Morgunblaðið - 04.01.1958, Side 15
Laugardagur 4. janúar 1958
MORCUNBLAÐIÐ
15
Foot vitl
Makarios '
LONDON, 3. jan. — Kýpurmálið
er rætt innan brezku stjórnar-
innar þessa dagana. Hinn ný-
skipaði landsstjóri Breta á Kýp-
ur, Foot, hefur lagt fram til-
lögur, sem miða að því að leysa
deiluna. Enn hafa þessar tillög-
ur ekki verið birtar, en stjórnin
hefur rætt þær. Hins vegar þyk-
ir fullvíst, að Foot hafi gert það
að tillögu sinni, að hafnar verði
viðræður við Makarios erki-
biskup í London um framtíð
eyjarinnar.
Sem kunnugt er er erkibiskup-
inn formælandi grískumælandi
eyjarskeggja, sem vilja samein-
ingu eyjarinnar og Grikklands.
Tyrkneski minnihlutinn á eyj-
unni vill hins vegar að eyjunni
verði skipt milli þjóðabrotanna
tveggja. Brezka stjórnin mun
ekki hafa talið vænlegt að fara
að ráðum Foots, venda kvæði
semja
við
sínu skyndilega í kross — og
hefja viðræður við Makarios. —
Skyndileg breyting á afstöðu
Breta í málinu er talin geta
aukið mótspyrnuna á Kýpur að
áliti stjórnarinnar. Er almennt
talið innan stjórnarinnar, að
fyrst beri að leita fyrir sér um
lausn málsins með viðræðum yið
grísku og tyrknesku stjórnirnar
Ólíklegt er talið að nokkuð
verði aðhafzt næstu daga. Mac-
millan fer á þriðjudag í mánað-
arferðalag um samveldislöndin
og kynnir sér afstöðu stjórnmála-
foringja þeirra, jafnframt því sem
hann gerir þeim grein fyrir við
ræðum hans við Eisenhower og
Parísarfundinum. Þá er ekki geit
ráð fyrir að svar hans við bréfi
Bulganins verði fullbúið áður en
hann heldur af stað. Mun stjórn-
in hafa samráð við stjórnir NATO
landanna um svarið til Búlgan-
ins.
Vnnið af kappi í öllum kennslustofum.
Hluti af annarri álmu Béttarholtsskólans.
Sparnaður brezku sfjórn-
arinnar ilta séður á Möltu
LA VALETTA, 3. jan. — Enn
skarst í odda með Bretum og
Möltubúum í dag, er 12 þús.
verkamenn, sem vinna í skipa-
smíðastöð brezka flotans á eyj-
unni, lögðu niður vinnu vegna
uppsagnar 30 verkamanna. Tóku
verkamennirnir upp vinnu síðar
í dag, er brezka herstjórnin á eyj-
unni hafði lofað að sjá hinum
30 fyrir annarri vinnu. Ástæða
til versnandi sambúðar Breta og
eyjarskeggja á Möltu þessa dag-
ana er sú, að mikils ótta gætir
á eyjunni vegna þess að brezka
stjórnin hefur ákveðið að skera
niður fjárveitingu til fram-
kvæmda á vegum flotans. Óttast
eyjarskeggjar að þetta komi nið-
ur á þeim, en efnahagslífið á
Möltu byggist að mestu leyti á
skipasmíðastöð flotans þar. Þetta
hefur meira að segja gengið það
langt, að Mintoff forsætisráð-
herra á Möltu hefur hótað því að
eyjarskeggjar slíti öllu-sambandi
við Bretland. nema Bretar tryggi
þeim að atvinnuleysi ríði
ekki yfir eyjuna vegna ákvarð-
ana brezku stjórnarinnar í sam-
bandi við fjárveitingar til flot-
ans. í dag var 30 sagt upp vinnu
og jafnframt tilkynnt, að 100
manns yrði sagt upp vinnu við
skipasmíðastöðina einhvern
Adenauer hugleiðir
svar lil Bulganins
BONN 3. janúar. — Tilkynnt var
í Bonn í dag, að 1. janúar sl. hefði
NATO bætzt tvö brynvarin her-
fylki og hefði V-Þýzkaland þar
með lagt bandalaginu fimm her-
íylki til sameiginlegra varna
NATO. Jafnframt hafa V-Þjóð-
verjar lagt fram deild tundur-
skeytabáta við Norðursjó. Síðar
á þessu ári verður herfylkjum
V-Þjóðverja enn fjölgað um þrjú.
