Morgunblaðið - 04.09.1957, Síða 3

Morgunblaðið - 04.09.1957, Síða 3
Miðvikudagur 4. sept. 1957 MORC.VNBT AÐIÐ 3 Ég byrjaði þegar síldin hœtti aÖ koma á miöin segir sildarkóngurinn Bjarni Jóhannesson á S n æf e 11 i n u — Mér finnst ég eiginlega verða að byrja á því að biðja þig afsökunar fyrir hönd kollega míns, fyrir að ræna þig síldar- kóngsnafnbótinni að þessu sinni, Bjarni minn. — Nei blessaður vertu ekki að því. Þetta skiptir engu máli. Auk þess er nokkuð til í þessu. Það er nú einu sinni peningurinn, sem við ei'um að glíma við að vinna okkur inn þarna á sjónum og því ber ekki að neita að „Víðir“ var hlutarhæstur. — Það er svo sem þér líkt að vera ekki að fást um þetta. Hitt mun þó hafa verið venjan, að sá er mestan aflann dregur að landi hljóti þessa nafnbót. Og við Akur eringar erum dálítið metnaðar- gjarnir og viljum ógjarnan láta flytja titilinn úr bænum. En úr því að við erum nú farnir að tala um þetta, þá leikur mér forvitni á að vita eitthvað um ferill þinn sem síldveiðimanns. Fór fyrst á síld 1944 — Ég byrjaði á þessu 1944, þá sem vélstjóri á „Brís“. Ég var þá rétt um þrítugt. Síðan varð ég nótabassi árið eftir og hef verið það siðan. Ég byrjaði sem sagt þegar síldin hætti að koma á miðin. Ég var bassi á tvílemb- ingum, sem Sigurður Ágústsson í Stykkishólmi átti og hétu „Fylk ir“ og „Grettir“. Þetta var áður siður að tveir minni bátar höfðu samfélag um snurpubáta og nót, annar flutti aflann í land en frá hinum var veitt. Þetta var áður en hringnæturnar komu til sög- unnar. Eftir þetta er ég svo með „Gylfa“ frá Kauðuvík árin 1946 til ’50 þá með Akraborgina 1951, ’52 og ’53 og síðan 1954 hef ég verið með Snæfell. Líka síldarkóngur 1952 — Hvernig var það. Varstu ekki einhvern tíma sildarkóngur, þegar þú varst með Akraborg- ina? — Svo á víst að heita að verið hafi 1952, lélegasta síldarárið. •— Eitthvað hefirðu nú stundað sjóinn áður en þú fórst á síld. — Já. Það var meðan ég átti heima í Flatey á Skjálfanda, en þar var ég þangað til 1944 að ég fluttist hingað. Þá réri ég á átta tonna mótorbát. 3 á báti, 2 voru 9 ára en einn 10 ára — Hvenær byrjaðirðu sjósókn. — Ég var þá 9 ára. Við rérum 3 á árabáti frá Flatey tveir 9 ára og einn 10 ára og fengum alls 24 skippund um sumarið. Auðvit- að rérum við ekki nema skammt frá eynni og ekki nema þegar gott var í sjó. — Já. Merkileg skipshöfn hefir það verið. Hvar eru þeir félagar þínir nú? — Annar er Gunnar Guðmunds son verzlunarstjóri í Flatey. Hinn er Emil Guðmundsson bóndi í Fnjóskadal. — Og hvað var nú hluturinn á mann? — Ég man það ekki. Ætli við höfum ekki fengið lítið af honum sjálfir. — En hvað kom til að þú lagðir öðru fremur fyrir þig sjósókn? Var pabbi þinn ekki kennari.? — Jú hann var kennari i Flat- ey um 40 ár. Auk þess var hann hreppstjóri og rak stórt bú. Ég réri samt með honum eitt sumar. Hann stundaði nokkuð sjóinn, þótt ekki væri það að staðaldri. Við höfðum mikinn áhuga á síld- veiðiskipunum, sem fiskuðu hér fyrr á