Morgunblaðið - 04.01.1958, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 04.01.1958, Qupperneq 14
14 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 4. janúar 1958 Auðkona tepptist ætlaði oð eyða jólaleyfinu á Bermuda, á KeflavíkurfIugvelIi fram á nýársdag Hún var kabaretftsdngkona í gamBa daga - nú menningar- fuBBftrúi Dominikana i París Í>AÐ lætur ævintýralega í eyr- um að eyða jólafríinu sínu undir suðrænni sól á Bermudaeyjum. Aftur á móti virðist það næsta ömurlegt að verða strandaglóp- ur á Keflavíkurflugvelli yfir jólahátíðina, en það varð vellauð- ug kona sunnan frá Vestur-Indía lýðveldinu Dominikan. Hún var á leið til Bermuda, en eyddi jóla- hátíðinni í hótelinu á Keflavik- urflugvelli, ásamt föruneyti sínu. Hún ætlaði að fara þaðan um miðnætti á sunnudagskvöld- ið. Þrátt fyrir þetta mótlæti var hún og föruneyti hennar í góðu skapi. Kvað hún alla hafa keppzt við að gera þeim dvölina sem á- nægjulegasta. Þessi vellauðuga kona, sem er frá höfuðborg hins auðuga lýð- veldisins Ciudad Trusillo hefirþó ekki átt þar heima um langt ára- bil. Stutt ágrip af ævisögu henn- ar er á þessa leið: Hún var fátæk lítil stúlka í París, en þar er hún fædd fyrir 50 árum — 60 eða jafn vel 65 — seldi blóm á götum stórborgarinnar og hafði gaman að dægurlagasöng. Svo var það dag einn að fræg frönsk slagara- söngkona heyrði fátæku stúlkuna taka lagið og þá hófst ævintýrið. Franska söngkonan, sem öðlað- ist mikla frægð og er raunar enn fræg, Lucienne Boyer tók telpuna að sér og skólaði hana brátt til í slagarasöng. Síðan lögðu þær land undir fót og fóru til Bandaríkjanna. Þar söng hún einkum í Schubert-leikhúsinu. Hún var klædd sem lítill drengur í hvítri blússu, síðbuxum og með barðahatt á höfði. Hún tók upp nafnið „Litli spörfuglinn“. Ein- hvern tíma hafði hún í fyrr- nefndu leikhúsi sungið með A1 Jolson. Hún kynntist síðar verk- fræðingi frá Dominikanska lýð- veldinu. Hann hafði áður verið kvæntur maður. Þau giftu sig, en barnlaus eru þau. Sonur hans var í för með stjúpmóður sinni á flug vellinum. Verkfræðingur þessi, Benitez Rexach að nafni, mun hafa orðið auðugur maður m.a. á því að hann stendur í skjóli við einvalds herra landsins generalissimo Refael Trujillo, er verið hefir ein — NESTI — _ BENZlN — N E S TI (Dríve m) Fossvogi 2. vélstjóra vantar strax á Ms. Fróðaklett frá Hafnarfirði. Uppl. í síma 50165. Tilkynning frá Skattstofu Keykjavíkur varðandi söluskatt og útflutningssjóðsgjald. Athygli söluskattsskyldra aðila er hér með vakin á eft- irfarandi ákvæðum í 7. gr. reglugerðar nr. 199, 30. desem- ber 1957 um söluskatt: „Skattskyldan nær til hvers konar framleiðslu, iðnaðar og þjónustu, þar með talin umboðssala (umboðsviðskipti), sölu eða afhendingar, vinnu og þjónustu látinnar í té af iðnaðarmönnum og iðnaðarfyrirtækjum, matsölu- veit- inga- og gistihúsum, sýninga í kvikmyndahúsum, leikhús- um, flutningastarfsemi, lausafjárleigu og annarrar sölu, veltu eða viðskipta en þeirra, sem eru undanþegin sam- kvæmt 6. gr. reglugerðar þessarar. Tekur skattskyldan þannig til þess, ef framleiðendur, verksalar, viðgerðar- menn og aðrir slíkir aðilar láta í té vörur af eigin birgð- um, frá fyrirtækjum í sambandi eða félagi við þá eða ef þeir útvega og láta í té vörur frá öðrum með eða án álagn- ingar, enda vinni þeir jBtarfsmenn þeirra eða fyrirtæki að vörunum á einhvern hátt og tekur það til hvers konar viðgerða eða annarrar aðvinnslu". Ofangreindar reglur gilda einnig um útflutningssjóðs- gjald skv. 20. gr. laga nr. 86, 22. desember 1956. Reykjavík 3. janúar 1958. SKATTST J ÓRINN 1 REYKJAVlK. Hér er Madame Benitez með gestum sínum, höfðingjum frá Cameroon í Afríku, fyrir utan hús sitt, Villa Bagatell, í Cannes á Bláströnd Frakklands. valdur þar í landi um 28 ára skeið. Áður en hann komst til valda voru