Morgunblaðið - 23.08.1957, Side 8
8
MORCUNBL AÐIÐ
Fðstudagur 23. ágúst 1957
roðtiitM&frifr
Útg.: H.l. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjami Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Öla, sími 33045
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og aí'greiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 30.00 á mánuði innaniands.
í lausasölu kr. 1.50 eintakið.
I
HANNIBAL, LÚÐVÍK OG
GUÐMUNDUR í.
JÓÐVILJINN byrjar for-
ystugrein sína í fyrradag
með þessum orðum:
„Morgunblaðið birti í gær mynd
af Guðmundi í. Guðmundssyni
utanríkisráðherra, þar sem hann
er að bjóða velkominn til lands-
ins hernómsstjórann nýja, Henry
G. Thorne, og má glöggt sjá á
myndinni hvor telur sig yfirboð-
ara hins.“ Það sem Þjóðviíjinn
þarna á við er það að nú sé svo
komið að foringi varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli sé orðinn yf-
irboðari utanríkisráðherra vinstri
stjórnarinnar. Þetta er það sem
lesendur Þjóðviljans eiga að fá
vitneskju um. Slíkur er þá árang-
urinn í varnarmálunum. Sú var
þó tíðin, að það var aðalbaráttu-
mál stjórnarflokkanna að koma
varnarliðinu úr landi sem skjót-
ast. Það var talið „betra að vanta
brauð“, en að hafa varnarliðið
og tekjur af veru þess á Kefla-
víkurflugvelli. Það er reyndar
óþarfi að rekja þessa sögu.
Stjórnarflokkarnir samþykktu
hina eftirminnilegu þingsálykt-
un 28. marz í fyrra um brottför
varnarliðsins. Nú skyldi varnar-
samningnum sagt upp og hann
ekki endurnýjaður. Varnarliðið
skyldi hverfa úr landi. fslend-
ingar áttu að taka að sér að við-
halda mannvirkjum á vellinum
og hafa hann reiðubúinn fyrir-
varalaust, þegar til þyrfti að
taka, sagði utanríkisráðherrann
hátíðlega. En hvað kom svo á
daginn? Rikisstjórnin sendi menn
til Washington og þeir komu
heim með loforð um peninga í
vasanum, ef saman gengi að öðru
leyti. Samningurinn um veru
varnarliðsins var raunverulega
endurnýjaður. Lánin að vestan
björguðu lífi stjórnarinnar. Þar
seldi hönd hendi. Nýr samning-
ur annars vegar og peningalán
hins vegar. Það hefur oft vejið
talað um landssölu í Þjóðviljan-
um í sambandi við varnarliðið,
en hafi landið nokkurn tíma ver-
ið selt, þá var það gert þarna,
og seljandinn var wnstri-stjórn-
in. —■
★
Hin yfirlætisfulla setning Her-
manns Jónassonar um að betra
væri að vanta brauð, heyrist
ekki framar eftir þessa atburði.
Nú var einmitt allt betra en að
vanta brauð, því að hefði þessa
tegund brauðs skort, hefði rík-
isstjórnin ekki getað haldið lífi.
Og nú segir Þjóðviljinn á sinn
hátt, að yfirforingi varnarliðsins
á Keflavíkurflugvelli sé raun-
verulega kominn í aðstöðu yfir-
boðarans gagnvart utanríkisráð-
herra vinstri stjórnarinnar, Guð-
mundi í. Guðmundssyni.
★
Þessi saga er kunn, alltof kunn
og hún gleymist ekki. Það er
sennilega alveg óþarfi að rifja
hana upp, landsfólKið hefur tek-
ið eftir öllu þessu. Almenning-
ur hefur vitaskuld séð í gegnum
allar þær blekkingar, sem hafð-
ar hafa verið uppi í sambandi
við varnarmálin og skilur hvað
verið hefur á ferðinni. Slagorð og
yfirlýsingar stjórnarflokkanna í
fyrra eru ef til vill mesta og ör-
lagaríkasta blekking, sem nokk-
urn tímann hefur verið viðhöfð
í íslenzkum stjórnmálum. Það
er raunar alveg óþarfi að hafa
hér nokkurn fyrirvara á. Allt
þetta athæfi stjórnarflokkanna
fyrir kosningar og eftir kosning-
ar í sambandi við varnarliðið er
svo stórfelldur og háskalegur
skollaleikur að stjórnmálasaga
landsins á ekkert annað dæmi,
sem hliðstætt sé.