árum allt í kringum Flatey og endirinn varð sá að ég lenti á einu þeirra, eins og ég sagði þér áðan. Happ og góð skipshöfn — En hvað er það sem þér finnst öðru fremur hafa ráðið vel gengni þinni við síldveiðarrar. Nú hefir þú alltaf verið með þeim hæstu? — Já ég veit eiginlega ekki. Maður reynir að ráða þecta af fréttum og ýmsum líkum, en oft er þetta heppni og tilviljun. Ég man t.d. í hitteðfyrra þegar við vorum að byrja. Þá lágum við ásamt megninu af flotanum úti við Kolbeinsey og fengum strax fyrsta kvöldið 70 tunnur. Með þetta fórum við inn til Hríseyjar. Þegar við vorum að koma út lent um við í síld vestur af Grímsey. Þar var aðeins eitt skip auk okk- ar. Við fengum víst einar 7—800 tunnur og fórum með það í land. Síðan kom allur flotinn þangað en enginn fékk neitt. Á leiðinni út aftur lentum við enn í síld langt á undan sinni samtíð. Það gengur 10 mílur svipað og bezt gerist hjá flotanum þótt hann hafi yfirleitt bætt við sig að minnsta kosti 2 mílum frá því „Snæfellið" byrjaði. Auk þess er þetta ágætt togveiðiskip. — Hvað er „Snæfellið" stórt og hvaða vél er í því? — Það er 165 tonn brúttó og með 434 hestafla Ruston vél, sem hefir reynzt ágætlega. — En svo við hverfum aftur að síldveiðinni í sumar. Þið feng uð rúmlega 10 þús. mál. Hvað voruð þið lengi úti? Tvo mánuði að veiðum — Við byrjuðum 20 júní og enduðum 24. ágúst. Síðast feng- um við ein 1100 mál af ufsa Annars var lítið af honum. Síldin brást í sumar á austursvæðinu frá Kolbeinsey að Langanesi. Tíð- in var líka óhagstæð seinnihluta júli, en það er einmitt tíminn, sem hún hefur aðallega aflazt á þessu svæði að undanförnu. — Er þetta mesta aflamagn, sem þú hefir fengið? Ja. Á síldveiðum fyrir norðan. >'■ -'•7rr- ' ■:■': :■-■:■:■:■ lil Hið happasæla skip, „SnæfeHið* ofar á sundinu og fengum svipað. Þar voru þá engin önnur skip. Svona getur það verið stundum. Tilviljun og heppni ræður þessu oft. Svo er það annað atriði, sem miklu ræður um það hvernig gengur, en það er mannvalið um borð. Ég hef lengst af haft sömu mennina og það ágæta menn. Góður afli á togveiðum — Og nú ertu að búa skipið á togveiðar. Þið stundið þær fyrir og eftir síldarvertíð? — Já við erum á trolli hérna fyrir Norðurlandinu vor og haust. Þetta gekk vel hjá okkur í vor. Við fengum 680 tonn á rúmum 90 dögum. Það er það bezta sem við höfum fengið. Við gerum ráð fyrir að fara úf eftir viku. — Og þér líkar vel við fleyt- una. Er hún ekki byggð hér ó Akureyri? Jú hún er byggð hér í Skipa- smíðastöð Kea, teiknuð af Gunn- ari Jónssyni og byggð undir un.