Morgunblaðið - 11.09.1957, Page 8
MORGUMU. AÐIÐ
Miðvikudagur 11. sept. 1957
«
Ctg.: H.t. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjami Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Öla, sími 33045
Auglýsmgar: Ami Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 1.50 eintakið.
STJÖRNARLIÐAR VERJA GJALD-
EYRISÖNGÞVEITIÐ
EIN peirra afleiðinga af
öngþveitinu, sem vinstri
stjórnin hefur leitt yfir
Islendinga, er almenningur hef-
ur einna fyrst fundið til, er til-
finnanlegur skortur á gjaldeyri.
Undanfarna mánuði hefur þessi
gjaldeyrisskortur bitnað á þjóð-
inni í ýmsum myndum. Bændur
hafa orðið að bíða vikur og mán-
uði eftir vélum og tækjum, sem
þeir höfðu pantað og áttu að vera
komin í tæka tíð til þess að þau
yrði notuð í sumar. Skortur á
byggingarefni hefur valdið mikl-
um fjölda fólks í sveitum og
kaupstöðum miklum erfiðleikum.
Bifreiðaeigendur hafa um lang-
an tíma ekki fengið hjólbarða
undir bifreiðir sínar.
Þannig væri hægt að halda
áfram að telja upp fjölda
vörutegunda, sem almenning-
ur hefur ekki getað fengið
vegna skorts á gjaldeyri. Sum-
ar vörurnar hafa jafnvel ver-
ið komnar á hafnarbakkan hér
í Reykjavík. En þar hafa þær
stöðvazt svo vikum skipti
vegna þess að ekki hefur ver-
ið hægt að yfirfæra gjaldeyri
fyrir andvirði þeirra.
Stangast
við staðreyndir
Allt eru þetta staðreyndir, sem
allur almenningur í landinu
þekkir, mikill fjöldi fólks af eig-
in reynslu. Engu að síður hafa
málgögn stjórnarflokkanna
brugðizt þannig við upplýsingum
Morgunblaðsins um hina stór-
versnandi gjaldeyrisaðstöðu þjóð
arinnar, að þau hafa talið upp-
lýsingarnar rangar. Þannig hafa
bæði „Alþýðublaðið" og „Þjóð-
viljinn" haldið því fram að gjald-
eyrisástandið sé nú ekki verra
en í fyrra. En þessi blöð hafa
ekki getað svarað þeirri fyrir-
spurn,' hvernig standi þá á því,
að almenningur verði nú fyrir
margvíslegum óþægindum vegna
gjaldeyrisskorts. En eins og
kunnugt er varð þeirra erfiðleika
ekki vart á sl. sumri.
Sannleikurinn í málinu er auð-
vitað sá, að blöð stjórnarflokk-
anna eru hér að st^ngast við
staðreyndir, sem ekki verða snið-
gengnar.
Tölurnar tala sínu máli
Þær upplýsingar, sem sannast-
ar eru og réttastar um gjald-
eyrisaðstöðuna við útlönd um
þessar mundir eru þessar:
í lok júlímánaðar í sumar var
nettóskuld bankanna við útlönd
um 75 millj. kr. en var 36 millj.
kr. á sama tíma í fyrra. Aðrar
skuldbindingar bankanna við úx-
lönd munu vera um 5 millj. kr.
hærri nú en á sama tíma
í fyrra og óinnheimtar kröf-
ur erlendis eru um 9 millj.
kr. lægri nú en þá. Að-
staða bankanna er því nú að
þessu leyti 53 millj. kr. óhag-
stæðari en fyrir ári síðan.
Þá kemur það til athugunar að
í árslokin 1956 lækkaði greiðslu-
halli bankanna við útlönd með
lántöku ríkissjóðs hjá Export-
Importbankanum um 65 millj. kr.
Að sjálfsögðu ber að leggja þá
upphæð við halla bankanna til
þess að gera sér rétta grein fyrir
hinu raunverulega ástandi nú.
Útflutningsbirgðir munu hafa
verið áætlaðar um 110 millj. kr.
lægri 31. júlí í sumar en þær
voru á sama tíma í fyrra. Mun
því verða mun minna að flytja
út á næstu mánuðum.
Af þessum upplýsingum
verður það ljóst að þeir 3 lið-
ir, sem hér hafa verið taldir
gera gjaldeyrisaðstöðuna 228
millj. kr. lakari en hún var
fyrir ári síðan.
Loks mó á það minna að vöru-
birgðir í landinu eru nú miklu
minni en þær voru-um sama leyti
í fyrra. Er það álit kunnugra
manna að áætla megi mun vöru-
birgðanna nú og í fyrra allt að
100 millj. kr. að verðmæti.
Lokaniðurstaðan verður því
sú að heildargjaldeyrisaðstaðao
hafi ó einu ári, sem vinstri stjórn
in hefur setið, versnað um yfir
300 millj. kr.
