Morgunblaðið - 02.11.1957, Page 2
3
MORGVNBLAÐ1Ð
Laugardagur 2. nðv. 1957
Fyrslu lög þessa þings afgreidd í gær
Eru um skafffrelsi vinninga í símahappdrættinu
FUNDIR voru á Alþingi í gær.
í efri deild var atkvæðagreiðslu
um frumv. um aðflutningsgjöld
af jarðborum frestað vegna for-
falla þingdeildarmanna. Afgreitt
var til neðri deildar frumv. um
áframhaldandi álög á tolla.
Frumv. Alfreðs Gíslasonar um að
frímerki límd á pósteyðublöð
skuli verða eign viðtakenda var
til 1. umr. Eftir ræðu flutnings-
manns fór frumv. til 2. umr. og
samgöngumálanefndar
í neðri deild var frumv. um
skattfrelsi vinninga i símahapp-
drætti lamaðra og fatlaðra tekið
fyrir á 3 fundum og afgreitt sem
lög. Eru það fyrstu iögin, sem
þetta Alþingi gengur frá.
í>á var tekið til 1. umr. laga-
frumvarp um staðfestingu á
bráðabirgðalögum þeim, er sett
voru 26. sept. s.1. um að yfir-
Handíða- og mynd-
listaskólanum lokað
KENNSLA fellur niður í Hand-
íða- og myndlistaskólanum í dag
og næstu daga vegna inflúenz-
unnar.
Inflúenzan skæð á
Selfossi
SELFOSSI, 1. nóv. — Mikil
brögð eru nú að inflúenzunni hér
á Selfossi og raunar víðar í nær-
liggjandi sveitum. Mikið af fólki
vantar á vinnustaði og einnig
hafa verið talsverð veikindi í
skólum. Skólum hér hefur þó
ekki verið lokað ennþá vegna
veikinnar. Talið er að veikin sé
nú á hástigi hér. Hún hefur ekki
lagzt þungt á fólk yfirleitt, að-
eins i einstaka tilfellum.
—Guðmundur.
Einn bátur sfundar
ýsuveiðar irá Þor-
lákshöfn
SELFOSSI, 1. nóv. — Aðeins einn
bátur stundar nú sjó frá Þor-
lákshöfn með línu. Er það heima-
bátur. Afli hefur verið allgóður,
aðallega ýsa og fer báturinn ekki
langt á mið.
Frá Stokkseyri hefur ekkert
verið róið í langan tíma, enda
stöðug brim um þetta leyti. Frá
Eyrarbakka hefur einn trillubát-
ur róið tvisvar eða þrisvar í síð-
asta mánuði, eða þegar hann hef-
ur komizt fram, vegna brims.
Hefur hann fengið dágóðan afla
þegar hefur gefið. —Guðmundur.
skattanefndir og ríkisskatta-
nefnd megi breyta útsvörum, ef
þær telja þau a.m.k. 3% of há eða
lág ( í stað 10% áður). Hannibal
Valdimarsson fylgdi frumvarp-
inu úr hlaði, en síðan urðu u n
það nokkrar umræður milli hans
og Ólafs Björnssonar. Taldi
Ólafur eftirtektarvert, að breyt-
ingarheimildin væri nú miðuð við
3%, en stjórnarliðið hefði einmitt
í haust klifað á því, að útsvör í
Reykjavík væru 3,7% of há.
Mætti því ætla, að ráðherrann
hefði nú í hyggju að fá ríkis-
skattanefnd vald til að breyta
skattstigum sveitarfélaga í stað
þess að leiðrétta aðeins misræmí
milli einstaklinga eins og hingað
til. Myndi þetta geta gerbreytt
fjárhagslegri aðstöðu sveitarfé-
laganna á landinu. Félagsmálaráð
herra taldi þetta ekki tilgang
laganna.
í gær var lýst á Alþingi þeim
2 þingskjölum, sem útbýtt var í
fyrrad. Er annað um rannsóknir
varðandi efnaiðnaðarverksmiðju
í Hveragerði (þingsályktunartill.
flutt af þingmönnum Arnesinga).
Hitt er lagfrumv. flutt af land-
búnaðarnefnd efri deildar um að
forðagæzlumenn skuli kosair af
sveitarstjórnum í upphafi hvers
kjörtímabils.
120.000 rússneskir her-
menn í Ungverjalandi
BERLÍN, 1. nóv. — Kiraly hers-
höfðingi, ein af frelsishetjunum
frá Búdapest, dvelst um þessar
mundir i Berlín. I dag var hann
spurður um ástandið í Ungverja-
landi og sagði hann, að það færi
síversnandi. Nú væru 100 þús.
rússneskir hermenn í landinu og
a. m. k. 20 þús. öryggislögreglu-
menn og svaraði það til þess, að 1
Rússi gætti 100 Ungverja. Gætu
allir menn séð, að Ungverjar
mættu sig ekki hræra án þess
tekið væri eftir því. Auk þess
væri öflugt lið ungverskra ör-
yggislögreglumanna Rauða hern-
um til aðstoðar.—Þá sagði Kirlay
loks, að Rússar hefðu komið upp
öftaigum eldflaugnastöðvum í
Ungverjalandi.