- sjá hans. Það er eins og þú veizt eign út- gerðarfélags Kea. „Snæfellið" hefir reynzt af- burða gott skip. Ég furða mig eiginlega á því í allri þeirri ný- smíði, sem átt hefir sér stað, að þetta skip skuli ekki hafa verið notað sem fyrirmynd. Við sjáum að enn hefir það í fullu tré við önnur skip, þótt mörg séu þau nýrri. „Snæfellið" fór á flot 1943. Við sjáum að þá hefir það verið Hins vegar fengum við um 14000 mál í Hvalfirði um árið. Það er mesta síld, sem ég hef komizt í, I sumar fengum við aldrei full- fermi. Við vorum mest með 1270 mál og 540 uppmældar tunnur í túr. Þá hefðum við geta tekið um 200 málum meira í skipið. — En hvað segirðu mér svo um síldina i sumar. — . Það virtist töluverð síld á ferðinni. En hún var ekkert á grunnunum. Hún óð hvergi nær en ó 100 faðma djúpu vatni. Þetta er öfugt við það sem áður var. Þá var mest fiskað á grunnunum, en ekki í álunum. Þó virtust vera góð skilyrði á grunnu vatni, bæði áta og hæfilegur hiti. Ég vil geta þess hér um leið að við enira mjög ánægðir með starf „Ægis‘ í sumár. Hluturinn 10 þús. á mánuði — Og svo síðast en ekki sízt. Þið hafið þénað sæmilega í ár með þessa góðu togvertíð i vor? — Já rétt er það. Hásetahlutur- inn er orðinn um 55 þús. kr. á þessum rúmum 5 mánuðum. Það telst gott að hafa um 10 þús. á mánuði. Það verður að segjast að eiginlega hlakkar maður lítið til þess að fara á veiðar aftur núna, því að af því sem við vinn- um okkur inn hér eftir fer um 60—70% í skatta. Þess vegna er það sem margir láta sér nægja sildarvertíðina, ef hluturinn hefir verið góður og aðrir taka síðan við. Það er líka harla lítið fríið Bjarni Jóhannesson síldarkóng- ur. — Blessaður. Þetta skiptir engu máli. hjá okkur yfir sumarið. Einasta fríið sem við fáum er á veturna þegar veður er verst. — Þá notarðu frístundirnar til að syngja. — Já. Maður er að syngja ögn með Geysi að gamni sínu, segir síldsu-kóngurinn 1957 að lokum. vig. Athugusemd VEGNA misskilnings er gætir í frásögn í blaði yðar í dag, um það sem ég sagði í ræðu minni í veizlu eftir landsleikinn við Frakka s. 1. sunnudag, leyfi ég mér vinsamlegast að óska eftir að þér birtið eftirfarandi í blað- inu á morgun, miðvikudag: 1. Ég setti fram þá skoðun að gagnrýni blaðanna ætti því að- eins rétt á sér, að hún væri heið- arleg, sanngjörn og sett fram af þekkingu. Hljóta allir að geta verið sammála um það atriði. 2. Ég sagði ekki að blaðamenn skildu ekki móðurmálið, heldur sló ég þvi fram í glensi hvort ekki væri athugandi að næst er KSÍ héldi fund með landsliðs- nefnd og blaðamönnum, færu umræður fram á frönsku, sem fáir skilja, vegna þess að okkur (þ. e. blaðamönnum, landsliðs- nefnd og KSÍ) virðist ganga illa að skilja hverir aðra, jafnvel á móðurmálinu. 3. Sigur má það kalla þegar okkar lítt þekkta landslið, skip- að áhugamönnum, sem iðka knatt spyrnu að gamni sínu í fristund- um sínum yfir sumartímann, hef- ur í stórum köflum leiks í fullu tré við hið víðfræga franska landslið, sem er viðurkennt eitt allra sterkasta og best þjálfaða landslið í Evrópu, enda skipað mönnum sem hafa knattspyrnu að atvinnu, æfa og keppa næst- um allt árið. 4. Rangt er að ég hafi sérstak- lega beðið um samvinnu við blaðamenn, en lýsti því hins veg- ar yfir að gott samstarf milli þeirra og íþróttaforustunnar væri æskilegt og nauðsynlegt. 