Morgunblaðið - 04.01.1958, Side 7

Morgunblaðið - 04.01.1958, Side 7
Laugardagur 4. janúar 1958 MORCTJTSBLAÐIÐ 7 FRÁ S.U.S. RITSTJÖRAR: JÓSEF H. ÞORGEIRSSON OG ÓLAFUR EGILSSON Leikarar og starfslið. Leikur að lisfum Tekib hús á Menntaskólaleikrtum 7958, jbar sem hann er i deiglunni GAMLÁRSKV ÖLD síðastliðið gerði fréttamaður síðunnar ferð sína niður í Iðnó, en þar er um þessar mundir verið að leggja síðustu hönd á „Herranótt“ Menntaskólans 1958. Formaður leiknefndar, Pálmar Olason, tók oss opnum örmum með kaffi og bakkelsi. Frumsýning verður á þrettándanum, manudág næst- komandi. A3 þcssu sinni fram- reiða menntskælingar Ieikritið My Three Angeis, gamanleik í þrem þáttum eftir hjónin Sam og Bellu Spewack, en það er „adaption“ á franska gamanleikn um „La Cuisine des Anges“ eft- ir Albert Husson. Franska leik- ritið gekk í 5 ár í Frakklandi (1953—57) og síðar í London. „Adaption“ þeirra hjóna gekk einnig á Broadway 1955—56, og eftir því leikriti er hin fræga kvikmynd „We are no angels“ með Humphrey sáluga Bogart, sem hér var sýnd í fyrra við mikla aðsókn. Leikritið hefur i lipurri þýðingu Bjarna Guð- mundssonar hlotið nafnið „Væng Stýfð'ir englar“, og á það for- takslaust eftir að veita bæjar- búum góða skemmtun næsta mánuð, en um leið gefst fólki kostur á að styrkja þessa elztu leikstarfsemi hérlenda. Þess má geta, að þetta mun vera 100. leikár menntskælinga, og aðfyrstaleiksýning þeirra með þessu sniði var einmitt á þrett- ándanum árið 1848, en þá sýndu þeir „Enarus Montanus“. Við göngum til búnings- herbergja. Þar er þröng á þingi en glatt á hjalla. Leikendur hafa klæðst gerfum sínum, og þarna ganga um franskar maddömur og fangar frá Djöflaey, eins og ekkert sé. Dramatis Personæ Sigurður Helgasou leikur Ducotel kaupmann. Hann lét sér vaxa yfirskegg af því tilefni, því að allt á að vera sem eðlilegast. En því miður var almennings- álitið á heimili hans andsnúið þessum skegghýjung, svo að hann neyddist til þess að raka sig á fæðingarhátíð frelsarans. Og nú verður hann að halla sér að hrosshári og límtúbu. Honum finnst leikritið mjög spaugilegt, en er hættur að taka eftir því. Brynja Benediktsdóttir leikur Emilíu kaupmannskonu. Hún hefur áður leikið í menntaskóla- leikjum, og þá ungar stúlkur. Henni finnst skemmtilegra að leika roskna konu, það gefur meiri tækifæri, sagði hún. Þóra Gíslason leikur Maríu dóttur þeirra. Hún heldur að sýningin verði góð, ef vel er á haldið þann tíma, sem eftir er. Hún hefur aldrei leikið áður og segist vera „hræðilega kvíðin". „Ég á að vera lítil, saklaus og falleg“, sagði hún, „þú getur ímyndað i þér hvernig það verður. Það verður hræðilegt“. Hún ætti þó ekki að þurfa að hafa áhyggjur þess vegna, stúlkan sú, ef hún verður eins og hún er, þá ætti allt að takast vel. Ragnheiður Eggertsdóttir leikur frú Parole. Hún sagði, að tilsvörin í leikn- um væru bráðsnjöll, og því riði á, að þau hittu í mark. Hún hef- ur áður leikið í gagnfræðaskóla og finnst gaman að leika, ef hún veldur því, sem á hana er lagt. Sakamennina nr. 3011, 6817 og 4711 leika þeir Þorsteinn Gunn- arsson, Ómar Ragnarsson og Ólafur Mixa. Þeir eru allir mjög ánægðir með hlutverkin og telja, að þau gefi góð tækifæri til leiks. Þeir hafa allir leikið áður og frammistaða þeirra á æfingunni gefur góðar vonir. Þeir halda, að það verði erfitt að fara í buxur þeirra afbragðsleikara, sem fóru með þessi hlutverk í kvikmyndinni, en eru þó ekki kvíðnir fyrir sýningunni. Ragnar Arnalds leikur Henrik Trochard kaupsýslumann. Hann sagði að leikritið væri bráðsnjallt og mettað snjöllum tilsvörum. Það væri einnig nokkuð öðruvísi en þau, sem leikin hafa verið und- anfarin ár. Hann hefur oft leikið áður, og finnst skemmtilegt, eink um vegna hins góða félagsskap- ar. Björn Ólafs leikur Pál frænda sem er ástfanginn í Maríu, en á að giftast til fjár. Hann segir leikritið skemmtilegt, en mórall inn í því sé í hæpnasta lagi. Það sé nýtízkulegra en i fyrra og gefi er mjög fegin að þurfa varla að sjást á sviðinu, það geri sig svo „nervösa". í búningsklefanum eru stúlkur á þönum með öryggis nælur og títuprjóna; hárgreiðslu- konur, sminkari og aðstoðar- menn. Hér vinna allir af áhuga og dugnaði. Margar hendur vinna létt verk. Allt fyrir félags- skapinn. Það er þetta, sem gef- ur skólanum gildi. Leiknefnd Frammi á gangi hitti ég leik- nefnd að máli og ynni þá eftir ástæðunni