árl. byltingar í landinusagði G. B. Rexach yngri. Hann hefur ekki fetað í fótspor föður síns á verkfræðilega sviðinu, heldur er hann í sendisveit lands síns í París. Hann bætti því við að á valdaárum generalissimos Truj- illo hefðu stórfelldar framfarir orðið í landinu, enda er það auð- ugt mjög að málmum og ræktun- armöguleikar miklir. — Faðir minn, sagði hann, hefur haft yfir- umsjón með hafnargerð á eyj- unni, annazt skipasmíðar, og er náinn samstarfsmaður Trujillo einvalda á sviði verklegra framkv. í landinu. Síðan bætti hann við: Ef til vill gætuð þið átt við okkur viðskipti, selt okk- ur „baccalao" t.d. — Nei, ég er ekki verzlunarfulltrúi hjá sendi- ráði Dominikanska lýðveldinu, eins og Rubirosa , heldur starfa ég í menningarmáladeild þess á- samt stjúpmóður minni, Madame Benitez. Madame Benitez hafði komið í einkaflugvél sinni, „Litla spör- fuglinum", sem er Dakótaflugvél eins og íaxarnir á innanlands- ieiðum. Fiugvélin hafði komið við í Prestvik og ætlaði að taka hér benzin, en halda förinm síðan áfram til Gander 5 Nýfundna- landi. Við komumst öll úr jafn- vægi, sagði einn úr föruneytinu, er flugstjórinn kom með þær fréttir til okkar að lengra yrði ekki haldið a.m.k. ekki í bili, því vitlaust veður væri við Græn land. — Þetta var hinn 20 des. sl. Var ekki um annað að gera en að taKa farangurinn úr flug- vélinni og koma sér hér fyrir í f'.ugvaliarhótelinu. Emkafl.'.Fvélin er með 'uxus innréttingu, eins og setustofa, með fjaðrasófum, svefnherbergi fyrir Madame Benitez — vín- stúka og fleira. Síðan hefur hver dagurinn á fætur öðrum liðið án þess að hag- stæðan byr gæfi. Nærri því dag- lega og stundum oft á dag, hafa farið fram símtöl milli flugvall- arins og Parísar og símskeyta- samband haft við Benitez, sem lagði það meðal annars fyrir, að reynt yrði að taka stóra farþegaflugvél á leigu hér. — Við höfðum samband við Loftleiðir. Þeir kváðust skyldu fljúga okkur til Bermuda fyrir 20.000 dali. Að vísu hafði Mad- ame Benitez þá peninga hand- bæra í ferðatöskum sínum hér á hótelinu, en hún taldi það hreina vitleysu að fara að leigja svo dýra flugvél. Því eyddum við jól- unum hér í hótelinu. Hingað hef- ur komið margt fólk, sem býr hér á flugvellinum, til að stytta okkur stundir og urðu þetta beztu jól. Einn starfsmanna hér í hótelinu, Sverrir Briem, hafði fært Madame jólasveins-kerta- stjaka og gladdi það Madame mjög. Jólagjöf háfði hún ekki fengið frá því í gamla daga. — Nú vonumst við til að geta haldið áfram ferð okkar á mið- nætti í nótt (sunnudag). Við hittum Madame Benitez og föruneyti hennar síðd. á sunnu- daginn var. Hún var í dökkum síðbuxum, hvítri skyrtu, með barðastóran suður-amerískan hatt á höfði. Hún var með breitt armband alsett gimsteinum og stóra steinhringi á hvorri hendi. Svona var hún klædd er hún kom fram á leiksviðinu í kaba- rettnum sem hét „Litli spörfugl- inn“. — Svona er hún oftast klædd heima og heiman sagði þerna hennar. Vegna andlitssmyrsla og málaðra augnloka, var ekki gott að segja til um aldur M. Benitez. Hún lék á als oddi er hún bauð gestum sínum hressingu, söng gamla franska revýusöngva, og steig léttileg dansspor. Hún er lítil vexti, hnellin. — Með okkur var franski sendikennarinn við há- skólann Mlle. Madelaine Gagn- aire. Madame Benitez talar ekki annað en frönsku og þótti henni fengur af því að hitta frönsku- mælandi „staðarmann". Á borði einu lá fjöldi ljós- mynda. Þar gat að lýta fjölda mynda af Madarae Benitez: Heima hjá sér í París, þar sem hún á tvö hús, heima hjá sér í veglegri villu í Blástrandarbæn- um Cannes, og á luxushóteli sínu í San Juan í Puerto Rico. Loks myndir af henni á San Juan, þar sem hún á veglegt hótel, loks myndir af henni á lystisnekkju sinni, en það skip er yfir 100 m langt með 25 manna farþegarými og 65 manna áhöfn. Þirjár