Morgunblaðið - 07.12.1957, Side 2
MORCVNBl 4 ÐIÐ
Laugardagnr 7. des. 1957
Tveir þióðkannir menn
tnko við nýjnm embættum
I GÆR var tilkynnt opinberlega
um skipan tveggja þjóðkunnra
manna í opinber embætti, sem
„slegið var upp“ á síðastliðnu
hausti, prófessorsembætti við Há
skólann og embætti þjóðskjala-
varðar.
Forseti íslands skipaði dr.
Guðna Jónsson skólastjóra Gagn-
fræðaskóla Vesturbæjar, prófess-
or í sögu við heimspekideild Há-
skólans og skal hann taka við em
bættinu hinn 1. janúar 1958.
Guðni Jónsson er fyrir löngu
orðinn þjóðkunnur maður fyrir
ritstörf sín og fræðimennsku.
Hann hefur m.a. verið ritstjóri ís-
lendingasagnaútgáfunnar og unn-
ið þar mikið starf og merkilegt.
Meðal annarra ritstarfa hans má
nefna útgáfu forn-islenzkrar
lestrarbókar, fjölda margra þjóð
sagnahefta og ýmissa fornsagna á
vegum Fornritafélagsins.
Hinn nýskipaði prófessor er
fæddur að Gamla-Hrauni á Eyr-
arbakka 22. júlí 1901. Hann varð
stúdent 1924 og lauk meistara-
prófi frá heimspekideild háskól-
ans 1930. Árið 1928 hóf hann
kennslu við Gagnfræðaskóla
Reykvíkinga, sem nú nefnist
Gagnfræðaskóli Vesturbæjar og
hefur hann starfað við hann æ
síðan. Hann varð skólastjóri í árs-
lok 1945. Árið^ 1953 varði hann
við Háskóla íslands doktorsrit
félaganna í Hafn-
arfirði
SJÁLFSTÆmSFÉLÖGlN Hafn-
arfirði halda í kvöld árshátíð sína
og verður hún í Góðtempl-
arahúsinu og liefst kl. 20,30. Sér
staklega verður ininnzt 20 ára af-
mælis „Vorboðans“, Sjálfstæðis-
kvennafélagsins, en félagið var
stofnað 23. apríl 1937. Mjög hef-
■ur verið vandað til dagskrárinnar
og mun in.a. Gunnar Thoroddsen,
borgarstjóri, flytja ræðu.
Ekki er að efa að Sjálfstæðisfólk
í Hafnarfirði niuni fjölmenua á
árshátiðina.
sitt sem nefnist: Bólstaðir og bú-
endur í Stokkseyrarhreppi.
(t • »■■■;
Stefán Pétursson er kunnastur
fyrir afskipti sín af landsmálum,
er hann var ritstjóri Alþýðublaðs
ins.
Hann er fæddur að Núpum við
Skjálfanda 23. sept. 1898. Hann
varð stúdent frá menntaskólan-
um hér í Reykjavík 1920. Hann
lauk árið eftir prófi í forspjalla-
vísindum við háskólann hér, en
hélt síðan til Berlínar. Þar las
hann sagnfræði, félagsfræði og
heimspeki á árunum 1921—’30.
Árið 1934 gerðist hann blaðamað-
ur við Alþýðublaðið, og tók við
ritstjórn þess 1939 og gegndi því
starfi til ársloka 1952. Árið eftir
varð hann starfsmaður þjóðskjala
safnsins, þar sem hann hefur
starfað síðan og áunnið sér traust
allra þeirra sem þar þekkja
gjörst.
Rætt um vöru-
merki á Alþingi
Á fundi neðri deildar Alþingis
í gær fylgdi Páll Þorsteinsson,
þingmaður Austur-Skaftfellinga,
úr hlaði frumvarpi um breytingu
á vörumerkjalögunum frá 1903,
en það er flutt af honum og Gísla
Guðmundssyni, þingmanni Norð
ur-Þingeyinga.
Ræðumaður sagði, að frum-
varpið miðaði m.a. að því að
færa ýmis ákvæði laganna til
samræmis við aðstæður nú, en
auk þess væri þar svo fyrir
mælt, að heiti sem notuð eru
sem vörumerki af íslenzkum
framleiðendum skuli vera rétt
mynduð af lögum íslenzkrar
tungu, að dómi heimspekideildar
háskólans.
í ræðu sinni minnti Páll Þor-
steinsson á, gildi þess, að tung-
unni væri haldið hreinni, og
nefndi ýmis dæmi þess, að ís-
lenzkir framleiðendur hafa að
þarflausu tekið upp erlend orð
sem vörumerki. Taldi hann nauð
synlegt, að stemma stigu við því.