til þess að þetta leik- rit varð fyrir valinu. „Við völd- um þetta“, sögðu þeir, „því að það er búið að sýna gömul leik- rit fjögur undanfarin ár. Kenn- arar vildu sýna eitt slíkt ennþá, en þar sem við eigum aðeins völ á einum gangi búninga, þá, sem notaðir voru í fyrra og árið þar á undan, þá kunnum við ekki við að sýna þá í þriðja sinn í röð“. Og fjármálin? „Ja, nú hef- ur rektor skipað okkur fjárhalds- mann, Einar. Magg, og ef það verður taprekstur í ár, eins og í fyrra, þá er þessum skólaleik-j- um lokið i bili“. Menntskælingar eru konungar af kotungs efnum, það er illt til þess að vita,- að þessar tíu þús- undir, sem þarf til uppfærslunn- ar skuli reynast erfiðasti hjall- inn, oft nærri ókleifur. Þess má I geta, að „Herranótt“ er einasta Skál fyrir jólunum ! meiri tækifæri. Honum finnst skemmtilegra að leika skúrka en unga ástfangna menn, því að þeir síðarnefndu megi ekki sýna til- þrif á leiksviðinul! Haukur Filipps leikur liðsforingja. Hann er jafnframt leiksviðsstjóri. Síð- ast en ekki sízt er snákurinn Adolf, sem er tveggja manna bani í leikslok, með dyggilegri aðstoð fanganna. Hann vildi ekki með neinu móti láta uppi álit sitt og varð fréttamaðurinn frá að hverfa við svo búið. Að tjaldabaki En leikstarfsemi er ekki aðeins leikurinn og klappið. Það þarf að undirbúa og skipuleggja, huga að fjármálum, auglýsa, smíða leiktjöld, hvísla, sminka, ganga frá búningum o. s. frv. Þetta starf hvílir á sjö manna leik- nefnd. Agnar Erlingsson smíðaði leiktjöld og málaði með aðstoð Lárusar Ingólfssonar, sem reynst hefur menntskælingum ómetan- legur leiðbeinandi undanfarin ár. „Lárus málaði allt það vanda- sama“, sagði Agnar og brosti lítilsháttar. Signý Thoroddsen er hvíslari. Hún sagðist hafa fengið góða æfingu í skólanum við að hvísla að sessunautunum, en hún þurfi ekki á því að halda nú. Það þurfi ekki að hvísla að leikendum, þeir kunni svo vel. Hildur Bjarnadóttir leikur á munnhörpu að tjaldabaki. Hún meiriháttar leikstarfsemi hér lendis, sem ekki nýtur opinberra styrkja. „Vængbrotnir englar" Leikurinn gerist í dagstofu Ducotel-hjónanna, sem er inn af sölubúð Ducotels á Djöflaey, á aðfangadag og jóladag árið 1910. Fyrsti þáttur, og við deilum þeg- ar áhyggjum með franskri kaup- mannsfjölskyldu. Verzlunin, sem ‘ríki frændinn á, gengur illa, bók- haldið í ólagi, hið eina, sem létt- ir á er fjar- og bréfaást Maríu, dótturinnar, á Páli. En Páll á að giftast til fjár, að boði ríka frændans, sem kemur í heim- sókn til þess að kynna sér rekst- ur verzlunarinnar. Bliku dregur á loft. En forsjónin sendir hin- um örvæntingarfullu kaup- mannshjónum þrjá sakamenn, sem færa fjölskyldunni gæfu og gengi með aðstoð snáksins Adolfs. Eins dauði er annars 1 brauð. Til þess að þetta megi verða, er það hlutskipti frænd- ans og Páls að burtkallast fyrir tilverknað forlaga og þriggja sakamanna. „Jú, mórallinn í leikritinu er ef til vill nokkuð hæpinn“, sagði leikstjórinn Bcnedikt Árnason, „en þetta er góðlátlegt grín, sem engan skaðar“. Benedikt hefur stjórnað menntaskólaleik undan- farin tvö ár og verið hvort tveggja i senn hollur leiðbein- andi og góður félagi. „Það er gott að vinna með menntskæl- ingum“, sagði hann, sem einmitt hóf leikferil sinn í menntaskóla- leik, „þetta eru góð efni, sem gera sér engar grillur. Leikgleði og lífsgleði, það er þeirra boð- skapur“. 1848 — 1958 6. janúar. Á mánudag uppskera mennt- skælingar ávöxt erfiðis. Þá njóta bæjarbúar góðs af starfi þeirra. Vitaskuld munu bæjarbúar fjöl- menna í Iðnó næsta mánuð og hafa skemmtan um leið og þeir efla fyrsta leikhúsið, upphaf leik- listar á íslandi. Skerfur mennt- skælinga til leikhúslífs verður aldrei fullmetinn, auk þess, sem þetta starf veitir þeim, sem að því vinna, menntun og þroska, því: „Heimurinn er leikhús, og menn og konur aðeins þjónar þess“, eins og meistarinn Shakespeare segir einhvers staðar (forlátið útþynnta þýðingu). Við óskum menntskælingum til hamingju með leikrit þeirra og vonum að þessi gamli en þó síungi meiður megi enn vaxa, dafna og bera ávöxt. J. R. Jósep : Hvernig á að fara a3 því að drepa ríka frændann T Alfreð : Augljóst mál. Jósep : Hvernig þá ? Alfreð : Snákurinn. Missa snákinn í rúmið hans. Júlíus : Vitaskuld. Jósep : Þetta er fyrirtaks hugmynd. Örugg og mannúðleg. Aifreð : Banaslys. Jósep : Raunalegt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.