Morgunblaðið - 04.02.1958, Side 9

Morgunblaðið - 04.02.1958, Side 9
Þriðjudagur 4. febrúar 1958 MORCVNBLAÐIÐ 9 Nokkur orð um línufiski Þessi mynd er tekin af brúarvæng á Islenzku kaupfari á siglingu í Eystrasalti fyrir skemmstu. Sjór er ekki úfinn, en undiralda er töluverð — a. m. k. mætti ætla svo, ef dæma skyldi eftir myndinni. Landkröbbum þykir sennilega nóg um sjóganginn, en sjómenn láta sér vart bregða. Þeir kalla þetta smáskvettur. (L.jósm.: Boði Björnsson). Hlustað á útvarp ÉG HEFI flygzt vel með öllu, sem skrifað hefir verið um tap- rekstur bátaflotans hin síðari ár, en hvergi séð neitt orð um það að nokkuð væri hægt að spara í rekstri útgerðarinnar. Ég hefi stundað lóðafiski í tæp 40 ár og þykist því hafa nokkra reynslu á þeirri veiði, en þar sem ég hefi ekki stundað þessar veið- ar hin síðustu ár, hefi ég rætt um þessi mál við skipstjóra og útgerðarmenn á Suðurnesjum og fengið upplýsingar um hvernig veiðarnar eru reknar nú. Beitukostnaðurinn einn hefir komizt upp í 130 þús. krónur á bát á síðustu vertíð og í sumum tilfellum meira. í sjóferð notar báturinn 600 kg af beitu eða jafn- vel meira. Nú eru allir hættir að nota öngla no. 7, en nota nú no.6, en það þýðir stærri beitu, sem aftur eykur beitukostnaðinn, en gefur ekki aukna veiði, nema síður sé, eins og nú skal sýnt fram á. Það er verið að beita allan daginn í verbúðunum svo beitan þiðnar upp. Þegar á miðin er komið, eru lóðirnar lagðar á fullri ferð, allt upp í 9 mílna ferð, eftir ganghraða skipsins. Henn, sem eru á þessum veiðum, hafa sagt mér, að þeir verði að hafa skóflu til að moka þeirri beitu í sjóinn, sem fer af krókunum og dettur niður með lagningstækinu, auk þess kastast beitan út um allan sjó. Það verða þvi margir krók- arnir, sem þanmg koma berir í botninn með þessari aðferð og er orsökin sú, að beitan er of stór og hraðinn á skipinu of mikill á meðan lóðirnar eru lagðar. Ég var 19 vetrarvertíðir á línuveið- aranum Fróða. Lögðum við í öll- um sæmilegum veðrum 180 lóðir og á þær lóðir notuðum við til jafnaðar 250 kg af freðsíld. Fyrir og eftir 1930 voru í landinu 33 línuveiðarar af ^mismunandi stærð, frá 60—200 tonn. Þessi skip lágu úti við ijósboju í öllum sæmilegum veðrum. Héldu þau sig á svæðinu frá Snæfellsjökli og alla leið austur á móts við Selvog eftir hvar fiskur stóð. Þeg ar fiskur var á takmörkuðu svæði lögðu skipin lóðirnar mjög ná- lægt hvort öðru, og hafði ég oft áhyggjur af því að við mundum fiska minna á okkar smáu beitu, en ýmsir aðrir, sem skáru stærri beitu, en reynslan sýndi að við fiskuðum sízt minna á okkar smærri beitu en hinir með þá stærri. Þess vegna er ég viss um að þessi stóri beituskurður gefur enga aukna veiði, en hækkar stór lega útgerðarkostnaðinn. Nú nota menn 600 kg eða meira, eins og áður segir, á svipaðan lóðafjölda og við notuðum 250 kg. Þegar fiskur er tregur, sem oft er, étur hann beituna af krókn- um án þess að festa sig, þegar beitan er stór, og sést þetta, þegar rist er á magann á fisknum og kemur þá í ljós, að maginn ev fullur af beitu. Fyrir nokkrum árum þótti það hæfilegur lóðardráttur, að dreg- in væru 3—4 bjóð á klst., til þess að halda þeim fiski, sem á ióð- inni var. Nú eru dregin 6 bjóð á klst. eða meira og geta allir skil- ið, að ógerningur er fyrir þann, sem stendur við lóðahjólið, að gogga í hausinn á hverjum fiski með svona hröðum drætti. Það liggur í augum uppi, að þessi hraði dráttur spillir mikið veiði, sérstaklega þegar lagt er á miklu dýpi, enda fer margur fiskurinn af í drættinum. Það er alvarlegt fyrirbæri, sem við blasir, að fiskgengdin er að minnka á miðunum, er það ekki óeðlilegt, þar sem ein