Morgunblaðið - 23.11.1957, Síða 2

Morgunblaðið - 23.11.1957, Síða 2
2 toORCl'lSBLAÐlÐ Laugardagur 23. nðv. 1957 Frá aðalfundi L.Í.Ú. EINS og skýrt var frá í fréttum í gær, hófst aðalfundur Lands- sambands ísl. útvegsmanna hér í bænum kl. 2 í fyrradag (fimmtu- dag), en hann sitja um 60 full- trúar auk stjórnar og fram- kvæmdastjóra. í fyrrakvöld var kvöldfundur og stóð hann til miðnættis. Voru þar lagðar fram nokkrar tillögur, sem nánar verður skýrt frá síð- ar. Var þeim að nokkrum um- ræðum loknum, vísað til nefnda. Helzta umræðuefnið á kvöld- fundinum var það mikla vanda- mál í sjávarútveginum, sem er í því fólgið, að sífellt gerist nú torveldara að manna fiskiskipa- flotann innlendum mönnum, eink anlega á vetrarvertíðum. Er nán- ar um það rætt á öðrum stað í blaðinu. í gær var fundinum framhaldið kL 2 síðd., en nefndir sátu að störfum fram að hádegi. Hófst hann með því, að Lúðvík Jósefs- son, sjávarútvegsmálaráðherra ávarpaði fundinn, og er ræðu hans getið annars staðar í blað- inu. Fundarstjóri, Jón Árnason, og formaður L.Í.Ú., Sverrir Júlíus- son þökkuðu ráðherra komu hans á fundinn og ræðu hans. Að lokinni ræðu ráðherrans og kaffihléi, lagði Finnbogi Guð- mundsson, formaður verðlags- ráðs, fram skýrslu ráðsins. Fjall- aði hún aðallega um afkomu- horfur fiskiskipanna á næsta ári. Hefir verðlagsráðið gert áætlanir um rekstrarkostnað og tekjuþörf skipanna. Byggist hún á víðtæk- um athugunum, sem ráðið hefir gert um tilkostnað undanfarinna ára, aflabrögð og verðlagsþróun- ina á þessu ári. Skýrsla þessi mun verða eitt aðalumræðuefni fundarins og grundvöllur fyrir viðræðum við ríkisstjórnina um afko'mu og kjör sjávarútvegsins á næsta ári. í>á flutti Ingvar Vilhjálmsson formaður stjórnar innkaupadeild ar L.Í.Ú., skýrslu um starfsemi Leynimelur 13 í Kópavogi í KVÖLD klukkan átta frumsýn- ir Leikfélag Kópavogs gamanleik inn Leynimel 13 í barnaskólanum á Digraneshálsi. Leikstjóri er Sigurður Scheving. Tvær sýningar verða á sunnu- dag kl. 4 og 8,30. ENN var fram haldið í gær rann- sókn í máli skipstjórans á brezka togaranum Loch frá Hull. í gær beindist rannsóknin að radartækjum flugbátsins og tog- arans, sem einnig er með radar. Voru dómkvaddir sérfræðingar kvaddir til og höfðu þeir í gær kvöldi ekki gert réttinum grein fyrir niðurstöðum sínum. deildarinnar á sl. ári. En eins og kunnugt er, annast deildin veiðar færainnflutning. Starfsemi henn- ar er mjög umfangsmikil og hefir stuðlað mjög að hóflegu verði veiðarfæra til fiskiskipaflotans. Framkvæmdastjóri hennar er Sigurður H. Egilsson, jafnframt því, sem hann er framkvæmda- stjóri L.Í.Ú. Að lokinni yfirlits- skýrslu Ingvars Vilhjálmssonar, las Sigurður upp reikninga inn- kaupadeildar og Landssambands- ins og skýrði þá í einstökum at- riðum. Var þeim hvorumtveggja síðan vísað til fjárhagsnefndar til athugunar. í fréttum á morgun mun blað- ið skýra nánar frá störfum fund- arins. Búizt er við, að fundinum ljúki ekki fyrr en á sunnudag. Mun hann hefjast kl. 10 f.h. í dag og verður þá fjallað um nefndarálit og afgreiðslu þeirra lokið. Fundinum mun ljúka með kosn ingu sambandsstjórnar, verðlags ráðs og stjórnar innkaupadeildar. Loks skal þess getið, að tvær slæmar villur slæddust inn í setn- ingarræðu Sverris Júlíussonar, form. L.