Morgunblaðið - 02.11.1957, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 02.11.1957, Qupperneq 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 2. nóv. 1957 ustan Edens eftir John Steinbeck “ I 175,' Kate hafði veitt harm eins og rottu í gildru-staðið hann að verki. Gagnvart henni stóð hann gersamlega ruglaður og hjálpar- vana. Og þetta bragð hennar, að láta hann vera í algerri óvissu um það, hvort hún vissi allt eða hvort hún vissi ekkert, gerði hann enn ruglaðri og órólegri. Kvöldið byrjaði dauflega og til breytingalaust, en svo komu fimmtán knattspyrnumenn frá Stanford háskólanum og þeir voru kátir í skapi og tilbúnir í tuskið, því að þeir höfðu unnið kappleik í San Juan. Florence, sem gerði töfrabrögð- in með vindlinginn í cirkusnum, hafði mjög slæman hósta. í hvert skipti sem hún gerði tilraun, fékk hún ákaft hóstakast, svo að allt lenti í handaskolum. Og litli folinn hafði magasótt. □------------------□ Þýðing Sverrn Haraldsson □------------------□ Stúdentarnir hrópuðu og ílúskr uðust*af einskærri kátínu. Og svo stálu þeir öllu og námu á brott með sér, sem ekki var naglfast eða niðurreyrt. Þegar þeir voru loksins farnir byrjuðu tvær af stúlkunum að rífast og Theresa varð vör við fyrstu einkenni þess að hún hefði smitazt. Drottinn minn dýri, því- líkt kvöld. Og í herberginu sínu, fyrir inn- an luktu dyrnar innst á gangin- um, hélt hin lúmska og hættulega kvenvera kyrru fyrir, í þögn og einveru. Joe staðnæmdist fyrir framan dyrnar og hlustaði, áður en hann hvarf til herbergis síns, en heyrði ekki neitt. Hann lokaði húsinu klukkan hálf þi jú og var kominn í rúmið klukkan þrjú-en hann gat ekki sofnað. Hann sat uppi í rúminu og las sjö kaf’.a í „The Winnings og Barbara Worth“. Og þegar lýsa tók af nýjum degi fór hann niður í mann laust eldhúsið og bjó til kaffi, ef það gæti veitt honum hress- ingu. Hann studdi olnbogunum á borð ið og hélt um kaffibollann með báðum höndum. Eitthvað hafði mis tekizt hjá honum, en hann vissi ekki hvað það var. Kannske hafði hún komizt að því, að Ethel væri dauð. Nú varð hann að gæta sín. Og svo tók hann ákvörðun um það hvað gera skyldi. Hann ætlaði að fara inn til hennar um klukkan tíu og þá varð hann að hafa eyrun opin. Kannske hafði honum bara misheyrzt. Bezt væri að leysa frá skjóðunni undanbragðalaust og gera upp sakirnar í eitt skipti fyr ir öll. — Segja að hann skyldi fara sína leið og halda kjafti, ©f hún greiddi sér þúsund dolíara fyrir og ef hún segði nei — ja, þá yrði hann auðvitað að fara sína leið, en ekki með neina þús- und dollara í vasanum. Hann hafði fengið nóg af samneyti við þess- ar auvirðilegu hórur. Hann gæti áreiðanlega krækt sér í vinnu við einhverja spilakrána í Reno — fastan vinnutíma og ekkert kven- fólk. Kannske gæti hann fengið sér íbúð og búið hana húsgögn- Mýtízku bólstruð húsgögn eru nú aftur fyrirliggjandi. — Margar gerðir og fjölmargar fóðurtegundir. — Komið — Skoðið og reynið hina hagstæðu greiðsluskilmála. Ilúsgagnavenlun Guðmundar Guðmundssonar Laugavegi 166 Karlmannabomsur Verð kr. 9 4,80 — Póstsendum Karl mannaskór Svartlr og brúnlr Reimaðir og óreimaðir — Nýkomnir — Sl óuerzlun Péturó ^sdndréóóoaar augavegi 17 — Framnesvegi 2 um — góðum hægindastólum og skrifborði. Það var