Morgunblaðið - 02.11.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.11.1957, Blaðsíða 6
c MORCVNBLAÐIÐ Laugardagur 2. nóv. 1957 Mikil farþegaaukning milli staða erlendis Á FYRSTU þrem ársfjórðungum yfirstandandi árs varð veruleg aukning á flutningum með flug- vélum Flugfélags íslands, bæði á flugleiðum milli landa og inn- anlands. Hlutfallslega mest hef- ir farþegaaukningin orðið milli staða erlendis, einkum eftir að Viscount flugvélarnar, Gullfaxi og Hrímfaxi hófu áætlunarflug. Flugfarþegar milli íslands og annarra landa með flugvélum félagsins, voru fyrstu níu mánuði þessa árs 12978, en voru á sama tíma í fyrra 9804. Farþegatalan hefur því aukizt um 32 af hundr- aði. Milli staða erlendis varð hlutfallslega mest aukning því að frá 1. jan.—30. sept. voru fluttir 1893 farþegar á þeim flug- leiðum en voru á sama tíma í fyrra 524. Aukning er 261%. YFIRLIT UM RÁS VIÐBURÐANNA VIÐ MIÐJARÐARHAFSBOTN 1) 27. sept. 1955. Egyptar til- kynna að þeir fái vopn frá Rússum. 2) 22. nóv. 1935. Bretland, írak, Persía, Tyrkland og Pakist- an stofna Bagdað-bandalag- ið. 3) 13. marz 1956. Egyptaland, Sýrland og Saudi Arabía stofna varnarbandalag. 4) 13. júní 1956. Síðustu brezku hermennirnir fara frá Súez- skurði í samræmi við samn- ingana frá 1954. 5) 26. júlí 1956. Nasser tilkynn- ir að Egyptar þjóðnýti Súez- skurðinn. 6) 29. okt. 1956. fsrael ræðst á Egyptaland. England og Frakkland taka og þátt í stríðinu. 7) 9. marz 1956. Eisenhower áætlunin um efanahags- og hernaðaraðstoð við nálæg Austurlönd fær endanlegt samþykki. 8) 15. apríl 1957. Hussein brýt- ur á bak aftur samsæri og floti Bandaríkjamanna fer Skagfirzkir kennarar SAUÐÁRKRÓKI, 24. okt. — Kennarafélag 'Skagfirðinga hélt aðalfund sinn í Barnaskólanum laugardaginn 19. okt. s.l. Mættir voru á fundi 21, þar af 18 starfandi kennarar í héraðinu, en fjarverandi voru 5, sem m.a. stafaði af því, að þeir voru ekki komnir til starfs, þar sem kennsla í sumum farskólahéruð- um hefst ekki fyrr en síðar. Erindi á fundinum héldu Stefán Jónsson námsstjóri og sr. Helgi Konráðsson prófastur Ræddi námsstjóri aðallega um smábarnakennslu, sérstaklega um lestrarkennsluna, en sr Helgi um framkvæmd fræðsluiaganna í sveit og bæ. Töluverðsir umræður urðu um erindin. Ákveðið var að bjóða prestum héraðsins að gerast aukaféiagar í Kennarafélagj Skagfirðinga, því sjálfsagt þykir að náin arr.vinna sé milli presta og kennara hvað snertir margháttuð uppeldís- störf. Stjórnin var endurkjörin, en hana skipa Mjörn Daníeisson, Skróki, Magnús Bjarnason, Skr. Garðar Jónsson Hofsósi, og til vara Guðjón Ingimundarson Sauðárkróki. — jón. inn í austurhluta Miðjarð- arhafsins. 9) 6. ágúst 1957. Sýrlenzk sendi- nefnd í Moskvu fær loforð um vopn og hernaðaraðstoð. 10) 15. ágúst 1957. Kommúnist- ar auka áhrif sín í Sýrlandi með samsæri. 11) 5. september 1957. Bandarík- in svara með því að senda vopn til Jórdaníu, Lebanon, Tyrklands og fraks. 12) 10. september 1957. Gromyko segir að herflutningar Tyrkja ógni Sýrlandi. 13) September 1957. Saud Arabakonungur fær Araba- ríkin til að lýsa yfir stuðn- ingi við Sýrland. 14) 8. október 1957. Krúsjeff varar Vesturveldin við að árás á Sýrland muni kosta heimsstyrjöld. 15) 13. október 1957. Egyptar til- kynna að þeir hafi sent her- menn og skriðdreka Sýrlend- ingum til styrktar. 