Morgunblaðið - 04.01.1958, Side 16

Morgunblaðið - 04.01.1958, Side 16
VEÐRIÐ Gengur í hvassa SV-átt með skúrum síffdegis. Skólar í Reykjavík Sjá bls. 9. 2. tbl. — Laugardagur 4. janúar 1958 Framboðslístar SjálfsfæBis- flokksins í jb remur kaupstöðum Akureyri LAGÐUR hefir verið fram listi Sjálfstæðisflokksins til bæjar- stjórnarkosninga á Akureyri. — Höfð var prófkosning og að henni lokinni gekk fulltrúaráð sjálf- stæðisfélaganna í bænum frá list anum. Var fullkomin eining um skipan hans. Listinn er skipaður eftirtöld- um mönnum: 1. Jóns G. Rafnar, lögfræðingur. 2. Jón G. Sólnes, bankafulltrúi. 3. Helgi Pálsson, erindreki. 4. Árni Jónsson, tilraunastj. 5. Gísli Jónsson, menntaskóla- kennari. 6. Jón H. Þorvaldsson, bygginga meistari. 7. Bjarni Sveinsson, múraram. 8. Gunnar H. Kristjánsson, kaup maður. 9. Árni Böðvarsson, verkam. 10. Ragnar Steinbergsson, banka- fulltrúi. 11. Ingibjörg Halldórsdóttir, frú. 12. Magnús Björnsson, bankarit- ari. 13. Kristján Jónsson, fulltrúi. 14. Gunnhildur Ryel, frú. 15. Steindór Jónsson, skipstjóri. 16. Sigurður Guðlaugsson, raf- virki. 17. Elinborg Jónsdóttir, frú. 18. Einar Kristjánsson, forstj. 19. Jakob Ó. Pétursson, ritstjóri. 20. Kristján Pálsson, verkamaður. 21. Guðmundur Jörundsson, út- gerðarmaður. 22. Indriði Helgason, rafvirkjam. SigSufi&rður Siglufirði, 3. jan. SIGLFIRÐINGUR málgagn Sigl- firzkra Sjálfstæðismanna, birti í dag framboðslista Sjálfstæðis- manna hér við bæjarstjórnar- kosningarnar 26. jan. Er listinn þannig skipaður: 1. Baldur Eiríksson forseti bæj- arstjórnar. 2. Stefán Friðbjarnarson skrif- stofumaður, formaður F.U.S. 3. Ófeigur Eiríksson lögfr. 4. Þórhalla Hjálmarsdóttir, hús- freyja, varaform. Sjálfstæðis- kvennafélagsins. 5. Arthur Sumarliðason, verkam. 6. Ásgrímur Sigurðsson skipstj. 7. Hafliði Guðmundsson kennari. 8. Páll G. Jónsson byggingam. 9. Óii J. Blöndal kaupmaður. 10. Stefán Ól. Stefánsson póstfull trúi. 11. Guðbrandur Sigurbjörnsson verkamaður. 12. Níls ísaksson skrifstofustj. 13. Ásgrímur Helgason sjómaður. 14. Aldís Dúa Þórarinsdóttir hús- freyja. 15. Kristinn Georgsson vélsmiður. 16. Ólafur Þ. Þorsteinsson, yfir- læknir. 17. Ragnar Jónasson bæjargjald- keri, form. Fél. Sjálfstæðism. hér í bæ. 18. Arnfinna Björnsdóttir kennslu kona. Listi þessi er byggður á leyni- legri prófkosningu meðal stuðn- ingsmanna Sjálfstæðisflokksins hér og samþykktur af fulltrúa- ráði Sjálfstæðisfélaganna, og síð- an endanlega staðfestur á fjöl- mennum sameiginlegum fundi, Sjálfstæðisfélaganna þriggja, — Stefán. Jósi J. Maron á Bíldu dal lálinn í FYRRADAG andaðist Jón J. Maron á Bíldudal. Var hann rúm lega 74 ára gamall. Jón Maron var einn af dug- mestu og ágætustu borgurum Bíldudals. Hafði hann verið þar viðriðinn verzlun og atvinnu- rekstur um langt skeið. M.a. stjórnaði hann einu af fyrirtækj- um Gísla Jónssonar alþingis- manns bróðus síns. Jón Maron mun verða jarðsettur á Bíldudaí. Sjálfstæðismenn é Aknreyri SKRIFSTOFA flokksins er í Hafn arstræti 101, símar 1578 og 2478. Skrifstofan er opin á venjulegum skrifstofutíma og fram til kl. 7 Ennfremur kl. 8,30 til 10 á kvöld- in. Allt Sjálfstæffisfólk er beffiff aff hafa samband viff skrifstofuna og athuga nú þegar, hvort þaff er á kjörskrá. Kærufrestur er út- runninn á sunnudagskvöld. Þá er fólk minnt á, aff þaff get- úr kosiff nú þegar, ef þaff verffur fjarverandi á kjördag og óskaff er eftir upplýsingum um fólk, sem vitað er, að þá verður fjar verandi. HatnarfjörBur SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN í Hafnarfirði hefir lagt fram framboðslista sinn fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 26. janúar. — Er hann skipaður þessum mönnum: 1. Stefán Jónsson framkvstj. 