saman- hangandi lóðabreiða bátaflotans er allt frá Snæfellsnesi og austur að Portlandi, en þar fyrir utan girðing af togurum. Er það því lífsnauðsyn fyrir útgerð bátafiot- ans, að allrar hagsýni sé gætt og dregið úr öllum kostnaðarliðum eins og mögulegt er. Á síðustu árum hefir alltaf verið að stækka vélakostur bátanna, án tillits til þess, hvernig báturinn er byggð- ur. Útkoman hefir orðið sú, að allir gamlir bátar liðast í sundur löngu fyrir tímann, án þess að ganghraðinn aukist, en olíueyðsl an og viðgerðarkostnaður hækk- ar stórum. Það vilja allir vera fyrstir á miðin, en reynslan sann ar oft, að þeir sem fyrstir leggja, fiska ekki mest, því það kemur svo margt annað til greina, sér- stklega þegar menn eru fjarri heimamiðum. Það voru ísfirðingar, sem íyrst ir létu byggja í Noregi mótorbáta 25—30 tonn. Á þessum litlu fleyt- um byrjuðu þeir útilegu djúpt út af ísafjarðardjúpi fyrstu dag- ana í nóvember og tiskuðu oftast vel. í janúarmánuði fóru þeir suður að Jökli og þaðan af lengra, eftir því sem fiskur stóð, en lögðu aflann upp á ísafirði, og voru það erfið ferðalög. Þegar vetrar- vertíð lauk við Suðurland, fóru bátarnir til veiða á Hornbanka og Húnaflóa og stunduðu þar veiðar þar til farið var á síld- veiðar. Hér í Reykjavík eru 100— 180 tonna bátar bundnir við bryggju í apríllok og látnir liggja unz farið er á síldveiðar. Með tilkomu hinna stærri vél- báta, yfir 100 tonn, var það áreið anlega meining manna. að þeir stunduðu veiðar hvar sem væii í kringum landið, þar sem fisk var að fá. Norðanbátar og bátar frá Austfjörðum byrjuðu veiðar fyrir Norðurlandi þegar þeir hættu Suðurlandsveiði, og fisk- uðu mjög vel. Þetta sýnir, að hægt er að halda bátunum úti lengur en gert er. Það er mikil bjartsýni, að láta allan bátaflotann, þrettán ár í röð, fará á síldveiðar, án þess að nokkur veruleg breyting hafi orðið á síldargöngum hér við land öll þessi ár, enda er það farið að segja til sín með fjár- hagsafkomuna. Við verðum að breyta eitthvað til með veiði- aðferðir, ef svona heldur áfram með síldarleysið, enda ekki lengi verið að breyta til fi'á þorskveið- um og fara á sild, ef sild'argöng- urnar breytast til batnaðar. Man ég þá ömurlegu daga, þeg- ar verkalýðsfélögin voru að stöðva bátaflotann, þegar veiðar áttu að byrja, með kaupkröfum, sem útgerðarmenn gátu ekki geng ið að. Þótti það oft súrt í brotið, sem vonlegt var. Nú er skipt um sköp. Nú gera útgerðarmennirnir nákvæmlega það sama, sem þeir fordæmdu verkalýðinn fyrir áður fyrr. Nú stendur ekki deilan við sjómenn eða verkalýðinn, heldur við sjálfa ríkisstjórnina. 1955—56 fyrirskipuðu útgerðar menn gegn hörðum viðurlögum, að enginn bátur skyldi á sjó fara, fyrr en ríkisstjórnin samþykkti kröfur þeirra. _ Nú í ár endurtekur sagan sig. Á síðasta fundi L. í. Ú. var sam- þykkt, að enginn bátur skyídi fara á sjó, ef ríkisstjórnin hefði ekki samþykkt kröfur útgerðar- manna fyrir miðjan þennan mán uð, desember. Mér er óskiljanlegur sá mikli áhugi meðal útgerðarmanna með kaup á nýjum bátum, meðan eng inn rekstrargrundvöllur er fyrir hendi, og útgerðin sýnir stórtap á hverjum báti árlega, eftir því sem skýrslur þeirra herma. Eigendum bátaflotans hlýtur að vera ljóst, að almenningur í landinu stynur undan öllum þess um meðgjöfum þegar ofan á það bætast útsvör og önnur gjöld. í árslok 1957. Þorsteinn J. Eyfirðingur. LUNDÚNUM, 29. jan. — Pineau, utanríkisráðherra Frakka, sagði á fundi utanríkisnefndar fransKa þingsins í dag, að ekki kæmi til mála, að Frakkar skiluðu aft- ur vopnunum, sem þeir lögðu hald á í júgóslavneska skipinu, sem þeir hertóku fyrir utan Alsírstrendur ekki alls fyrir