Morgunblaðið - 10.08.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.08.1957, Blaðsíða 3
Laugardagur10.ágúst1957 MORCVNBLAÐ1Ð 3 Bóluefni v/ð Asiu-inflúensu framleitt oð Keldum LJOSMYNDARI Mbl. skrapp í vikunni að Keldum, tilrauna- stöð Háskólans í meinafræði. — Erindið var einkum fólgið í því að taka myndir af framleiðslu bóluefnis við Asíu-inflúensunni svonefndu. Blaðið hafði í leiðinni tal af dr. Birni Sigurðssyni, for- stöðumanni tilraunastöðvarinnar, og Júlíusi Sigurjónssyni, próí , sem hafa umsjón með þessari bóluefnisframleiðslu. Þeir sögðu, að ekki yrðu tök á að framleiða nema lítið magn að þessu sinni, enda ekki ástæða til að ráðgera almenna bólusetningu í haust, þar eð veikin hefur alis staðar verið væg, þar sem hún hefur herjað. f nágrannalöndum okkar er líka gert ráð fyrir því, að framleiða aðeins bóluefni handa ákveðnum starfsstéttum (s.s. hjúkrunarliði), ef inflúens- an stingur þar upp kollinum. Hins vegar sögðu þeir, að heil- brigðisyfirvöldin hér vildu iáta gera þessa tilraun með fram- leiðslu bóluefnis við inflúensu Tilraunastöðin að Kelduir og væri þá hægt að byggja á þeirri reynslu, ef nauðsyn krefði síðar. í neyðartilfellum getur orðið erfitt fyrir okkur að fá inflúensubóluefni keypt í ná- grannalöndunum, og er þá gott að geta byggt á eigin reynslu 1 framleiðslu þess. Læknarnir skæðari, þegar frá líður. En eins og fyrr segir, er engin ástæða til þess ennþá að ætla, að svo verði. Allur er þó varinn góður, og því er nú lögð áherzla á að fram- leiða bóluefni, ef nauðsyn krefur síðar. Eins og kunnugt er, valda veirur inflúensu. Þær er ekki hægt að rækta nema í lifandi vef, og þess vegna er bóluefnið fram- leitt á þann hátt, að veiru er. dælt í unguð hænuegg og ræktuð þar, eggjavökvinn er síðan hirtur og hreinsaður, veirurnar drepnar og vökvinn síðan notaður sem hráefni í bóluefni. Allt er þetta flóknara en svo, að farið verðí út í það nákvæmar í stuttri blaðagrein. Þess má þó geta, að misjafnlega mikið magn af bólu- efni fæst úr hverju eggi — eða frá Vz skammti allt upp í 3 og fer það auðvitað eftir styrkleika veirugróðursins. Asíu-veiran var send hingað alla leið frá Singa- pore í sérstökum hylkjum og er hún geymd við mátulegt hita stig, þangað til henni er dælt inn í eggin í gengum lítið gat, sem síðar er lokað með vaxi. Vökvinn er tekinn úr eggjunum í sérstöku herbergi með hreinu andrúmslofti. í lofti þess er bakteríudrepandi fjólublátt ljós STAKSTtllMAR MeS rafknúinni sög er gert op á eggin með veirunni í. Siðan má sjúga vökvann úr eggjunum, eins og sést á myndinni að neðan. Einn af aðstoðarmönnunum með grímu og hvítan hjalm til að verjast útfjólublárri geislun. Vökvinn með veirunni er hirtur úr eggjunum og sogaður í dauðhreinsaðar flöskur. Andrúms- loftið í herberginu er dauðhreinsað. bentu á, að nokkrir erfiðleikar væru á framleiðslu bóluefnisins, hér væri um að ræða nýjan og áður óþekktan veirustofn, sem hegðar sér á annan veg en þeir stofnar, sem þekktir eru, og af þeim sökum þurfa vísindamenn að þreifa sig áfram og finna heppilegar aðferðir við fram- leiðslu þessa nýja bóluefnis. Eins og fyrr er sagt, verður ekki hægt að framleiða fyrir haustið nema takmarkað magn af bóluefni og ekki verður það tekið í notkun nema inflúensan berist til landsins. Ólíklegt er, að það verði fyrr en í haust, þá hefst inflúensutíminn, ef svo mætti segja. Asíuinflúensan hef- ur stungið sér niðri á stöku stað í Evrópu og Ameríku í sumat, en hvergi breiðzt verulega út. Sér- fræðingar gera þó ráð fyrir því, að hún láti að sér kveða í þess- um löndum með haustinu. Þá bentu læknarnir á, að Asíu- inflúensan hefði verið væg hingað til og ekki ólík þeim far- öldrum, sem áður hafa gengið hér, t.d. 1951, þegar hér gekk inflúensufaraldur, sem fór all- geyst. Annars má geta þess, að inflúensa hefur ekki náð mikilli útbreiðslu hér síðustu árin. Það hefur sýnt sig, að margir hafa fengið Asíuveikina, þar sem hún hefur geisað, en fáir látizt úr henni. Ástæðan til þess, hve mjög Asíuinflúensan hefur verið til umræðu, er sú, að hér er um að ræða nýja veiru; af þeim sök- um hafa margar spurningar vaknað hjá vísindamönnum og óttast sumir þeirra, að veikin geti færzt í aukana og orðið er dauðhreinsar* andrúmsloftið í