Morgunblaðið - 04.01.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.01.1958, Blaðsíða 3
Laugardagur '4. janúar 1958 MORCVNBLAÐIÐ 3 íbúðarhúsið á Draghálsi hrann á gamlárskvold AKRANESI, 3. jan. — Á gaml- árskvöld brann íbúðarhúsið á Draghálsi í Svínadal í Hvalfjarð- arstrandarhreppi á þremur klst. Jóni Péturssyni bónda á Geita- bergi, sem er næsti bær við Drag háls, sagðist svo frá í dag, að eldurinn hefði komið upp kl. 8 um kvöldið. Þarna var rafmagn- ið ekki komið, og er talið, að kviknað hafi í út frá olíulampa. Menn af næstu bæjum komu fljótt til hjálpar. Tókst að bjarga næstum öllu af aðalhæð húss- ins og munum úr geymsluskúr, sem var áfastur við húsið, en engu var bjargað af innanstokks munum úr rishæðinni og engu tókst heldur að bjarga úr kjall- aranum. Vindur var hægur af norðan, kalt og bjartviðri. Er 3 stundir voru liðnar, frá því að eldurinn kom upp, var húsið gjör fallið. Húsið var lágt vátryggt, en inn búið tiltölulega hærra tryggt. Enginn meiddist við bruna þenn an, svo að teljandi sé. Penings- hús standa það fjarri íbúðar- húsinu, sem brann, að þau sakaði ekki. Ekki var nú fleira fólk í húsinu en hjón með eitt barn, og dveljast þau nú á Þórustöðum. Húsið á Draghálsi var reist 1899 af Pétri Jónssyni, sem þar bjó ásamt Halldóru konu sinni myndarbúi um 37 ára bil. — O. Gamall maður missir kindur sínar í bruna KL. 6,20 í gærkvöldi var slökkvi- liðinu tilkynnt, að eldur væri í kofa í holtinu ofan við Berg við Suðurlandsbraut, skammt austur af félagsheimili Fram og Sjó- mannaskólanum. í kofa þessum voru 15 kindur, sem aldraður maður, Símon Sveinsson að nafni, átti. Einnig geymdi hann þarna nokkur net. — Síðdegis í gær kom Símon í kofann og kveikti þar á gas- lukt. Skildi hann luktina eftir er hann brá sér frá til að sækja vatn. Dvaldist honum nokkuð, þar sem hann hitti kunningja sinn á leiðinni og tók hann tali. Meðan hann var burtu, kviknaði í kofanum, og tókst Símoni ekki að bjarga út nema 2 kindum. Þegar slökkviliðið kom á vett- vang, var kofinn að mestu brunn inn. Símon varð fyrir tilfinnanlegu tjóni í þessum hörmulega elds- voða. Kindurnar voru svo til það eina, sem hann átti, en fullorðnar kindur á fæti munu nú seldar á um það bil 750 kr. hver. Á nýjársdag voru bornir fram í Þjóðleikhúsinu nýstárlegir réttir og mjög ljúffengir. Voru þeir franskir og þykja hæfa betri veitingahúsum í Parísarborg. Mynd þessi er af matsveininum er hann var að skera eina af hinum ljúffengu steikum fyrir gestina. (Ljósm. Mbl. Ól. K. Magnúss.) Djúpháturinn Baldur hœil kominn í gœr Gólíteppngerð skemmist nl eldi DJÚPBÁTURINN Baldur frá Stykkishólmi var í gærmorgun hætt kominn á leið til Reykjavíkur er skyndilega kom að honum mikill leki. SEINT í fyrrinótt varð elds vart^ í braggaþyrpingu inn við Baróns- stíg. Þar er ýmiss konar ið.naður starfræktur. Eldurinn kom upp í húsnæði Gólfteppagerðarinnar h.f. Nálægir braggar voru í hættu um skeið, m.a. Hafnarbíó, en slökkviliðinu tókst að hefta út- breiðslu eldsins, svo að ekki urðu skemmdir nema hjá Gólfteppa- gerðinni. Braggar hennar, þrír að tölu, brunnu allir að innan, og það, sem í þeim var, er ónýtt eða mjög skemmt. í bröggunum voru tveir vefstólar, ýmsar smá- vélar aðrar til gólfteppagerðar, hráefni og teppi. Að sjálfsögðu var þetta allt vátryggt, sennilega fyrir um 1 millj. kr. en tjón fyrir- tækisins mun þó vera töluvert. Gólfteppagerðin hefur á leigu nokkurt húsrými í byggingu Sjó- klæðagerðar íslands. Hyggjast forráðamenn fyrirtækisins flytja starfsemi þess þangað svo fljótt sem því verður við komið. Fannfengi fyrir norðan AKUREYRI 3 jan. — Um ára- mótin gerði mikla fannkomu hér um norðanvert landið, og var ó- fært um nærsveitir Akureyrar fyrstu daga ársins. Mikil fönn er hér í bænum og hefur verið unn- ið að því linnulaust að hreinsa snjó af götunum. Fjallvegir hér í nágrenninu eru allir ófærir. Annars hafði tíðarfar verið gott og snjóþyngsli lítil sem engin. Mjög mikið frost hefur verið und anfarna daga, og varð í gær 18 stig. I dag er milt veður og úr- komulaust, og frost lítið. — vig. Leiðrétting Á 9. SÍÐU Mbl. í gær er birt mynd frá fréttaþjónustu Samein uðu þjóðanna. Sýnir hún Thor Thors sendiráðherra spjalla við mann, sem sagður er vera Hans Engen, fastafulltrúi Noregs hjá S.