Morgunblaðið - 23.08.1957, Page 10

Morgunblaðið - 23.08.1957, Page 10
10 MOnCVWJIAÐtÐ Fostudagur 23. ðgðst 195T FRA S.U.S. RITSTJÖRI: ÞÖRIR EINARSSON í hlýju meðal isjaka" UNDIR þessari fyrirsögn birtist eftirfarandi grein í blaðinu „Festi val“, 16. tbl., 1.—15. júlí 1957. Blaðinu, sem gefið var út í Moskvu og dreift um alla jarð- kringluna, var ætlað að flytja fréttir af undirbúningi að Moskvumótinu í einstökum lönd- um. Náunginn, sem flytur umheim- inum þessa hrikalegu lýsingu af undirbúningi íslenzkra koinmún- ista, mun vera íranbúi. „Vinur okkar, Mahmoud, með- llmur alþjóðaundirbúningsnefnd- ar VI. heimsmótsins, heimsótti nýlega ísland. Við báðum hann nm að segja lesendum mótsblaðs- ins hvað hann hafði séð og numið á þessari fjarlægu eyju. ísland liggur langt úti í Atlants hafi. Bið óendanlega úthaf skilur það frá meginlandinu. En hinir ungu íslendingar þurfa ekki að þola einangrun eylandsins. Ein af virkustu æskulýðssam- tökum Iandsins er alþjóðasam- vinnunefnd íslenzkrar æsku. Markmið hennar er að ræktá og styrkja tengslin milli æskulýðs Jslands og æskulýðs annarra landa. Þessi nefnd átti upphafið að hinni miklu herferð fyrir þátt- töku íslenzkrar æsku í heimsmót- inu. Formaður hennar, Guð- mundur Magnússon, á sæti í is- lenzku undirbúningsnefndinni og er talinn vera einn af virkum meðlimum hennar. Ég verð að leggja hér áherzlu á, að þessi nefnd er í raun og veru fulltrúi fyrir allar stéttir, skoðanir og stefnur æskufólks. í henni eru fulltrúar Æskulýðs- fylkingarjnnar, Félags róttækra stúdenta, Iðnnemasambands ís- lands og einnig margir mennta- menn og listamenn. Fyrsta verk nefndarinnar var að breiða út meðal æskulýðsins hugmyndir og dagskrá heims- mótsins. Fjöldafundir voru haldn Ir í fiskvinnslustöðvum, verk- smiðjum og menntastofnunum þar sem stuðningsmenn heims- mótsins sögðu frá markmiði þess. — Einstök dagskráratriði voru rædd á staðnum og hvernig skipa skyldi sendisveitina frá íslandi og hvað taka ætti með til Moskvu. Undirbúningsnefndin hefur vandlega atbugað og metið allar tiilögurnar. I þátttökusveitinni verða 200 æskumanna; meirihlut- inn verður sjómenn og bændur. Ungur sjómaður, sem þekktur er um allt ísland sem rithöfundur og blaðamaður, Jónas Árnason, mun gefa skýrslu á fundi, sem ungir sjómenn halda um starfs- grein sína. Fulltrúar frá íslandi munu einnig taka þátt í fiundum kennara, hafnarverkamanna og vélsmiða. Myndaður hefur verið kór og dansflokkur, sem munu syngja þjóðsöngva og sýna þjóðdansa. Æskulýðsjasshljómsveit þeirra æfir reglulega fyrir hljómleika sína í Moskvu. Félag íslenskra iistmálara hefur valið málverk til sýningar í Alþjóðalistsýning- unni. íþróttasamband fslands er að koma upp flokki íþróttamanna og eru þeirra á meðal nokkrir, sem sýna íslenzka glímu. Leiðin frá íslandi til Moskvn er svo löng, að hinir íslenzku vinir okkar eru að glíma af mikl- ir til Frakklands og standa þær yfir í tvær vikur hver. í fyrsta lagi er hægt að dveljast allan tímann eingöngu í París og ná- grenni. Ekki er talin hætta á því, að þátttakendum leiðis Parísar- dvölin, svo lengi sem peningarn- ír hrökkva og nú hefur franski frankiiin verið felldur öllum ferðaamönnum til ósegjanlegrar gleði. París heldur ennþá sæti sinu sem fremsta borg fagurra lista, þar eru helztu listaverk liðinna alda og þar verða ný lista verk til á hverjum degi. Tel Aviv og Haifa — allir þessir staðir eru heimsóttir og ótal marg ir aðrir. í öllum helztu borgunum er höfð minnst 1—2 daga viðdvöl og stundum allt