Morgunblaðið - 02.10.1957, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.10.1957, Blaðsíða 14
14 UORCVNBLAÐ1B Miffvikudagur 2. okt. 1997 Þriðja grein: Siðari hluti: Ársrif Skógrœktarfélags íslands Nýjar trjátegundir Hér á landí eru 4 tegundir víðis og eru 3 þeirra mjög lág- vaxnar. í Norður-Noregi eru hins vegar 18 víðitegundir og af þeim eru 5 lágvaxnar en 10 mynda sæmilega runna og nokkr ar lítil tré. Sumar af þessum teg- undum hafa verið fluttar hingað og dafna vel. Víðitegundirnar hafa allar mjög lítil fræ sem berast oft langa vegu á svifhár- unum. Virðist svo sem þær hafi átt auðvelt með að flytjast hingað til lands af sjálfsdáðum einhvern tíma eftir ísaldarlok, ef hin gamla kenning um uppruna gróð ursins væri rétt. En þá vaknar sú spurning, hvers vegna aðeins 4 af 18 tegundum hafa lagt leið sína hingað eftir ísöld? Bend- ir þetta ótvírætt til þess að xenn- ing Steindórs Steindórssonar sé rétt, en svo vikið sé aftur að viði- tegundunum, þá vaxa alls 60 teg- undir víðis í Alaska, á Kam- tsjatka og í Norður-Noregi. Af þeim eru 25 mjög lágvaxnar en margar feikilega harðgerðar, svo harðgerðar að það væri freist- andi að setja þær upp á hin gróðurvana öræfi íslands, en í Alaska eru iíka 6 tegundir all- stórvaxinna víðitegunda, sem við ] eigum enn eftir að ná inn hingað til lands. Þó mun stórvaxnasti víðirinn vera á Kamtsjatka-skaga ) og nefnist hann Salix macroiepis en sumir hafa viljað telja hann 1 einhvers konar millilið á milli aspar og víðis. Hann er svo stór, að viður hans hefur verið notaður til húsagerðar. A þessum slóðum eru alis 5 AfgreiSsiustúlhu helzt vön vefnaðarvöru, getur fengið fasta atvinnu, nú þegar í verzlun í Miðbænum. Umsækjendur leggi nafn, heimilisfang, símanúmer og upplýsing- ar um fyrri störf inn á afgr. blaðsins fyrir laug- ardag, merkt: „Svar um hæl — 6804“. tegundir aspa, ein í Norður -Nor- egi, 2 á Kamtsjatka og er önnur sú hin sama og hin norska en 3 tegundir eru í Alaska. Við höf- um verið svo heppnir að tekizt hefur að fá allar þessar tegundir til landsins. frá stöðum, sem við teljum mjög góða. Þá eru líka 6 tegundir birkis í þessum löndum og 4 af elri. Er sumt af þeim kom- ið hingað til lands. Loks er ágæt- ur stofn af álmi í Beiarn í Norð- ur-Noregi og hefur hann reynzt furðuvel hér á landi. Þá er hugsanlegt að hlynur sá sem vex í sunnanverðu Alaska geti náð sæmilegum þroska hér á landi. í Alaska eru alls 11 teg- undir af barrtrjám auk einiteg- undanna. Af þessum 11 . :gund- um tel ég víst að 9 geti þrifizt á ýmsum stöðum hér á landi. og er þegar búið að flytja 8 þeirra til landsins. Á Kamtsjatka-skaga eru 4 tegundir barrtrjáa og gera verður ráð fyrir að þær geti allar lifað ágætu lífi hér á landi. ef fræið er sótt til mið-skagans. Því er miður að enn eru miklir örð- ugleikar á að ná fræi á þessum slóðum en þó er ekki örvænt um að slíkt megi takast innan nokk- urra ára. í Norður-Noregi vaxa tvær tegundir barrtrjáa, rauð- greni og skógarfura og höfum við fengið ágæta stofna af báðum hingað til lands og loks