Adenauer og stjórn hans undir-
búa nú svar við bréfi Bulganins
frá fyrra mánuði. Talið er, að
Adenauer vilji ræða við fulltrúa
Ráðstjórnarinnar um friðarmál-
in, ef tryggt sé að kommúnistar
notuðu ekki slíkan fund í áróðurs
skyni. Fullvíst er og talið, að
Adenauer athugi gaumgæfilega
hina pólsku tillögu um belti í Ev-
rópu þar sem ekki verði staðsett
kjarnorkuvopn. Það mun og vera
með hliðsjón af þessari tillögu að
V-Þjóðverjar leyfa ekki að svo
komnu máli staðsetningu eld-
flaugastöðva austan Rínar.
KAIRO 3. jan. Á þingi fulltrúa
frá ýmsum Afríku og Asíuríkj-
um auk kommúnistaríkjanna,
sem hér er haldið, var í dag
ákveðið að 1. marz yrði fram-
vegis „baráttudagur" fyrir banni
á kjarnorkuvopnum.
næstu daga. Yfirstjórn brezka
flotans á eyjunni hefur hins veg-
ar skýrt svo frá, að ekki þurfi
þessir menn að óttast atvinnu-
leysi. Bretar ætli að fara að
byggja geysimikla neðanjraðar-
eldsneytisgeyma á eyjunni — og
þær framkvæmdir taki allt að
þrjú ár.
Knldnlegt svnr
LONDON, 3. jan. — Brezka
stjórnin hefur svarað kuldalega
hótunum Mintofís, forsætisráð-
herra Möltu um að rjúfa tengsl-
in við Bretland. Segir í svari
Breta, sem Lennox Boyd nýlendu
málaráðhcrra skrifar undir, að
slík framkomu forsætisráðherra
Möltu geti haft spillandi áhrif á
ákvörðun brezku stjórnarinnar
u mað veita eyjunni 500 millj.
punda efnaliagsaðstoð næstu
fimm árin. Þetta er í fyrsta sinn
sem opinberlega er skýrt frá upp
hæð efnahagsaðstoðarinnar.
— RéftarhoSfsskóli
Framh. af bls. 9
í haust, segir skólastjórinn, Ragn
ar Georgsson.
Tæplega 300 nemendur stunda
nám í þessum skóla í vetur.
o—O—o
Ýmislegt athyglisvert ber fyr-
ir augu. Gluggarnir eru stórir,
og gangarnir breiðir. Loftið er
alls staðar lagt mjóum samsíða
óhefluðum borðum. Þessi frá-
gangur er ódýr og gefur mjög
góða raun, hvað hljóðburð varð-
ar, samkvæmt upplýsingum frá
Skarphéðni J óhannssyni arki-
tekt, sem teiknaði skólann. Nokk
urt bil er á milli borðanna, og
verður það til þess, að hljóðið
deyfist. Ekki er þörf á neinu
viðhaldi á slíkum loftum, segir
Skarphéðinn. Þetta mun vera í
fyrsta skipti, sem slíkur frágang-
ur er hafður hérlendis.
Sjálfvirk loftræsing
Þó að gluggarnir séu stórir,
mun ekki vera ætlunin að nota
þá mikið til loftræsingar í fram-
tíðinni, þar sem sjálfvirk loft-
ræsing á að koma í skólahúsið.
Er það algjör nýjung að nota
slíkt í skólahúsum hérlendis.
o—O—o
Áformað er að nota svæðið
milli álmanna í sambandi við
skólastarfsemina, þannig að þar
verði komið fyrir garði, sem nota
Hreinsunin gengur hœgt
VARSJA 3. janúar — 31,500
manns hafa verið reknir úr
kommúnistafloklcnum pólska síð
an í október s.l. að Gomulka boð-
aði hreinsun í flokknum. Tölur
þessar eru hafðar eftir tilkynn-
ingu frá pólsku stjórninni — og
fylgir það með, að hreinsunin
sé aðeins skammt á veg komin.
Af 1,267,000 meðlimum flokksins
hefur ferill einungis 140,000 verið
rannsakaður. Er hreinsúninni að
að sögn kommúnistaleiðtoganna
mestmegnis beint gegn stalinist-
um, lýðræðissinnuðum flokks-
Rokossovsky
á baksíðu
MOSKVU 3. janúar — Moskvu-
blöðin skýrðu frá því á baksíðu
í dag, að Rokossovsky marskálk-
ur hefði verið skipaður aðstoðar-
varnarmálaráðherra. Fregnin
barst fyrst út er Krúsjeff sendi
tyrkneska forsætisráðherranum
nýjársóskir. Sem kunnugt er var
Rokossovsky sendur til Kákasus
um sama leyti og Zhukov var
útskúfaður — og til tíðinda dró
í sambúð Tyrklands og Sýrlands.