Þ. Hér er um mistök að ræða. Maðurinn er Alsing Ai.dersen, danski þingmaðurinn, sem var formaður Ungverjalandsnefndar Sameinuðu þjóðanna. 380 farþegu á einum degi ÞAÐ var mikið að gera hjá Flug- félagi fslands í fyrradag. Vaðla- heiði var ófær og fóru Douglas- vélar tvívegis með farþega frá Húsavík til Akureyrar, en þar stigu þeir flestir upp í Gullfaxa og flugu til Reykjavíkur. Einnig var farin ein ferð með Douglas- vél beint frá Húsavík til Reykja- víkur.' Gullfaxi fór alls þrjár ferðir til Akureyrar og Douglas- vélar fóru þangað tvær ferðir. Sólfaxi fór til Sauðárkróks og Egilsstaða, og auk þess var flog- ið til Vestmannaeyja. Þennan dag voru alls fluttir 380 farþeg- ar í innanlandsfluginu. í gær var m.a. flogið tvisvar til Vestfjarða. SVO MIKIL ófærð var í Hval- firði í gær og skafrenningur, að 2 bílar er voru á leið til Reykja- víkur, annar úr Stykkishólmi en hinn úr Borgarnesi, sneru við. Hafði Stykkishólmsbílinn þá verið um 30 klukkustundir á leið- inni vestan úr Stykkishólmi með 15—20 farþega. Lagði bílinn af stað klukkan 1 á fimmtudaginn og lenti þegar í hinni mestu ó- Skólameistari slasast AKUREYRI 3 jan. — Það slys varð síðari hluta dags í dag, að Þórarinn Björnsson skólameistari menntaskólans hér í bænum féll á götuna framan við aðalskrif- stofu KEA. Hlaut hann allmikið höfuðhögg og féll í öngvit. Hann komst þó brátt til nokkurrar með vitundar og var fluttur í sjúkra- hús. Liggur hann þar nú og fer fram nánari rannsókn á meiðsl- um hans. Talið er, að skólameist- ari hafi fengið heilahristing. — vig. Baldur var staddur á móts við Þormóðssker út af Mýrunum, er mikils leka varð vart. A Akranesi var brugðið skjótt við til hjálpar. Tveir skipstjórar, Einar Árnason á mb. Sigrúnu og Valdimar Ágústsson á mb. Skipa- skaga, héldu þegar á vettvang. Frá Akranesi að Þormóðsskeri er um klukkustundarsigling fyr- ir þessa báta. Þegar þeir komu var vél Bald- urs enn í gangi. Veður var sæmi- lega gott og dauður sjór. Vélin í djúpbátnum er lokuð, þannig að hún getur gengið jafnvel þó talsverður sjór komist í vélarúm- ið. Það kom ekki til þess að Akranesbátarnir þyrftu að taka menn af Baldri, eða setja drátt- artaug í bátinn. Hann komst inn í Akraneshöfn, en Akranesbát- arnir voru þá sinn hvorum megin við hann og skipsmenn til taks ef út af bæri. færð að því er fréttaritari blaðs- ins í Stykkishólmi símaði í gær kvöldi. Er mjög þung færð milli Vegamóta og Borgarness. Hafði bílinn komizt þangað klukkan 5 í gærmorgun. í gærkvöldi klukkan 5 hafði bíllinn snúið við í Hvalfirði, var kominn aftur í olíustöðina þar og hafði samflot með Borgar- ness-bíl, sem einnig hafði snúið við og ætluðu báðir að aka aftur til Borgarness. Verzlunum lokað kl. 1 í dag I dag verður verzlunum lokað kl. 1 e. h. Mun svo verða á laugar- dögum það sem eftir er vetrar. Hins vegar verður opið til kl. 7 á föstudögum. HAAG 3. jan. — Ferja, sem flutti 100 manns milli eyja í Indonesíu á gamlárdag, fórst — og samkv. siðustu fréttum kom- ust 40 manns af. upp að bryggju var sett í hann öflug brunadæla, en mikill sjór var kominn í hann. Ekkert varð að skipshöfn eða tveim farþeg- um, konum, sem með bátnum voru. Baldur mun ekki halda áfram ferðinni til Rvikur fyrr en að lokinni viðgerð í slippnum á Akranesi. Þetta er í annað skipti, sem bátnum hlekkist á í vetur og var hann einnig hætt kominn í fyrra skiptið er brotsjór reið yfir hann. 335 vist- menn á Grund GÍSLI SIGURBJÖRNSSON, for- stjóri, hefur skýrt blaðinu svo frá, að nú um áramótin hafi vist- menn á Elli- og hjúkrunarheim- ilinu Grund í