Morgunblaðið - 23.08.1957, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 23.08.1957, Qupperneq 3
Fðstudagur 23. ágúst 1957 MORCvnnraðið 3 Bjarni M. Císlason: Hver á ALLMIKIÐ hefir verið rætt um handritamálið síðan dönsku blöð- in birtu þá fregn, að íslendingar hefðu óskað eftir að það yrði tekið fyrir að nýju. Og þótt merki legt megi virðast, halda andstæð- ingar heimsendmgarinnar enn fram afjtöð.i ninna svoköllaðu sérfróðu '.nunna, er íram kom í álitinu 1951, og var þó þetta á'it í allri framsetningu svo hlut- drægt, að það gat naumast nefnzt vísindalegt. En látum svo vera, að menn þykist ekki vita um þá gagnrýni, er komið hefir fram á álitinu. Hitt er enn undarlegra, að nú er aftur farið að hamra á því að háskólinn eigi Árnasafn, þrátt fyrir það að ágætir danskir lögfræðingar hafa sýnt og sann- að, að sá eignarréttur fær ekki staðizt frá lögfræðilegu sjónar- miði. „Berlingske Tidende" voru að kvarta um það nýlega, að með því að skipa nefnd stjórnmála- manna í málið, sé ekkert tillit tekið til eiganda handritanna, og þar er ekki átt við íslenzku þjóð- ina, heldur háskólann í Kaup- mannahöfn. Fyrir rúmum þrem- ur mánuðum flutti þó „Berl- ingske Aftenavis" mjög glöggva greinargerð um málið eftir Alf Ross prófessor, en þar er það undirstrikað, að danska stjórnin hafi fulla heimild til þess að af- i henda handritin, án þess að spyrja háskólann nokkuð um það. Þessu virðast „Berlingske Tid- ende“ hafa gleymt. Slík fram- koma bendir óneitanlega til þess að andstæðingar heimsendingar- innar séu nú orðnir hræddir um að danska þjóðin hafi smám sam- an fengið að vita of mikið um það hvernig í pottinn er búið, og að afstaða hennar muni sigrast á af- stöðu íhaldssamra vísindamanna og skjalavarða. Það er því rétt að skýra íslenzk um lesendum nánar frá þeim deilum sem þetta mál hefir vald- ið hjá bræðraþjóðinni. „Ugeskrift for retsvæsen" flutti hinn 11. maí sl. grein eftir prófess or dr. jur. Alf. Ross. Tekur hann þar til nýrrar athugunar þá spurningu hvort háskólinn eigi handritin. Hann telur að þetta atriði hafi ekki verið athugað nógu gaumgæfilega, og heldur því fram að ríkisstjórnin geti af- hent handritin, þótt háskólinn mótmæli. Hann tekur upp rök- semdir nokkurra manna í nefnd- arálitinu, og sýnir fram á að þeir hafi verið mjög í vafa um hinn lagalega rétt, því að þeir leggi meiri áherzlu á pólitíska og sið- fræðilega hlið málsins. Þó haldi andstæðingar heimsendingarinn- ar því fram að háskólinn eigi handritin tvímælalaust. Þannig kemst Viggo Starcke ráðherra m.a. svo að orði: „Árnasafn er réttmæt eign háskólans sam- kvæmt gjafabréfi. Og þar sem safnið er eign háskólans, getur ríkið ekki gengið fram hjá rétti hans, samkvæmt núgildandi lög- gjöf“, Það er þessi staðhæfing, sem próf. Alf Ross kveður niður. Hann segir að safnið sé ekki eign háskólans, og í grundvallarlögun- um sé ekkert einasta ákvæði því til fyrirstöðu, að ríkisstjórnin ráð stafi safninu án samþykkis há- skólans. Hann færir skjalleg rök að þessari lögskýringu sinni og segir síðan: „Samkvæmt þessu má öllum vera það