Morgunblaðið - 04.01.1958, Síða 4
4
MORCUNBLAÐIÐ
Laugardagur 4. janúar 1958
gjt)agbók
í dag er 4. dugur úrsins.
Laugardagur 4. janúar.
Sly savar&stof a Keykjavíkur í
Heilsuverndarstöðinni er opin all-
an sólarhringinn. Læknavörður L
R (fyrir vitjanirl er á sama stað,
fr? kl. 18—8. Sími 15030.
Næturvörður verður í Ingólfs-
apóteki, sími 11330. Lyfjabúðin
Iðunn, Laugavegs-apótek og
Reykjavíkur-apótek, fylgja fyrst
um sinn lokun sölubúða. — Holts-
apótek, Apótek Austurbæjar og
Vesturbæjar-apótek eru opin dag-
lega til kl. 4. Þrjú síðasttalin apó-
tek eru öll opin á sunnudögum
milli kl. 1 og 4.
Garðs-apótek, Hólmgarði 34, er
opið daglega kl. 9—20, nema á
laugardögum 9—16 og á sunnudög
um 13—16. Sími 34006.
Kópaiogs-apótck, Álfhólsvegi 9
er opið daglega kl. 9—20, nema
laugardaga kl. 9—16 og helgidaga
kl 13—16. Sími 23100.
Hafnarfjarðar-apótek er opið
alla virka daga kl. 9 -21. Laugar
daga kl. 9—16 og 19—-21. Helgi-
daga kl. 13—16 og 19—21.
Keflavíkur-apótek er opið alla
virka daga kl. 9—19, laugardaga
frá kl. 9—16 og helga daga frá
kl. 13—16.
Akureyri: Næturvörður er í
Akureyrarapóceki, sími 1032. —
GESJMessur
Á MORGUN:
Dómkirkjan: — Messa kl. 11
árdegis. Séra Óskar J. Þorláks-
son. -^^Engin siðdegismessa. —
Barnasamkoma í Tjarnarbíói kl.
11 árdegis. Séra Jón Auðuns.
Neskirkja: — Barnamessa kl.
10,30 f.h. og messa kl. 2 e.h. —
Séra JónThorarensen.
Langholtsprestakall: Barna-
guðsþjónusta í Laugarnesbíói kl.
10,30 f.h. — Messa í Laugarnes-
kirkju kl. 5. Séra Árelíus Níels-
son. —
Elliheimilið: — Guðsþjónusta
kl. 2 e.h. Séra Friðrik Friðriks-
1 son flytur stólræðuna. Allt rosk-
j ið fólk hvar sem það býr í bænum
er velkomið. — Heimilisprestur-
| inn.
I Fríkirkjan: — Messað kl. 11
f.h. (Ath. breyttan tíma). — Séra
Þorsteinn Björnsson.
Reynivallaprestakall: — Messað
að Saurbæ kl. 2. — Sóknarprest-
urinn.
Kaþólska kirkjan: — Sunnudag
, inn 5. janúar kl. 8,30 árdegis lág
messa. Kl. 10 árdegis hámessa og
prédikun. — Mánudaginn 6. janú
ar. Þrettándi, lögskipaður helgi-
dagur, morgunmessa kl. 8 árdeg-
| is. — Kvöldmessa kl. 6 siðd.
i Laugarneskirkja: — Messa kl.
2 e.h. — Barnaguðsþjónusta kl.
10,15 f.h. — Séra Garðar Svavars
son. —
Hallgrímskirkja: — Messa kl.
( 11 f.h. Séra Jakob Jónsson. (Ræðu
efni: Leikritið um flóttann, eft-
| ir Thornton vVilder). — Kl. 1,30
e.h. Bamaguðsþjónusta. Séra
jjakob Jónsson. — Kl. 5 síðdegis-
messa. Séra Sigurjón Þ. Árnason.
■ pg Brúókaup
IÁ annan í jólum voru gefin
saman í hjónaband af séra Garð-
. ari Þorsteinssyni ungfrú Bára
Guðbjartsdóttir Melshúsum og
Gissur Grétar Þóroddsson Suður-
götu 21. Heimili þeirra er í Mels-
húsum Hafnarfirði.
1 dag vérða gefin saman í hjóna
band af séra Óskari J. Þorlákssyni
ungfrú Guðrún Kristín Magnús-
dóttir (Jónssonar deildarstjóra,
j Skarphéðinsgötu 2) og Bjarni
Helgason (Tómassonar yfirlæknis,
Kleppi). Heimili þeirra verður í
Aberdeen, Skotlandi.
1 dag verða gefin saman í hjóna
band ungfrú Heiða Þórðardóttir,
Möðruvallastræti 1, Akureyri og
Jón Geir Ágústsson, Reynivöllum
6, Akureyri og verður heimili
þeirra að Möðruvallastræti 1.
Á gamlársdag s.l. voru gefin
saman í hjónaband af séra Kristni
Stefánssyni ungfrú Valdís Krist-
mundsdóttir, Holtsgötu 8, Hafnar
firði og Jens Jónsson, húsgagna-
bólstrari, Kaplaskjólsvegi 11,
Reykjavík. Heimili ungu hjón-
anna er á Grænukinn 9, Hafnarf.
