Morgunblaðið - 22.01.1958, Page 10

Morgunblaðið - 22.01.1958, Page 10
10 MORCUixnr 4 Ðlh Miðvikudagur 22. jan. 1958 Otg.: H.í. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfus Jónsson. Aðaintstjorar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktssoa. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, simi 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Knstmsson. Ritstjórn: Aðaistræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjalri kr. 30.00 á mánuði innaniands. í lausasölu kr. 1.50 emtakið. LINURNAR SKÝRAST RARÁTTAN fyrir bæjar- og sveitarstjórnarkosn- ingarnar er að ná há- marki sínu. Línur þessarar bar- áttu eru að þessu sinni skýrari en oftast áður. Átökin um val bæjar- og sveitarstjórna snúast ekki eingöngu um framkvæmd mála hinna einstöku byggðar- laga, heldur einnig um stefnu þeirrar ríkisstjórnar, sem með völd fer í landinu. Sætir það vissulega engri furðu. Stjórnar- stefnan hefur örlagarík áhrif á líf og starf hvers einasta manns, ekki sízt þegar hún er fólgin í stöðugt vaxandi höftum á fram- tak einstaklingsins og vaxandi dýrtíð og verðbólgu í landinu. Kjósendum í kaupstöðum og kauptúnum landsins gefst nú tækifæri til þess að taka afstöðu til þeirrar ráðabreytni Framsókn ar og Alþýðuflokksins að leiða kommúnista til sætis í ríkisstjórn. Þessum hróplegu svikurn við lýðræði og þingræði munu kjósendur bæja og kauptúna svara á sunnudaginn kemur. í augum yfirgnæfandi meiri- hluta íslenzkra manna eru kommúnistar ósamstarfshæfir flugumenn erlends ofbeldis- flokks, sem framið liefur hvern glæpinn á fætur öðrum gagnvart mannhelgi og þjóð- frelsi. Svikum svarað með vantrausti. Vinstri stjórnin lofaði fyrst og fremst þrennu eftir að hún var setzt á laggirnar. 1 fyrsta 'lagi að reka herinn úr landinu. t öðru lagi að stöðva vöxt dýr- tíðarinnar, lækka skatta og tryggja kaupmátt launa. t þriðja lagi að færa út land- helgina. Hvernig hafa þessi loforð ver- ið efnd? Þannig í fyrsta lagi að herinn situr og vinstri stjórnin lætur borga sér dollara fyrir. 1 öðru lagi þannig, að dýrtið-. in heldur áfram að magnast og kaupmáttur launa að rýrna. — Lagðar hafa verið á stórfelldir nýir tollar og skattar og engin ný úrræði hafa fundizt af hálfu hinna nýju valdhafa, sem lofað höfðu „nýjum leiðum“, sem öllu skyldu bjarga, án þess að nokk- ur þyrfti nokkru að förna. 1 þriðja lagi hefur vinstri stjórnin efnt loforðið um víkk- un landhelginnar með því' að gera nákvæmlega ekki neitt í málinu. Hins vegar er upplýst að innan stjórnarinnar er rifizt um það í fullkomnu úrræðileysi. Þannig hefur vinstri stjórnin svikið öll sín loforð. Baráttan um Reykjavík. Um allt land er baráttan í þess- um kosningum hörð. En kosning- in í Reykjavík vekur eins og jáfn an áður mesta athygli. Sjálf- stæðismenn hafa stjórnað höfuð- borginni í skjóli trausts fylgis fólksins og meirihluta í bæjar- stjórn. Þeim meirihluta reyna hinir sundurleitu glundroðaflokk ar nú að eyða. En Reykvíkingar vita, að bæjarfélagi þeirra hef- ur verið vel stjórnað af víðsýn- um og dugandi mönnum undan- farin ár. Fólkið finnur að hvergi er aðstaðan í lífsbaráttunni betri hér á landi en í Reykjavík und- ir stjórn Sjálfstæðismanna. Það vill þess vegna ekki skipta á samhentri forystu þeirra og úr- ræðalausum vinstri glundroða, enda þótt Framsókn, kratar og kommúnistar hafi hlaupið sam- an í ríkisstjórn. Einmitt samstarf þessara flokka um stjórn landsins og árangur þess sýnir almenn- ingi hversu gersamlega ófær- ir þeir eru um að taka að sér stjórn höfuðborgarinnar. Svik og úrræðaleysi stjórnarflokk- anna munu koma þeim í koll í bæjarstjórnarkosningum. — Það mun koma í ljós á sunnu- daginn kemur. NIÐURLÆGING VINSTRI