Stavangerfjord
OSLO, 1. nóv. — Hafskipið
Stavangerfjord, sem er á leið til
New York lenti í ofviðri í gær-
kvöldi fyrir utan Skotlands-
strönd. Þar voru miklir sjóar og
ofsarok. Ekkert hafði heyrzt til
skipsins í gærkvöldi, en álitið
er, að» radió-sambandið hafi
slitnað vegna trnflana.
Skókmótið
í Hollondi
Frá 2. umferS
• í ANNARI umferð tefldi Friðrik
Ólafsson með hvítu gegn Teschn-
er frá Vestur-Þýzkalandi. Byrjun
in, Sikileyjarvörn var hin sama
fram í 11. leik og í skák Donners
og Orbaan í 1. umferð, en fram-
haldið tefldi Teschner betur en
Orbaan og var staðan jöfn lengi
vel. Smátt og smátt hnikaði þó
Friðrik stöðunni sér í hag með
laglegri liðsskipan og vann síðan
peð með óvæntri biskupsfórn. í
tapaðri stöðu tapaði Teschner síð-
an á tíma, eftir fallega teflda
skák frá Friðriks hendi. — Lars-
en hafði betur gegn Ivkov, sem
þó tókst áð halda jafntefli þrátt
fyrir mikið tímahrak. Szabo tefldi
vel gegn Clarke, sem lenti í mikl-
um erfiðleikum í tímahraki og
tapaði. Alster lék hollenzka vörn
gegn Orbaan, sem lék mjög hæg-
i fara og brauzt Alster í gegn á
j b-línunni og sigraði á þeim stöðu
I yfirburðum. Diickstein hafði
I svart og vann Lindblom með
(kóngsárás. Jafnteflisskákir Niep-
haus — Stáhlbergs (frönsk vörn)
og Troianescu — Trifunovic
(venjulegt drottningarbragð)
voru talsvert spennandi þótt jafn-
vægi raskaðist ekki endanlega.
Sama má segja um jafntefli Kol-
arovs og Hanninen (drottningar-
indversk vörn) Donner lék af sér
skiptamun gegn Uhlmann, sem
átti nokkru betri stöðu og tapaði
biðskákinni.
GEæpahöiöintfinn
Mnasiasia myrtur
EINN voldugasti glæpahöfðingi
New Yorkborgar, Umberto (Al-
bert) Anastasia, var skotinn til
bana föstudaginn 25. okt. Kl. 7
að morgni þess dags hafði hann
ekið í bifreið sinni frá stórhýsi
sínu í Fort Lee í New Jersey til
eftirlætisrakarastofunnar sinnar í
Park Sheratongistihúsinu á Man-
hattan. „Klipping“, sagði hann
við rakarann.
Skömmu síðar stikuðu tveir
þreknir menn inn í rakarastof-
una. Höfðu þeir bundið fyrir and
lit sér. Umsvifalaust skutu þeir á
Anastasia, sem lézt þegar.
Lögreglan hefur hafið umfangs
miklar rannsóknir í morðmáli
þessu og þegar handtekið einka-
bílstjóra glæpahöfðingjans.
★
Höfðingjar undirheimanna í
New York skulfu, er nafn Ana-
stasia var nefnt. Hann hafði verið
handtekinn fimm sinnum fyrir
morð, en alltaf sloppið við refs-
ingu, þar sem ekki voru nægar
sannanir fyrir sekt hans. Sagt er,
að hann hafi orðið 30 mönnum
að bana með eigin hendi.
Hann sat í stjórn félagsins
Morð hf., sem óð uppi á árunum
1930—40, og var stofnað til að
gæta hagsmuna glæpahöfðingja
Þjórsárdalsmynd eftir
Ásgrím á 18209 kr.
SIGURÐUR Benediktsson hélt
uppboð í gær og seldi 39 málverk
og nokkra aðra listmuni.
Hæsta boð var í málverk úr
Þjórsárdal eftir Ásgrím Jónsson
(málað 1921). Seldist það á kr.
18.200,00. Vatnslitamynd úr Borg
arfirði eftir Ásgrím (máluð 1918)
seldist á 10.600,00 kr. Smámynd
frá Þingvöllum eftir Kjarval var
slegin fyrir 6000 kr., gömul mynd
eftir Gunnlaug Blöndal á 5600
kr., málverk eftir Kristínu Jóns-
dóttur á 3800 kr. og 5 myndir
eftir Þórarin B. Þorláksson fóru
á um 4000 kr. hver. Þá var seldur
göngustafur Jóns Þorkelssonar,
þjóðskjalavarðar. Voru boðnar í
hann 2400 kr.