upp í 5 daga. Merkustu staðir borganna eru skoðaðir og séð er fyrir ferðum um nágrenni þeirra. Þessi ferð er ærið ströng. Frá Kaupmanna- höfn er haldið með járnbrautar- lest gegnum Þýzkaland, Austur- rríki og Júgóslavíu til Aþenu. Þaðan er flogið til Izmir í Litlu- Asíu en síðan ýmist ekið með járnbrautarlestum eða langferða bílum til Haifa og þar tekið skip til Piraeus, hafnarborgar Aþenu. Til Haínar er svo haldið um sömu Evrópulönd og áður. Ferðaþjónusta á vegum stúd- entaráðsins tyrir nemendur í framhaldsskólum Farmiðar seldir um Evrópu og viðar í sumar tók Ferðaþjónusta stúd- enta til starfa á vegum Stúdenta- ráðs Háskóla íslands. Stendur hún í beinu sambandi við Ferða- þjónustu stúdenta á Norðurlönd- um (S.S.T.S.) og selur farmiða í hópferðir þeirra samtaka Þær hópferðir liggja um Evrópuþvera og endilanga og auk þess til fjar- lægari heimsálfa, eins og Asíu og Ameríku. Allar þessar ferðir eru sérstaklega ódýrar bæði vegna þess að hér er um hópferðir að ræða og vegna vinsamlegrar fyr- irgreiðslu frá ýmsum aðil- um. Þeir sem notið geta aðstoðar ferðaþjónustunnar, eru háskólastúdentar, kandídatar innan 35 ára aldurs og auk þess nemendur í mennta- skólunum, Kennaraskólanum og Verzlunarskólanum, séu þeir eldri en 17 ára. — Skrifstofa Ferðaþjónustunnar er í herbergi Stúdentaráðs í Háskólanum. Hún er opin mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga frá kl. 5—7 e. h. Á Fróðlegt og skemmtilegt er að blaða í bæklingum þeim, sem liggja frammi á skrifstofu Ferða- þjónustunnar. Flestar eru ferð- irnar til rótgróinna ferðamanna- landa svo sem Frakklands, Þýzka lands og Ítalíu. En einnig er haldið til fjarlægri landa, t. d. til Grikklands, Tyrklands og Austurlanda nær. Þar að auki er unnt að sækja námskeið í tungu- málum og bókmentnum í flestum stórborgum Evrópu. Til gaman má geta þess, að S.S.T.S. efnir til ferða frá Kaupmannahöfn til Ed- inborgar meðan hin fræga hátið, sem kennd er við borgina, er hald in og er þá gert ráð fyrir, að Gullfoss flytji ferðafólkið á ákvörðunarstaðinn. Einn þáttur í starfsemi S.S.T.S. eru ódýrar áætlunarferðir milli Kaupmannahafnar og helztu borga meginlandsins. Þessar flug ferðir eru ótrúlega ódýrar, stund- um meira en helmingi ódýrari en flugfélagaferðir. Til þessara ferða leigir S.S.T.S. sérstakar fiugvélar um sumarið af ensku flugfélagi. Eins og að líkum lætur eru flestar ferðirnar um hásumartim ann. Enn eru þó ýmsar ferðir ófarnar og skulum við nú til gam ans líta á nokkrrar þeirra, sem hefjast 1. september. Yfirleitt er gist og snætt á góðum en ódýr- um hótelum eða stúdentagörðum sé þess kostur og er þá sá kostn- aður innifalinn í farmiðaverð- Frakklanð. 1. september hefjast þrjár ferð- um þráa og dugnaði við erfið- leikana á að afla fjár til ferðar- innar og ern að sigrast á öðrum erfiðleikum. En viðleitnin til friðar og vináttu,sem lifir í hjört- um ungra íslenðinga, munu hjálpa þeim til að framkvæma með góðum árangri ætlunarverk sín. Hinar hlýju og vingjarnlegu móttökur frá æskunni ráku á brott allar hugsanir um kalða i ferð meðai ísjaka“. Hinar tvær ferðirnar eru fyrir þá, sem kjósa að dveljast skem- ur í París og líta heldur fleiri hliðar Frakklands, Riveríuströnd ina og frönsku alpana. í annarri ferðinni er vikunum skipt milli Parísar og Riviera og í hinni er haldið til Parísar, Riviera og Grenoble, sem er háskólaborg í frönsku ölpunum. Austurlönd nær. Þá skulum við athuga öllu lengri ferð. Hún er til Austur- landa nær og tekur allan sept- embermánuð. Á