesi,
húsatóftir, seunilega bæjartóftir
síðasta ábúaudans þar. Þjóð-
minjaverði hefur verið tilkynnt
um þessar tóftir og hefur staður-
inn verið lýstur friðhelgur um-
hverfis þær, unz búið er að fram-
kvæma rannsókn.
Nú hefur hestaeigandinn Páll
í Fornahvammi, tekið upp á því
að hafa hesta sína í girðingu sem
hann hefur sjálfur látið koma
upp á völlunum í Hvítárnesi. —
Þarna geymir hann um 70 hesta.
Ekki hefur þeim góða manni
tekizt betur til eii svo, að hann
hefur girt bannig að þessar tóft-
ir eru intó í hestagirðingu hans.
Þá hefur hann látið gera hesta-
rétt innan girðingarinnar og til
þess að reka hestana í réttina,
þarf allt stóðið að fara yfir forn-
minjarnar, húsatóftirnar gömlu.
Auk þess ganga hestarnir þar á
beit, og hafa þeir nú nagað vegg-
ina mikið, nuggað sér utan í
bjálka og yfirleitt eru þeir á
góðri leið með að traðka tóftirn-
ar niður.
Það er alveg furðulegt, að
nokkrum manni skuli detta slíkt
í hug og það, að láta fornminjar
slíkar sem þessar lenda inn 1
hrossagirðingu. Þetta ber vitni
afkárahætti og virðingarleysi
þeirra er hlut eiga að máli. Það
ætti að vera stolt okkar fslend-
inga, að varðveita allt sem fornt
er og hefur sögulegt og menn-
ingarlegt gildi. Um slík málefni
ættu allir að standa saman sem
einn maður. — Vegfarandi.