ljóst að „eignarréttur" háskólans á Árnasafni er ekki hliðstæður því sem almennt er átt við með „eignarrétti“. Háskól- inn hefir engan einkarétt til þess að nota safnið, heldur er hann þvert á móti skuldbundinn til þess að halda því opnu fyrir öðr- um. Háskólinn hefir ekki rétt til þess að ráðstafa safninu lagalega, hann getur t.d. ekki selt það til Ameríku. Safnið hefir aldrei ver- ið sameinað eignum háskólans, svo þangað er ekki að sækja handrifin? Bjarni M. Gíslason neina réttarkröfu. Sé rétt á litið, er „eignarréttur“ háskólans í rauninni ekki annað en að hann á að stjórna safninu samkvæmt fyrirmælum skipulagsskrárinn- ar“. Og enn segir hann: „Slíkur eignarréttur getur aldrei notið verndar samkvæmt ákvæðum 73. gr. grundvallárlag- anna um eignarnám. Þau ákvæði miðast við fullkominn yfirráða- rétt og ráðstöfunarrétt í eigin þágu, eins og er hinn viður- kenndi eignarréttur. Sé gengið á þann rétt, á viðkomandi heimt- ingu á skaðabótum. En svo er ekki um „eignarrétt" 'háskólans. Linmitt vegna þess, að stofnunin er ekki bær um að ráðstafa safn- inu eftir geðþótta, getur t.d. ekki selt það til Ameríku, þá hefir safnið ekkert sölugildi, og þess vegna væri það hreint út í blá- inn að tala um skaðabótakröfur. „Svipting eignarréttar" þýðir hér ekki annað en breyting á reglun- um um stjórn safnsins. Með 25. gr. grundvallarlaganna er stjórn- inni þetta heimilt. Hér koma ekki til greina hinar sérstöku ástæður, er krefjast lagaheimildar um eignarnám“. Alf Ross prófessor ber fram í grein sinni mjög líkar hugmynd ir og hinn frægi stjórnmálamað ur og lögfræðingur A. C. Örsted kom fram með 1851, þegar talað var um að afhenda Árnasafn. Hann hélt því þá fram að stjórn in hefði heimild til að taka fulln- aðar ákvörðun í málinu, hvað sem liði áliti þeirrar nefndar, er um málið fjallaði. En þá eins og nú virðast andstæðingar afhend- ingar, hafa verið mjög smeykir við að tala um þessa hlið máls- ins, sem sé annars vegar réttindi háskólans, hins vegar heimild hins opinbera að gera breytingar á skipulagsskránni. Og síðan að- skilnaður fslands og Danmerkur varð og farið var að tala um skipti á félagsbúinu, hafa and- stæðingar málsins talið réttast að halda því fram að háskólinn hefði fullkominn rétt yfir safninu, en ekki stjórn ríkisins. Hér er um að ræða innbyrðis stríð milli Dana um skýringar á eigin lögum, en þessi deila getur haft hina stórkostlegustu þýð- ingu fyrir málstað íslendinga. Þegar á allt er litið, hafa íslend- ingar tröllatrú á því að danska þjóðin muni leysa handritamálið á bezta hátt, en fram að þessu hafi allt strandað á þröngsýni nokkurra vísindamanna. Og þetta, að þessir menn skuli hamra á því að háskólinn hafi ótakmarkaðan umráðarétt safns- ins, en ekki ríkisstjórnin, ber vott um að þeir óttast að almenn- ingsálitið, og þar með þjóðþingið, muni vera andstætt skoðunum þeirra. Annars mundu þessir menn ekki hika við að láta stjórn ina ráða. En nú hafa upplýsingar um sögu handritanna og þýðingu þeirra fyrir ísland, borizt svo vítt meðal dönsku þjóðarinnar, að sumir eru orðnir hræddir