Morgunblaðið - 22.01.1958, Side 19

Morgunblaðið - 22.01.1958, Side 19
MifSviTcudamir 22. jan. 1958 MORGUNTILAÐIÐ 19 Singapore hefur nú í fyrsta sinn í sögunni kosiö sér borgarstjóra. Er sá ungur a'ff árum, aðeins 32 ára að aldri. Heitir hann Ong Eng Guan. Hann er malaji, en af kínverskum ættum og hefur alizt upp í Ástralíu. — Nærri lá a'ö illa færi, þegar setja átti hann í embætti. Fylgismenn hans ruddust berfættir inn í ráöhúsið til þess að votta honum hoilustu og þröngin var svo mikil að borgarstjórinn komst hvergi nærri. Varð hann að leita til bakdyranna. Hér á myndinni sést Ong Eng Guan vinna hollustueið sinn. Naaðsynlegt að stofna til londs- sombands bakarameistaia — segf/f e/fífi af forvígismönnum þeirra Frá a&alfundi Loftleiða Félagið eykur hlutafé sitt ALMENNUR hluthafafundur var haldinn í Loftleiðum laugar- daginn 18. janúar s. 1., en til fundarins hafði verið boðað með auglýsingum í dagblöðum og út- varpi. Var fundarefni aðallega tillaga félagsstjórnarinnar um aukning hlutafjár úr 2 millj. í 4 inilljónir króna. Formaður félagsstjórnar, Krist- ján Guðlaugsson, hæstréttarlög- maður, gerði grein fyrir þessari tillögu og öðrum, er stjórnin bar fram. Vék hann að því, að þó að fjárhagur félagsins gæti talizt góður og stöðug þróun væri i rekstri þess, teldi stjórnin ástæðu tii að auka hlutaféð, í og með vegna væntanlegra flugvéla- kaupa. Hann kvað stjórnina ekki vilja raska núverandi eignahlut- föllum innan félagsins og fyrir því væri ekki farið fram á meiri hlutaf j ár aukningu. Framkvæmdastjóri félagsins, Alfreð Elíasson, gaf bráðabirgða- skýrslu um rekstur félagsins á s. 1. ári og mælti hann m. a. á þessa leið: „Á árinu 1957 voru flognar 274 ferðir fram og til baka milli Evrópu og Ameriku, en árið 1956 voru þær 220, en þá voru einnig farnar 15 ferðir milli meginlands Evrópu og íslands. Ef miðað er við flogna kílómetra hefur aukn- ingin orðið 20.7%. Félagið flutti 24.919 farþega á árinu en 1956 voru þeir 21.773. Miðað við farþegafjölda hefur þvi aukningin orðið 14.5% en eins og ég hef áður getið um, þá er ekki mikið að marka farþegatöluna, því eins og gefur að skilja, er mikill munur á því, hvort far- þegi er fluttur frá Hamborg ul Kaupmannahafnar, eða hvort hann er fluttur frá Hamborg til New York. Það rétta er að bera farþegakílómetra saman. Árið 1956 voru flognir rúmlega 95 milljón farþegakílómetrar en í ár voru þeir 115 milljónir. Hefur þvi aukning farþegaflutnings raunverulega numið 20.07% frá árinu áður. Póstflutningur var mjög svipaður og á fyrra áii en vöruflutningur jókst um 5.19 Yfir sumarmánuðina var bætt við 4 sætum í vélarnar írá því sem var áður. • Ef miðað er við sama sætafjölda í vélunum fyrir bæði árin 1956 og 1957, bá hefur i,a. ijýtingin aukizt um því árið 1956 var hún 58.15% en nú var hún 61.31%. Annað veiga- mikið atriði er nýting flugvél- anna. Yfir sumarmánuðina voru 4 flugvélar í förum og flugu þær samtals 11.227 klst., en þess ber að gæta að ein vélin var aðeins í förum 175 daga. Hekla flaug 3.134.45 