Morgunblaðið - 02.11.1957, Page 15
Laugardagur 2. n6v. 1957
MORGUffBLAÐIÐ
1S
Ný gerð miðunarstöðva
Einíöld í notkun sem útvarpstæki
1 GÆRDAG var blaðamönnum misvísun á stefnu útvarpsstöðv-
sýnd ný gerð miðunarstöðva og
er það japönsk framleiðsla. Tæk-
ið verður haft til sýnis fyrir út-
gerðarmenn og sjómenn allan
sunnudaginn og mánudaginn, að
Hverfisgötu 50, í radíóverkstæði
sem þar er.
Stefán Bjarnason verkfræð-
ingur útskýrði þetta nýja tæki
fyrir blaðamönnum. Hann gat
þess að það hefði verið sýnt á
fiskiðnaðarsýningunni í Kaup-
mannahöfn á dögunum ög hefði
það vakið óskipta athygli.
Svo sem kunnugt er byggist
notkun miðunarstöðva í bátum á
hlustun eftir tónmerkjum og síð-
an útreikningum á stefnu. Þetta
nýja japanska tæki er aftur á
móti svo einfalt að hvert barn
getur stjórnað því. Þar er raun-
verulega um að ræða venjulegt
móttökutæki, sem sýnir sam-
stundis stefnuna á útvarpsstöðina
um leið og stillt er á bylgjúlengd
stöðvarinnar. Stefnan kemur
fram á sjónskífu á tækinu og
hægt er að lesa beint af henni
ina síðari.
Dr. Tsung Dao Lee er þrítug-
ur að aldri og starfar nú við
Columbia-háskólann. Hann kom
til Bandaríkjanna 1946. Dr. Chen
Ning Yang er 34 ára og starfar
við The Institute of Advanced
Study við Princeton-háskólann.
Kom hann til Bandaríkjanna
1945. Báðir fengu þeir undirbún-
ingsmenntun sína í Kína og
stunduðu fyrst nám í Bandaríkj-
unum við Chicago-háskóla.
— O —
í janúarmánuði s. 1. gerði
Columbia-háskólinn kunnug af-
rek þau, sem þessir tveir vís-
indamenn hafa nú hlotið Nóbels-
verðlaun fyrir. Tilraunir þeirra
hafa kollvarpað skoðunum nú-
tíma kjarnorkufræðinga á eðli
kjarnans og um leið opnað nýja
leið til skilnings á því.
Vísindamennirnir hafa sannað,
að hið svonefnda jafngildislög-
mál (paritylögmál) orku-
skammtakenningarinnar fær
ekki staðizt almennt. Jafngildið
er eiginleiki „bylgjufunksjóna“
í orkuskammtakenningunni, en
ÞINGMENM Árnesinga, Sigur '\r
Ö. Ólafsson og Ágúst Þorvalds-
son flytja svohljóðandi þings-
ály ktunar tiliögu:
Alþingi ályktar að beina þvi tii
ríkisstjórnarinnar að láta athuga
skilyrði fyrir staðsetningu efna-
iðnaðarverks iðu ; Hveragerði.
í greinargerð „egir m.a., að tn
lagan sé fram komin eftir beiðni
hreppsnefndarinnar í Hveragerði.
Hafi hún verið flutt á síðasta
þingi, en ekki náð afgreiðslu.
Þá er bent á, að jarðhitinn sé
stærsta orkulind íslands næst
á eftir vatnsorkunni. Ið'.'iðurinn
hefur að undanförnu tekið við
hinni miklu fólksfjölgun hér á
landi og er líklegt, að í fram-
tíðinni verði fyrst og fremst um
efnaiðnað að ræða, þar sem land-
ið er snautt af hráefnum. f hvera
vatni, gufu og leir eru fjölmörg
efni, sem gætu orðið undirstaða
efnaiðnaðar. Þá má og nota guf-
una til raforkuvinnslu.