Nýlega voru gefin saman af
séra Gunnari Árnasyni, ungfrú
Ásrún Björg Arnþórsdóttir og
Hálfdán Ágúst Jónsson, Sóleyjar-
götu 19.
Ennfremur ungfrú Laufey
Helgadóttir og Snorri Sverrir
Björnsson, Holtagerði 11, Kópa-
vogi.
Þann 26. les. s.l. voru gefin
saman í hjónaband af séra
Kristjáni Róbertssyni, ungfrú
Þérdís Árnadóttir frá Ólafsfirði
og Trausti Aðalsteinsson frá
Hrísey. Heimili brúðhjónanna er
að Krabbastíg 4, Akureyri.
Um nýjárlð gaf séra Árelíus
Níelsson saman eftirfarandi brúð-
hjón: — Ungfrú Ragnheiði Ragn-
arsdóttur, hjúkrunarkonu og Svan
Jóhannesson (Jóhannesar skálds
úr Kötlum), bókbindara. Heimili
þeirra er að Sporðagrunni 7. —
Ungfrú Sigríði Hannesdóttur, leik
konu og Ottó öm Pétursson,
starfsmann hjá ameríska sendiráð
inu. Heimili heirra er að Ásvalla-
götu 10A. — Ungfrú Arndísi Sig-
urðardóttir, verzlunarmær og Ólaf
Gunnar Bjarnason frá Vaðli á
Barðaströnd. Þau dveljast að Sig-
túni 31. — Ungfrú Gróu Gunn-
arsdóttur og Ragnar Þorleif Hall-
dórsson, húsasmið frá Eskifirði.
Heimil'i þeirra er að Bárugötu 11.
Ungfrú Ragnhildi Guðrúnu Berg-
sveinsdóttur og Jóhannes Elías
Baldvinssori frá Litla-Árskógs-
sandi. Heimili þeirra verður í Ak-
urgerði 3.
Nýlega voru gefin saman í
hjónaband í Laugarneskirkju, af
séra Garðari Svavarssyni, ungfrú
Guðlaug Dagmar Jónsdóttir frá
Norður-Reykjum í Mosfellssveit
og Helgi Hörður Guðjónsson,
Laugateigi 13. Heimili þeirra er á
Laugateigi 13. — Ennfremur voru
gefin saman í hjónaband á nýjárs
dar af séra Þorsteini Björnssyni,
ungfrú Sigríður Benediktsdóttir
frá Efra-Núpi, V.-Húnavatns-
sýslu og Valsteinn V. Guðjónsson,
Laugateigi 13. Heimili þeirra er á
Laugateigi 13.
Næstkomandl sunnudag sýnir Leikfélag Reykjavíkur „Tannhvassa tengdamömmu" í 88. skiptið.
Hver einasta sýning þessa bráðskemmtilega gamanleiks hefur verið vel sótt og oft hefur fólk orð-
ið frá að hverfa. Leikfélagið mun nú hraða sýningum þeim sem eftir eru á leiknum og er búizt
við að sýna hann aðeins fimm sinnum hér eftir. Er það meðal annars af því, að sjálf „tengda-
mamman“, frú Emilía Jónasdóttir, er á förum úr bænum. Mun hún fara til Akureyrar og verða
þar áfram „tengdamamma" með Akureyringum, sem ætla að sýna leikinn þar nokkrum sinnum.
„Ulla Winblad” ■ Þjóðleikhúsfnu
Hjónaefni
Á gamlárskvöld opiribc ruðu trú
lofun sína ungfrú Þóra Erlends
Langhoitsvegi 29 og Gunnar
Jónsson, múraranemi, Efstas. 31.
Nýlega hafa opinberað trúlofun
sina Svava Jóhannsdóttir, Skers-
eyrarvegi 4, Hafnarfirði og Kjart
an B. Ólafsson, Haðarstíg 6, Rvík.
Nýlega hafa opinberað trúlofun
sína Guðrún M. Jónasdóttir, Mýr
argötu 2, Hafnarfirði og Gísli
Sumarliðason, Hverfisgötu 104A,
Reykjavík.
Nýlega opinberuðu trúlofun
sína ungfrú Sigríður Guðmunds-
dóttir, Faxaskjóli 20 og Bjarni
Hólmgrímsson, Yztu-Vík, S.-Þing.
Nýlega hafa opinberað trúlofun
sína Lovísa Gunnarsdóttir frá
Stykkishólmi og Jón Valur Samú-
elsson, Langholtsvegi 15.
Nýlega hafa opinberað trúlofun
sina ungfrú Sísí Bender, Klepps-
vegi 52 og Haraldur Jakobsson,
Guðrúnargötu 1.