klst. Saga flaug 2.596.40 klst. Edda flaug 3.304.24 klst. LN-SUP flaug 2.191.59 klst. Hafa því þessar flugvélar sem félagið hafði í förum allt árið, flogið að jafnaði 10 klst. og 20 mín. á sólarhring, og er það tal- ið mjög sæmilegt. Árið áður flugu vélarnar 8.13 klst. á sól- arhring. Nettó veltan á árinu 1957 var um 67 millj. króna en var 55 milljónir 1956. Hefur hún því aukizt um rúm 20%“. Nokkrar umræður urðu um til- lögu stjórnarinnar og var hluta- fjáraukningin samþykkt. í lok fundarins var svofelld tillaga samþykkt einróma. Almennur hlutahafafundur í Loftleiðum h.f. haldinn laugar- daginn 18. janúar 1958 skorar á hlutaðeigandi yfirvöld að heimila félaginu yfirfærslu nú þegar, samkv. útgefnum leyfum, á 300 þús. dollurum til flugvélakaupa, enda liggur við borð að félagið verði að hverfa frá kaupunum fáist slík yfirfærsla ekki án tafar. STÖÐVUN brauðgerðarhúsanna í sumar er leið, hefur sýnt okkur, að nauðsynlegt er, að stofna til heildarsamtaka bakarameistara um land allt, sagði Sigurður Bergsson bakarameistari, í stuttu samtali við Mbl. í gær. Lært af reynslu Án þess að farið verði nánar út í að ræða það sem gerðist, þá er brauðgerðarhúsin stöðvuðust í sumar er leið þá lærðist hinni fámennu sétt bakarameistara það, að nauðsyn ber til að stofnað verði til landssambands bakara- meistara, sagði Sigurður, og nú er það mál vel á veg komið. Stjórn Bakarameistarafélags Reykjavíkur hefur unnið að því að undirbúa stofnun slíks lands sambands og hefur nú verið boð að til stofnfundar hér í Reykja vík dagana 23.—25. janúar. í Reykjavík munu nú vera starfandi milli 30 og 40 bakara- meistarar og úti á landi álíka margir bakarameistarar, er reka eigin brauðgerðir, eða meist- arar, sem veita brauðgerðarhús- um kaupfélaganna forstöðu, en þeim hefur eðlilega verið boðið að eiga aðild að stofnun þessara heildarsamtaka. Kvað Sigurður Bergsson bak- arameistara vænta góðs af stofn- un slíks sambands, enda hafi í hópi þeirra oft verið á það bent, að stíga ætti slíkt spor, einkum þó eftir stöðvunina í fyrrasumar. Ustinov verð- lausiaður LONDON, 17. jan. — „The Society of Arts“ tilkynnti í dag, að „Benjamin-Franklin-heiðurs- peningurinn" fyrir 1957 hefði ver ið veittur leikaranum og leik- skáldinu Peter Ustinov, sem leik ur nú í New York í gamanleik sínum „Rómanoff og Júlía“. Verðlaunin, sem voru veitt fyrst árið 1956 til minningar um 250 ára afmæli Franklins, eru árlega veitt einstaklingi, sem hefur „getið sér frægð ungur og gefið fyrirheit um stærri afrek“. Ustinov er 36 ára gamall og hefur verið meðlimur í „The Society of Arts“ síðan 1951. ■Á PARÍS, 20. jan; — Francoise Sagan, hin 22 ára gamla franska skáldmær og ballet- höfundur, sagði í dag, að hún mundi ganga að eiga bókaútgef- andann Guy Schoeller, sem er fertugur, eftir tvær vikur. Hún lét ekki uppi hvar hjónavígslan færi fram, en sóknarpresturinn í fæðingarbæ hennar, Carjao, sagðist í síðustu viku ekki mundu framkvæma vígsluna, „því ég álít verk hennar siðlaus". Ættingjum mínum og vinum, fjær og nær, sem