2. Eggert ísaksson fulltrúi 3. Páll V. Daníelsson við- skiptafræðingur 4. Elín Jósefsdóttir húsfrú 5. Valgarð Thoroddsen raf- veitustjóri 6. Þorgrímur Halldórsson raffræðingur 7. Guðlaugur B. Þórðarson verzlunarstjóri 8. Þorsteinn Auðunsson bif- reiðarstjóri 9. Sveinn Þórðarson viðskipta- fræðingur 10. Gunnar H. Bjarnason verk- fræðingur 11. Magnús Guðmundsson mat- sveinn 12. Sigurveig Guðmundsdóttir húsfrú 13. Magnús Þórðarson verkstjóri 14. Gestur Gamalíelsson húsa- smíðameistari 15. Ólafur Elísson framkv.stj. 16. Helgi S. Guðmundsson gjaldkeri 17. Bjarni Snæbjörnsson læknir 18. Jón Gíslason útgerðarmaður. IV Unglingadansleik- ur" varnarliðsins VEGNA skrifa Þjóðviljans um unglingadansleik á vegum varn- arliðsins vill utanríkisráðuneytið taka fram eftirfarandi: Dansleikur þessi fer fram á Keflavíkurflugvelli og er haldinn fyrir bandaríska unglinga úr fjöi- skyldum varnarliðsmanna og starfsmanna varnai’liðsins. (Frá utanríkisráðuneytinu). Bæjarstjórnarfundurinn, sem haldinn var í fyrradag, stóð að- eins um þaff bil hálftíma. Var þetta þó næstsíffasti bæjar- stjórnarfundur kjörtímabilsins. Affalmál dagskrár hans voru tillögur Sjálfstæffismanna um stækkun Reykjavíkurhafnar. Minnihlutaflokkarnir höfffu engin mál fram aff bera. Engin gagnrýni heyrffist heldur frá þeim. Lauk svo íundinum á tæp- um hálftíma. En í þann mund sem honum var slitiff, arkaffi bæjarfulltrúi Framsóknar, Þórffur Björnsson, inn í salinn meff skjalatösku sína úttroffna undir handleggnum. Gátu bæj- arfulltrúar þá ekki aff sér gert aff brosa er þeir sáu Framsókn- arfulltrúann koma meff fulla tösku af ræffum. Sérstaklega var feginleiki kommúnistafulltrúanna áberandi yfir því aff hafa losnaff viff aff hlusta á Þórff í þetta skiptiff. Enn ósamið við sjómenn í Reykjavík og Hafnarfirði HorfSr til vandrœða vegna skilyrða Fiskimannafélags Fœreyja EKKI hafa ennþá tekizt samningar milli útvegsmanna og sjó- manna hér í Reykjavík og Hafnarfirffi. Hafa samningaviffræður staðið yfir undanfarna daga, en þær hafa ekki enn leitt til árang- urs. Hins vegar tókst í gær samkomulag milli fiskkaupenda og ríkisstjórnarinnar um fiskverffiff. Ennfremur liafa nú sjómanna- félagiff Jötunn í Vestmannaeyjum og skipstjórafélagiff Verffandi samþykkt samkomulag LÍÚ og ríkisstjórnarinnar. Útvegsbænda- félagiff og vélstjórafélagiff í Eyjum hafa hins vegar ekki ennþá samþykkt það. Affeins tveir vélbátar eru byrjaffir róffra í Vest- mannaeyjum. Utankjörstaðakosning FRÁ OG MEÐ 6. janúar geta þeir, sem verða fjarverandi á kjördegi, kosið hjá sýslumönnum, bæjarfógetum og hrepp- stjórum og í Reykjavík hjá borgarfógeta. Erlendis er hægt að kjósa hjá íslenzkum sendiráðum og ræðismönnum, sem tala íslenzku. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins, Vonarstræti 4, veitir allar upplýsingar og aðstoð í sambandi við utankjör- staðaatkvæðagreiðslu. Skrifstofan verður opin í dag frá kl. 9—12 og frá kl. 2—4. Símar 17100 og 24753. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins eru beðnir að hafa samband við skrifstofuna og gefa upplýsingar um þá, sem verða fjarverandi á kjördegi. Fundir á Akranesi og í Keflavík í Keflavík og á Akranesi ræddu ] sjómenn afstöðu sína til fisk- verðsins og fleiri atriði á fundum í gærkvöldi. Má vænta fregna af þeim í dag. Við togaraútgerðina hefur varla verið rætt ennþá af hálfu ríkisstjórnarinnar. Voru togara- útgerðarmenn á fundi í gær og mun þar hafa verið rætt um hið hörmulega ástand og bágu horf- ur um rekstur togaranna. Erfiff skilyrffi Fiskimannafélags Færeyja L.Í.Ú. hefur undanfarið leitað fyrir sér í Færeyjum um ráðn- ingu sjómanna til íslands, þar sem mikill skortur er á sjómönn- um í mörgum verstöðvum hér á landi. Á Akranesi mun t. d. ekki vera fullur mannskapur á nema 7 af þeim 23 bátum, sem þaðan eiga að róa ó vetrarvertíðinni. í drögum að samningi, sem Færeyja. fiskimannafélag hefur sent L.Í.Ú. er þess í fyrsta lagi krafist að yfirfærðar verði þeg- ar í stað 4 millj. færeyskra króna, (sem jafngilda d.kr.) á reikning félagsins í Færeyjum, til þess að greiða með yfirfærslur á kaupi sjómanna, sem hingað réðust. Er mánaðarleg yfirfærzla 800 d. kr. á mánuði á mann. f öðru lagi setur Fiskimanna- félagið það skilyrði að allár yf- irfærslur á kaupi færeyskra sjó- manna hér við land á þessu ári fari fram á því gengi, sem gildir í dag. Þessi skilyrði hafa f ulltrúar L.f.Ú. talið gersamlega óaðgengi leg. Góffar undirtektir færeyskra sjómanna Einstakir útgerðarmenn hafa hins vegar margir símað þeim Færeyingum, sem áður hafa starfað hjá þeim og óskað eftir að þeir kæmu hingað. Hafa þeir yfirleitt fengið góðar undirtektir hjá sjómönnunum. Virðist því sem Fiskimannafélagið gangi nokkru lengra en færeysku sjó- mennirnir telja sér henta. En yf- irleitt munu þeir hafa verið á- nægðir með skiprúm sín hér á landi. Samkomulaginu um kauptryggingu hafnab i Keflavik SEINT f GÆRKVÖLDI barst eftirfarandi frétt frá fréttaritara Morgunblaffsins í Keflavík: — f kvöld var haldinn sameiginlegur Oundur í sjómannadeild Verka- Iýffs- og sjómannafélagsins og vélstjórafélaginu. Þessi samtök liöfffu áður samiff um fiskverffiff, og var því affeins fjallaff um kauptrygginguna á fundinum í kvöld. Fellt var að fallast á sam- kc.mulag þaff, sem lagt var til grundvallar í samningum Lands- sambands íslenzkra útvegsmanna og ríkisstjórnarinnar. Vildu 34 hafna samkomulaginu en 24 voru fylgjandi því. Þetta táknar, aff verkfall verffur boffaff í fyrra- maliff meff 7 daga fyrirvara, og er ekki vitaff, hvenær frekari samkomulagstilraunir verffa ger'ð ar. — Helgi S. UM miffnætti símaði fréttaritar- inn á Akranesi: Fundur, sem staffiff hefur yfir í kvöld í sjó- mannafélaginu samþykkti áðan í einu hljóffi samkomulagiff um fiskverffiff, sem gert var nú rétt fyrir áramótin. Umræffur eru nú aff hefjast um kauptrygginguna, og er búizt viff, aff fundurinn standi fram eftir nóttu. — Oddur. Varðarkaffi í Valhöll . dag kl. 3-5 s.d.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.