eru tvær tegundir enn skammt austan landamæra Finnlands, lerki og iindifura. I þessum löndum eru alls 17 tegundir barrtrjáa sem telja má vænlegar til þroska hér á landi. Eru 12 þeirra þegar komnar til landsins en 5 vantar enn. Viða um heim eru skógivaxm fjall- lendi. Þegar komið er í hæfilega hæð yfir sjó, fer sumarveðrátt- unni að svipa til þess sem hér er. Augljós dæmi eru þess, að hægt er að flytja einstöku trjá- tegundir frá suðlægum stöðum ef fræið er aðeins tekið í nógu mikilli hæíi yfir sjó. Má t.d nefna broddfuruna á Hallormsstað. Broddfuran á heimkynni sín sunnarlega í Klettafjöllum og þar vex hún aðeins í 2400—3500 m hæð yfir sjó. Á slíkum stöðum er vaxtartiminn styttri en hér og lofthiti mjög af skornum skamti. Um úrkomu á þessum slóðum veit ég því miður ekki en mikill hluti hennar fellur sem snjór. Urkoman á Hallormsstað er ekki mikil og töluvert af henni .fell- ur sem snjór. Eftir hálfrar aldar vöxt á Hallormsstað er óhætt að kveða upp þann dóm yfir broddfurunni að hún sé ein allra harðgerðasta trjátegundm sem þar hefur verið gróðursett. Við vitum að fræi hennar var safnað suður í Kolóradó í Bandaríkj- unum í um 3000 m hæð yfir sjó skömmu eftir síðustu aldamót. Breiddarstig söfununarstaðarins er svipað og suðurodda Ítalíu. Broddfuran vex afar hægt og er háfjallatré. Þegar leitað er að trjátegundum sem henta íslenzkri náttúru, má ekki gleyma þess- um möguleika því að þær tegund- ir eru ótrúlega margar, sem ekki hafa komizt norður á þau svæði, sem við sækjum helzt íræ til og á þessum stöðum eru auðvitað margar jurtir og runnar sem kom ið gæti til mála að reyna hér. Liggur þá næst að skoða fjall- lendið í British Columbia en það er í beinu áframhaldi af fjöllum Alaska og Yukon. Þar eru t.d. helmingi fleiri tegundir barr- trjáa en í Alaska og sumar þeirra fara mjög hátt til fjalla, svo þær geta án efa vaxið hér. Á meðal þessara tegunda sem ekki ná norður í Alaska má nefna blá- greni, en af þeirri tegund eru 5 stærstu trén á Hallormsstað. Þau eru ættuð úr Klettafjöllum, en við vitum ekki hvaðan eða hve hátt yfir sjó fræið hefur verið tekið. Þessi tré hafa náð sæmi- legum þroska og þrívegis hafa X-OMO 15/3-2107 50 Munið, að augu fjöldans hvíla á yður, — það verður tekið eftir fötum yðar. Þér getið fengið hreinan þvott með algengu þvotta- dufti, en ekkert nema hið bláa Omo skilar yður mjallhvítum þvotti. Mislitu fötin koma líka skærari úr ilmandi Omo froðu heldur en þér hafið áður séð. Þetta er af því, að Omo nær burtu hverskonar óhreinindum, hverjum bletti, hversu grómtekin sem föt- in eru. Reynið hið bláa Omo næst. Þér finnið muninn, þegar þér notið Omo. HIÐ BLÁA ©it'fð SK>’ VDUR HEIMSIHIC jivm PWTnl þau borið þroskað fræ. Eiga þau orðið allmörg afkvæmi sem eru orðin nokkurra ára og á þann hátt hafa þau unnið sér borgararctt í gróðurríki íslands. I British Columbia er plöntu- fjöldi miklu meiri en í Alaska og í fjallendum þessa lands eru ýms ar jurtir og runnar sem ekki eru til þar norður frá en vaxa samt svo hátt að enginn vafi er á að