skemmtisiglingaskútur á hún að auki. Ein mynd af henni var við einn af 14 bílum, sem hún á í París, þar af eru tveir Rolls Royee, tveir Kadiljákar og jafn- margir Mercedes. Enn var mynd af henni á Korsiku, þangað sem hún hafði skroppið í flugvélinni sinni til þess að heilsa upp á gamlan kunningja Tino Rossi, söngvarann fræga. Madame Benitez og stjúpsonur hennar höfðu skroppið til Reykja víkur, borðað í Naustinu. Okkur þótti dýrt að koma þangað, en við myndum vilja koma hingað að sumarlagi og renna eftir laxi eða silungi. Okkur hefur verið sagt það hér í flugvallarhótel- inu, að það sé aðalsportið hér á sumrin, sagði stjúpsonurinn, er heitir G. Benitez Rexach, suð- rænn yfirlitum, einn þriggja sona hins auðuga .verkfræðings. Við spurðum hann hvort það væri ekki í rauninn faðir hans, sem ætti allar þessar miklu eignir, auk bíla og skipa. — Nei — nei — nei — Madame á þetta allt sam- an! Hann vill að hún eigi þetta allt. — Jæja, nú sjáið þið fyrir end- ann á dvölinni hér og vonandi getið þið fengið ykkur sólbað á Bermuda, eftir svo sem 48 klst., eða er ekki ferðinni enn heitið þangað? Jú, reyndar, en lengra munum uiiaq BPI BIlB — ‘epieii giA San Juan. í janúarmánuði n.k. ætlar generalissimo Trujillo að gifta unga dóttur sína, Angelitu, og hefur Madame verið boðið til brúðkaupsveizlunnar, sem verða mun mjög vegleg. Nú heyrði Madame mikinn flug véladyn fyrir utan flugvallar- hótelið. — Hún fór út að gluggan- um, horfði út í hríðina. Sneri til baka að vörmu spori. Eftir sex klukkustundir eigum við að geta lagt af stað. Hún renndi til botns úr glasi. Það stirndi á demants- hringinn á hægri hendi. En hið forna máltæki „dag skal að kvöldi lofa“, átti eftir að sannast á þessu ferðafólki. Það fréttum við ekki fyrr en á nýjársdag. Þá hringdi stjúpsonur Madame Benitez til okkar sunn- an af Keflavíkurflugvelli. Ég hélt í fyrstu að nú væri hann að hringja til mín sunnan frá Bermuda, sagði Kjartan Sveins- son, skjalavörður. Hann var með okkur er við hittuin Madame Benitez og ferðafélaga á flug- vellinum á sunnudaginn var. — Ræddi lengi við þau mæðgin um lax- og silungsveiðar. Já, þau höfðu líka verið á Keflavíkurflugvelli á gamlárs- kvöld! Svo sagði hann söguna: Þegar flugvélin okkar var í þann veginn að leggja af stað á sunnu- daginn var, búið að setja hreyfl- ana í gang til að hita upp, vildi óhappið til, sem því olli að við erum hér enn. Hún rann áfram eitt eða tvö fet, og rakst þá annað skrúfublaðið í gangsetn- ingarvélina sem stendur framan við hreyflana þegar sett er í gang. Skrúfan laskaðist. Við mátt um aftur taka pjönkur okkar og koma okkur fyrir hér á Kefla- víkurflugvelli. Við tókum þessu mótlæti öllu með furðulegri still- ingu. Hugsið yður, að við erum búin að vera hér veðurteppt í 11 daga. En nú erum vtð á förum, tökum okkur far vestur um haf í kvöld (nýjársdag) með Pan American-flugvél og nú vonum við að allt gangi vel. — En ég vildi aðeins segja yður að lokum, sagði stjúpson- urinn. Mig langar til að koma hingað aftur. — Svo kvaddi hann. Madame Benitez, stjúpsonur- inn, þjónustustúlka hennar og húsvinirnir tveir, héldu svo vest- ur um hafa með Pan American- flugvélinni í nýjársdagskvöld. — Flugstjórar hennar urðu hér eft- ir, til þess að gera við flugvélina, og fljúga henni síðan vestur um haf, á eftir Madame Benitez, sem verið hefur aðalumræðuefni manna á meðal á Keflavíkurflug- velli um hátíðarnar. Þangað munu fáir hafa komið, sem vakið hafa meira umtal og eftirtekt. Sví Þ. ÁLASUNDI 3. janúar. — Síld- arleitarskipið G. O. Sars lét í dag úr höfn til síldarleitar í Vestur-íshafinu. Fiskifræðingur- inn Finn Devold, sem er fyrir leiðangrinum gerir ráð fyrir að síldin komi nú á svip- uðum tíma og árið 1950, senni- lega nokkru sunnar en venjulega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.