Morgunblaðið - 22.01.1958, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.01.1958, Blaðsíða 20
 17. tbl. — Miðvikudagur 22. janúar 1958. Kosningabók Sjálfstæðis- manna, „Reykjavík 1958“ STEFNUSKRÁ SJÁLFSTÆÐISMANNA við bæjarstjórnar- kosningarnar er þessa dagana borin í hvert hús í bænum í hinni svonefndu „hláu bók“. sem gefin hefur verið út nú eins og við nokkrar síðustu bæjarstjórnarkosningar. í hók inni, sem heitir „Reykjavík 1958“, er birt stefnuskráin fyrir síðustu hæjarstjórnarkosningar, lýst framkvæmdum á síð- asta kjörtímabili og prentuð stefnuskráin í kosningunum, sem nú fara í hönd. Bókin hefst með ávarpi til um fjallað um hina ýmsu þætti Reykvíkinga, sem undirritað er af frambjóðendum Sjálfstæðis- manna. Síðan er í máli og mynd- Stjórn lýSræSissinna sjállkjörin AÐALFUNDUR Prentmynda- smiðafélags Islands var haldinn í fyrrakvold. Stjórji lýðræðis- sinna varð sjálfkjörin, en hana skipa: Sverrir Gíslason, form., Jón Stefánsson, ritari, Árni Magnússon, gjaldkeri. Til vara: Gunnar Heiðdal og Jens Hall- dórsson. bæjarmálanna. Kemur þar glöggt fram, hversu miklar framfarir hafa orðið í höfuðstaðnum á síð- ustu árum og hve stórhuga stefnu Sjálfstæðismenn hafa markað fyrir næstu ár. Morgunblaðið vill hvetja alla bæjarbúa til að kynna sér til hlítar þessa kosningabók Sjálf- stæðismanna. Þar er að finna margvíslegar upplýsingar um mál, er varða höfuðstaðinn, og hún er því góður leiðarvísir, þeg- ar um það er tekin ákvörðun, hvaða listi skuli studdur á sunnudaginn kemur. Þora þeír ekki nð lofa fóikmn að sjó íraman í stóreignaskattinn ? í LÖGUNUM um stóreignaskatt var ákveðið að álagningu þessa skatts skyldi vera lokið fyrir árs- lok 1957. En ekkert bólaði á skatt inum og í árslok gaf Eysteinn Jónsson út bráðabirgðalög, þar sem fresturinn til þess að leggja á stóreignaskattinn var fram- lengdur til febrúarloka n. k. Það virðist svo sem ríkisstjórn- in kæri sig ekki um að lofa fólk- inu að sjá framan í þessa skatt- heimtu fyrr en eftir að kosning- arnar eru búnar. Því er eins farið með stóreigna- skattinn og það annað, sem ríkis- stjórnin hefur á prjónunum en reynir nú að dylja fyrir kjós- endum, svo sem unnt er fyrir kosningar, svo sem gengislækk- unina, peningaskiptin og eigna- könnunina. Það sem ríkisstjórnin og ráðunautar liennar eru nú að brugga, af þessu tagi, má ekki sjást fyrr en eftir kosningarnar. Eftir að gula hneykslið kom upp, gætir rikisstjórnin þess meir en nokkru sinni áður að ekki berist neitt út um þær fyrirætl- anir hennar, sem hún telur að allra óvinsælastar verði meðal fólksins. Frestunin á álagningu stóreignaskattsins er einn liður- inn í þeirri viðleitni. Snjóplógurinn hefir reynzt ve! en þykir vera HINN svissneski snjóplógur, >em verið hefur til reynslu austur á Hellisheiði og víðar andanfarið, hefur staðið sig mjög vel, en reynslutíminn hér er nú senn á enda. í gær ,reyndu þeir með sér“ sá svissneski og stóri ameríski plógurinn, sem er á Reykja- víkurflugvelli. Samkeppni Þar sem plógarnir stóðu skammt frá flugstjórnarturnin- um, sögðu nærstaddir að þetta væri eins og „Davíð og Goliat“, því sá svissneski er allur miklu minni en sá ameríski. Plógarnir „reyndu með sér í skafli, sem bæði var í gamall snjór og