Löngum hefur verið talið að
Rokossovsky hefði verið sendur
þangað í hálfgerða útlegð, en
síðar hefur hann snúizt á sveif
með þeim, sem íordæmt hafa
Zhukov svo að ekki er Ijóst hvort
hann hefur verið fjandmaður
hans eða ekki. Hins vegar telja
margir, að heimköllun Roskossov
skys bendi til þess að afstaða
Krúsjeffs til Tyrkja hafi breytzt.
rsa
mönnum, óvirkum og andlega
spilltum flokksmönnum. Auk
þess er tekin upp barátta, gegn
ævintýramönnum og drykkju
rútum samk., tilkynningu þar að
lútandi. — Reuter.
Nýtt ríki —
Veshu-Indíiir
LONDON 3. janúar. — Nýtt ríki
var formlega stofnsett í dag. Það
var Vestur-Indía eyjasambandið,
eins og það nefnist. Brezki lands
stjórinn, Hailes lávarður, sór í
dag embættiseið sinn í höfuð-
stöðvum sínum í Port of Spain á
Trinidad. Þetta nýja ríki er
myndað af 10 eyjum, en íbúatala
þeirra er samtals 4 milljónir, .—
Bahamaeyjar, Bermuda, Brezka
Honduras og Brezka Guiana tóku
ekki þátt í stofnun Vestur-Indía
eyjasambandsins. Fyrstu al-
mennu kosningarnar í hinu ný-
stofnaða ríki verða haldnar 25.
marz nk. og munu íbúar allra
eyjanna 10, þá kjósa fulltrúa á
eitt sameiginlegt þing.
Fyrstu fimm árin mun Bret-
land veita Vestur-Indíum hálfrar
milljónar punda fjárhagsstuðn-
ing árlega. Brezka landssjóranum
var mjög vel fagnað í Port of
Spain í dag og við það tækifæri
lét forsætisráðherrann á Jamaica
svo um mælt í ræðu, að hann
byggist við því, að Vestur-Indíur
yrðu innan fárra ára fullgildur
meðlimur brezka samveldisins.
má við náttúrufræðikennslu. f
þessum grasgarði yrði gróður-
sett sem allra mest af þeim plönt-
um og trjám, sem þrifizt geta
hér á landi, sagði skólastjórinn.
Slík framkvæmd mundi verða
nýlunda hér á landi, og mun gert
ráð fyrir að koma einnig upp
hliðstæðum garði við Hagaskól-
ann, sem þó yrði að öllum lík-
indum helgaður einhverju öðru
sviði náttúrufræðinnar t.d. steina
ríkinu.
I. O. G. T.
Unglingastúkan Unnur nr. 38.
Fundur á mor.gun sunnudag kl.
10 f.h. í G.T.-húsinu.
— Gæzlumaður.
Barnastúkan Diana nr. 54
Fundur á morgun kl. 10,15.
Kosning embættismanna. Ymis
skemmtiatriði. — Mætið öll og
komið með nýja félaga.
— Gæzlumenn.
Móðir okkar
ARNFRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR
andaðist í Elliheimilinu Grund 2. janúar 1958.
Marselía Jónsdóttir,
Sigurður Berndsen.
VILHJALMUR sveinsson
prentari, Óðinsgötu 7, lézt í Landakotsspítala föstudaginn
3. þ.m.
Dagmar Gunnarsdóttir,
Ásgeir Ólafsson.
Fósturfaðir minn
ÞORGEIR JÖNSSON
andaðist 2. janúar á heimili mínu í Siglufirði. Jarðarförin
sem fram fer frá Hafnarfjarðarkirkju verður nánar aug-
lýst síðar.
Helgi Vilhjálrasson.
Móðir okkar og tengdamóðir
ÓLÖF ANDRÉSDÖTTIR
Bárugötu 8, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni mánu-
daginn 6. janúar kl. 2.
Blóm og kransar vinsamlegast afbeðið.
Elín Guðnadóttir,
Þórdís og Alexander Bridde.
Jarðarför móður minnar
HELGU GÍSLADÖTTUR
fer fram frá heimili hennar Njarðargötu 1, Keflavík,
þriðjudaginn 7. þ.m. og hefst með bæn að heimili hennar
ld. 1.
Fyrir hönd vandamanna.
Helgi G. Eyjólfsson.
Jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu
JÓNFRlÐAR G. HELGADÓTTUR,
fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 6. janúar kl. 2
e. h. — Hefst með bæn frá heimili hinnar látnu Grettis-
götu 31, klukkan 1,15.
Athöfninni verður útvarpað.
Inga Gestsdóttir, Bjarni Gestsson,
Ásta Gestsdóttir, Helena Gestsdóttir,
Gústaf Gestsson, Jóhanna Ásgeirsdóttir,
og barnabörn.
Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarð-
arför unnusta míns og bróður okkar
ÁRNA INGIMUNDARSONAR
Snorrabraut 42
Ásta Guðbjörnsdóttir
og systkini hins látna.