★
En svo er það aftur allt annað
mál, með hvaða rétti Þjóviljinn
reisir sig á afturfæturna og gef-
ur í skyn, að utanríkisráðherra
vinstri-stjórnarinnar sé orðinn
undirmaður ameríska hershöfð-
ingjans í Keflavík. Þjóðviljinn
hefur minni rétt til þess en nokk-
ur annar að fárast út af því
hvernig framkoma stjórnarflokk-
anna hefur verið í varnarmál-
unum. Kommúnistar reiddu hæst
til höggs, notuðu stærstu orðin
og lofuðu mestu í því máli. Og
á endanum urðu þeirra svik
mestu svikin. Kommúnistarnir í
ríkisstjórninni bera fulla ábyrgð
á öllu, sem gerzt hefur í varnar-
málunum af hálfu íslendinga, síð
an vinstri stjórnin tók við völd-
um. Þegar varnarsamningurinn
var endurnýjaður lýsti Þjóðvilj-
inn því hátíðlega yfir, að öll rík-
isstjórnin en ekki einstakir ráð-
herrar færu með samningagerð-
ina. Flokkur Þjóðviljans hefur
tekið á sig fulla stjórnarfarslega
ábyrgð á öllu, sem gerðist í samn-
ingum íslendinga og Bandaríkja-
manna, út af varnarliðinu. Ef
flokkurinn hefði ekki haft raun-
verulega samstöðu með hinum
stjórnarflokkunum um málið —
þetta stærsta mál stjórnarinnar
— þá sætu ráðherrar flokksins
heldur ekki jiú í ríkisstjórn.
★
Með þessu «r sízt af öllu verið
að mæla utanríkisráðherra und-
an ábyrgð á því sem gerzt hef-
ur. Hann var einn af mönnun-
um frá 28. marz, og það verður
aldrei af honum skafið. Hann
hefur leikið aðalhlutverk í þeim
ömurlega leik, sem vinstri flokk-
arnir léku í utanríkismálum þjóð-
arinnar. En hvað sem um ábyrgð
annarra verður sagt, er Ijóst að
ábyrgð Þjóðviljans er mest og
svik hans við hina yfirlýstu
stefnu stærst. Þó það væri Guð-
mundur í. Guðmundsson, sem
heilsaði varnarliðsforingjanum á
Keflavíkurflugvelli á dögunum
hefði það raunverulega allt eins
getað verið Hannibal eða Lúðvík.
Afstaða þeirra gagnvart varnar-
liðinu er hin sama og samráð-
herra þeirra. Ef foríngi varnar-
liðsins er kominn í aðstöðu yfir-
boðara gagnvart utanríkisráð-
herranum, þá hlýtur hann raun-
verulega að hafa sömu aðstöðu
gagnvart hinum tveimur.
Hannibal, Lúðvík, Guðmundur
— nöfnin skipta ekki máli.
Það sem öllu skiptir er að
þeir bera allir sömu ábyrgð-
ina á því, sem gerzt hefur.
Hver þeirra það var, sem
heilsaði hinum nýja foringja
varnarliðsins á dögunum er al-
gert aukaatriðL
UTAN UR HEIMI
Asíu-intlúenzan breiðist ört út
EINHVERN tíma á þessu hausti
má búast við því, að um 17.000
íslendingar leggist í rúmið, liggi
í fimm daga með höfuðverk, bein
verki, hálsbólgu, hósta, köldu og
39 stiga hita. Sumir þeirra munu
að líkindum fá lungnabólgu,
lungnakvef og jafnvel berkla, en
dauðsföll fara tæplega fram úr
fimm, þegar tekið er tillit til þess
hve vel lyfjum búnir við erum.
Það er auðvitað Asíu-inflúenzan,
sem um er að ræða, og ofannefnd
ar tölur eru byggðar á grein í
bandaríska tímaritinu „News-
week“, þar sem sagt er, að í
Bandaríkjunum muni að líkind-
um 17 milljónir manna fá veik-
ina, en 5000 láta Kfið. Á íslandi
yrðu sömu tölur hlutfallslega
17.000 og 5.
Breiðist ört út
Asíu-inflúenzan hefur breiðzt
ört út síðan hún kom upp í Kína
í janúar sl. Hún hafði náð til
Norður- og Suður-Ameríku um
miðjan júlí, og hefur nú geisað
í öllum heimsálfum. Fólk sem
kemur úr ferðalögum frá Evrópu
er meira en líklegt til að bera
veikina með sér, og er skýrasta
dæmið hópur Moskvufara, sem
kom til Reykjavíkur í gærmorg-
un.
Bandaríkjamenn hafa þegar
framleitt bóluefni við inflúenz-
unni og er eftirspurn eftir því
gífurlegur. Hver skammtur þess
kostar sjúklinga 5 dollara. Kom-
ið hefur til mála að banna útflutn
ing þessa bóluefnis frá Banda-
ríkjunum, þar sem framleiðsla
þess fullnægir ekki eftirspurn í
landinu.
Mjög væg
Margir óttast, að Asiu-inflúenz-
an fari fyrst að breiðast út að
marki í september, þegar kólnar
í veðri og allir skólar fyllast.
Veikin hefur verið mjög væg
hingað til, en hún kann að breyt-
ast og versna, segja sérfræðingar,
þannig að tala dauðsfalla hækki.
Sumir læknar í Bandaríkjunum
líta ekki sérlega alvarlegum aug-
um á veikina. „Ég hef meiri á-
hyggjur af umferðarslysunum en
inflúenzunni", sagði kunnur
læknir nýlega.
Kemur í „bylgjum“
Inflúenzan er aldagömul sótt.
