Morgunblaðið - 04.10.1957, Page 1
20 siður
44. árgangur.
224. tbl. — Föstudagur 4- október 1957.
Prentsmiðja Morgunblaðsins*
Alvarlegasta stjórnarkreppa
Frakka eftir stríð
PARÍS, 3. okt. — Stjórn Bourges-
Maunourys, sem var 23. ríkis-
stjórn Frakklands eftir strið, er
fallin, og standa Frakkar nú
gagnvart alvarlegustu stjórnar-
kreppu sinni síðan fyrir stríð.
Baráttan stendur ekki milli
franskra stjórnmálamanna, held-
ur milli Frakka og hins frjálsa
heims.
Á mánudag hélt stjórnin, að
hún mundi fá meirihluta at-
kvæða, þegar stjórnarfrumvarpið
um takmarkaða heimastjórn í
Alsír var lagt fyrir þingið. En
hún tapaði með 26 atkvæða mis-
mun.
Munurinn var minni en venju-
legt er, þegar stjórn er felld, ef
hægt er að tala um „venjulegt"
í frönskum stjórnmálum. Stjórn-
in hafði gert Alsír-frumvarpið að
skilyrði fyrir áframhaldandi setu,
og féll með því.
Hefði fallið hvort sem var
Fallið kom á versta tima sem
hugsazt gat fyrir Frakkland. —
Pólitískt og efnahagslegt ástand
maður de Gaulles, lagðist mjög
gegn stjórnarfrumvarpinu, sem
hann taldi alltof djarft. Hin er
sú, að Túnis mun i náinni fram-
tíð. fá vopn frá Bandaríkjunum,
Ítalíu, Norðurlöndum og öðrum
samherjum Frakka í NATO, og
þessi vopn verða notuð gegn
Frökkum í Alsír að áliti franskra
stjórnmálamanna.
Framh. á bls 2
Táragas í Varsjá
VARSJÁ, 3. okt. — Lögregían k
Varsjá greip í dag til íáragass til
að dreifa 2000 stúdentum, sem
voru í mótmælagöngu gegn þeirri
ákvörðun stjórnarinnar að stöðva
útgáfu stúdentablaðsins „Po
Prostu." Mótmælafundurinn var
haldinn á Nakutowicza-torginu,
um 2 km frá hjarta borgarinnar.
Stúdentasamtökin höfðu fyrr í
Bevan vinnur stórsigur
de Gaulle — fær hann völdin?
í landinu er mjög slæmt, en það
er kannski nokkur huggun, að
stjórnin hefði hvort eð er fallið
eftir viku eða svo, þegar efna-
hagslöggjöfin, sem hinn ungi fjár
málaráðherra Gaillard hafði lagt
fram, átti að koma til umræðu.
Tvær staðreyndir eru mikil-
vægar í þessu sambandi. Sú fyrri
er, að fyrrverandi landsstjóri í
Alsír, Soustelle, sem er fylgis-
Víbtækar njósnir
Rússa í Danmörku
Kaupmannahöfn, 3. okt.
Einkaskeyti til Mbl.
NJÓSNATILRAUNIR rússneska
hermálafulltrúans í Kaupmanna-
höfn Sergei Smirnovs, sem vísað
hefur verið úr landi, eru taldar
mjög alvarlegar. En með tilliti
til annarra ríkja vegna gagn-
njósnanna er alger leynd yfir
eðli og víðtæki þessara njósna.
„Ekstrabladet" í morgun segir,
að Smirnov hafi reynt að afla
sér ákveðinna tæknilegra upp-
lýsinga, sem hefðu getað stofnað
vörnum vestrænna ríkja í hættu,
ef þær hefðu komizt í hendur
rangra manna.