16) 16. október 1957. Dulles seg- ir að ef Rússar láti til skar- ar skríða í nálægum Aust- urlöndum muni Vesturveld- in ekki sitja hjá. Austfirðingafélag á Suðurnesjum SUNNUDAGINN 27. október var stofnað í Keflavík Auúfirðinga- félag Suðurnesja með lögheimili á sama stað. Þrátt fyrir leiðin- legt veður voru mætcxr á fundin- um 42 Austfirðingar. Gengið var frá lögum fyrir félagið og stjórn kosin en hana skipa: Georg Helga son formaður, FrUjón Þrrleifssoxi gjaldkeri, Hilmar Jónsson ritari o„ ^.uðný Ásb—„ og Jóna Guð- laugsdóttir meðstjórnendur. Vara menn voru kosnir Skúli Sighvats- son og Guðrún Ármannsdóttir. Tilgangur félagsins er fyrst Jg fremst að halda uppi gömluín og nýjum kynnum meðal þeirra fé- lagsmanna, sem flutzt hafa á fé- lagssvæðið. — Þessum tilgangi hyggst félagið ná með fundar- höidum skem.ntiö —»m, fræð- a .Ii erindum svo og júmi sér- stakri hátíð ár hvert. sferifar úi* » daglega lífinu K1 Ósammála klukkur LUKKURNAR á Lækjartorgi og í dómkirkjuturninum eru ósammála um þessar mundir. Turnklukkan er 3—4 mínútum á undan torgklukkunni, og veldur það oft hinu mesta hugarvíli. Velvakandi kom á Lækjartorg í fyrrdag. Á leiðinni þangað hafði hann haft áhyggjur af að vera orðinn of seinn á áfangastað, en lét huggast á torginu, klukkuna vantaði enn 4 mínútur í hálf tvö. En málið gerðist alvarlegra, þeg- ar kom á hornið hjá Reykjavíkur apóteki. Þaðan sást, að kirkju- klukkan var á mínútunni hálf tvö. Þó að Velvakandi sé ekki sérlega snar í snúningum, hefur hann áreiðanlega ekki verið neinar 4 mínútur að arka þessi 70 eða 80 skref á milli Lækjar- götu og Pósthússtrætis, enda hefur nánari athugun leitt í ljós, að hinir tveir miklu tímamælar eru ekki „í takt". Og ekki er það heldur skemmti legt að fá sting í hjartað af hlaupum eftir strætisvagni vest- an af Austurvelli, en sjá svo, þegar á torgið kemur, að bíiarnir fara ekki fyrr en eftir 3 mín- útur. Það er sem sé stundum jafnleiðinlegt að vera of fljótur að strætisvagninum og að missa af honum! Þess vegna vill Vel- vakandi heita á valdamenn á vett vangi klukkumála að bæta úr þessu ósamræmi, enda er geð- prýði og sálarheilsa allra sein- látra miðbæjarmanna í veði. Um vanþekkingu á stærðfræði VELVAKANDI var að lesa af- mælisgrein Guðmundar Arn- laugssonar um dr. Ólaf Daníels- son, sem varð áttræður í fyrra- dag. Guðmundur segir, að dr. Ólafur sé gæddur „miklu per- sónulegu seiðmagni" og sé engum manni líkur. í þessu sambandi fór Velvakandi að rifja upp fyrir sér greinar Ólafs um and'.egt líf á íslandi, sem birtust í tímariti verkfræðinga á ár^inum 1929 og 1930. Tilefni greinaskriíanna var það, að ákveðið hafði verið að fella niður kennslu í stærðfræði við máladeild menntaskólans í Reykjavik. Dr. Ólafur undi þvi illa sem vonlegt var og dró upp mynd af því börmungarástandi, sem hann taldi vanþekkingu á stærðfræðinni, tungumáli allr. a raunvísinda, »»afa leitt af sér fycir íslenzka hugverkamenn. D Lýrikin R. Óiafur telur ,dömulittera- túr, smúoögi.. og kvæði“ ekk; sérlega nærandi fyrir mannvi'ið. Er ....„n hefur lýst stórkarlaleg um sýrópsveizlum norður á Sti^-.dum í gamla daga, kemst ha. þannig að orði: „Það er líkt með blómadagga- úðalýríkina og um sýrópið. Hún er andleg fæða handa einföldum sálum, sem þekkja ekki aðra betri. Lg gat lesið hana þegar og var um tvítugt, það geta nargir á þclm ald.i. Ef é„ væri einvald- ur, skyldi ég láta ríkar stúlkur á aldrinum 16 til 25 ára framleiða alla lýrik í landinu fyrir ekkert. Jú, mér er alvara, ég get varla hugsað mér auðvirðilegra karl- marmsverk en að sitja og prjóna saman hendingar. Svo telja þeir alþýðunni trú um, að lýrikin sé „fín“, svo að hún þorir var'a að lesa það, sem hún hefur gaman af. Sér er nú hver vitleysan." Úr hverju er lýrikin gerð? ÞESSI klausa er úr grein frá 19, sem nefhist Húmaníóra. Árið eftir ritaði dr. Ólafur aðra grein, og nefndi hana Tuixgu- málafarganið. Þar er lýrikin aftur tekin til bæna.: „Lýrikin okkar er eitt auð- virðilegasta fyrirbrigði andleg.ar starfsemi. IIÚii er gér af IV h!ut- um: Af músik villimannsins og af vísindum þess þekkingarlausa og af list klaufans og af v>eirnsk- ingjans fílc- .