Þegar árið 1610 urðu rakara-
læknar endurreisnartímabilsins
þess vísari, að það var munur á
venjulegu kvefi og svo hita- og
verkjapest, sem fór eins og eldur
yfir löndin með ákveðnum milli-
bilum. Maðurinn, sem fyrstur gaf
sóttinni hið ítalska nafn, var
Bretinn John Huxham. Árið 1743
skrifaði hann: „Þessi hitasótt
virtist vera nákvæmlega hin
sama og sú sem fór um alla
Evrópu í vor... Enda þótt hún
væri mjög algeng nær og fjær,
varð hún fáum banvæn". Hux-
liam benti á eitt af sérkennum
inflúenzu-faraldra: Þeir koma í
þremur „bylgjum"; hin fyrsta er
væg og kemur á vorin, hin næsta
er oft skæð og kemur á haustin,
og loks kemur væg „bylgja“ árið
eftir.
20 milljónir létust
árið 1918
Það var ekki fyrr en árið 1890,
að sérfræðingar afsönnuðu þá
kenningu, að inflúenzan bærist
með vetrarvindunum. ítalska orð
ið „inflúenza" er þannig til kom-
ið, að menn álitu sóttina vera „á-
hrif frá kuldanum". Sumir
héldu að í Síberíu væri sífelld-
ur inflúenzu-faraldur, sem ferða-
menn bæru með sér út yfir heim
inn. Hin mikla inflúenzufarsótt
árið 1918, sem er líklega mann-
skæðasta drepsótt sögunnar,
varð þess valdandi, að læknar
fóru fyrir alvöru að leita orsaka
inflúenzunnar. Á því ári drap
mjög illkynjuð tegund inflúenz-
unnar um 20 milljónir manna, en
lagði um 1000 miiijónir í rúxnið.
4% af íbúum Indlands létu lífið
af vóidurh hennar, en í Banda-
ríkjunum einum drap hún 548.000
manns.
Fjórar tegundir
Tveir brezkir vísindamenn ein-
angruðu loks inflúenzuveiruna
árið 1933. Til eru fjórar tegundir
af þessum veirum, sem eru svo
ólíkar, að ekki er hægt að gera
bóluefni, sem dugi gegn þeim öll-
um.
Ólík „spænsku veikinni“
Asíu-inflúenzan er vægt af-
brigði af tegundinni „A“. Hún er
svipuð farsóttum, sem gengu ár-
in 1947 og 1953, en ólík faraldrin-
um árið 1918.
Það var ekki fyrr en 13. maí
s.l., að veira þessa sérstaka af-
brigðis var einangruð, og var þá
strax hafizt handa um fram-
leiðslu bóluefnis. Er sú fram-
leiðsla í aðalatriðum svipuð
framleiðslunni á Salk-bóluefn-
inu.
Bólusetning er eina leiðin til að
berjast við infiúenzuna. Annars
gengur hún yfir á 4 eða 5 dögum
eins og venjuíegt kvef. Aspirín
kann að draga úr hita og höfuð-
verkjum.
Gott ráð er að gefa sjúklingn-
um mikið af vökvum og senda
hann beint í rúmið.
Útbreiðsla inflúenzunar
Hér er að lokum í sem stytztu
máli gangur Asíu-inflúenzunnar
hingað til:
★ í Apríl komu flóttamenn frá
Kína með inflúenzuna til Hong
Kong. Um 500.000 veiktust, en 44
létu lífið.
★ Næst kom hún til Singapore;
í maí var öllum skólum iokað
þar. Um svipað leyti veiktist IVz
milljón á Formósu, en 101 lét líf-
ið.
★ Skip nokkurt bar inflúenz-
una frá Singapore til Indlands í
júní. Um miðjan júlí höfðu um
4 milljónir veikzt þar.
★ í Japan sýktust ZVz milljón
í júní, og var þar lokað 2.825 skóL
um og menntastofnunum.
★ Tollsmyglarar báru sóttina
til írans í júní. Eins og sténdur
hafa um 35% af öllum íransbúum
inflúenzu.
it Á einum sólarhring I júní
sýktust 4.494 menn í Pakistan.
Um miðjan júlí voru 47.000 Pak-
istanbúar með inflúenzu.
★ Snemma í júní kom tund-
urspillir til Rhode Island í Banda
ríkjunum með inflúenzuna. Á-
hafnir annarra skipa smituðust
og sóttin barst um Bandaríkin.
★ í júlí fóru pílagrímar frá
Pakistan á leið til Mecea yfir
Jórdaníu og sýktust þá 1550
manns þar í landi.
★ í Chile sýktust 300.000, og
fer tala sýktra síhækkandi.
A hverju ári, þegar hin aldagamla ferksju-uppskeruhátíð fer
fram, tekur páfinn á móti nokkrum smátelpum, sem koma til
sumarhallar hans, Castelgandolfo, og færa honum ferskjur.
Páfinn hefur nýspurt eina telpuna, hve gömul hún sé, og hún
svarar með því að rétta fimm fingur upp í loftið.