Tilraunir Smirnovs til njósna
báru lítinn árangur. Rannsókn-
arlögregla hersins heldur áfram
rannsóknum sínum á málinu, og
telur „Ekstrabladet“, að yfirmað-
ur rússnesku hermálafulltrúanna
Jakovlev ofursti, verði sennilega
einnig rekinn úr landi, þar sem
hann hafi án alls efa vitað um
njósnatilraunir Smirnovs og að
líkindum verið potturinn og pann
an í málinu.
Þetta er í þriðja sinn, sem Dan-
ir hafa orðið að vísa rússnesk-
um erindrekum úr landi. Hinn 2.
febrúar s. 1. var Rogov hermála-
fulltrúa vísað úr landi fyrir njósn
ir um flugherinn, og 28. febrúar
var Rouditchev hermálafulltrúa
sömuleiðis vísað úr landi fyrir
njósnir um flotann. —Páll.
BRIGHTON, 3. okt. — Anuerin
Bevan vann einn stærsta stjórn-
málasigur sinn í dag á landsþingi
brezka Verkamannaflokksins, er
hann kom því til leiðar, að felld
var ályktun um að skuldbinda
næstu ríkisstjórn Verkamanna-
flokksins í Bretlandi til að hætta
framleiðslu kjarnorkuvopna án
tillits til þess, hvað hin stórveld-
in gera. Bevan tókst að snúa þing
inu til fylgis við sjónarmið flokks
stjórnarinnar ,en varð að þola
hæðnishróp frá mörgum fyrrver
andi stuðningsmönnum sínum i
vinstra armi flokksins. Bevan
sagði, að með slíkri skuldbind-
ingu yrðu Bretar að ganga á
samninga sína við önnur ríki,
auk þess sem þeir mundu koma
á alþjóðaráðstefnu alisnaktir, eins
og hann orðaði það. Ályktunin
var felld með 3,5 milljónum at-
kvæða gegn 800.000. Hins vegar
voru tvær ályktanir samþykktar
um kjarnorkumál, önnur þess
efnis, að stjórnin gerði ekki
fleiri tilraunir með kjarnorku-
vopn, hin að Bretar beiti sér fyr-
ir algera banni við kjarnorku-
vopnum og framleiðslu þeirra í
heiminum.
Rithöfundurinn, blaðamaður-
inn og útvarpsmaðurinn Tom
Briberg var í dag kosinn formað
ur brezka Verkamannaflokksins
á fyrsta fundi hinnar nýju flokks
stjórnar. Briberg er 52 ára gam-
all og var um skeið þingmaður
flokksins í neðri málstofunni.
Tvær stjórnir í San Marino
SAN MARINO, 3. okt. — Hamm-
arskjöld framkvæmdastjóra S. Þ.
hafa borizt tilmæli frá komm-
únistastjórninni í San Marino,
sem missti þingmeirihluta ný-
lega og hrifsaði völdin, um að
skerast í leikinn og koma á friði
og ró í landinu. Verða þessi til-
mæli lögð fyrir AHsherjarþingið.
Ekki er útilokað, að Öryggisráð-
ið verði kvatt saman til að ræða
málið.
Kommúnistastjórnin tók í dag
fyrsta skrefið í samkomulagsátt
með því að fara fram á það við
ítalska stjórnmálaleiðtoga, að
þeir sendu sáttanefnd til lýð-
veldisins. Var þessi umleitun
send til Gronchi forseta Ítalíu,
Zoli forsætisráðherra og annarra
leiðtoga stjórnmálaflokkanna.
Utanríkisráðherrann í kommún-
istastjórninni í San Marino, Gino
Giacomini, sagði, að stjórn hans
mundi að sjálfsögðu beygja sig
undir úrskurð væntanlegrar sátta
nefndar.
Bandarikin viðurkenndu í
kvöld hina andkommúnísku
stjórn í San Marino, sem hefur
þingmeirihlutann á bak við sig.