þeim tíma er farið til Grikklands, Tyrk- lands, Libanon, Sýrlands, Jór- daníu og ísrael. Þarna sjá menn leifar af fornri menningu Grikk- lands, leyndardóma Austurlanda og framandi og ólíkar þjóðir. Jafnframt gefst einstakt færi á að fá með eigin augum innsýn í þau vandamál, sem efst eru á baugi í þessum vesæla heimi, og gera helztu stjórnmálamenn heimsins gráhærða af áhyggjum. Istanbul, borgin á tveimur meginlöndum með meira en 500 moskur, hið unga ríki ísrael, Jerúsalem, Oliufjallið og krá miskunnsama Samverjans, Beir- ut, markaðstorgin í Damaskus, Austurríki. Velja má milli margra ferða um Austurríki. Hugsum okkur að við færum til Silvrettafjallanna kringum Voralberg. En þar er minnsta sveit Austurríkis, stað- sett milli svissnesku alpanna og tyról alpanna. Landslagið er þar ákaflega margbreytilegt, græn- ir og búsældarlegir dalir umgirt- ir snarbröttum fjöllum, sem gnæfa við himinn. Meðan dvalið er þarna er gengið á fjöll og gist i fjallakofum, en þeir, sem eru komnir alla þessa lönngu leið til þess að hafa náðuga daga og hvíla lúin bein, flatmaga á láglendinu. Þessir tveir kostir eru einnig fyrir hendi, ef haldið er til Inns- bruck, Achensee eða Zell am See. Þessir staðir eru víðfrægir fyrir náttúrufegurð og sveita- sælu. Séu menn hins vegar meira fyrir borgarmenninguna, virðist ráðlegt að fara til Vínarborgar. Þar er t. d. hægt að hlýða á tón- leika undir berum himni og mörg og góð söfn eru þar einnig fyrir menningarþyrstan ferðalanginn. Árin 1945-'5 5 voru 9000 ibúðir full- gerðar og fólks- fjöldinn jókst um 30,000 Á SÍÐUSTU árum hefur hag- fræðilegum rannsóknum á í»- landi fleygt mjög fram og var víst full þörf á, því aS i þeim efnum var að miklu leyti um óplægðan akur að ræða. Það eru' einkum tvær stofnanir, sem sinna þessu hlutverki, hagfræði- deildir Landsbankans og Fram- kvæmdabankans. Þær gefa báðar út rit til að kynna landslýð nið- urstöður rannsókna sinna og hafa þau aflað sér álitlegs les- endahóps. Fyrir stuttu kom út rit Fram- kvæmdabankans, Úr þjóðarbú- skapnum, og fjallaði það að þessu sinni einungis um byggingarfram kvæmdir á íslandi árin 1945—55. Þar er að finna athugasemdir, myndrit og töflur um þennan þátt þjóðarbúskapsins. Þess er sérstaklega getið í rit- inu, að tölur séu fyrir allar bygg- ingarframkvæmdir í Reykjavík og að byggingarkostnaður íbúð- arhúsa í Reykjavík sé eina svið byggingarkostnaðar, sem hefur verið rannsakað ýtarlega. Á árunum 1945—55 voru tæp- lega 7000 byggingar fullgerðar um land allt og var langstærstur hluti þeirra eða um 80% íbúðar- hús. Fjöldi fullgerðra ibúða var hins vegar rúmlega 9000 á sama tíma. Á þessum árum hefur mannfjöldinn vaxið um tæplega 30 þúsund, svo að ný ibúð hefur verið reist fyrir um það bil hverja þrjá menn af aukning- unni. Hér er rösklega á haldið og hefðu þó fleiri ibúðir verið reistar, ef lánsfjárskorturinn hefði ekki ríkt og fjárfesting látin óhindruð. Meðalstærð íbúða hefur ekki vaxið ört. í Reykjavík var hún t. d. stærst árið 1947 eða 357 m* en sambærileg tala fyrir árið 1955 var 346 m3.* Athyglisvert er, hversu árið 1955 sker sig úr sakir óvenju- mikilla byggingarframkvæmda. 963 byggingar eru þá fullgerðar á öllu landinu en aðeins 792 árið áður. Fjöldi fullgerðra íbúðar- húsa er 613 árið 1954 en 714 ári síðar. Húsnæðisaukningin er þó ennþá meiri en þessar tölur gefa til kynna, því að árið 1954 er lokið við smíði 893 íbúða en ári síðar voru rösklega 1200 íbúðir fullgerðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.