Morgunblaðið - 04.09.1957, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 4. sept. 1957
MORaVHBT. AÐIÐ
15
Á efri hæðinni í tveggja hæða álmunni, er unnið við að fletja fiskinn, vega hann og pakka
— Ljósm. GRÓ.
Nýja fiskiðjuverið verður
hafnfirzku atvinnulífi
mikil lyftistöng
Hægt oð taka á móti um 200
tonnum at fiski á dag
HAFNARFIRÐI — Eins og skýrt var frá hér í blaðinu á laugardag-
inn, var hið nýja Fiskiðjuver Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar
tekið í notkun s.l. föstudag. Verður nú nokkru nánar sagt frá þessu
myndarlega iðjuveri.
®------------------------------
75—80 manns munu starfa
við húsið
f ræðu, sem Emil Jónsson alþm.
hélt við það tækifæri, gat hann
um aðdragandann að byggingu
hússins. Hófst smíði þess 1955 og
hafði kostnaður við byggingu
Fiskiðjuversins þá verið áætlað-
ur 6—7 millj. krónur, en væri nú
af ýmsum ástæðum þegar
kominn upp í 9 milljónir
Hefði féð verið fengið að láni
frá Landsbankanum 3Vz millj.
kr., ríkislán 1 millj., Samvinnu-
sparisjóðnum 1, Framkvæmda-
bankanum, þýzku félagi og bæj-
arsjóði. Gat Emil þess, að Fisk-
iðjuverið myndi sjá 75—80 manns
fyrir atvinnu þegar það væri full
búið. Einnig sagði hann, að fyrir-
hugað væri að bæta við húsið
og yrði sú viðbót 30 metrar' og
ein hæð til að byrja með. Að
lokum þakkaði hann öllum, sem
stuðlað hefðu að því að koma hús-
inu upp.
Hægt að taka á móti 300 tonnum
af fiski á dag
Sá hluti iðjuversins, sem nú
hefir verið tekinn í notkun, er
um 1800 fermetrar að flatarmáli.
í tveggja hæða álmunni, er
niðri móttaka á fiski. Má þar
taka á móti allt að 200 tonnum
af fiski upp úr skipi á dag. Þar
eru einnig þvottavélar fyrir fisk
inn. Á efri hæð sömu álmu er
svö gert ráð fyrir flökun, snyrt-
ingu, vigtun og pökkun. Inn af
pökkuharsal í þriggja hæða álm-
unni er svo tækjasalur og pökk-
un í ytri umbúðir og þaðan ganga
kassarnir inn í frystigeymslu,
sem er á 2. hæð í miðju 3 hæða
álmunnar. Frystigeymslan er um
20x20 m að flatarmáli og gert er
ráð fyrir, að hún rúmi um 1600
tonn af flökum. Útskipun fer
fram um lúgur á neðri hæð
frystigeymslu, en yfir lúgunUm
er skyggni, sem auðveldar út-
skipun í misjöfnu veðri.
í norðurenda 3 hæðar álmunn-
ar, er snýr að Vesturgötu, er aðal
[ inngangur í frystihúsið. Er dyra-
umbúnaður gerður úr gleri og
aluminium. Er inn í anddyrið
kemur blasir við á terrazolögðu
gólfi skjaldamerki Hafnarfjarð-
ar, lýsandi viti. Auk anddyris og
stiga eru í þessum enda stór sal-
ur í norð-austur horni, er nota
má fyrir skrifstofur í þágu bæj-
arins, ef þurfa þykir eða á ann-
an hátt fyrir útgerðina, og á
þriðju hæð er svo matstofa starfs
fólks og snyrtiherbergi.
í miðju efstu hæðar er gert
ráð fyrir eldhúsi fyrir mötuneyti
starfsfólks, geymslu fyrir ýmsar
nauðsynjar til útgerðarinnar,
geymsla fyrir umbúðir frystihúss
ins og vélum til ísframleiðslu.
jt iskinum er eki* inn á neSri haeðtna og þaðaa hersl hwun á
færibóndum npp á >ir> hæð.
í suðurenda neðst er bjóða og
beitugeymsla, á annarri hæð er
ísgeymsla, er rúmar um 450 tonn
af ís, og efst eru svo fyrirhug-
aðar skrifstofur Bæjarútgerðar-
innar.