Stjórnin var mynduð fyrir 2 dög-
um og ætlar að ná völdunum úr
höndum kommúnista og vinstri-
sósíalista, sem stjórnað hafa lýð-
veldinu síðustu 12 árin. Tveir af
ráðherrum stjórnarinnar létu í
ljós vonir um, að Bretland, Frakk
land og Belgía mundu líka við-
urkenna hana, þvi það mundi
styrkja stjórnina í þeim ásetn-
ingi að fara til höfuðborgarinn-
ar og ná ráðhúsinu úr höndum
kommúnista. And-kommúníska
stjórnin er sem stendur í litlu
húsi við ítölsku landamærin, en
kommúnistar hafa borgina á
valdi sínu. Sagt er, að hinir 14
þús. íbúar lýðveldisins séu nú
farnir að þola nokkurn skort á
matvælum og lyfjum, en ítalsk-
ir lögregluþjónar hafa lokað
landamærunum. Eigi að síður
komst ítalska kommúnistablaðið
„l’Unita“ til landsins í dag.
Fréttir i stuttu máli
TOULON, 3. okt. — Þeir tveir
fimmburanna, sem fæddust i
Toulon í gær og voru í hættu
staddir, eru enn á lífi, en lækn
arnir telja, að lífsmöguleikar
þeirra séu ekki miklir. — Þeir
reikna með að líða muni nokkrar
vikur, áður en þeir eru úr allri
hættu. Móðir fimmburanna, frú
Laurence Christophe, bað um að
fá myndir af þeim, þegar hún
var ljósmynduð og spurð spjör-
unum úr af fréttamönnum i
kvöld. „Ég er varla farin að sjá
þá ennþá“, sagði hún. Læknarnir
sögðu, að móðurinni liði bæri
lega, en þetta var fyrsta fæðing
hennar, og fimmburarnir fædd-
ust þremur mánuðum fyrir tím-
ann.
LITTLE ROCK, 3. okt. — Hvítir
menntaskólanemar hæddust að
hinum níu blökkumannabörnum
í dag, þegar þau komu til gagn
fræðaskólans í Little Rock í fylgd
30 vopnaðra hermanna. — Hafa
börnin aldrei haft jafnsterkan
vörð um sig, síðan þau tóku að
sækja skólann. Ástæðan er talin
vera sú, að í gær réðust nokkrir
hvítir unglingar á svertingja
börnin á lóð skólans. Hermenn-
irnir frá Washington hafa nú aft-
ur tekið að sér gæzlu á skólalóð
inni, en hermenn fylkishersins
létu árásina í gær afskiptalausa.
Xfirvöld skólans tilkynntu í dag,
að hver sá nemandi, sem færi úr
skólanum meðan á kennslu stæði.
yrði að taka afleiðingunum. —
Orðrómur gekk um það, að hvítir
nemendur ætluðu að fara heim í
mótmælaskyni við veru blökku-
mannabarnanna í skólanum. Um
75 nemendur fóru heim skömmu
síðar. Sögðust þeir hafa fengið
leyfi heima hjá sér til að mót-
mæla með þessum hætti. Foreldr-
arnir höfðu sagt, að ef nógu marg
ir tækju sig saman, gæti skólinn
ekki gert neitt. Ilins vegar sögðu
þeir, að mótmæli þeirra hefðu
verið gagnslaus.
STOKKHÓLMI, 3. okt. — Aftaka
veður hefur geisað í Mið- og
Suður-Svíþjóð. Öli skip undan
ströndum Svíþjóðar hafa leitað
vars í fjörðum og víkum með-
fram endilangri ströndinni frá
landamærum Noregs og langt
upp í Botníska-flóann.
dag sett upp veggspjöld, har sem
skorað var á stúdenta að fjöá-
menna. „Lýðræðið i PÓU... JÍ er
í hættu, ef stjórnin heldur fast
við þá ákvörðun að stöðva út-
gáfu „Po Prostu,“ stóð á spjöld-
unum. Stúdentarnir voru um-
kringdir af um 100 lögreglu ján-
um, sem voru búnir gasgrímum
og táragassprengjum. Meðal
þeirra manna, sem urðu fyrir
gúmmíkylfum lögreglunnar. var
Ijósmyndari frá „Times“ í Lund-
únum. AP skýrir svo frá. að mót-
mælagangan hafi verið skipulögð
af deild sósialísku æskulýo. -im-
takanna við tækniháskólann i
Varsjá.