Síðan segir í álitsgerðinni:
„Sem flestum er kunnugt er
Hveragerði eitt mesta jarðhita-
svæði á íslandi, og ekkert jarð-
hitasvæði er betur í sveit sett
— ef svo mætti að orði komast —
með tilliti til efnaiðnaðar, þar
sem þorpið er í þéttbýlasta land-
arinnar og þeirri stefnu sem skip-
ið siglir. Tækið getur náð öllum
útvarpsstöðvum, radíóvitum,
skipsstöðvum, radíósímastöðvum
á öldusviði frá 75 m upp á lang-
bylgjusvið. Þá getur fylgt þessum
tækjum lítill radíósendir, sem
festa má við reknet eða önnur
veiðarfæri, en þetta auðveldar að
sjálfsögðu að finna netin, með
því að stilla tæki skipsins á litla
sendinn.
Stefán Bjarnason verkfræðing-
ur sagði að notagildi þessa nýja
siglingatækis væri mjög mikið
fyrir fiskibátana og það sem
mjög mikilvægt væri er hve ein-
falt það er í notkun en öruggt.
Tækið, sem sýnt verður nú um
helgina, var fengið að láni frá
Svíþjóð aðeins í nokkra daga. —
Stofnað hefur verið hér útibú frá
því sænska fyrirtæki sem sölu-
umboð annast í Evrópu og heitir
útibúið Radíómiðun sf. og er
Vernharður Bjarnason frá Húsa-
vík þar fyrirsvarsmaður, en hann
kom með tækið frá Svíþjóð.
„bylgjufunksjónir" eru þar not-
aðar til að lýsa efnisögnum þeim,
sem kjarnorkuvísindin fást við.
Jafngildi getur verið tvenns kon
ar, pósitívt og negatívt. Jafngild-
islögmálið sagði, að við kjarna-
breytingar mundi jafngildið
haldast óbreytt fyrir og eftir
breytinguna.
Tilraunir í öflugum kjarnkljúf-
um leiddu í ljós, að atóm, sem
skv. jafngildislögmálinu áttu að
senda frá sér eina gerð agna (k-
mesónur) senda raunverulega
frá sér tvenns konar slíkar agn-
ir. Nóbelsverðlaunamennirnir
hafa sýnt fram á, að skýring fæst
ekki á þessu nema með því að
hafna jafngildislögmálinu.
Afleiðingar þess eru enn ekki
allar ljósar, en telja má líklegt,
að þessi uppgötvun hjálpi til að
skýra eðli sjálfs atómkjarnans.
Gæti það leitt til þess, að fram
kæmu slíkar skýringar hliðstæð-
ar skýringum, sem fram hafa
komið á eðli atóm, s sem
heildar.
búnaðarhéraði landsins, um 46
km frá Reykjavík, og 22 km eru
héðan til næstu hafnar, hinnar
ört vaxandi verstöðvai í Þorláks-
höfn.“ _
Síðan eru rekin ýmis atriði úr
rannsóknum sérfræðinga á jarð-
hita og iðnaðarmöguleikum hér
á landi.
SAUÐÁRKRÓKI, 24. okt. —
Að undan-JiUv. hefir fiskafli ver-
ið allsæmilegur á Gkagfirði.
Leggja hér upp 6 þilfarsbátar
sem gerðir eru út með ýsunet,
þar af einn heimabátur. Himr eru
þrír frá Reykjavík, ser.. búnir
eru að leggja upp hér síðan í
ágústm. s.l. og Helgi Flóvents„on
Hú__vík cg V'Z'-c frá Eskifir í
sem eru nýkomnir. Aflinn er
hraðfrystur í Fiskiveri h.f. — jón.
f FRÉTTUM frá Helsingfors
segir, að lokið sé ráðstefnu um
símamál Norðurlanda, sem hald-
in hefur verið þar í borg undan-
farið. Á ráðstefnunni var meðal
annars samþykkt, að hefja þeg-
ar undirbúning að því, að lagður
verði sæsímastrengur milli fs-
lands og Skotlands 1959 til þess
að bæta símasambandið við fs-
land.