Á gamlárskvöld opinberuðu trú-
lofun sína ungfrú Margrét Egils-
dóttir, Efstasundi 85 o Kristinn
Magnússon, Skúlaskeiði 34, Hafn-
SKVEÐJUSÖNGUR er þeir fjór-
menningar Kristinn Hallsson,
Þorsteinn Hannesson, Ævar
Kvaran og Sverrir Kjartansson
syngja undir laginu „Joakim úti
í Babylon“, í leikritinu „Ullu
Windblad“, sem nú er sýnt í
Þjóðleikhúsinu:
Adam lá í Paradís
eins og þunnur róni.
Þessi dóni, þessi dóni
þegar drýgði synd.
Hann bað guð um dægradvöl,
dauft var lífið, holdið kvöl.
Ölið smökkum,
Adam þökkum.
Ást sé lof og prís.
Væru ei konur, væri ei synd,
væri lífið hryggðarmynd.
Allt á reiki.
Ömurleiki.
Engin Paradís.
Þýðinguna gerði Egill Bjarna-
son.
A myndinni eru (talið frá
vinstri): Appelstubbe (Ævar
Kvaran), Jergen kryppa (Krist-
inn Hallsson), skáldið Wetz
(Sverrir Kjartansson) og Moll-
berg (Þorsteinn Hannesson).
aifirði. —
Á gamlárskvöld opinbei'uðu trú-
lofun sína ungfrú Hulda Eiríks-
dóttir, Kirkjuteigi 21 og Kristinn
Björgvin Þorsteinsson, bankarit-
ari, Langholtsvegi 152.
Skipin
Eiinskipafélag íslands h. f.: —
Dettifoss fór frá Hafnarfirði 2.
þ.m. til Grundarfjarðar, Flateyr-
ar, ísafjarðar og þaðan norður
og austur um land til Hamborgar,
Rostock og Gdynia. Fjallfoss fer
frá Rotterdam í dag til Antwerp-
en, Hull og Reykjavíkur. Goðafoss
fór væntanlega frá New York
í gærdag til Reykjavíkur. Gull-
foss er í Kaupmannahöfn. Lagar-
foss er í Reykjavík. Reykjafoss
er í Hamborg. Tröllafoss er í
Reykjavík. Tungufoss er í Ham-
borg. Drangajökull er væntanleg-
ur til Rvíkur á hádegi i dag. —
Vatnajökull er væntanlegur til
Reykjavíkur um kl. 05 f.h. í dag.
Skipaútgerð ríkisins: — Hekla
fer frá Akureyri í dag vestur um
land til Reykjavíkur. Esja er á
Austfjörðum á leið til Akureyrar.
Herðubreið fer frá Reykjavík á
hádegi í dag austur um land til
Þórshafnar. Skjaldbreið fer frá
Reykjavík í dag vestur um land
til Akureyrar. Þyrill er á leið frá
Karlshamn til íslands. Skaftfell-
ingur átti að fara frá Reykjavík
í gærkveldi til Vestmannaeyja.
Skipadeild S.l.S.: — Hvassafell
fer væntanlega frá Kiel á morgun
til Riga. Arnarfell fór 31. des. frá
Seyðisfirði áleiðis til Ábo, Hangö
og Helsingfors. Jökulfell fer vænt
anlega í dag frá Gdynia áleiðis til
Reyðarfjarðar. Dísarfell er á leið
til Reykjavikur. Litlafell kemur
til Reykjavíkur á morgun. Helga-
fell er á ísafirði. Fer þaðan í dag
áleiðis til New York. Hamrafell
er í Batumi.
Eiinskipafclag Rvíkur li. f.: —
Katla fór í gærkveldi frá Kristian
sand áleiðis til Akureyrar, Siglu-
fjarðar og Reykjavíkur. — Askja
fór í gærkveldi frá Caen áleiðis
til Reykjavíkur.
SSlFlugvélar
Loftleiðir h.f.: — Edda er
væntanleg til Rvíkur kl. 18,30 í
dag frá Kaupmannahöfn, Gauta-
borg og Stafangri. Fer til New
í York kl. 20,00. — Saga er væntan-
leg sunnudagsmorguninn kl. 17,
frá New York. Fer til Osló, Gauta
borgar og Kaupmannahafnar kl.
8,30. — Hekla er væntanleg sunnu
dagskvöld kl. 18,30 frá Hamborg,
Kaupmannahöfn og Osló. Fer til
I New York kl. 20,00.
FERDINAND Gagnkvæmar grunsemdir
H! Ymislegt
Frú Guðspekifélaginu. — Jóla-
trésfagnaður barnanna, sem Þjón
ustureglan gengst fyrir, verður
haldinn á þrettándanum, mánu-
daginn 6. jan., í húsi félagsins,
Ingólfsstræti 22 og hefst kl. 4 síð-
degis. Sögð verður saga, sungið,
leikið, sýnd kvikmynd og jólasvein
a, koma í heimsókn. Félagar eru
vinsamlega beðnir að tilkynna
þátttöku sem fyrst í síma 17520.
Keflvíkingar
Jólatrésfagnaður kvenfélagsins
fyrir eldra fólk er sunnudaginn
5. janúar kl. 2, í ungmennafélags-
húsinu.