Í.Ú., sem birt var hér í blaðinu í gær. Fyrst var um að ræða samlagn- ingarskekkju í töflu um greiðslur Útflutningssjóðs á þessu ári. Heildargreiðslurnar til 19. þ.m. hafa numið kr. 242.709.130,32, en ekki kr. 239. 709.130,32, eins og í blaðinu segir, þar af v/Fram- leiðslusjóðs um kr. 20 millj. Einnig hafði niður fallið lína og önnur verið tvítekin í yfirliti um greiðslur á B skírteinum framl. 1955 og 1956, og verður hún því [ birt hér að nýju. Er hún rétt svo- ! hljóðandi: Þekktor þýzkur liljómsveitarstjóri stjórnar Sinfóníuhljómsveit Islands Sinfóníufónleikar verða haldnir n.k. þriðjudag Framl. 1955 Framl. 1956 Samtals Kr. Kr. Kr. 4/2 ’57 v/Framl.sj. 7.041.608.55 7.041.608.55 21/2 ’57 1.761.460.30 1.761.460.30 23/2 ’57 - 754.737.84 754.737.84 13/3 ’57 438.361.10 2.201.919.54 2.640.280.64 3/5 ’57 880.400.00 880.400.00 24/7 ’57 4.131.278.80 13.476.320.05 17.607.598.85 22/10 ’57 2.200.145.16 2.200.145.16 13/11 ’57 1.320.307.20 1.320.307.20 15/11 '57 422.178.55 8.380.770.42 8.802.948.97 18/11 ’57 5.282.101.80 5.282.101.80 14.675.287.30 33.616.302.01 48.291.589.31 Síbelíus-tónleikar í háskólanum á morgun UNDANFARNA vetur hefir einn sunnudag í hverjum mánuði ver- ið flutt opinber tónlist í hátíða- sal háskólans af hljómplötutækj- um þeim, sem bandaríski fiðlu- leikarinn Isaac Stern gaf skólan- um, og hafa þá tónlistarfróðir menn skýrt verkin. Hefur þessu verið vel tekið, bæði af stúdent- um og bæjarbúum, og er ætlun- in að halda því áfram. Einnig hefur sá góði stofn að hljóplötu- safni, er Isaac Stern gaf upphaf- lega verið aukinn verulega með fjárveitingum háskólaráðs og ágætri fyrirgreiðslu menntamála- ráðneytisins. Hljómplötudeild Fálkans hefur veitt ríflegan af- slátt á plötum og gjafir borizt til safnsins, aðallega frá banda- ríska sendiráðinu. Öllum þessum aðilum kann háskólinn beztu þakkir. Á morgun (sunnudag) kl. 5 e. h. stundvíslega hefst tónlistar- kynningin, sem helguð er einu mesta tónskáldi Norðurlanda og einu mesta sinfóníutónskáldi þessarar aldar, Síbelíusi, er lézt 20. september í haust, 91 árs að aldri. Flutt verða eftir hann þessi verk: Söngur Aþenubúa, sunginn af drengjakór, og Finnlandia, leikin af Sinfóníusveit Lundúna, undir stjórn dr. Malcolms Sar- gents, en bæði þessi verk hafa Mennfaskóli s Skálholti BJARNI BENEDIKTSSON og Sigurður Óli Ólafsson flytja svo- hljóðandi tillögu til þingsályktunar: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að athuga, hvern kostnað muni leiða af þvi að flytja menntaskólann á Laugarvatni að Skálholti, og skýra Alþingi frá árangri athugunarinnar." Í greinargerð segja flutnings- menn: Samhljóða tillaga var flutt á síðasta Alþingi, en varð þá ekki útrædd. Hver sera niðurstaða þeirra rannsókna, sem hér er gerð tillaga um, kann að verða, geta menn vonandi fallizt á, að rétt sé, að málið verið rannsak- að. í því skyni er málið flutt nú að nýju, og nægir að öðru leyti að vísa til greinargerðar till. á síðasta þingi, en hún hljóðaði svo: „Menntaskólinn á Laugarvatni hefur að ýmsu