— Utan úr heimí
Framh. af bls. 8
forystu flokksins í málefnum
Rússa meiri en nokkru sinni áð-
ur. Hins vegar er Zhukov miklu
vinsælli en Krúsjeff meðal Rússa
og því vart hægt að tala um
jafnvægi hvað það snertir.
Gerði bandalag við andstæð-
inga Zhukovs.
Fall Beria hafði lamandi áhrif
á öryggislögregluna — og síðan
hefur Krúsjeff átt allt undir
stuðningi hersins. Fregnir frá
Ráðstjórnarríkjunum síðustu mán
uðina bera þess glöggan vott, að
Krsjeff hefur verið að reyna að
efla öryggislögregluna, því að
hann hefur ekki viljað setja allt
traust sitt á herinn og þá menn,
sem honum stjórna. En þessi við-
leitni Krúsjeffs hefur borið minni
árangur en hann hafði vonað,
því að andstaðan gegn endur-
komu gömlu Stalinsstjórnarinn-
ar er alls staðar. A þann hátt
hefur Krúsjeff vísvitandi unnið
gegn Zhukov — og gert banda-
lag við háttsetta herforingja,
keppinauta Zhukovs innan hers-
ins. Hópur sá, sem stendur að
baki Zhukovs marskálks, krefst
slökunar á einræðistökum flokks-
ins og aukins frjálsræðis. Vassi-
levskij marskálkur, andstæðing-
ur Zhukovs, hefur líka um sig
hóp herforingja, sem vilja í
engu slaka á taumunum, hvorki
í innanlandsmálum né utanríkis-
málum. Til þessara. manna fór
Krúsjeff bónarleið í voninni um
að geta rutt Zhukov úr vegi.
Þegar takmarkinu var svo náð
þótti Krúsjeff ekki ráðlegt að
skipa Vassilevskij í landvarna-
málaráðherraembættið, því að
hann var á sínum tíma mjög ná-
inn samherji Stalins. Skipun
Malinovskis í það embætti gefur
það til kynna, en heldur ekkert
meira. Á þessu er augljóst, að
2—3 herbergi
og eldhús
óskast í Keflavík. — Upplýs
ingar í síma 58, Keflavík.
S fc L
pússningasand
frá Hvaleyri.
Kristján Steingrimsson
Hafnarfirði. Sími 50210.
Félagslíf
Lærið gömlu dansana
Upplýsingar í síma 12507. —
Þjóðdan&afélag Reykjavíkur.
Þjóðdansafélag Reykjavíkur
Æfingar í Skátaheimilinu,
sunnudaginn 3. nóv., kl. 20,15—
21,15. Gömlu dansarnir, byrjenda-
flokkur fyrir fullorðna. Kl. 21,15
—22,15 gömlu dansarnir og fl. —
Framhaldsfl. fyrir fullorðna kl.
22,15—23,15 þjóðdansar.
— Stjórnin.
Samkomur
ICristniboðshúsið Betanía
Laufásvegi 13
Á morgun: Sunnudagaskólinn
kl. 2 e.h.
Z I O N
Vakningarsamkoma í kvöld kl.
8,30. — Allir velkomnir.
Heimatrúboð leikmanna.
Fíladelfía
Biblíulestur kl. 2 og 5. Vakn-
ingarsamkomu kl. 8,30. Kolshus
talar. — Allir velkomnir.
I. O. G. T.
St. Sóley nr. 242
Félagsvist og dans í Templara-
höllinni í kvöld kl. 8,30. — Allir
templarar velkomnir.
— íþróttancfnd,
Krúsjeff reynir nú að efla völd
sín og áhrif á sama hátt og Stalin
forðutn.