sýndu mér ástúð og heiðruðu mig á 100 ára afmæli mínu, sendi ég hjartans kveðju mína og bið Guð að blessa þá. Sigríður St. Helgadóttir, frá Grímsstöðum. rlendar í stuttu Iréttir múli Palermo, 21. jan. Níu manns um ráðum, að Olympíuleikarnir hafa verið grafnir út úr rustum fjögurra hæða húss, sem hrundi hér í borg. Slys þetta varð skyndi lega og var orsök þess, að litill gasgeymir í húsinu sprakk. Björg unarlið hefur í allan dag verið að grafa í rústirnar. Enn heyr- ast neyðarköll í fimm manns sem liggja undir rústunum. —♦— New York, 21. jan. — Hammar- skjöld framkvæmdastjóri S. Þ. átti í dag fund með fréttamönn- um. Hann kvaðst vongóður um að viðræður hæfust að nýju um afvopnun. Hann neitaði að láta í Ijós álit á því, hvort gagnlegt væri fyrir hann að fara til Moskvu og ræða við Gromyko. Damaskus, 21. jan. — Utanríkis- ráðherra Sýrlands, Salah Bitar, lýsti því yfir í dag, að fullt sam- komulag sé milli Sýrlands og Egyptalands um sameiningu land anna í eitt ríki. Ráðherrann var að koma heim frá fundi við Nasser í Kairo. Sameining þess- ara tveggja ríkja verður upphaf að sameiningu allra Arabaríkj- anna. Tókíó, 21. jan. — Hér í Japan var í dag stofnuð risastór Olym- píunefnd. í henni eiga sæti 120 kunnir stjórnmálamenn, íþrótta- leiðtogar og blaðamenn, sem 5.43%,munu berjast fyrir því með öil- 1964 verði haldnir í Tokíó. Næstu Olympíuleikar 1960 fara fram í Rómaborg. Öllum þeim, sem heimsóttu mig og glöddu á sextugs- afmæli mínu færi ég mínar hjartans þakkir. Hallbera Þorsteinsdóttir. Framnesveg 3. Gísli Einarsson héraðsdóinslögmuxjur. Mali lutningsskrif stof a. l/augavegi 20B. — Sími 19631. Samhomur Fíladelfía Vakningarvika. Samkoma hvert kvöld vikunnar kl. 8,30. Aðkomnir ræðumenn tala á hverri sam- komu. — Allir velkomnir. Kristniboðshúsið lletania, Laufásvegi 13 Almenn samkoma í kvöld kl. 8,30. Bjarni Eyjólfsson talar. — Allir velkonmir. L O.G. T. St. Einingin nr. 14 Fundiir í kvöld kl. 8,30. Yngri embættismenn stjórna fundi. — Flokkakeppnin heldur áfram. A,- flokkur skemmtir með upplestri, píanóleik, grínþætti og söng. Fé- legar, mætið vel og stundvíslega. — Æústi teniplar. Elskuleg móðir okkar KRISTlN KARÓLlNA JÖNSÐÓTTIR Bergstaðastræti 10, andaðist í Landakotsspítala mánudag- inn 20. þ.m. Guðrún Halldórsdóttir, Kristín Halldórsdóttir. Eiginkona mín CHRISTINE TOFT, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 23. þ. m. kl. 10,30 f. h. Athöfninni verður útvarpað. Þeim, sem vildu minnast hennar er vinsamlega bent á einhverja líknarstofnun. Fyrir mína hönd og dætranna, Hartvig Toft. Maðurinn minn ANTON JÓNSSON skipasmíðameistari, sem andaðist í Landsspítalanum 14. janúar, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 22. janúar klukkan 1,30 síðdegis. Blóm eru vinsamlegast afbeðin, en þeim sem vildu minnast hins látna, er bent á líknarstofnanir. Margrét Magnúsdóttir. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar RÓSU SAMtJELSDÓTTUR frá Byggðarenda. Systkinin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.