beingaddaður, og eins nýr snjór. Var skaflinn líklega um 10 m langur og nokkuð á ann an metra á dýpt. Það var álit manna, er báðir plógarnir höfðu brotið sér braut í gegnum skafl inn, að sá svissneski, þó miklu minni sé og vél l»ans aflminni, hefði unnið fullt ei«i vel og sá stóri. Austur Of mjór á Hellisheiði hefur Hermann gengur fyrir Krúsjeff. Engirm bæjathúi vili glund- roðastjórn í bæjarfélagi sínu Alþýðuflokkurínn afneitaði „gulu bókinni66 í útvarpsumræðuiu í gærkv. t ÚTVABPSUMRÆÐUNUM um bæjarmál Reykjavíkur í gær- kvöldi gerðist það m. a. að annar af ræðumönnum Alþýðuflokksins lýsti því yfir að „gula bókin“ væri Alþýðuflokknum óviðkomandi. Flokkurinn hefði átt fulltrúa í nefnd þeirri, sem Ilannibal skipaði til þess að fjalla um húsnæðismálin. En hann hefði skilað séráliii og aldrei hefði komið til greina að hann féllist á tillögur þær, sem felast í „gulu bókinni" frá kommúnistum og Framsókn. Er auðsætt að flokkar vinstri stjórnarinnar eru orðnir dauðhræddir við hinar furðulegu tillögur sínar í þessum málum, sem Morgunblaðið hefur skýrt frá. svissneski plógurinn verið reynd ur mjög undanfarið, og munu verkfræðingar vegamálastjórnar innar vera ánægðir með plóginn, að öðru leyti en því, að breidd hans er ekki nema 175 senti- metrar, en hefði þurft að vera meiri. Hin svissneska verksmiðja framleiðir stærri gerðir slíkra plóga, en þeir eru þá þannig gerð ir að setja verður þá á stóra öfl- uga kranabíla eða þess háttar bíla. Þessi plógur sem hér hefur verið til reynslu er festur fram- an á Unimog-dráttarbíl. Margt þarflegt gert Fyrsti ræðumaður í útvarps- umræðunum í gærkvöldi var Bárður Daníelsson, efsti maður á lista Þjóðvarnarmanna. Mestur hluti af ræðu hans fjallaði um verklegar framkvæmdir í Reykja vík. Kvað ræðumaður rétt, að margt þarflegt hefði verið gert og sagðist hann ekki nema að litlu leyti geta tekið undir, að fram- kvæmda- og framfaravilja skorti meðal Sjálfstæðismanna í bæj- arstjórn. Þó taldi Bárður, að hag kvæmar hefði mátt að ýmsu vinna. Ekki kvað hann sparnað í skrifstofukostnaði líklegan til að auka fé til verklegra fram- kvæmda svo að um munaði. Bárður Daníelsson ræddi einn- ig nokkuð um. húsnæðismál. Kvað hann hafa verið gert virð- ingarvert átak til að útrýma bröggum og öðru heilsuspillandi húsnæði. í sambandi við lóða- málin ræddi hann um tillögur sínar um að krefja þá, sem lóðir fá, um hluta af kostnaðinum við að gera þær byggingarhæfar. Taldi hann, að það væri ein^ Fyzirgreiðsia í kosBÍngar er AÐ gefnu tilefni vill Morgun- blaðið benda á, að í kosninga- lögum Jieim, sem samþykkt voru af ríkisstjórnarliðinu á Alþingi fyrir jólin, eru engin ákvæði, sem banna mönnum að gefa upp- lýsingar um, hvort þeir sjálfir eða aðrir hafa kosið, banna að greiða fyrir flutningi fólks á kjörstað eða veita aðra þá fyrir- snwhnnJi við ekki bönnnð greiöslu á kjördegi, sem venju- legt hefur verið. Ákvæði í þessa átt voru að vísu í hinu upphaflega frum- varpi, sem ríkisstjórnin lagði fram, en þeim var breytt i með- förum þingsins. Þagnarskylda hvílir nú einungis á umboðs- mönnum listanna í hcrbergjum þeim, sem kosið er í. leiðin til að fullnægja eftirspurn- inni eftir lóðum. Næstur talaði Gunnar Thor- oddsen borgarstjóri fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og er ræða hans rakin á öðrum stað í blað- inu. f vörn fyrir ríkisstjórnina Þá talaði Guðmundur Vigfús- son fyrir kommúnista. Lagðihann í uppahfi máls sins áherzlu á að kommúnistar hefðu til þessa get- að hindrað gengislækkun, sem bæði Framsókn og Alþýðuflokk- urinn vildu framkvæma. Réðist hann síðan með miklum fáryrð- um að Morgunblaðinu, sem hann taldi mjög ósanngjarnt í gagn- rýni sinni á vinstri stjórninni. Bað hann Reykvíkinga að votta ríkisstjórninni traust sitt í bæj- arstj órnarkosningunum. Næstur talaði Alfreð Gíslason fyrir kommúnista. Kvartaði hann mjög undan því að Sjálfstæðis- menn hefðu sent bæjarbúum „smekklega myndabók", þar sem gerð væri grein fyrir starfi og stefnu Sjálfstæðisflokksins í bæj- armálum. Þá kvað hann risnu vera of mikla á vegum bæjarins, hitaveitan hefði „þróazt aftur á bak“ og skortur væri á neyzlu- vatni. Skoraði hann loks á Al- þýðufiokksmenn og Þjóðvarnar- menn að kjósa lista kommúnista. Enginn vill glundroðastjórn í bæjarfélagi sínu Næst töluðu fulltrúar Alþýðu- flokksins. Magnús Ástmarsson taldi æskilegt að tveir flokkar kepptu um völdin í bænum og hefðu hreinan meirihluta á víxl. En kommúnistar hefðu klofið Alþýðuflokkinn á sínum tíma og sundrað andstæðingum Sjálf- 1 stæðismanna. Sæti því illa á kommúnistum að seta upp einingarandlit. Hann kvað Sjálfstæðismenn hafa gert þakkarvert átak í húsnæðismál- um bæjarbúa. Margvíslegar fram kvæmdir aðrar hefðu verið unnar í bænum, m. a. reist stórglæsileg skólahús. Þó taldi Magnús óheppi legt að þrjú sjúkrahús skyldu vera í byggingu samtímis. Enginn bæjarbúi kýs glund- roðastjórn í bæjarfélagi sinu, sagði Magnús Ástmarsson. Deildi hann síðan hart á komm únista og kvað engan geta villzt á eðli þeirra þrátt fyrir nafnbreytingar þeirra. Einnig varaði hann við Framsókn. Gulu bókinni afneitað Lúðvík Gizurarson var annar ræðumaður Alþýðuflokksins. Las hann yfirlýsingu frá Tómasi Vig- fússyni, sem átti sæti í hinni frægu nefnd, er Hannibal skipaði til að fjalla um húsnæðismálin. Lýsti Tómas því yfir að hann hefði gefið út sérálit og væri „gula“ bókin sér og Alþýðu- flokknum óviðkomandi. Aldrei hefði komið til mála að Alþýðu- flokkurinn féllist á tillögur Fram sóknarmanna og kommúnsta. Lúðvík Gizurarson kvað engan bilbug á fylgi og völdum Sjálf- stæðismanna í Reykjavík. Hann kvað kommúnista hafa beðið mik inn ósigur í Dagsbrún og bað bæjarbúa að lokum að fylkja sér um A-listann. Sungu gamla sönginn Síðastir töluðu tveir efstu mennirnir á lista Framsóknar- flokksins, þeir Þórður Björnsson, lögfræðingur og Kristján Thor- lacius deildarstjóri í fjármála- ráðuneytinu. Voru ræður þeirra beggja mjög í sama stíl í öðru orðinu, hinar harðorðustu skamm ir um stjórnendur Reykjavíkur- bæjar fyrir að standa ekki í meiri framkvæmdum á öllum sviðum, en í hinu orðinu miklar umkvartanir vegna hárra út- svara á borgarana. Ekki heyrðust þeir minnast á, að neitt hefði far- ið vel í Reykjavík á undanförn- um árum. Þórður Björnsson þuldi sömu blekkingarnar og hann hef- ur haft á takteinum á bæjar- stjórnarfundum árum saman og enginn vill þar lengur hlusta á, ekki einu sinni minnihlutamenn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.