3. sept. 1957. Virðingai-fyllst, Björgvin Schram. STAKSTEIMAR Stóriðnaður og st j órnmálaf lokkar í stefnuyfirlýsingum sínum undanfarin ár hafa Sjálfstæðis- menn lagt á það mikla áherzlu að afl íslenzkra fossa og jarð- hitinn í iðrum jarðar yrði sem fyrst hagnýttur til uppbyggingar stóriðnaðar í landinu. Með því yrðu bjargræðisvegir landsmanna gerðir fjölbreyttari og afkomu- grundvöllur fólksins traustari. Undir 'forystu Sjálfstæðis- manna hefur svo verið h'afist handa um byggingu fyrstu stór- iðjufyrirtækjanna. Er þar um að ræða Áburðarverksmiðjuna og Sementsverksmiðjuna. En báðar þessar verksmiðjur bæta úr brýnni þörf atvinnuveganna og byggingarframkvænjda í landinu. Bygging Áburðarverksmiðjunn ar varð möguleg fyrst og fremst vegna þess að, nægilegt rafmagn var fyrir hendi til reksturs henni. Komu hinar miklu virkjanir við Sogsfossa þá að góðu haldi. En gegn þeim höfðu Framsóknar- menn í upphafi barizt af alefli. Kommúnistar segjast nú hafa mikinn áhuga fyrirupbyggingu stóriðnaðar . En á það má benda, að þcir börðust eins og ljón gegu aðild íslands að efnahagsam- vinnu hinna frjálsu ^þjóða, sem þó tryggði fslendingum fjármagn til byggingar áburðarverksmiðj- Syndið 200 nwtra Verðfellim; krónunnar“ Hin hraðfara verðfelling ís- lenzkrar krónu undir forysty vinstri stjórnarinnar veldur þjóð- inni vaxandi áhyggjum. Á s.I. vori lýsti einn af þingmönnum Alþýðuflokksins, Áki Jakobsson, því yfir á Alþingi, að vegna að- gerða ríkisstjórnarihnar um ára- mótin væri gengisfelling nú orð- in óhjákvæmileg. í síðasta tölublaði Sjómanna- blaðsins Víkingur ræðir ritstjór- inn, Halldór Jónson, þetta mál í ítarlegri grein. Kemst hann þar m.a. að orði á þessa leið: „I stað þess að við stefnum hraðfara að allsherjar verðfell- ingu krónunnar þarf að skrá hana að nýju og miða verðgildi hennar við framleiðslu og viðskipti. í stað þess að sjúga allan þrótt úr framleiðsluatvinnuvegum þjóðar- innar þarf að reikna út hag- fræðilega hvað mikið framleiðslu atvinnuvegirnir þurfa að fá fyr- ir afurðir sínar til þess að draga að sér vinnuafl þjóðarinnar að nýju með betri kjörum en aðrar atvinnugreinar, og jafnhliða geta starfað á eðlilegum rekstursgrund velli, þannig að laust fjármagn leiti til þeirra og til aukningar og fullkomnunar atvinnutækjanna. Verzlunin gefin frjáls. Það þýðir að sjáifsögðu að við- skiptagreinar atvinnulífsins verða að kaupa gjaldeyrinn á því verði, sem kostar að framleiða hann. En á móti því þyrfti að vega, að felldar yrðu niður höml ur á öllum viðskiptum og verzlun gefin frjáls. Og allir þeir milljóna tollar og skattar, sem þjaka nú þjóðina yrðu felldir niður að þeim hluta, sem þeir eru lagðir á til þess að greiða framleiðslunni falska styrki. Jafnhliða yrði að lækka stórlega skatta af atvinnu- tekjum manna, svo að almenning- ur geti bætt hag sinn með auk- inni vinnu, í stað þess, sem nú er, að menn standa í sifelldu taugastriði við að svíkja tekjur sínar eða hætta að vinna þegar ákveðnum tekju- og skattahlut- föllum er náð“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.