um, að safnverðir og málfræðingar fái ekki leyfi til þess að taka ákvörðun í málinu. Og auðvitað hafa hinar lögfræðilegu skýring ar Alf Ross prófessors, sín áhrif hér að lútandi. Stofnandi Árnasafns, Árni Magnússon, lét eftir sig erfða- skrá og sjóð, sem verja skyldi til þess - að gefa út handritin „til gagns fyrir föðurlandið og al- menning". Skipulagsskrá sjóðs- ins hefur sama gildi og hún væri í erfðaskránni sjálfri. Á dánar- degi sínum fól Árni tveimur dönskum vinum sínum, prófess- orunum Hans Gram og Thomas Bartholin (yngra) að semja skipulagsskrána. Hvorki erfða- skráin né skipulagsskráin eru til í frumriti, og ekki er heldur til staðfest afrit af þeim. Árni Magn ússon dó 1730, en skipulagsskrá in var ekki lögð fyrir konung til staðfestingar fyrr en 1760, og þá voru þeir báðir látnir, Gram og Bartholin. Það er álitið að nokk- urn veginn hafi verið fylgt upp- kasti þeirra Grams og Barthol- ins, en vitað er þó að skipulags- skráin gekk meðal lærðra manna og einnig í Kansellí, áður en hún væri staðfest. Á einu afriti frum- ritsins má sjá, að sleppt hefur verið úr skipulagsskránni ákvæði um, að af henni skyldi gerð þrjú samhljóða eintök „og eitt þeirra sendast til íslands og vera birt á Alþingi og síðan geymt i bisk- upsskjalasafninu í Skálholti, en afrit sendast umboðsmanni kon- ungs á fslandi og biskupinum á Hólum". En í 27. grein skipu- lagsskrárinnar stendur þó, að það falli sérstaklega í hlut „verald- legra og andlegra yfirvalda á fs- landi“, að finna að við háskólann ef ákvæðum skipulagsskrárinnar sé ekki fylgt, og háskólinn skyldi síðan kippa í lag því er aflaga fór og kappkosta að fylgja'fyrir- mælum skipulagsskrárinnar í öllu, og bæta tjón, ef hann hefði orðið valdur að því. Allt þetta staðfestir ómótmælanlega álit Alf Ross prófessors, að „eignar réttur" háskólans til safnsins er ekki annar en sá, að honum er falið að sjá um safnið eins og fyrir er mælt í skipulagsskránni. Nú hafa fleiri danskir lögfræð- ingar komizt að þeirri niðurstöðu að lagaleg eignarheimild háskól- ans sé ekki óvefengjanleg. Step- han Hurvitz prófessor dr. jur. ritar til dæmis grein í „Politiken" 28. júlí 1950 og þar segir hann: „Þungamiðja handritamálsins er ekki lögfræðilegs eðlis, heldur sögulegur réttur og siðferðileg- ur réttur. Annars vegar eru fá einir danskir sérfræðingar, sem vilja halda í handritin, hins veg- ar alþjóðarósk íslendinga að end urheimta hjartfólginn þjóðararf. Þannig horfir málið við, og lausn þess ætti að vera Dönum auð- veldari en virzt hefir. Hér er að- eins um að ræða að meta meira hærra sjónarmið en smámunina“. Óhætt mun að fullyrða að við- horf flestra Dana er eitthvað svipað þessu. Mörgum virðist það óviðeigandi lagatog, að meta meira 200 ára gömul ákvæði en réttarmeðvitund manna í dag. Alf Ross prófessor hefir og drepið á þetta, að með breyttum viðhorf- um verði að breyta gömlum á- kvæðum. Hann heldur því fram að það sé fjarstæða að láta gömul ákvæði fjötra kynslóðirnar um allar aldir. Þær verði að hafa rétt til þess að ráðstafa þjóðarverð- mætum eftir eigin vild