Frumvarpinu var vísað til 2. umr.
og nefndar.
minkar
STYKKISHÓLMI, 6. desember.
1 SUMAR óem leið var mikið veitt
af minkum við Breiðafjörð. Til
dæmis hefur Skógastrandarhrepp
ur einn greitt fyrir unnin dýr 26
þúsund krónur.
Alls hafa í hreppnum s.l. átta
ár verið unnir rúmir 600 minkar.
Það eru aðallega tveii menn,
sem stunda minkaveiðar í hreppn
um þeir Jakob Jónsson bóndi Rif-
girði og Þórður Indriðason á
Keisbakka. — Árni.
Vann Friðrik Larsen?
SAMKVÆMT frétt Kaupmanna-
hafnarútvarpsins af skákmótinu í
Dallas eru þeir Larsen og Szabo
nú efstir með 3% vinning og bið
skák. Þeir áttust við í sjöttu um-
ferð — og fór sú skák í bið. Áður
hafði Szabo unnið biðskák sína
við Evans. Friðrik tefldi við
Gligoric í sjöttu umferð, og segir
útvarpið, að sú skák hafi farið í
bið.
Jafnframt segir, að Friðrik liafi
nú 3 vinninga og sé ásamt
Yanofsky í 3.—4. sæti og séu þeir
jafnir að vinningatölu.
Samkvæmt því átti Friðrik að
hafa unnið biðskákina við Lar-
sen og gert jafntefli við Gligoric.
Þeir Reshevsky og Gligoric eru
sagðir hafa ZYt vinning hvor.
Blaðið hafði ekki fengið neina
staðfestingu á frétt þessari laust
eftir miðnætti.
Fulltrúar minnihlutaflokkanna segja:
Tillagan um stœkkun
Reykiavíkurhafnar ber
vott um stórhug
og framsýni
EINS og frá var sagt i Morgun-
blaðinu i gær báru bæjarfulltrú-
ar Sjálfstæðisflokksins fram 2 til
lögur varðandi Reykjavikurhöfn
á bæjarstjómarfundi í fyrra-
kvöld. Fjallar fyrri tillagan um
stækkun hafnarinnar. Er gert
ráð fyrir, að hún takmarkist af
garði milli Örfiriseyjar og Engeyj
ar og tveimur görðum út frá Eng-
ey og Lauganesi. Á innsiglingin
að verða á milli þessara tveggja
garða. Síðari tillagan er um ýms-
ar ráðstafanir til að nýta núver-
andi höfn.
f blaðinu í gær var sagt frá ræð
um þeirra Gunnars Thoroddsen
borgarstjóra og Einars Thorodd-
sen bæjarfulltrúa, en þeir höfðu
framsögu fyrir tillögum Sjálf-
stæðismanna. Að ræðum þeirra
loknum töluðu m.a. Ingi R. Helga
son (K), Gils Guðmundsson (Þ)
Ingi sagði m.a., að hann áliti til-
löguna um stækkun hafnarinnar
vera þannig, að síðari kynslóðir
myndu telja hana lýsa miklum
mundsson kvað tillöguna „býsna
myndarlega og bera vott um stór
hug“. Að umræðum loknum var
tillögunni vísað til 2. umræðu og
hafnarnefndar, skipulagsnefndar
og umferðarnefntjar.
Sclilenning hljómsveitarstjóri og hið unga tónskáld Jón Nordal.
(Ljósm. Mbl.)
Þridju tónleikar Sinfómu-
hiiómsveifarinnar n. k.
þriðjud agskvöld
Flutt verður nýtt verk eftir Jón Nordal
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT IS-
sína á vetrinum n. k. þriðju-
dagskvöld kl. 20:30 í Þjóðleikhús-
inu. Hljómsveitarstjóri er Wil-
LANDS heldur 3. alm. tónleika
Slúdentafélagið
geitgst fyrir
Græniandsfundi
NÆSTKOMANDI þriðjudags-
.kvöld gengst Stúdentafélag
Reykjavíkur fyrir almennum fé-
lagsfundi um réttarstöðu Græn-
lands.
Frummælandi verður dr. Jón
Dúason, sem allra manna mest
veit um þau mál, og um áratugi
hefir barizt fyrir rétti Islendinga
til Grænlands.
Ýmsum baráttumönnum í Græn
landsmálinu verður boðið sérstak
lega að sitja fundinn.
Fundurinn verður haldinn í
Sjálfstæðishúsinu, og hefst kl.
8,30.
Kðsið í yfirkjörsVjórn
fyrir bæjarstjórnarkosn-
ingar í Reykjavík
Á FUNDI bæjarstjórnar Reykja-
víkur í fyrrakvöld fór fram kosn-
ing manna í yfirkjörstjórn skv.
lögunum um sveitarstjórnarkosn
ingar.