Aðfarir Olíutélagsins
á Akranesi
AKRANESI, 1. nóv. — Eftir að
síldin gekk í Hvalfjörð um árið,
lét Síldar- og fiskimjölsverk-
smiðja Akraness byggja jþúðar-
stóran lýsisgeymi, sem rúmað
gat 2700 lestir og stóð geymir-
inn upp við Akurstún. Árið 1955
seldi svo verksmiðjan þennan
geymi olíufélaginu Esso h.f. í
Reykjavík, og ætlar félagið að
nota hann undir hráolíu til skipa.
Vegna ákvarðana brunaeftirlits-
ins þurfti olíufélagið að flytja
geyminn til. Gáfu eigendur
Akurs og Teigakots, sem landið
eiga þarna, leyfi til flutningsins.
Hefur Jóhann Gunnar Stefáns-
son verið meðalgöngumaður
milli þeirra og olíufélagsins um
þessi mál. Var svo byggður nýr
þess tíma. Sjö stjórnarmeðlimir, - _ . .
enduðu ævi sína í rafmagnsstóln- i grrmnur ne ar og aus ar í g
um, nokkrir voru handteknir, enjvor 1 su“ar’ ®eyrri,lrinn S1, an
alltaf slapp Anastasia. Það voru'fluttur a hanu °S tokst pryðx-
starfsbræður hans, sem gerðu að ’ leSa- >egar undan er tekið leyfi
lokum upp sakirnar við hann.
★
Tilgátur eru uppi um, að yngri
kynslóðin í undirheimum New
Yoikborgar vilji ná völdunum í
sinar hendur og koma gömlu
til flutningsins er þetta stóra og
sterka olíufélag, sem er dóttur-
félag SÍS, algjörlega réttlaust
með geyminn þarna, því að það
hefur enn hvorki gert leigusamn-
ing, eins og lofað var, né keypt
höfuðpaurunum fyrir kattarnef. i landið. —Oddur.
Alykfanir l&nþingsins:
Iðnlánasjóður - Iðnaðarbankinn
Innflutningur efnisvara
HÉR fara á eftir 3 af ályktunum
þeim, sem gerðar voru á Iðnþingi
íslendinga á fundí þess í fyrra-
dag:
Iðnlánasjóffur
19. Iðnþing íslendingá þakkar
Alþingi og ríkisstjórn fyrir þá
aukningu er veitt var á fjárlög-
um 1956 og 1957 að upþhæð
1000.000.00 kr. til Iðnlánasjóðs.
En þar sem mjög skortir á að að-
gangur sé að nokkurri lánastofn-
un sem veitir lán til iðnaðarhús-
næðis skorar iðnþingið á Alþingi
og ríkisstjórn að hlutast til um
að Iðnlánasjóður verði efldur svo
að hann geti veitt svipaða fyrir-
greiðslu til iðnaðarhúsnæðis og
Fiskveiðisjóður gerir þegar um
er að ræða húsnæði vegna sjáv-
arútvegs.
Iffnaffarbankinn
19. Iðnþing Islendinga haldið í
Hafnarfirði dagana 29. okt. til 2.
nóv. 1957 samþykkir að ítreka
óskir fyrri þinga til ríkisstjórn-
arinnar um að útvega hið fyrsta
lán það, 15 millj. króna, sem Al-
þingi heimilaði ríkisstjórninni
1953 að taka vegna Iðnaðarbanka
Islands, en sem ekki hefur enn
fengizt. — Vill Iðnþingið benda
á, að stofnanir sem á sama tíma
fengu hliðstæðar heimildir, hafa
íengið hin umtöluðu lán og fram-
lög og jafnvel meira, en Iðnaðar-
bankinn ekki fengið neitt. Verð-
ur varla við slíkt misrétti unað
og væntir Iðnþingið að úr þessu
verði bætt nú á þessu ári.
Innflutningur efnisvara
19. Iðnþing íslendinga ályktar
að skora á ríkisstjórnina og inn-
flutningsyfirvöldin að sjá svo um
að jafnan verði veitt í tæka tið
nauðsynleg innflutningsleyfi fyr-
ir erlendri efnisvöru til iðnaðar.
Iðnþingið vill í þessu sambandi
leggja áherzlu á, að afkastageta
íslenzka iðnaðarins verði fullnýtt,
til þess að auka atvinnujafnvægi
og spara dýrmætan gjaldeyri.
Jafnframt skorar þingið á rík-
isstjórnina að gæta þess, að öll
þau vandamál þjóðarinnar, er
iðnaðinn varða, verði leyst I
fullu samráði við heildarsamtök
iðnaðarins.