ástæðulaust að ganga sér til húðar í þessari skít- ugu borg, enda öruggast að koma sér út úr héraðinu og það sem fyrst. Það hvarflaði að honum að leggja strax af stað — standa upp frá eldhúsborðinu, ganga upp stig ann, raða niður í ferðatöskuna á tveimur mínútum og hvei-fa frá þessu öllu saman. Nefna það ekki við nokkra lifandi sál. Hugmynd-t in freistaði hans mjög. Þessi hót-; un með Ethel var kannske ekki , jafngóð og hann hafði haldið í fyrstu. En þúsund dollarar voru þó nokkurrar fórnar virði. — Bezt að bíða og sjá hverju fram yndi. Kokkurinn var í slæmu skapi, þegar hann kom loks niður í eld- húsið. Hann var búinn að fá blóð- kýli aftan á hálsinn og hann hafði tekið himnuna innan úr eggjakopp og lagt hana yfir, til þess að draga úr sárindunum. Hann vildi ekki hafa neinn hjá sér í eldhús- inu, þegar þannig blés í ból hans. Joe fór aftur upp í herbergið sitt, las áttunda kafla bókarinnar og lét svo niður í töskuna sína. Hann myndi óhjákvæmilega verða að fara héðan, hvernig svo sem málin kynnu að skipast. Klukkan níu drap hann hljóð- lega á dyrnar hjá Kate og lauk hurðinni upp. Rúmið var óbælt og enginn hafði sofið í því um nótt- ina. Hann setti bakkann á borðið og gekk að dyrum gráu kompunn- ar og bankaði og bankaði aftur og kallaði því næst. Að lokum opnaði hann dyrnar. Ljóskeilan féll á lestrarborðið. Kate sat í djúpa stólnum og hall- aði höfðinu að bakpúðanum. Hann gekk í kringum stólinn, þannig að hann stóð beint íyrir frajjian hana „Hafið þér setið hér í stólnum í alla nótt, miss Kate?“ spurði hann, en kom svo auga á bleiku, blóð- lausu varirnar og hina gljálausu hvítu augnanna, milli hálfluktra hvarmanna og honum vai-ð það samstundis ljóst, að hún var dáin. Hann leit skelfdur og undrandi í kringum sig og flýtti sér svo fram í ytra herbergið, til þess að fullvissa sig um það i.ð dyrnar fram í ganginn væru lokaðar. 1 miklum flýti rannsakaði hann kommóðuna, skúffu eftir skúffu, opnaði veskið hennar og litla skrínið á náttborðinu. — Svo stóð hann hreýfingarlaus. Hún átti ekki einn einasta hlut, að því er bezt varð séð — ekki svo mikið sem silfurbúinn hárbursta. Hann læddist aftur inn í litlu kompuna og staðnæmdist andspæn _s henni — ekki einn einasti hring- ur, enginn skartgripur. Svo kom hann auga á festina sem hékk um hálsinn á hinni látnu. togaði hana upp um hálsmálið og losaði það sem í henni hékk — lítið gull- úr, lítið málmhylki og tveir lyklar að bankahólfum nr. 27 og 29. „Jæja, svo þar hefurðu geymt það, bölvuð tæfan“, sagði hann sig urglaður. Hann lét úrið í vasa sinn og hann langaði mest af öllu að slá hana ærlega í andlitið, en þá mundi hann eftir skrifborðinu hennar og öll hans umhugsun beindist að því. Handskrifaða erfðaskráin vakti strax athygli hans. Hún gat verið margra peninga virði. Hann stakk henni einnig í vasa sinn. — Svo tók hann handfylli af skjölum og blöðum úr hólfi í skúffunni — reikninga og nótur. 1 næsta hólfi: vátryggingar. í þar næsta hólfi: lítil bók með hvers konar athuga- semdum um allar stúlkurnar. Allt þetta hvarf sömu léiðis niður í vasa hans. Hann tók teygjuband utan af heilum bunka af brúnum umslögum, opnaði eitt þeirra og dró þar út Ijósmynd. Aftan á myndinni stóð nafn mannsins, staða hans og heimilisfang, með hinni smáu, læsilegu stafagerð Kates. Joe hló hátt. Þarna var þá loks- ins gullna tækifærið hans komið. Hann skoðaði innihald annars umslags og enn annars. Hreinasta gullnáma — á þessu gat hann lif- að árum saman, ef rétt yrði á hald ið. Sjá þennan svínfeita mála- færsluman.i. Hann smeygði teygju bandinu utan um pakkann aftur. 