Á miðri austurhlið á éfstu hæð
eru svalir í sambandi við mat-
stofu starfsmanna, þar sem þeir
geta í vinnuhléum notið útsýn-
is yfir allan suður- og aústur-
bæinn.
Ekki má gleyma vélasal húss-
ins, en hann er á neðstu hæð mót
vestri, stór og bjartur.
Þegar frystihúsið er fullgert
er áætlað, að þar megi frysta
allt að 50 tonn af fiskflökum á
10 klst., en til að byrja með verða
afköstin aðeins um helmingur
eða um 25 tonn á dag.
Þegar ísframleiðsla hefst er
gert ráð fyrir að framleidd verði
40—60 tonn af ís á sólarhring.
Margir lagt hönd að verki
Allar vélar og tæki til fryst-
ingarinnar eru smíðuð í Vél-
smiðjunni Héðni h.f. eða útveguð
af henni. Þvottavélar og færi-
bönd eru smíðuð í Vélsmiðjunni
Klettur h.f. í Hafnarfirði. Sjó-
leiðslu fyrir kælikerfið og hita-
kerfi hússins hefur Vélsmiðja
Hafnarfjarðar h.f. annazt. Upp-
setningu véla og tækja hafa vél-
smiðjurnar í Hafnarfirði báðar
annazt. Byggingarfélagið Þór hef
ur annazt og séð um byggingar-
vinnu. Rafvirkjameistararnir í
Hafnarfirði hafa sameiginlega
annazt raflagnir. Múrvinnu hef-
ur annazt Einar Sigurðsson múr-
arameistari. Terrazo lagði Ársæll
Magnússon h.f. Ljósatæki í vinnu
sölum eru frá Rafha.
f kæligeymslu eru gólf ein-
angruð með korki, er Korkiðjan
útvegaði, en veggir og gólf eru
einangruð með steinull frá Stein-
ull h.f.
í húsinu er komið fyrir tækj-
um, er koma í veg fyrir að raki
safnist í einangrunina og skemmi
hana. Er þetta í fyrsta sinn, sem
slík tæki eru notuð hér á landi.
Þóroddur Sigurðsson verkfr. sá
um útvegun þessarar tækja og
uppsetningu, en blikksmiðjan
Dvei'gasteinn h.f. smíðaði rennur
í einangrun.
Karl Bjarnason reksturssér-
fræðingur Sölumiðstöðvar Hrað
frystihúsanna sagði fyrir um stað
setningu færibanda og var til
ráðuneytis um val og fyrirkomu-
lag flökunarkerfis, en hann er
jafnframt yfirverkstj. frystihúss-
ins.
Bæjarverkfræðingur Sigurður
J. Ólafsson annaðist járnateikn-
ingu óg teikningu af miðstöðvar-
lögn. Landsstólpi h.f. teiknaði
raflagnir.
Axel Kristjánsson teiknaði og
skipulagði vinnslustöðina.
Húsið er allt hið glæsilegasta
og öllu þar mjög haganlega fyr-
ir komið. — Forstjórar Bæjarút-
gerðarinnar eru þeir Axel Krist-
jánsson og Illugi Guðmundsson,
en nafn hans misritaðist hér í
blaðinu á laugardag, og er hartn
beðinn velvirðingar á því. —G.E.
Nú vill enginn eiga
togarann Islending
Hver vísar frá sér um skyldu til að
fjarlægja flakið úr höfninni.
G A M LI togarinn Islendingur
liggur sokkinn vestur við Granda
garð og er ekkert enn farið að
aðhafast til að bjarga skipinu,
eða hreinsa höfnina. Virðist nú
helzt svo komið að enginn telji
sér skylt að leggja í þann kostn-
að. Sú einkennilega tilviljun varð
að sama daginn og skipið sökk
birtist tilkynning í Lögbirtingar-
blaðinu um nauðungaruppboð á
skipinu.
Mbl. sneri sér til Reykjavíkur-
hafnar og spurði hvort og hve-
nær ætti að lyfta skipinu upp af
hafsbotni. Menn kváðust ekkert
um það vita. Sennilega myndi
tryggingin sjá um það. Ef flak-
ið yrði hins vegar ekki hreinsað
burt innan skamms, þá væri á-
kvæði um það í hafnarreglugerð,
að hafnaryfirvöldin gætu gert
það á kostnað eiganda.