og eftir því sem bezt má henta. Auðséð er öllum þeim, er fylgzt hafa með deilum um hand- ritamálið í Danmörk, að þjóðleg- ir menn hafa snúið baki við hinni dáðu sérhagsmunastefnu 19. ald- arinnar, og blöskrar ef hún ætti að verða ráðandi um danska rétt armeðvitund í handritamálinu. Frá norrænu sjónarmiði er það og með öllu óaðgengilegt að fara nú eftir því sem maður, er nú hefir legið 200 ár í gröf sinni, taldi á sínum tíma heppilegast af þjóðfélagslegum ástæðum. Á hans dögum átti ísland engan háskóla, heldur var háskólinn í STAKSTEINHR Kaupmannahöfn æðsta mennta- stofnun fslands. Það var því rétt, eins og þá stóð á, að fela há- skólanum varðveizlu handrita- safnsins og stjórna því sam kvæmt fyrirmælum skipulags skrárinnar. Nú horfir öðru vísi við. Nú hefir aðaláhuginn á rannsóknum safnsins flutzt yfir Atlantshafið til Reykjavíkur. Vísindalegar röksemdir mæla því einnig með því, að safnið verði flutt heim. Og ef dæma skal eftir þeim ummælum, sem hvað eftir annað hafa komið fram meðal al- mennings í Danmörku, megum vér ísíendingar vænta þess að málið leysist á þann hátt er vér óskum: Öll handritin koma heim til íslands! En ekkert er hægt að segja um hvenær það verður. Ekki Rússland Magnús Kjartansson heldur áfram að skrifa um hin lélegu lífskjör í Póllandi. Grein hans i gær hefst með þessum orðum: „Það eru ekki aðeins mjög ör fjárfesting og víðtæk mistök í Iandbúnaðarmálum, sem valda því að lífskjör hafa batnað svo dræmt í Póllandi eftir styrjöld- ina að almenningur á erfitt með að sætta sig við það. Enn ein ástæða er sú að afköst í iðuaði eru alltof léleg. Framleiðsla Pól- verja gæti verið miklu meiri ef vélar og vinnuafl væri hagnýtt á hliðstæðan hátt og tíðkast í Vesturevrópu og Bandarikjun- um“. Sérstaklega er eftirtektarvert, að hér miðar Magnús fyrirmynd- ina við Vestur-Evrópu og Banda- ríkin en ekki Rússland! Hímt yfir kúm Síðar í grein sinni segir Magnús: „Það er ekki aðeins i iðnaði sem afköst hafa verið slæleg, þá sögu má í enn rikarl mæli segja um landbúnaðinn. Það er t.d. furðuleg sjón að sjá fullorðið fólk hima daglangt út um allar jarðir yfir einni eða tveimur kúm sem eru á beit og slæpast við að gæta þeirra. Það er ekki til þess að ætlast að lífskjör vaxi ört meðan vinnuafli er sóað á þann hátt“. Þessi lýsingf minnir mjög á frá- sögn Þorsteins á Vatnsleysu frá Rússlandi í fyrra. Þar ætti sósial- isminn þó að vera farinn að njóta sín til fulls! Helming skipanna ausfur-þýzku fiski- þegar úfhlufað EINS OG áður hefur verið skýrt frystihús til að ráða við afla stóru frá, var fyrir nokkru samið við austur-þýzka skipasmíðastöð, Volkswerft í Stralsund um smíði á tólf 250 rúmlesta fiskiskipum úr stáli. Nú hefur sex þessara skipa verið úthlutað til eftir- taldra aðilja: 1) Sigurðar Magnússonar, Eskif. 2) Einars Guðfinnss,, Bolungarv. 3) Leós Sigurðssonar, Akureyri. 4) Sigfúsar Þorleifssonar, Dalvík. 