leyti reynzt þar iila settur. Húsakynni eru ó- hentug og erfitt úr að bæta nema með gífurlegum kostnaði. Sam- býli skólanna á Laugarvatni hef- ur og ekki að öllu leyti verið heppilegt. Þann húsakost, sem nú er ætlaður menntaskólanum, má vafalítið jafnvel nýta fyrir aðra skóla á Laugarvatni, sem ella þarf að byggja yfir. í Skálholti mundi aftur á móti unnt að byggja upp skólasetur eingöngu með þarfir mennta- skólans fyrir augum. Þar mundi skólinn eiga hlut að því að tengja samtíð og framtíð fortíð þjóðar innar og verða ungum mönnum j mjög æskilegur dvalarstaður". i með áhrifamagni sínu haft mikið sögulegt gildi fyrir Finnland; Svanurinn frá Túónela, eitt af feg urstu verkum tónskáldsins og eitt þeirra, er hann óskaði að flutt yrði við útför sína; Hljómsveit danska útvarpsins flytur. Thom- as Jensen stjórnar. Loks verða leiknir þættir úr 2. sinfóníu Síbelíusar af Sinfóníuhljómsveit Lundúna undir stjórn Antonys Collins. Þessi sinfónía er einkar aðgengileg, víða einföld og þjóð- lagakennd og þó stórfengleg. Hef- ur hún verið flutt nokkrum sinn- um af Sinfóníuhljómsveit ís- lands. Dr. Páll ísólfsson mun flytja inngangsorð um tónskáldið og skýra frá verkum þeim, sem leik- in verða. — Aðgangur er ókeypis dnllur Plöfukynning Fréttamenn áttu í gær viðtal við Jón Þórarinsson, framkvæmda- stjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar og Wilhelm Schleuning, ríkis- hljómsveitarstjóra frá Dresden í Þýzkalandi. Schleuning er hér gestur Sinfóníuhljómsveitar- innar, og mun stjórna hér tveim- ur almennum tónleikum og ein- um barnatónleikum. Fyrstu tónleikarnir verða þriðju daginn 26. nóv. kl. 8,30 í Þjóð- leikhúsinu. Efnisskráin er viða- mikil en aðgengileg, sagði Jón Þórarinsson. Einsöngvari með hljómsveitinni er Guðrún Á. Sím- onar. Hún syngur þrjá aríur úr Brúðkaupi Figaros", eftir Moz- art. Á efnisskránni er einnig for- leikur að óperunni „Der Frei- schútz, og Sinfónía nr. 9 í c-dúr eftir Schubert. Barnatónleikarnir. Barnatónleikarnir verða haldn- ir föstudaginn 28. nóvember. Eru þeir ætlaðir fyrir skólabörn og fara fram í Þjóðleikhúsinu kl. 6 síðdegis. Schleuning stjórnar þeim einnig. Á þeirri efnisskrá er „Lítið næturljóð“ eftir Mozart, og „Pétur og úlfurinn“, ævintýra saga eftir Prokofief. Þorsteinn Hannesson, óperusöngvari segir söguna. Þetta verk, „Pétur og úlfurinn", hefur verið flutt hér áður, en það á miklum vinsæld- um að fagna um allan heim. Nýtt íslenzkt tónverk. Þriðju tónleikarnir verða haldnir 10. desember. Yerður þar flutt nýtt íslenzkt tónverk, píanó- konsert eftir Jón Nordal, sem aldrei hefur verið flutt áður. Höfundurinn leikur sjálfur ein- leik á píanó. Þessum tónleikum stjórnar Schleuning einnig. Lýk- ur hann miklu lofsorði á þetta verk Nordals og kveður það bera vitni um þekkingu og leikni höfundarins. Hann segir verkið nýtízkulegt og vill gjarn- an flytja það í Þýzkalandi. Verk þetta skrifaði Jón Nordal í Róm og hefur verið að vinna að því allt fram að þessu. Wilhelm Schleuning hefur komið hér áður. í fyrra kom hann hingað og stjórnaði þá tónleik- um í Reykjavík og Yestmanna- eyjum. Meðal annars stjórnaði hann hinum fyrstu útitónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar, sem haldnir voru á Austurvelli 17. júní sl. Schleuning er mjög vel þekktur í Þýzkalandi. Hann er ríkishljómsveitarstjóri í Dresden. Hann starfaði lengi við ríkisóper- una í Berlín og m. a. var hann fyrsti ríkisóperustjóri í Hamborg um langt skeið. Hann hefur enn fremur mjög víða komið fram sem hljómsveitarstjóri í Þýzka- landi og víðar, og er hvarvetna lokið á hann miklu lofsQrði. Schleuning telur að Sinfóníu- hljómsveitinni hafi farið fram síð an í fyrra, sérstaklega hafi blás- ararnir tekið sig á. Hann kom hingað sl. sunnudag og mun. halda heimleiðis skömmu eftir síðustu tónleikana 10. desember. Jón Þórarinsson kvað Schleun- Wilhelm Schleuning ing hafa unnið mikið heillaríkt og gott starf fyrir Sinfóníuhljóm- sveitina er hann var hér fyrir ári. Jón Þórarinsson sagði, að tón- leikahald hljómsveitarinnar í haust og það sem af er vetri hefði gengið stirðlega, vegna inflúenzu faraldursins. Hefðu menn í hljóm sveitinni forfallazt sitt á hvað. Aflýsa varð tónleikum sem búið var að auglýsa 29. október sl., af þessum sökum. Hann gat þess, að þeir aðgöngumiðar, sem seldir hefðu verið á þá tónleika, fengj- ust nú endurgreiddir og einnig væri hægt að fá þeim skipt fyrir aðgöngumiða að þessum tónleik- um. KL. 6—7 í dag verður plötukynn- ing á vegum Heimdallar í Val- höll. Þessi verk verða leikin: Hornkonsert no. 1 eftir Mozart (Denis Brain og Karajan) Sónata no. 23 (Apassionata) eftir Beethoven (Walter Giese- king). La Traviata eftir Verdi (kon- sertversion). Afmælis minnzt í TILEFNI af því, að í gær voru liðin 50 ár frá því að skógræktar lögin voru staðfest, svo og lögin um sandgræðslu, hafði Hermann Jónasson forsætis- og landbún- aðarráðherra, síðdegisboð í Ráð- herrabústaðnum fyrir ýmsa af forustumönnum skógræktar og sandgræðslu, starfsmenn Skóg- ræktar ríkisins og nokkra gesti aðra. Ráðherra ávarpaði gesti og minntist stuttlega þess áfanga Sem náðst hefði og hve mikil- vægt það væri þjóðinni að áfram yrði haldið á sömu braut og nýj- um stærri áföngum náð. Guðmundur Marteinsson verk- fræðingur, formaður Skógræktar fél. Reykjavíkur stjórnaði al- mennum söng veizlugesta, en sungin voru ættjarðarljóð. Meðal gesta voru sendiherrar Danmerk- ur og Noregs. RANGÆINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík heldur skemmtifund í Skátaheimilinu í kvöld kl. 8,30. Frá Sjálfstœðistélögunum á Akranesi: Fundur um bæJarmáB Akraness Sjálfstæðisfélögin á Akranesi efna til almenns fundar um bæj- armálin sunnudaginn 24. nóvember kl. 4 e.h. á Hótel Akranesi. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðismanna hafa framsögiu, en síðan eru frjáls- ar umræður. Aðalfundur Þórs verður haldinn mánudaginn 25. nóvember kl. 8,30 á Hótel Akra- nesi. Nýir félagar geta gengið í félagið á fundinum. Spilakvóld Sjálfstæðisfélögin á Akranesi halda spilakvöld n.k. sunnudag kl. 8,30 e.h. á Hótel Akranesi. Hefst þá 5 kvölda keppni, og er nauðsynlegt að þátttakendur séu með frá upphafi. Auk þess eru sérstök verðlaun veitt hvert kvöld. Allir eru velkomnir á spila- kvöldið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.