Leikarar í söluferð
NÚ líður senn að því að dregið
verði um það hvaða lukkuseðlar
Leikfélags Reykjavíkur hljóta
vinningana, en vinningar eru
Fiat-fólksbifreið og ferðir með
skipum og flugvélum milli landa.
1 dag og á morgun fara leik-
arar um allan bæ klæddir ýms-
um leikgervum og bjóða miða
sína til sölu. Má búast við að
margir hafi gaman af að sjá það
skrautbúna fólk, og leikararnir
vonast til þess að margir verði
til að fá sér lukkuseðil, því með
því vinna þeir m. a. að því að
Leikfélagið fái nýtt og betra hús-
næði.
SELFOSSI, 1. nóv. — í ótíðar-
kaflanum sem gerði um síðast-
liðna helgi, gerði jarðbönn víða
og álls staðar í uppsveitum. Flest-
ir bændur urðu þá að taka fé á
gjöf. Nú hefur snjó tekið upp
aftur og sæmileg beit komin.
Eru flestir farnir að beita fénu
aftur. —Guðmundur.
AKRANESI, 1. nóv. — Búið er
nú að loka sundlauginni hér,
Bjarnarlaug, fyrir börnum, vegna
inflúenzunnar. Unglingaskóla-
nemendur fá ennþá aðgang að
lauginni, en þar mun veikin ekki
vera eins mögnuð og meðal yngri
barnanna. Bamaskólinn starfar
þó ennþá. —Oddur.
Oþefurinn frá yerksmiðjunni á Kletti
Á BÆJAR'STJÓRNARFLNDI á
fimmtudag var rætt um ráðstaf-
anir til að eyða óþef frá fiski-
mjölsverksmiðjunni á Kletti í
Reykjavík.
Dr. Sigurður Sigurðsson flutti
ræðu um málið., og sagði m. a.,
að ekki yrði lengur við það unað,
að óþef frá verk-aniðjunni legði
yfir íbúðahverfin í bænum. Han ;
kvaðst hins veg^r ekki geta fall-
izt á tillögu Guðmundar bæjar-
fulltrúa Vigfú-sonar, sem fram
ko. á fundi bæjarstjórnar í októ
berbyrjun. Er hún þess efnis, að
heilbrigðisnefr.d og borgurlæknir
geri ráðstafanir á kostnað verk-
smiðj . hann á, aö ár-
angur af ráðstöfunum á þessu
sviði væri óviss og ekki rétt, að
bærinn skapaði sér skaðabóta-
skyldu, sem til _ -. komið, -f
starfsmenn hans stæðu að ráð-
stöfunum, er yrðu á-_ugurslaus-
ar. Lagði dr. álgurður til, að önn-
ur leið yrði farin. Lagði hann
fram tillögu í málinu, sem var
samþykkt samhljóða, eftir að
Guðmundur Vigfússon hafði iýst
sig samþykkan henni:
„Bæjars.Jl- telur eigi fært að
framlengja lóðarleigusamnmg við
Síldar- og fiskimjölsverksmiðj-
una á Kletti nc verksmiðjan
framkvæi . áður, að dómi heil-
brigðisnefndar, fullnægjandi ráð
stafani. á óþer þeira.
er frá verksmiðjunni leggur yfir
íbúðahverfi Læjarins.
Samþykkir bæjarstjórn að
veita verksmiðjunni 6 mánaða
frest til fullnaðarframkvæmda á
verkinu. Hali því þá eigi venð
lokið, fellur samningurinn úr
gildi."
SPAAK:
Of mikið lagt upp úr
máli Zhukovs
SAN FRANCISCO, 1. nóv. — Aðalritari Atlantshafsbandalagsins,
Paul Henri Spaak, telur, að of mikið hafi verið lagt upp úr því, að
Zhukov marskálki hefur verið vikið úr embætti varnarmálaráð-
herra Ráðstjórnarríkjanna.
A blaðamannafundi í San
Francisco í gær komst Spaak svo
að orði: „Við gefum óþarflega
mikinn gaum að þessu. Krúsjeff
er sama sinnis og Stalín, Gromy-
ko sama sinnis og Molotov. Komi
annar hershöfðingi í stað Zhu-
kovs sem varnarmálaráðherra,
er ekki um neina breytingu að
ræða frá okkar sjónarmiði......
Utanríkisstefna Ráðstjórnarríkj-
anna er eftir sem áður á sömu
línunni".
★
Spaak gaf til kynna, að hann
teldi ástandið í Sýrlandi hættu-
legra. „Það er vissulega ekki
álitlegt að sjá Rússa verða sér
Úti um herstöð fyrir botni Mið-
jarðarhafs", sagði hann.