Alþýðublaðið játar þetta
líka í raun og veru í gær, þeg-
ar það skýrir frá því, að vöru-
skiptajöfnuðurinn hafi á
fyrstu 7 mánuðum þessa árs
orðið óhagstæður um tæpar
200 millj. kr. Þegar við þá
staðreynd hætist, að ríkis-
stjórnin tók við síðustu ára-
mót stórfellt eyðslulán í er-
lendum gjaldeyri og ennfrem-
ur að gengið hefur stórlega 4
birgðir innfluttra vara verður
auðsætt að upplýsingar Mbl.
um 300 millj. kr. versnandi
gjaldeyrisaðstöðu eru sann-
leikanum samkvæmar.
Krefjast meiri
varnarliðsframkvæmda!
Það sætir vissulega engri
furðu, þótt stjórnarflokkarnir
séu orðnir alluggandi yfir þessu
ástandi. Enda er nú svo komið
að Frámsóknarmenn og sumir
kommúnistar eru farnir að krefj-
ast meiri framkvæmda á vegum
varnarliðsins á Keflavíkurflug-
velli. Eygja þeir í slíkum fram-
kvæmdum einu leiðina til þess
að draga úr gjaldeyrisskortinum
og bæta aðstöðuna út á við.
Sýnir vinstri stjórnin með
þessu enn einu sinni að hún er
trú þeirri heitstrengingu sinni
að kveða niður allt „hermang“
þar sem betra sé að „skorta
brauð“ en að lifa á slíkum ó-
sómaM
Kjarnl málsins er auðvitað
sá að verðbólgu- og hafta-
stefna stjórnarinnar á megin-
sökina á þeim tilfinnanlega
gjaldeyrisskorti og versnandi
gjaldeyrisaðstöðu, sem nú blas
ir við þjóðinni. Stjórnarstefn-
an er að lama allt framtak í
landinu með skattaráni, höft-
um og ofurvaldi nefnda og
ráða. I
UTAN UR HEIMI
Úr ýmsum áttum
PIERRE Poujade, pappírskaup-
maðurinn, sem kom sér upp póli-
tískum flokki í Frakklandi með
því að safna saman öllum þeim,
Poujade ætlar að gefa út blað
sem neituðu að greiða skatta, hef
ur iátið lítið á sér bera undan-
farið í kosningunum 1956 fékk
flokkur hans 214 milljón at-
kvæða, en síðan sundraðist hann
af innbyrðis deilum og togstreitu
og beið mikinn ósigur við auka-
kosningar í París. Nú hugsar
Paujade sér aftur gott til glóð-
arinnar.
Ástæðan er auðvitað sú, að
smákaupmenn og bændur hafa
látið í ljós megna óánægju með
stefnu stjórnarinnar í verðlags-
máium, og fjölmennir hópar í
Frakklandi fordæma „eftirgjafa
stefnu" stjórnarinnar í Alsírmál-
inu. Poujade ætlar ekki aðeins að
hefja „stórsókn“ í frönskum
stjórnmálum í næsta mánuði,
heldur hefur hann líka tilkynnt,
að hann muni hefja útgáfu dag-
blaðs. Þetta síðasta fyrirtæki get-
ur orðið honum dýrkeypt, því
að síðustu tvö árin hafa m.a. blað
Mendes-Firance, „l’Express" og
blað fjármálajöfranna „Les
Temps de Paris“ liðið undir lok,
og allir vita, að aðeins fjögur
blöð í Frakklandi eru á sæmileg-
um efnahagsgrundvelli („France
Soir“ með 1,3 millj. eintök, „Le
Parisien Liberté" með 650.000,
„Le Figaro" með 600.000 og
„I’Aurore" með 450.000 eintök).
Hins vegar hefur hið fræga og
virta blað „Le Monde“ aðeins
200.000 kaupendur og er í stöð-
ugum efnahagskröggum.
Fyrir bölsýnismenn
í London hefur verið stofnaður
kiúbbur fyrir bölsýnismenn. Með
.imum hans er kennt, hvernig
lifa eigi í nellum, hvernig veiða
eigi villidvr með boga og crvum,
hvernig kveikja skuli eid með
því að lemja saman steinum og
hvernig gera megi flíkur úr trjá
berki. .
Dagar hans taldir
Dagar Vilhelms Pieck sem for-
:ta Austur-Þýzkalands eru tald-
'. Hann mun ekki „bjóða sig
fram“ aftur, þar sem síðasta slag
hans hefur að nokkru leyti lamað
hann. Hann getur varla hreyft
sig lengur og á mjög erfitt með
að tala.
Dægurlagahet j a
Ein af mest seldu grammófón-
plötum í Bandaríkjunum núna er
platan þar sem dægurlagasöng-
konan Carol Burnett syngur nýj-
an „slagara": I am in love with
Foster Dulles" (Ég er ástfangin
af Foster Dulles).
1-icck lici.ur af störíum
Dulles er dægurlagahetja
Staðgengill
Bandaríski stjórnmálamaður-
inn Sidney Yates sendir kjósend-
um sínum fréttabréf við og við.