1 efstu skúffunni fann hann átta tíu-dollara seðla og lyklakippu. —- Peningana lét hann í vasa sinn. Um leið og hann var að opna neðstu skúffuna og hafði rétt séð glitta þar í bréfsefni, lakk og blek byttu, var drepið á dyrnar. Hann gekk að þeim og lauk þeim upp í hálfa gátt. Kokkurinn stóð fyrir framan: „Það er einhver náungi að spyi’ja eftir þér“, sagði hann. „Hver er það?“ „Hvernig í fjandanum ætti ég að vita það?“ Joe renndi augunum um her- bergið, svo kom hann út, tók lyk- ilinn, sem staðið hafði í skráar- gatinu innanverðu, læsti herberg- inu og stakk lyklinum í vasa sinn. Eitthvað gat honum hafa sézt yfir. Oscar Noble stóð inni í stóra gestasalnum, með gráa hattinn á höfðinu og kápuna hneppta upp í háls. Hann hafði Ijósgrá augu og samlitt, . broddótt vangaskegg. Það var rökkur í stofunni. Eng- inn hafði verið svo framtakssam- ur að draga gluggatjöldin til hlið- ar. Joe gekk léttum skrefum fram ganginn og Oscar spurði: — „Ert þú Joe Valery?" „Hvers vegna spyrðu?“ „Héraðsfógetinn þarf að hafa tal af þér“. Joe fann kaldan straum leggja um sig allan: — „Átt þú að taka mig fastan?" spurði hann. — „Ertu með handtökuskipun?“ „Nei“, sagði Oscar. — „Við eig- um eklcert sökótt við þig. Þurfum bara að fá smávægilegar upplýs- ingar. Viltu koma með mér strax?“ „Já, hví ekki það?“ sagði Joe. Þeir urðu samferða út. Það fór hrollur um Joe. — „Ég hefði átt af fara í frakka". „Viltu þá ekki hlaupa inn og sækja hann?“ „Nei, það tekur því ekki“, sagði Joe. Þeir stefndu á Castroville Street. Oscar spurði: — „Hefurðu nokkurn tíma setið inni?“ Og bætti svo við: — „Hafa nokkurn tíma verið tekin af þér fingra- för?“ Joe þagði stundarkorn. „Já“, sagði hann loks. „Og vegna hvers?“ „Fyllirí", sagði Joe. — „Barði lögregluþjón". SHtltvarpiö Eftir Ed Dodd THIS TIME TOMORROW WE'LL BE ON THE WATEfí, CHERRY...AND I WANT YOU_JO TRAVEL IN MV r.ANOE / 1) Nokkrum dögum síðar í Ott- awa. — Komið þið sæl og bless- uð. Er allt reiðubúið. — Já, Ver- mundur, við getum lagt af stað strax. 12) — Þetta er stórkosttlegt. — Mér finnst ég vera orðinn ungur í annað sinn. I 3) — Um þetta leyti á morgun verðum við, komin út á vatnið. Ég vil að þú verðir í mínum ein- trjáningi. I.augardagur 2. nóvember: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14,00 „Laugar- dagslögin“. 16,00 Veðurfregnir. Raddir frá Norðurlöndum; I: Knud Hansen rithöfundur f rá Danmörku talar um kynni sín af Islandi og Islendingum. 16,30 Tónleikar (plötur). 17,15 Skák- þáttur (Baldur Möller). — Tón- leikar. 18,00 Tómstundaþáttur barna og ungl.nga (Jón Pálsson). 18,30 Útvarpssaga ‘ barnanna: „Ævintýri úr Eyjurn" eftir Nonna; III. (Óskar Halldórsson kennari). 18,55 í kvöldrökkrinu: Tónleikar af plötum. 20,25 Leik- rit: „Anna Soffía Heíðveig", eftir Kjeld Abell, i þýðingu Ásgeirs Hjartarsonar. — Leikstjóri: Lárus Pálsson. 22,10 Danslög (plötur). 24,00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.