Alþýðublaðið - 07.10.1929, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.10.1929, Blaðsíða 2
2 ABÞÝÐUaiSAÐlÐ Einræðisbrölt borg- arstjórans. Útboð og verksaraningar. Á síðasta bæjarstjórnarfundi spurðist Haraldur Guðmundsson fyrir um það,' hvað liði fram- kvæmdum á þeirri samþykt bæj- arstjórnarinnar, að vatnsæð verði lögð inn að Kleppi. Kvaðst hann enga auglýsingu hafa séð eftir til- boðum í pípur og annað efni og spurði, hvort efnið hefði ekki verið boðið út, og ef svo væri, þá hvers vegna. Játaði Knútur borgarstjóri þá, að útboð hefðu að eins verið gerð bréflega og send fáeinum mönnum, en ekki auglýst opinberlega. Vítti Harald- tir það laumuspil. Jafnframt benti hann á, að stundum, þegar boðin hefðu verið út verk, sem bærinn hefir látið vinna, hafi útboðsfrest- ur verið svo skammur, að enginn gat sint þeim, sem ekki vissi uro þau fyrir fram. Svo var um útboð á múrsléttun barnaskólans nýja, og einnig, þegar boðið var út efni og vinna við allar leiðslur um hann. Og nú komi í Ijós, að stundum eru að eins gerð skrif- leg laumuútboð og það án vit- ar vatnsnefndar. Hitt sé sjálfsögð aðferð, að útboðin séu opinber og frestur nægur, svo að öllum, er vilja, sé gerður kostur á að bjóða í verkin. — Vatnsleiðslu í Sogamýri hefir bærinn sjálfur látið leggja í sumar undir um- sjón bæjarverkfræðings, — en hvar voru pípurnar keyptar og við hvaða verði? Þær voru ekki boðnar út. Ekki lézt Knútur neitt mu'na um það, hvar pipurnar hefðu verið keyptar eða hvað þær kostuðu. Sú leiðsla var þó 500—600 metra löng. — Einnig spurði Haraldur: Hvers vegna er ekki leitað tilboða í blý og hamp, þegar bærinn lætur sjálfur vinna að leiðslulögnum, enda þótt stundum sé leitað tilboða í píp- urnar? Talsvert verð er þó greitt fyrir hampinn og blýjð. — Þá steinþagði Knútur. Ólafur Friðriksson spurði einn- ig, hvort borgarstjóri hefði á- kveðið upp á sitt eindæmi að láta gera uppfyllingu vestur af nýju bryggjunni, sem nú er í smíðum, og gert samning um það verk án samþykkis hafnarnefndar eða bæjarstjórnar. Knútur sló úr og í; kvað þetta að eins hafa komið til orða í hafnarnefnd — og er þaö rétt. En aðalatriðið er það, aö hvorki hafnarnefnd né bæjar- stjórn hafa samþykt nokkuð í þessu efni, og hefir því borgar- stjóri enga heimild til að ákveða þessar framkvæmdir eða semja um þær. Þetta fanst Knúti algert aukaatriði. „Þetta verður áreiðan- lega samþykt eftir á,“ sagði hann. Sagan er alt af sú sama: Knút- ur gerir það, sem honum sýnist, og svo samþykkja liðsmenn hans það eftir á, ef hann hefir þá svo mikið við að láta þá fá nokkuð um það að vita. — Sigurður Jón- asson og Ól. Fr. víttu harðlega það athæfi Knúts að fara bak við nefndir og bæjarstjórn. Þá kom hljóð úr horni. Jón Ólafsson kvað þá íhaldsfulltrúana myndu samþykkja þetta alt sam- an eftir á, og gerði því minstan mun, hvort minni hlutinn í bæj- arstjórninhi greiddi atkvæði með því eða móti. Það yrði samþykt samt. — Hann vissi, hvernig í- haldsliðið er vant að elta Knút án umhugsunar. Sigurður krafðist þess, að bæj- arstjórnin væri ekki svift fjárveit- ingavaldi sínu með því, að borg- arstjóri og e. t. v. einn eða tveir íhaldsfélagar hans ákveði um að- gerðir bæjarfélagsins og fjötri það alls konar skuldbindingum að bæjarstjórninni fornspurðri. Nú hefði Jón Ólafsson gefið játn- ingu um, hvernig íhaldsliðið efldi Knút borgarstjóra til einræðis uro bæjarmál og fórnaði til þess sjálfsákvörðunarrétti bæjarstjórn- arinnar. Kvað Sigurður kjósendur verða að skera úr því í vetur, hvort slíkt ástand á að haldast framvegis, að Knútur taki sér einveldi í bæjarmálum og hundsi bæjarstjórnina, nefndir hennar og kjósendur. Haðnr drukknar af varðskipinu „Ægi“. í gærmorgun vildi það sorg- lega slys til, að skipverji á varðskipinu „Ægi“ féll fyrir borð og drukknaði. Var það 18 ára piltur, Stefán Ágúst Jóns- son, einkasonur hjónanna Jóns Gíslasonar múrara og Mörtu S. Jónsdöttur á Njálsgötu 22. Var hann hin mesti efnispiltur. Slysið varð um kl. 8. Var skip- ið á leið héðan og var statt öyb sjómílu norðaustur af Eldey. Var Stefán heitinn að ná sjó í fötu til þess að mæla sjávarhitann, eins og vant er að gera á þeim tíma dags. Eftir 5 mínútur var hans saknað og fanst ekki. Var