STJÓRNARINNAR AÐ hefur nú verið upp- lýst, að stjórn hinna svokölluðu vinstri flokka á Islandi hefur á sl. ári þegið efnahagsaðstoð bæði frá Banda- ríkjunum og kommúnistaríkjun- um, í stuttu máli sagt bæði úr vestri og austri. Frá Bandaríkjunum hefur vinstri stjórnin fengið efnahags- aðstoð úr sjóði, sem forseti þeirra hefur til sérstakrar ráðstöfunar til eflingar vörnum Bandaríkj- anna. Fyrir austan járntjald mun stjórnin hafa fengið lán til skipa- kaupa. Sjávarútvegsmálaráðherra upplýsti að vísu á Alþingi sl. haust, að þau lán, sem fengizt hefðu til byggingar nokkurra 250 tonna skipa í Austur-Þýzkalandi væru til örskamms tíma, eins eða tveggja ára. Væri fróðlegt að fá nánari upplýsingar frá íslenzkum stjórnarvöldum um þá lántöku. Á það má ennfremur minna að blað kommúnista hefur kvað eftir annað sagt frá því sl. ár að kostur væri stórláns frá Rúss- um til framkvæmda hér á landi. Vel má vera að ríkisstjórn sé nú búin að ákveða að þiggja það lán. En vitað er að kratar og Framsókn hafa verið á báðum áttum í því máli. Kommúnistar hafa hins vegar lagt hart að þeim um að taka hið rússneska lán og gera íslendinga þarmeð enn- þá háðari Rússum og hinu kommúníska hagkerfi. Allur almenningur á íslandi gerir sér glögga grein fyrir eymd og niðurlægingu vinstri stjórnarinnar. Hún lofar að láta hið ameríska varnarlið hverfa tafarlaust úr landi. En í staðinn fyrir það semur hún um áframhaldandi dvöl þess um ótiltekinn tíma og fær efnahagsaðstoð úr sjóði, sem sérstaklega er ætlaður til þess að styrkja varnir Bandaríkj- anna. Jafnliliða tekur þessi sama vinstri stjórn svo lán hjá Iepp- ríkjum Rússa! Svona djúp er niðurlæging vinstri stjórnarinnar. Líkan af Vickers V.C. 10. Ný brexk farþegahoía — Sameinast Finnair TILKYNNT var í London fyrir helgina, að Vickers-Armstrong flugvélaverksmiðjurnar mundu á næstunni hefja framleiðslu nýrr- ar gerðar farþegaþotu, Vickers V.C. 10. Samtímis voru undirrit- aðir samningar flugvélaverk- smiðjunnar og BOAC (British Overseas Airways Corporation) um smíði 35 slíkra flugvéla fyr- ir félagið — og verið er að semja um smíði 20 að auki. Á annað hundrað farþega Þessi nýja flugvél mun líkjast brezku Comet og frönsku Cara- velle að miklu leyti. Búklagið er svipað Comet, en þrýstilofts- hreyflunum er komið fyrir utan á afturhluta búksins, eins og á Caraveíle. Hreyflarnir verða hins vegar fjórir, vængirnir aft- ar en á öðrum slíkum flugvélum — og stélið verður með öðru sniði en tíðkast hefur á farþega- flugvélum, eins og myndin sýnir — en slíkt fyrirkomulag er nauð synlegt vegna þess hve vængirnir eru aftarlega. Innréttingu verður þannig háttað, að farþegarúm verður á tveim hæðum, en þó mun aftari hluti neðri hæðar- i innar verða mestmegnis notaður I fyrir farangur og vörur. Getur flugvélin flutt á annað hundrað farþega. Þurfa að selja 60—70 flugvélar Vickers V.C. 10 verður ekki tekin í notkun fyrr en árið 1963, nokkrum árum á eftir bandarísku þotunum Douglas DC-8 og Boe- ing 707. Þar sem allar þessar flug vélar verða notaðar á lengri flug- leiðum svo sem yfir Atlantshafið verður Vickers að hafa einhverja yfirburði yfir bandarísku þot- urnar, sem komnar verða á mark aðinn nokkrum árum áður, sagði framkvæmdastjóri brezku flug- vélaverksmiðjanna, er hann til- kynnti uni nýsmíðina. Vickers mun geta athafnað sig á mun styttri flugbrautum en aðrar þot- ur af svipaðri stærð — og einnig verða flugeiginleikar hennar betri vegna þess, að hreyflunum verður ekki fest í vængina. Fram- kvæmdastjórinn sagði frá því, að framleiðsla flugvélarinnar mundi ekki bera sig fyrr en gerðar hefðu verið 60—70 pantanir á henni, — en enn er BOAC eina félagið, sem undirritað hefur kaupsamn- ing. Gátu ekki