Þessir hlutu kosningu sem að-
almenn: Einar B. Guðmundsson
hrl., Torfi Hjartarson tollstjóri
og Steinþór Guðmundsson kenn-
ari. Varamenn: Guðmundur Pét-
urssson hdl., Páll Líndal skrif-
stofustjóri og Þorvaldur Þórarins
son hdl.
Fjérðn skólnténleiknr Sinfénín-
Mjómsveitnriimnf í gmrkvöldi
Ákveðið að halda tvenna skólatónleika í viðbót.
FJÓRÐU skólatónleikar Sinfóníu
hljómsveitar íslands voru haldnir
í Þjóðleikhúsinu í gærltvöld. Að-
sókn að tónleikum þessum hefir
verið svo mikil, að ákveðið hefir
verið að halda tvenna tónleika til
viðbótar. Verða þeir haldnir i
Austurbæjarbíói á mongun kl.
13.30 og á mánud. kl. 19.15 Hljóm
sveitarstjóri á þessum skólatón-
stórhug og framsýni, Gils Guð- , leikum er Wilhelm Schleuning.
Jón Þórarinsson, framkvæmda-
tjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar,
telur, að á þessum sex tónleikum
hafi alls um 4 þús. börnum, aðal-
lega á aldrinum 10—12 ára, gef-
izt kostur á að hlýða á leik Sin-
fóníuhljómsveitarinnar. Telja for
ráðamenn hljómsveitarinnar, að
börnin hafi haft mikla ánægju af
tónleikunum, og í ráði er, að slík-
ir tónleikar verði endurteknir síð
ar í vetur.
helm Schleuning. Fluttur verður
nýr píanókonsert eftir Jón Nor-
dal, og er höfundur einleikari
með hljómsveitinni.
Á efnisskránni eru þrjú verk:
Sinfónia nr. 92 eftir Haydn, Ox-
fordsinfónían svokallaða, píanó-
konsert eftir Jón Nordal og Sin-
fónía nr. 4 í D-moll eftir Robert
'Sohumann. Eru þetta síðari alm.
tónl. Sinfóníuhljómsveitarinnar,
sem Wilhelm Schleuning stjórnar,
en hann hefir að auki stjórnað
4 skólatónleikum hljómsveitar-
innar. Schleuning fer héðan n.k.
miðvikudagskvöld.
í ráði að flylja píanókonsertinn
tvisvar
H1 jómsveitarstjórinn lauk miklu
lofsorði á hið nýja tónverk Jóns
Nordals og kvaðst hlakka mjög
til að flytja það opinberlega, en
verkið væri með nýstárlegu sniði,
erfitt til flutnings og á-heyrnar.
Væri því í ráði að flytja píanó-
konsertinn tvisvar á þessum tón-
leikum til að gefa áheyrendum
kost á að kynnast verkinu og
njóta þess betur. Gat Schleuning
þess, að hann vildd gjarna koma
þessu nýja verki Jóns Nordals á
framfæri í Þýzkalandi.
★
Píanókonsert Jóns er í einum
kafla, og samdi Jón verkið fyrir
rúmlega ári í Rómaborg. Forráða
í lenn Sinfóníuhljómsveitarmnar
telja það mikið fagnaðarefni, að
hljómsveitin flytur á þessum tón-
leikum íslenzkt verk, sem boðlegt
væri, hvar sem er í heiminum. —
Hefir hljómsveitin áður flutt eitt
verk eftir Jón Nordal.
Enn vantar vitni
að slysi
EKKI er lokið rannsókn á slysi
því er varð við strætisvagn á
Hverfisgötu við Frakkastígs-bið-
stöðina þar í fyrradag.
í gær gáfu sig fram nokkur
vitni, svo sem maðurinn sem
hjálpaði konunni, vagnstjóri
strætisvagnsins og enn einn mað-
ur annar.
Konan, sem er 66 ára, er nú
komin í sjúkrahús. Hún hafði haft
fótavist frá því í fyrravor, er hún
kom af spítala eftir að hafa geng-
ið undir aðgerð á mjöðm. Er með
„staurmjöðm" síðan vinstra meg-
in. Nú er konan beinbrotin
um vinstra hné.
Enn eru þeir beðnir að gefa sig
fram, við rannsóknarlögregluna,
sem gefið gætu upplýsingar mál-
ið varðandi, t.d. farþegar í vagn-
inum í umrætt skipti eða fólk á
biðstöðinni. Þetta var Klepps-
vagn sem fór af Lækjartorgi kL
2,50 á fimmtudaginn.