Þegar rætt var við trygging-
una, sem var Sjóvátryggingarfé-
lagið sagði það, að skipið hefði
aðeins verið tryggt fyrir veðupp-
hæð að skuld hjá Fiskveiðasjóði.
Að öðru leyti kæmi skipið trygg
ingarfélaginu ekkert við. Töldu
þeir líklegast að Fiskveiðasjóð-
ur myndi innleysa skipið.
Þegar leitað var til Fiskveiða-
sjóðs vildi hann heldur ekkert
annað hafa með skipið að gera
en að fá greidda hina veðtryggðu
skuldarupphæð, sem nemur 111
þúsund krónum auk vaxta. Hann
myndi ekki skipta sér af björg-
un skipsins.
í Lögbirtingarblaðinu, sem út
kom sama daginn óg skipið sökk
birtist auglýsing um að nauðung-
aruppboð yrði haldið I skipinu
íslendingi í Reykjavíkurhöfn,
þriðjudaginn 15. október 1957, kl.
10,30 fyrir hádegi. Var það Fisk-
veiðasjóður, sem krafðist þess til
lúkningar á lll þúsund króna
veðskuld. Er þar sagt að skipið
sé þinglesin eign Kristjáns Guð-
laugssonar o. fl.
Blaðið sneri sér því að lokum
til Kristjáns Guðlaugssonar, en
hann vísaði þessu máli einnig frá
sér. Fyrir sex árum eða 1951
seldi hann skipið Hallgrími Odda
syni útgerðarmanni og er öllum
þeirra skiptum í sambandi við
söluna fyrir löngu lokið, að því
undanskildu, að Hallgrímur hef-
ur þrátt fyrir ítrekuð tilmæli
ekki fengizt til að þinglýsa af-
salinu, enda mun þinglýsing nú
vera orðin dýr í stimpilkostnaði.
Birti Kristján í fyrra auglýsingu
í öllum dagblöðum um að hon-
um væri skipið með öllu óvið-
komandi. Svo virðist því sem
það sé Hallgríms að fjarlægja
skipið.
★ ★ ★
Eins og áður hefur verið skýrt
frá var íslendingur langelzta
skip hins íslenzka togaraflota.
Hann var smíðaður í Hull í Eng-
landi árið 1893 í skipasmíðastöð
Cock Welten & Gemnel. Hann
var járnskip en ekki úr stáli eins
og nú tíðkast og 143 rúmlestir.
í fimmtán ár var hann í brezkri
eign og nefndist Osprey (Haf-
örn).
En árið 1908 var hann keypt-
ur hingað til lands af hlutafélag-
inu Fram, þar sem aðaleigandi
var Elías Stefánsson útvegsmað-
ur. Hann kostaði þá 70 þúsund
krónur og var þess sérstaklega
getið í ísafold að hann hefði ver-
ið keyptur skuldlaust, enda var
ekki lagt í að kaupa hann fyrr en
hlutaféð var allt fengið. Hann
var fimmti gufutogari sem ís-
lendingar eignuðust, eftir því
sem gamla ísafold segir. Fyrsti
skipstjóri var Ingólfur Lárusson.
Stóð hann einnig fyrir kaupum
á skipinu og sótti það til Eng-
lands.
Síðan var skipið við fiskveiðar
hér, þar til það rak í ofsastormi
9. desember 1926, inn á Eiðis-
vík, þar sem það strandaði og
sökk. Þar lá skipið í 16 ár, þar
til Sveinbjörn Einarsson skip-
stjóri bjargaði því 1942 og gerði
það upp svo það varð eins og
nýtt. Setti hann m.a. í það nýja
díselvél og varð íslendingur
þannig fyrsti díseltogarinn á ís-
landi.
H afnarfjörður
Unglinga eða eldri menn, vantar til að
bera blaðið til kaupenda.
Hátt kaup.
Talið strax við afgreiðsluna, Strand-
götu 29.
í BÍJÐ
óskast leigð fyrir hjón með tvö börn, sex og átta
ára. Æskilegt væri að íbúðin væri laus nú þegar.
Tilboð merkt: „6370“, óskast lögð á afgreiðslu Morg
unblaðsins sem fyrst.
8 herb. ibúð
T I L S Ö L U
Sér inngangur, hitaveita, bílskúr,
afgirt og ræktuð lóð.
HARALDUR GUDMUNDSSON,
löggiltur fasteignasali. Hafnarstræti 15.
Símar 15415 og 15414, heima.