skip- inu þá þegar snúið við og hans leitað, en leitin varð árangurs- laus. Sneri skipið þá aftur hing- að. V. K. F. „Framsókn“. Verkakvennafél. „Framsókn" heldur fyrsta fund sinn á þessu hausti annað kvöld í alþýðuhús- inu Iðnó, Er þetta fyrsti fundur „Framsóknar“ í hinu nýja húsi al- þýðufélaganna. Ýms merk mál eru til umræðu á fundinum annað kvöld; verður aðallega rætt um vetrarstarfsemi o. s. frv. — Þær konur, sem hafa ekki sótt fundi í „Framsókn", ættu nú að sjá sig um hönd og sækja fundi félags- ins í vetur. Þetta er éina kvenfé- lagið, sem af einlægni og djörf- ung vill berjast fyrir réttindum V. K. F. „Framsókn“ helduf fyrsta fund sinn í Alpýðuhúsínu Iðnó uppi„ þriðjudaginn 8. þ. m. kl. 8V2 að kveldi. Mörg áríðandi mál á dagskrá, þar á meðal nefnd- arskipanir og fleira. Félagskonap, fjðlmennið! Stlérniia. ’ i • ’ kvenna og bættum kjörum þeirra. — Slíkt félag sem „Framsókn* er getur orðið mjög voldugt og öfl- ugt. Það liggur í valdi félags- kvenna, að gera það sterkt og voldugt, svo að árangurinn af starfinu verði bæði mikill og góður. Sækið fundinn annað kvöld j alþýðuhúsinu Iðnó! “ Bruninn hjá B.S.R. Ingólfnr Signrjónsson játar að hafa kveikt i. Ingólfur Sigurjónsson hefir nú játað að hafá kveikt í bifreiða- skúr B. S. R. Sagðist hann hafa kveikt í að yfirlögðu ráði og án þess að nokkur hafi hvatt sig til þess. Hermann Jónasson lögreglu- stjóri hefir látið þá skoðun í ljós, að Ingólfur tilheyri þeirri tegund afbrotamanna, sem ekki hafa v mannvonsku til að bera, en frem- ur afbrotin vegna þess, að í hann vantar hina almennu réttlætistil- finningu. Þær sögur, sem gengið hafa um afskifti Jóns heitins Guð- mundssonar af þessu brunamáli, eru nú gersamlega kveðnar niður. Ingólfur situr enn í gæzluvarð- haldi. Nýkomið: Rykfrakkar fyrir drengi nnglinga og fullorðna. Harðir og iinir Hattar, smekklegt úrval. Mjðg fallegar en ódýrar Manchettskyrtnr allar stærðir. Gúmmikápur fyrir stúlk- ur og drengi, margir litir verð frá kr. 9,25. Vetlingar fyrir börn og fullorðna feikna úrval. Einnig barna svuntur og Golftreyjur. Sokkabúðin Laugavegi 42. áhrifamest. Þetta er nú þriðji sunnudagurinn í röð, sem Eggert hefir sungið. Gott væri að geta átt kost á slíkri messu á hverjum sunnudegi. R. J. Vitnisbnrðnr Jóns Ólafssonar borgarstjóra og bæjar- verkfræðing. nm Eggert Stefánsson hélt fimta „konsert" sinn í gær í Gamla Bíó. Söng hann að þessu sinni eingöngu útlend lög, svo sem auglýst var. Eggert var dýr- á söng sinn í. þetta skifti, kost- aði fimm krónur miðinn, enda var söngur hans stórglæsilegur, nema tvö fyrstu lögin; var hann þá að hefja sig til flugsins, en sveif æ hærra og fegur eftir því, sem á leið, og var þá söngur hans bæði stórfeldur og hrífandi. Áheyrendur voru þéttingsmargir, þrátt fyrir hið háa verð. Hrifn- ing þeirra var mikil og blóm- regn þétt. Ekki veit ég hvort oss íslendingum er það öllum fylli- lega ljóst, hve mikla andlega menningu við eigum að þakka slíkuni mönnum sem pessum, sem leggja líf sitt alt og æfistarf í það að ferðast um víða veröld og færa okkur hingað heim í fjarlægt land fegurstu og göfug- ustu perlur hins erlenda tónlistar- heims, í söng eða „músik", því að þrátt fyrir grammófóna og útvörp verður þó alt af hin per- sónulega frammistaða fegurst og ■ Á síðasta bæjanstjórnarfumdl lýstí Jön bæjarfulltr. Ólafsson yfi® því, að öll bæjarvinna væri íh eðlilega dýr og gengi mjög ílla, Ætti þvx að hætta allri bæjajw vlnnu, götúgerð, hiolræsi o. 0. og| bjóða þau verk öll út. Jóni Ólafssyni var bent á, að sjaldan hefði verið kastað jafn þungufen' stedni að borgarstjóra o@ bæjarverkfræðingi og hann hefðf gert með því að halda því fram, að þedr væru ófærir til þess að' stamda fynir og stjóma verkleg- um framkvæmdum bæjarins. Eni ef þessd ásökun Jóns væri rétt, myndd bezta xiáðið að skifta um1 borgarstjóra og bæjarverkfræðíng og fá í þær stöður menn, er. færir væru um að stjórna verk- legum framkvcemdum bæjarins. Þegar Jóni var bent á þessar þungu ásakandr hans í garð borg- arstjóra |og bæjarverkfræöings varð fátt um svör. Endurtók hanw fyrri fullyrðingar sínar og bætti þvf ednu viö, að Knútur væri góð- ur samt. /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.