þeir geta vaxið hér og náð eðli- legum þroska. Á sama hátt get- um við leitað víða um fjöll ann- arra landa og sennilega með góðum árangri. Leit að nytjaplöntum út um heim og söfnun þeirra er vanda- verk og hefur auðvitað töluverð- an kostnað í för með sér. — En enginn skyldi ætla að unnt sé að nó í hinar ýmsu tegundir með því einu, að panta þær. Staðir þeir, sem við verðum að leita til, eru svo strjálbýlir. og oftast mjög erfiðir yfirferðar, að það er ekki á annarra færi en þeirra sem gagngert eru sendir til plöntusöfnunar, að leysa slíkt verk af hendi. Og ekki er nóg að senda einn mann í slíka leiðcn.gra. Þeir þurfa að vera að minnsta kosti tveir, og helzt fleiri til )ess að von sé um góðan árangur. Slík verk sem þetta, er ekki á færi annarra, en manns, sem á góða þekkingu í almennri grasafræði, manna sem eru duglegir f -rða- menn og hafa sæmilega niála- þekkingu. En þótt töluverður kostnaður væri af slrkri gróðurleit.. þá er til svo mikils að vinna, að þetta ætti ekki lengi að dragast. Ár- angurinn af innflutnmgi sitka- grenisins, Alaskaasparinnar eru nærtækust dæmi, að sáni a, að til mikils er að vinna. Því plönt- ur þessar eru ekki nema lítið brot af öllum þeim fjölda, sem rækta rnætti til nytja nér á landi. Nokkrar niðurstöður Að endingu dregur nöfnudur í nokkrum niðurlagsorðum nöfuð- niðurstöðurnar af máli sínu. 1. Ástæðan fyrir tegundafótækt gróðurríkisins á íslandi er ein- angrun landsins eftir siðustu ís- aJdarlok. 2. Gróðrarskilyrði í byggðum landsins er svipuð gróðrarskil- yrðum í mörgum öðrum norðlæg um löndum innan barrskógabelt- isins, t.d. í Norður-Noregi, á suð- urströnd Alaska, um miðbik Kamtsjatka og á Kola-skaganum í Rússlandi. Ennfremur eru fjall- lendi víða um heim, með svipað- an sumarhita og vaxtartima og hér. 3. Öll þessi lönd bera langtum fjölbreyttari gróður en ísland og þaðan má flytja margar tegundir plantna ef menn vilja. 4. Reynslan hefur kennt okkur að tilgangslaust er að flytja inn gróður frá norðlæeum st;:ð <m. 5. Ræktun landsmanna hvílir nú að mjög miklu leyti á innflutt um gróðri og innflutningi ^erður enn að halda áfram um mörg ár. 6. Samtímis innflutningi verður að hefjast handa um frærækt og fjölgun harðgerra tegunda og stofna sem vænlegir þykja til ræktunar. 7. Hvert ár sem líður, án þess að hafizt sé handa um innflutn- ing nytjagróðsirs frá norðlægum slóðum, seinkar framförinni í verki. 8. Þar sem við vitum, að því fátæklegri sem gróður sérhvers lands er, því erfiðari eru afkomu skilyrði þeirra, er byggja atvinnu sína á nytjum jarðar þá mætti það ekki leggjast undir höfuð að kanna þá möguleika sem bent hefur verið á i þessari grein. Auk margra annarra sem ekkj hefur unmzt tími til að benda á að þessu smni. Hér er þá í stuttu máli rakið aðalefnið í hinni stórmerku grein Hákonar Bjarnasonar er vonandi andi á eftir að vekja alm. skiln- ing á hve mikils virði það er að hafizt verði handa sem allra fyrst um þær aðgerðir er Hákon Bjarna son hefur bent á. V. St.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.