herberginu. — Vísindamennirnir eru vel útbúnir, þegar þeir dveljast í herbergi þessu, hafa hvítan hjálm á höfði til þess að varast fjólubláu geislana og grímu fyrir andlitinu af öryggis- ástæðum. Það hefur komið fyrir, að vísindamenn, sem vinna að framleiðslu bóluefnis, veirum, sem berast út í loftið, en allt er gert til þess a’ð koma í veg fyrir það. Við höfum því ekki leyfi til að koma inn í þetta dularfulla herbergi, en Ijósmyndarinn tekur mynd sína leiftursnöggt í dyragættinni. — Auk þeirra dr. Björns og Júlíus- ar prófessors vinna að fram- leiðslu bóluefnisins Halldór Grímsson efnaverkfræðingur og nokkrir aðstoðarmenn. — Það má með sanni segja, að merki- legt starf sé unnið að KeLdum og nú hefur framleiðsla þessa bóluefnis bætzt við. Áður hefur lítið bóluefni verið framleitt fyrir menn hér á landi, þó dá'.it- ið við taugaveiki. Rokk-œðS í Höfn KAUPMANNAHÖFN, 8. ágúst. — Rokk-faraldur gengur í Kaup- mannahöfn og eru sumir rokk- piltarnir svo ófyrirleitnir að þeir hafa ráðizt á saklausa vegfarend- ur á „Strauinu“ og veitt peim harðar byltur. Lögreglan hefur nú skorizt í leikinn og handtekið 29 rokk-„gæja“. Dönsku blöðin hafa birt áskoranir til lögreglunn ar um að dreifa hinu rokkóða fólki við kvikmyndahúsin brunaslöngum. Uppprentun úr Alþýðu- blaðinu Hinn 8. janúar sl. birti Alþýðu- blaðið forsíðugrein, sem hét: „Lygar Þjóðviljans hraktar. Kröfur farmanna afhentar 2. jan.“ Grein þessi er svar við ásök- unum Þjóðviljans um linkind Sjómannafélagsstjórnarinnar í kröfugerð fyrir hönd farmanna. Segir þar m.a. á þessa leið: „Af framansögðu er ljóst, að ekki hefur staðið á Sjómannafé- laginu. Farmenn hafa sjálfir mótað kröfur sínar og stjórn Sjómannafélagsins komið þeim áleiðis. Hefur í engu verið þar farið að ráðum kommúnista, enda ólíklegt, að nokkru sinni hefði komið til samningsupp- sagnar, ef þeir hefðu einhverju um ráðið“. Þessi kafli greinarinnar óg nokkuð til viðbótar var síðan prentað upp í Morgunblaðinu 10. jan. í Staksteinum, og þess vitan- lega getið, að um uppprentun úr Alþýðublaðinu væri að ræða. Um málið segir Morgunblaðið svo: „Vonandi er,--------að ekk- ert verði úr verkfalli farmanna vegna þess að samningar náist áður“. Af hálfu Morgunblaðsins var þess vegna síður en svo hvatt til verkfalls, heldur þvert á móti látin uppi von um, að því yrði afstýrt. Ferföld ósannindi Þessi tilvitnun í grein Alþýðu- blaðsins hefur orðið til þess, að mörgum mánuðum seinna, þeg- ar ætla mátti að atvik væru gleymd, tekur Tíminn sig til og segir Bjarna Benediktsson höf- und þeirra orða, sem Morgun- blaðið prentaði orðrétt eftir AI- þýðublaðinu. Um þá tilvitnana- fölsun skal að þessu sinni aðeins nefnt eitt dæmi úr Tímanum og eru þau þó fleiri, og verður e.t.v. síðar vikið að þeim. Hinn 30. júlí segir Tíminn til sönnunar falsákæru sinni um sök Sjálfstæðismanna á yfir- manna-verkfallinu: „Öll þessi vinnubrögð eru í fullu samræmi við kenningu varaformanns Sjálfstæðisflokks- ins, er hann birtir í Morgunblað inu í janúar sl. Þá hélt hann því fram, að aldrei mundi hafa kom- _ ið til uppsagna hjá farmönnum sýkist af j ef stjórnarliðar hefðu haft meiri andrúms j ráð í stéttarfélögum þeirra. Til ófriðar hefði þurft aðra menn og önnur ráð“. í þessari stuttu málsgrein felast fern ósannindi: 1) „Varaformanni Sjálfstæðis- flokksins" eru kennd ummæli Alþýðublaðsins. 2) í umræddri grein Alþýðu- blaðsins var hælzt um yfir áhrifa leysi kommúnista en eltki „stjórn arliða“. Enda hafa Alþýðuflokks menn eins og kunnugt er meiri hluta i stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur. 3) Sú vinnudeila, sem Alþýðu- blaðið þarna ræðir um, er ekki yfirmannadeilan hcldur sjó- mannadeilan frá í vetur. 4) Það voru ekki „aðrir menn“ en „stjórnarliðarnir“ í Sjómannafélaginu, sem stóðu fyrir sjómannaverkfallinu í vet- ur. Enda tók sjálfur utanríkis- ráðherrann, Guðmundur f. Guð- mundsson að sér vörn fyrir þá í eldhúsumræðunum í vor. llann vissi ofur vel um þátt flokks- bræðra sinna í þeirri deilu. Ekki tekur því að hafa stór orð um þá fölsun sem Tíminn hefur hér reynzt sannur að sök um. Þeir menn, sem slíkt tíðka, eru með i brjóstumkennanlcgir, þvi ;rð þeir Jsvíkja bæði sjálfa sig og aöra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.