staðið í skilum Allt þykir benda til þess, að Finnar gerist aðilar að flugfélag- inu SAS. Sem kunnugt er standa Norðurlandaþjóðirnar þrjár, Sví- ar, Norðmenn og Danir að SAS og er talinn mikill ávinningur fyrir báða aðila, SAS og Finna, að finnska flugfélagið Finnair sameinist SAS. Um þessar mund- ir ræðast fulltr. Finnair og SAS við og hafa báðir lýst yfir mikl- um áhuga á því að úr sameining- unni geti orðið. Finnair hefur verið rekið með góðum hagnaði, enda þótt það hafi átt í harðri samkeppni við SAS á ýmsum flugleiðum, sérstaklega á milli Finnlands og V-Evrópu. Finnair átti í pöntun hjá Frökkum nokkr- ar þotur af gerðinni Caravelle, en sakir efnahagsörðugleika Finna hefur ekki fengizt yfir- færzla í Fínnlandi fyrir afborg- unum af flugvélunum. SAS á einnig nokkrar flugvélar af þess- ari gerð í pöntun — og töldu for- ráðamenn Finna illa horfa fyrir félaginu, ef ekki gæti orðið úr flugvélakaupum þess enSAShæfi hins vegar ferðir í samkeppni við Finnair með þessum nýju þotum. Það mun aðallega hafa verið sak ir þessa, að samningaumleitanir hófust. Innanlandsflug óbreytt Ef úr verður að flugfélögin sameinist, munu áætlunarferðir félaganna á utanlandsferðum verða samrýmdar — og flugvél- ar Finnair fljúga þá undir merki SAS. Innanlandsflug Finnair mun hins vegar haldast í sömu skorðum og það er nú. Bæði flug- félögin hafa haft sams konar gerð ir flugvéla í notkun og mun sam- eining því ekki hafa neina erfið- leika í för með sér hvað viðhald og annað snertir í því sambandi. Stúlknn vor með ge'snvirkt nel Heimili hennar afgirt með gaddavir HAAG — Fjögurra ára stúlka, sem legið hefur í sjúkrahúsi og notið læknisaðgerða nieð radium (geislavirkt efni) var send heim til sín af misgáningi fyrir helgina. Var hún með oddinn af radium nálinni í nefinu — og nægði það íil þess, að hún „smitaði" ofn og helming garðsins umliverfis heim ili hennar geislavirkni áður en mistökin urðu Ijós. Voru húsið og garðurinn þegar afgirt með gaddavírsgirðingu og fjölskyldan var flutt til sjúkra- húss í einangrun til rannsóknar. Málavextir voru þeir, að við aðgerð í sjúkrahúsinu hafði rad- ium-nál verið stungið í nef stúlk- unnar, en oddur nálarinnar hafði brotnað í nefinu án þess að því væri veitt athygli. Stúlkan var enn veik, þegar hún var flutt heim — og foreldrar hennar skiptu á umbúðum á nefi hennar — og köstuðu þeim gömlu í ofn- inn. Askan úr ofninum var síðan grafin í garðinum. Á þann hátt urðu ofninn og garðurinn lífs- hættulega geislavirkir — og hef- ur strangur lögregluvörður staðið um gaddavírsgirðinguna og allt umhverfis er letrað: Nálgizt ekki, lífshætta. Það er og upplýst, að allir nem- endur, 80 að tölu, í smábarna- skóla þeim, er litla stúlkan hefur gengið í, gangast nú undir rann- sókn og hefur skólanum vérið lokað á meðan. Ekki hafa stjórn- arvöldin viljað gefa blöðum upp nafn eða heimilisfang hinnar geislavirku fjölskyldu. um „Ptnuir“-slysið LUBECK, 20. jan. — Sjórétturinn í Lúbeck, sem rannsakað hefur orsakirnar til hins mikla sjóslyss, þegar skólaskipið „Pamir“ fórst og 80 manns drukknuðu, hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að meginorsökin hafi verið röng meðferð seglanna, tilfærsla á kornfarminum og röskun á jafn- vægi skipsins þegar sjórinn tók að flæða inn á þilfarið. í niðurstöðu sinni lætur rétt- urinn hjá líða að taka afstöðu til spurningarinnar um það, hvort seglskip sé lengur nauðsynlegt til að kenna sjómannsefnum. Hins vegar bendir hann á nauðsyn þess að reglurnar um siglingar slíkra skipa verði endurbættar. Formaður skólaskipsnefndarinn- ar hefur lýst yfir því, að óráðið sé, hvort seglskipin verði tekin úr notkun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.