„Po Prostu“ er vikublað og út-
breiddasta stúdentablað Póllands.
Sagt er, að hörð gagnrýnj blaðs-
ins á stalinismanum hafi átt rik-
an þátt i að ryðja veginn að
valdastólnum fyrir Gómúlka aðal
ritara kommúnistaflokksins. Til-
skipunin um að stöðva útgáfu
blaðsins kom samkvæmt áreið-
anlegum heimildum frá mið-
stjórn pólska kommúnistaflokks-
ins. Stúdentarnir tóku þetta sem
árás á prentfrelsið í landinu og
boðuðu til mótmælafundar á stúd
entaheimili við Nakut.... icza-
torgið. Þegar stúdentarnir komu
á staðinn var funda... inn
læstur, sennilega samkvæmt skip
un frá rektori Varsjár-há...óla.
Smám saman f jölgaði stúdentun-
um á torginu fyrir utan stúdenta
heimilið, og um sjöleytið aöfðu
safnazt þar um 2000 stúdemar. Þá
komu herflutningabílar hlaðnir
lögregluþjónum á vettvang. Voru
þeir klæddir stálhjálmum. Jafn-
skjótt kom til átaka, og gnpu þá
lögreglumennirnir til táragassins
til að dreifa stúdentunum.
Eisenhower:
Faubus veður reyk
WASHINGTON, 3. okt. — Á
fundi sínum við fréttamenn í dag
sagðj Eisenhower Bandaríkjafor-
seti, að fylkisstjórar í suður-
fylkjum Bandaríkjanna væru enn
að reyna að leysa vandamálið um
brottför sambandshersins frá
Little Rock. Hins vegar vildi for-
setinn ekki ræða um það, hvaða
orsakir gætu legið til þess. að
Faubus fylkisstjóri í Arkansas
Eisenhower forseti talar við
fréttamenn
vill ekki gefa þær yfirlýsingar,
sem Eisenhower gerir að skilyrði
fyrir heimköllun hersins frá
Little Rock. „Faubus fylkisstjóri
hefur á röngu að standa og gerir
Little Rock og Arkansas-fylki
bjarnargreiða með framferði
sínu“ sagði forsetinn.
Þetta var fyrsti fundur forset-
ans við fréttamenn síðan de.il-
urnar í Arkansas hófust. Hann
kvaðst ekki hafa ákveðið, til
hvaða ráða hann gripi, eí deilan
við Faubus heldur áfram. „Fylkis
stjórarnir fjórir, sem áttu fund
við mig á þriðjudaginn, urðu fyr-
ir vonbrigðum, en þeir álíta
ástandið ekki vonlaust og halda
áfram sáttatilraunum sínum“,
sagði Eisenhower.
Ástandið í Sýrlandi betra
Forsetinn ræddi einnig ástand-
ið í Sýrlandj og kvaðst halda, að
þar væri nú að komast á ro. Ótt-
inn, sem írak, Líbanon, Jórdanía
og Saudi-Arabía létu í ljós- vegna
atburðanna í Sýrlandi, virðist nú
horfinn, og stafar það sennilega
af því, að þau hafa fengið nánari
fregnir af ástandinu í nágranna-
landinu. Hann kvað Badaríkin
hafa leitazt við að sýna öllum
ríkjum við austanvert Miðjarðar-
haf vinfengi. Arabar kenna fsrael
flesta erfiðleika sína, og í þeirri
deilu reyna Bandaríkin að vera
hlutlaus, sagði forsetinn