Reykjavík verið 335. Þar af voru 249 konur og 86 karlar. Á sl. ári komu 116 vist- menn (71 kona og 45 karlar), en 50 fóru (31 kona og 19 karlar). Á árinu dóu 75 vistmenn (39 kon ur og 36 karlar). Á elli og avalarheimilinu Ási í Hveragerði voru nú um áramót- in 28 vistmenn (15 konur og 13 karlar). Nýjárskveðjur lil forsefa íslands AUK þeirra árnaðaróska, sem getið hefur verið, hefur forseta íslands borizt bréf frá Eisen- hower forseta Bandaríkjanna með jóla- og nýjársóskum. í bréfinu þakkar Eisenhower As- geiri Ásgeirssyni forseta sérstak- lega fyrir vinsamlegar móttökur á Keflavikurflugvelli, en eins og kunnugt er hafði flugvél Eisen- howers þar stutta viðdvöl á leið til Ameríku fyrir jólin. Þá hafa forseta íslands einn- ig borizt jóla- og nýjársóskir frá Aramburu hershöfðingja, forseta Argentínu. Strax og báturinn var kominn Eftir 30 klst. ferð var snóið við STAKSTEINAR Tvísöngur um gengis- lækkun Nú um áramótin hefur glögg- lega komið fram sá tvískinnung- ur, sem ríkir í stjórnarherhúð- unum. í gær hefur Þjóðviljinn það fyrir aðalfyrirsögn á fyrstu síðu blaðsins að „forsætisráð- herra staðfestir að sterk öfl inn- an Framsóknar- og Alþýðuflokks vilja gengislækkun“. Á eftir er svo bætt við: „Aðeins styrkur Alþýðubandalagsins kemur í veg fyrir að verðgildi krónunnar verði stórlega skert“. Segir síð- an í grein Þjóðviljans að ræða forsætisráðherrans sýni „að enn er ætlunin að knýja fram gengis- lækkunina og fer það einvörð- ungu eftir styrk Alþýðubanda- lagsins innan verkalýðshreyf- ingarinnar og utan hvort tekst að koma í veg fyrir það“. Hér bregður Þjóðviljinn enn einu sinni upp myndinni af vondu mönnunum í Framsókn og Al- þýðuflokknum, sem vilji gengis- lækkun og góða fólkinu í AI- þýðubandalaginu, s«m ekki vilji hana! Nú er það svo, að í tíð núver- andi ríkisstjórnar hefur verð- gildi krónunnar verið stórlega skert, þó á dulbúinn hátt væri og stóð ekki á Alþýðubandalag- inu að samþykkja það. Vísital- an hefur líka verið fölsuð á hinn grófasta hátt og Alþýðubanda- lagið samþykkt það allt saman og barist fyrir því. Enginn efast um að á meðan kommúnistar vilja vera í stjórn, muni þeir vinna það til að framkvæma nýja gengislækkun eftir kosning- arnar í janúar. Hér skiftir „styrkur AIþýðubandalagsins“ engu máli heldur aðeins nauðsyn kommúnista á að hafa menn í stjórn á íslandi. Tvísöngur um hlutleysi Þegar Hermann Jónasson var í París undirritaði hann yfirlýs- ingu allra fulltrúa NATO-þjóð- anna, þar sem þeir lýstu yfir, að „við helgum okkur sjálfa og þjóðir okkar reglum og takmarki Atlantshafsbandalagsins“. f yfir- lýsingunni var síst af öllu hvatt til þess að tekin væri upp hin gamla hlutleysisstefna. f for- ustugrein Þjóðviljans í gær er hlutleysisstefnan hins vegar hafin í hásætið og sveigt að for- seta íslands vegna ummæla hans í nýjársávarpinu um lilut- leysi, sem var mjög í sama anda og Atlantshafsþjóðirnar liafa haldið fram. Hér kemur enn fram tvískinn- ingurinn í ríkisstjórninni, þar eru hafðar uppi tvær gagnólíkar stefnur í innanlands- og utan- ríkismálum. En „Þjóðviljann“ er farið að gruna að fólkiff sé hætt áð trúa staðhæfingum kommún- ista. Og stórar fyrirsagnir, eins og nú, ná skammt til að bæta þar úr. Þögnin Næst síðasti fundurinn, sem bæjarstjórn heldur fyrir kosn- ingarnar, stóð í aðeins hálftima. Minnihlutinn hafði engin mál fram að bera og enga gagnrýni. Hinir 6 flokkar og flokksbrot minnililutans höfðu ekkert að segja. Ekkert, sem einu sinni var nothæft í blaðafyrirsagnir dag- inn eftir! Hvort er rétt að kalla þetta þögn glundroðans eða glundroða þagnarinnar? Hvort tveggja getur vafalaust átt við. Þjóðviljinn segir í morgun, að þessi stutti fundur beri vott um „kosningafum“ Sjálfstæðis- manna! Vandræðalegri útskýringu var ekki unnt að finna, því ekki geta gliundroðaflokkarnir kennt „fumi“ annarra um sitt eigið málefnaleysi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.