5) Til útgerðarfél. á Raufarho’fn. 6) Til útgerðarfél. á Vopnafirði. Skip þessi eru einkum ætluð til línuveiða og netjaveiða. Hafa þau beitingaskýli og línurennu. Stærð þeirra er einnig miðuð við að þau geti í útilegu farið jafn- vel á Grænlandsmið og sótt síld djúpt í haf út. Flest skipanna hafa útbúnað til togveiða. Það hefur komið í ljós síðan Hjálmar R. Bárðarson gerði teikningar af þessari stærð fiski- skipa, að fleiri hafa áhuga á þeim en fyrst var ætlað. Það sem eink- um veldur því, er að mörg hin minni þorp hafa ekki nógu stór togaranna, og lök hafnarskilyrði litlu sjávarþorpanna eiga einnig sinn þátt í að þau vilja heldur fá skip af þessari stærð, heldur en e. t. v. að vera mörg saman um stóran togara. Þá verður og auðveldara að manna þessi skip en togarana. Ætla má að ekki þurfi nema um 15 manna áhöfn á þau til línu- veiða, en rúm er fyrir 20 manna áhöfn, sem aðallega væri þörf fyrir á síldveiðum. Af þessu sést, að meiri likur eru til að hægt sé að fullmanna skipið sjómönnum frá heimahöfninni, heldur en er um togarana nú. Hefur það verið talinn ókostur við stóru togar- ana, að þegar afla er iandað hef- ur oft ekki nema hluti áhafnar- innar komizt heim til sín. Búizt er við að öll umrædd 250 rúmlesta stálskip verði tilbúin á næsta ári. Nú eru einnig í smíð- um í Austur-Þýzkalandi fimm 75 rúmlesta fiskiskip úr stáli. Þau eru smíðuð í Fúrstenberg við Oder og eru væntanleg hingað til lands á þessu ári. „Ofstjórn“ Einn kafli í grein Magnúsar heitir „Ofstjórn“. Þar segir: „Þessi sterka miðstjórn óx síð- an og bólgnaöi ár frá ári, hún öðlaðist sjálfstætt líf og eigin lög- mál, en glataði í sama mæli tengslum við alþýðu manna; fyr- irmæli og skriffinnska komu í stað lífrænnar forustu". Enn segir Magnús: „Á þessu tímabili einkenndist allt atvinnulífið af fyrirmælum að ofan, allt var skipulagt“. Hér er hin sigilda Iýsing á að- förum sósíalista. Magnús telur þær skýringuna á ófarnaði Pól- verja en berst samt með hnúum og hnefum fyrir að koma sams konar ofsjórn á í heimalandi sínu. „Falsa tölur“ Það eru ekki lýsingarnar á of- stjórninni einni, sem eiga jafnt við um ísland sem Pólland. því að úrræði stjórnarvaldanna til að bæta úr mistökum sínum eru á báðum stöðum hin sömu Það sanna þessi ummæli Magnúsar: „Þá gripu stjórnarvöldin til þess óyndisúrræðis að falsa tölur og halda því fram í ræðu og riti að lífskjörin bötnuðu samkvæmt áætlun, einnig að landbúnaðar- framleiðslan ykist eins og ráð hefði verið fyrir gert. Fátt held ég að pólskum verkalýð hafi sárn að jafn mikið og þessi óheiðar- leiki, að hlusta á það í ræðum og lesa það í blöðum, hvernig lífs- kjörin færu síbatnandi, i sania tíma og hver maður fann það á sjálfum sér og nágrönnum sín- um að lýsingarnar stóðust engan veginn, enda sannar fátt betur hversu nijög stjórnarvöld lands- j ins.höfðu fjarlægzt alla alþýðu“. Þarna lýsir Magnús orði til 1 orðs því hugarfari sem nú ein- kennir öðru fremur stjórnar- hættina á íslandi. Um staðreynd- irnar er í lengstu lög þagað og beint talið til skemmdarstarfs, þegar bent er á, að án óhvikullar virðingar fyrir þeim sé voðinn vís. Slíkar aðfarir teiða hvar- vetna til ófarnaðar. Jafnt a ís- landi sem í Póllandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.