í síðasta bréfi segir hann
skemmtilega sögu af Wilson
Bandaríkjaforseta. Nokkrum tím
um eftir að einn af ráðgjöfum
hans lézt, fékk hann heimsókn
frá manni nokkrum, sem í upp-
hafi tilkynnti honum hátíðlega,
að hann hefði ætíð verið ötull og
einlægur stuðningsmaður forset-
ans, og spurði hann síðan, hvort
hann gæti ekki komið í stað hins
látna ráðgjafa.
„Tja“, svaraði forsetinn, „mín
vegna megið þér það gjarna, ef
líkmaðurinn hefur ekkert á móti
því.“ #
Sanngjarnt skilyrði
Margmilljónerinn í Brazilíu,
Francisco de Assis Chateáubri-
and, sem á 32 dagblöð, 27 út-
várpsstöðvar og 5 sjónvarps-
stöðvar, hefur verið skipaður
sendiherra lands síns í Lundún-
um. Hann setti það skilyrði, þeg-
ar hann tók við embættinu, að
hann gæti flogið heim til Brasil-
íu hálfsmánaðarlega um helgar
til að sinna fyrirtækjum sínum
— auðvitað á eigin reikning.
Viðkvæm mál
Hankey lávarður, sem nú er
áttræður, var ritari brezku stjórn
arinnar 1919—1938 og komst þá
í náin kynni við stjórnmálalífið
bak við tjöldin. Hann hefur nú
i þriðja sinn sent Maemillan for-
sætisráðherra umsókn um leyíi
til að gefa út endurminningar
sínar. Þar sem í endurminning-
unum er m.a. fjallað um efni,
sem ennþá er að nokkru leyti
stimplað „leynilegt", er slíkt
leyfi nauðsynlegt. Tvisvar hefur
honum verið synjað um leyfið.
Götusóparar
í Indónesíu er nú komin upp
„Hreyfing betra lífernis". Hún
hóf starf sitt með því að Sukarno
forseti, sem nú er 56 ára, ásamt
mörgum ráðherrum og eiginkon
um þeirra, sópaði óhreinasta torg
ið í höfuðborginni Djakarta í
hálfan annan tíma.
Sukarno er götusópari
Kvikmyndir:
„Fjórar fjaðrir'' i
Bæjarbiói
MYND ÞESSI, sem er enska cine
mascope-mynd, er tekin sumpart
í Súdan og sumpart í London. —
Atburðirnir gerast á seinni hluta
aldarinnar sem leið. Englend-
ingár hafa sent herlið til Súdan
til þess að hefna þess að Gordon
hershöíðingi var veginn við
Khartum 1885. — Krímstríðið
(1854—56) var enn í fersku
minni og gamlir uppgjafa-hers-
höfðingjar enskir sitja að borð-
haldi og gorta hver sem betur get
ur af afrekum sínum og her-
deildar sinnar í því stríði. Þeim
finnst ekkert til hermennsku
nútímans koma og hermennirnir
huglausir á móts við það sem var
á þeirra tímum. — Ungur dreng
ur um 14 ára, sonur Harry Favers
ham hershöfðigj a, situr við borð-
ið þar sem þessar umræður fara
fram. Hann hefur andstyggð á
stríði, en hugur hans hneigist að
skáldskap og öðrum fögrum bók-
menntum. Föður hans finnst
drengurinn veikgeðja og ekki
líklegur til mikilla manndáða.
Drengurinn er orðinn liðlega tví-
tugur maður þegar herferðin til
Súdan hefst. — Hann innritast í
berinn, þá nýtrúlofaður ungri og
fallegri stúlku, Mary, dóttur
Burroughs hershöfðingja. — En
dagirin sem herdeildin á að
leggja af stað frá London fer
Harry til yfirmanns herdeilclar
sinnar og segir sig úr hernum.
— Þetta verða vinum hans og
unnustu mikil vonbrigði. — Vin
irnir þrír, þeirra á meðal Peter
bróðir Mary, senda honum bréf,
sem í eru þrjár hvítar fjaðrir og
unnustan réttir honum fjórðu
fjöðrina. — En þessar fjaðrir
tákna það, að sendandi álítur
viðtalcandann heigul. — Harry
verður sár og hryggur og ákveð
ur að halda til Súdan einn síns
liðs og dulbúinn. Hann klæðist
gervi innfæddra og tekst að vinna
mörg afrek Englendingum í hag,
— þar á meðal að bjarga lífi vin-
anna þriggja, með því að þola
miklar þrautir og leggja líf sitt
í hættu. — Þannig skilaði hann
vinunum aftur fjöðrunum, sem
þeir höfðu sent honum. — Nán-
ar verður efni myndarinnar ekki
rakið hér. — Mynd þessi er stór
brotin og prýðilega gerð og sett
á svið og ágætlega leikin. — Ant
hony Steel leikur aðalhlutverkið,
Harry Faversham af miklum til-
þrifum og hann er fríður maður,
karlmannlegur. Mary Ure leikur
unnustuna. Hún er fögur kona
og fer laglega með hlutverk sitt
en þó án verulegra tilþrifa. En
skemmtilegasta týpan í þessari
mynd sem oft endranær er Jam-
es Robertson Justice í hlutverki
Burroughs, og leikur hans er af-
bragðsgóður.
Spenna þessarar myndar er
geysimikil Ego.