*i. Hún eitrar ’.iáið, gerir það óskýrt og heimskt og loðið og teygjanlegt og mér fjandsamlegt, hún velur orðin eftir því, á hvaða staf þau byrja eða eftir því, hvernig endasam- stöfur þeirra eru, en skiptir sér miklu síður af hinu, hvað þau þýða, já og stundum er hún í»ara endileysa, bara galtóm langavit- le>alvizkuhlutfallahljóm- ur..“! Það er ekki nema von, að í af- mælisgreininni segi, að dr. Ólafur skrifi lifandi og skemmtilegan stíl — en hafi helzt til sjaldan stungið niður penna. Póstflutningar milli landa námu á þessu tímabili rúmlega 25 þús. lestum og jukust um 13%. Vöruflutningar námu 139,5 lestum og jukust um 6%. f innanlandsfluginu varð einnig mikil farþegaaukning, enda þótt í tveim mánuðum, febrúar og marz, væru' farþegar færri en árið áður. Farþegatalan jókst á fyrstu þrem ársfjórðungum um næstum 8 af hundraði. Farþegar á þessu tímabili voru í ár 51,268 en voru í fyrra 47,533. Vöruflutn- ingar innanlands jukust á tíma- bilinu um 21% og póstflutning- ar um 5%. Mörg leiguflug voru farin á þrem fyrstu ársfjórðungunum. Flest til Grænlands, en einnig til margra landa á meginlandi Evrópu og til Bandaríkjanna. Farþegar í leiguflugferðum voru 1778. Eins og sjá má af framan- greindu hefur starfsemi Flug- félags íslands gengið mjög vel það sem af er árinu og fyrstu níu mánuðina fluttu flugvélar þess 67,917 farþega. Norrænu félögin ræða skipulagsmál STJÓRN Norræna félagsins í Reykjavík boðaði til fundar með fulltrúum frá deildum Norræna félagsins í Þjóðleikhúskjallaran- um þriðjudaginn 29. okt. s. L Fundurinn hófst kl. 10 árdegis. Hverri félagsdeild var boðið að senda einn fulltrúa á fundinn. Fundinn sátu fulltrúar frá Hvera gerði, Keflavík, ísafirði, Sauðár- króki, Siglufirði, Húsavík og Vestmannaeyjum. Sjö deildir af tíu sendu fulltrúa. Auk fulltrúa deildanna sat stjórn Norræna félagsins í Reykjavík og fram- kvæmdastjóri félagsins fundinn. Gunnar Thoroddsen, borgar- stjóri, formaður félagsins, setti fundinn og stjórnaði honum. Rætt var um skipulagsmál og kjörin þriggja manna nefnd til að gera tillögur í málinu og und- irbúa það frekar undir næsta fulltrúafund, sem ráðgert er að. halda að sumri. Einnig var rætt um vinabæja- starfsemina og í því sambandi um væntanlega hópferð til ís- lands frá Norðurlöndum næsta sumar, en sú ferð mun samtímis verða vinabæjaferð. Ennfremur var rætt um starf- semi Norrænu félaganna í vetur. Gunnar Thoroddsen, borgar- stjóri, bauð fundarmönnum til hádegisverðar í Þjóðleikhúskjall- aranum og um kvöldið voru full- trúar deildanna gestir félagsins á norrænni kvöldvöku í Sjálf- stæðishúsinu. Skákþing Norður- lands SAUÐÁRKRÓKI, 24. okt. — Ákveðið hefur verið að Skákþing Norðurlands verði í þetta sinn haldið á Sauðárkróki. Þar starfar ungt en fjölmennt skákfélag, og er almennur áhugi ríkjandi á skákíþróttinni. Að þessu sinni ve”ðxir mótið helgað minningu Sveins Þor- valdssonar, skákmeista'a frá Sauðárkróki, sem var mjög efni- legur skákmaður og Skáknxeist- ari Norðurlands 1934, en dó ung- ur. Þingið hefst 10. nóv. og tekur Einar Sigtryggsson Sauðárkróki við tilkynningum um bátttöku fyrir 5. nóv. n.k — jón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.