En það er ekki þar með sagt
að hann nái sömu völdum og
Stalin hafði. Knisjeff er nú kom-
inn yfir sextugt, en Stalin var 20
árum yngri þegar hann hóf sína
blóðugu valdabaráttu — og það
tók Stalin 15 ár að koma öllum
keppinautum fyrir kattarnef. —
Krúsjeff hefur styttri tíma til
stefnu. Og þess verður einnig að
gæta, að viðhorfin í Ráðstjórnar-
ríkjunum eru nú breytt frá því
sem þau voru í lok annars tugs
aldarinnar. Nú gerir fólkið aukn-
ar kröfur til frelsis, það vill af-
nám Stalinsstjórnaraðferðanna —
og Krúsjeff er einmitt maðurinn
sem á drýgstan þátt í því að þær
kröfur eru jafnöflugar sem raun
ber vitni. Þetta mun verða hon-
um erfitt viðureignar.
Leiðrétting
í MINNINGARGREIN um Dóm-
hildi Benediktsdóttur, er birtist
í Mbl. s. 1. þriðjudag, hafa slæðzt
2 villur: Bæjarnafnið Hnefils-
dalur er brenglað (bærinn kall-
aður Hverfisdalur). Nafn grein-
arhöfundar er einnig rangt, það
á að vera Sigurjón Jónsson. —
Blaðið biður velvirðingar á þess-
um mistökum.
Sendiráð Bandaríkjanna Laufásvegi 21, vill selja notaða
Chrysler bifreið
4ra dyra Limousin, smíðaár 1951. — Væntanlegir kaupendur
geri skrifleg tilboð á eyðublöð, sem ser.diráðið lætur í té.
Bifreiðin verður til sýnis frá kl. 10—12 dagana 31. okt.
til 12. nóv. (nema laugard. og sunnudag).
Reykvíkingar! Reykvíkingar!
Missið ekki af stœrsfu
skemmtun ársins
Pantið miða i tíma, því það er hægt í síma
11384, daglega frá kl. 2—8.
ATH.: Um leið og þér sjáið
AA-kabarettinn
styrkið gott málefni.
Sýning í kvöld kl. 7 og 11,15 í AusturbæjarbíóL
Maðurinn minn
BRYNJÓLFUR EIRÍKSSON,
fyrrv. símaverkstjóri frá Seyðisfirði, andaðist aðfaranótt
1. nóvember að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna,
Pálina Guðmundsdóttir.
Faðir okkar,
GRÍMUR JÓNSSON,
andaðist í Landakotsspítala 31. okt.
F. h. systkina minna og annarra aðstandenda.
Sigurgrímur Grimsson.
Jarðarför föður okkar
BJARNA SIGURÐSSONAR
skrifstofustjóra, fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 4.
nóv. kl. 2 e.h. Þeir, sem hefðu hugsað sér að heiðra minn-
ingu hans með blómum eru fremur beðnir að láta Barna-
spítalasjóð Hringsins njóta þess.
Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði.
Sigurður Bjarnason,
Eiríkur Bjarnason.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarfor
móður okkar og tengdamóður,
GUÐNÝJAR EINARSDÓTTUR
Stefanía Guðjónsdóttir, Lárus Jóhannesson,
Guðný Guðjónsdóttir, Óskar Ámason,
Sigurður Guðjónsson, Guðni G. Sigurðsson,
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
GUÐJÓNS SIGURÐSSONAR,
Túngötu 13, ísafirði.
Fyrir mína hönd, bræðra minna, fóstursystur og annarra
vandamanna.
Sigurður GuSjónsson.
Fést skýrlngar á eðli alómkjarnans!
2 ungir e^lisfræðingar fá Hóbelsverðlaun
WASHINGTON, 1. nóv. — Ungu kínversku eðlisfræðingarnir, sem
hlutu Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði, hafa báðir stundað rannsóknir
sinar og unnið í Bandaríkjunum síðan skömmu eftir heimsstyrjöld-
Efnoiðnaðnr í Hverngerði