löngu. BARNATÍMINN á sunnudaginn 26. jan. var talsvert athyglis- verður. Ævar Kvaran lét nem- endur sína fara með Friðþjófs sögu, Esaias Tegniers (þýðing Matthíasar Jochumssonar). Hafði sagan og ljóðin verið búin undir útvarp á listrænan hátt. Fólkið fór laglega með þetta fagra skáldrit, en áreiðanlega átti það skilið betri meðferð í útvarpi og heppilegri tíma en kosningadag- inn. Ef til vill gæti komið að því, að Friðþjófs saga þessi yrði flutt í útvarpi af beztu leikurum á heppilegum tíma, er eg viss um að það mundi skemmta mörgúm Kristín Anna Þórarinsdóttir, leikkona, las kvæði eftir Sigfús Daðason. Las hún vel, en það verð eg að segja að hvorki fann eg haus né hala á þessum svo- nefndu kvæðum. Eg hjó í það, að skáldið talaði um „hvítan“ morg- un. Var það snjór eða birta? — Annars tala skáldin nú um hvita hesta, á að vera gráir hestar á íslenzku og svarta hesta, á að vera brúnir hestar á íslenzku. Reyndar er þetta ekki alveg nýtt í skálpskap, en í daglegu tali ættu menn að nefna hestana gráa og brúna. í þættinum Um helgina var merkilegust frásögnin um komu ísl. hestanna til Hamborgar. — Virðist vera nægur markaður fyrir folöld og jafnvel fullorðna hesta í Þýzkalandi og víðar er- lendis. Eru það tvær frúr, sem báðar heita Ursula, er standa fyrir þessari verzlun erlendis, og eftirspurn er mikil. — Ekki fór nema hluti (helmingur) af þeirri tölu hesta, sem pantaðir höfðu verið, og er það slæmt, — einkum ef lofað hefur verið að senda fulla tölu hinna pöntuðu hrossa. Öll svik í verzlun eru ill og skaðleg og væri það bagaleet að glata þessu tækifæri er gæti orðið til hagsmuna og öflunar gjaldeyris auk þess sem það er ólíkt viðkunnanlegra að selja folöldin góðu fólki til gagns og gamans en að slátra þeim hér heima. — Þá var fróðlegt samtal við menntaskólakennara einn um plánetuna Venus og fleiri stjörn- ur. Venus hefur nú lengi skartað í vestri á kvöldin en verður nú morgunstjarna frá 28. þ. m. skín skærast 4. marz. Venus er allra stjarna björtust enda oft nefnd ástarstjarnan — heitir eftir ást- argyðjunni. — Á mánudaginn talaði Vilhjálm- ur Þ. Gíslason útvarpsstjóri um daginn og veginn. Mér fannst l hann taka það efni nákvæmlega jeins og á að gera, hann ræddi ’um þau mál, sem á dagskrá eru nú, bæði hér á landi og erlendis. Drap á sögulegar staðreyndir, t.d. um kosningar. En mörgum hætt- ir við því að nota tímann um daginn og veginn til þess að halda fyrirlestur um eitt ákveð- ið efni, kannske hreina og beina hreppapólitík. Slíkt á alls ekki við í þeim þætti. Sama dag hélt Ezra Pétursson læknir langt erindi er hann nefndi „Áfengisvandamálið og heilastarfsemin.“ Taldi hann ástandið í áfengismálum vorum mjög alvarlegt og sagði að hér væri fjöldi áfengissjúklinga, sem litla eða enga von hefðu um bata. Sagði læknirinn, að áfeng- issjúklingur væri ver staddur en krabbameinssjúklingur, og, skild- ist mér, erfiðara að lækna haun en hinn síðarnefnda, og er þá mikið sagt. Ræðumaður kvað bá, er áfengi notuðu verða fyrir var- anlegu heilsutjóni, meðal annars þverruðu gáfur manna af völdum áfengiseitursins. Mér skildist að hann teldi þá menn sjúklinga er fengju sér í staupinu, svo að á bæri, nokkrum sinnum á ári, og væri vel, ef almenningsálitið við- urkenndi þetta. Þá sagði hann að deyfilyf væru ennþá hættulegri en brennivín og að þau lyf væru nú talsvert notuð hér. Gat hann um ýmsar orsakir til þess að menn neyta áfengis í óhófi, 'svo sem taugaveiklun, nautnagræðgi og mikilmennsku eða mont. Flest ir viðurkenna, að áfengisnautr. og tóbaksnotkun er hvort tveggja hreinn óþarfi og óhollt flestum og líklega öllum. — Erfitt er að venja fólkið af þessu og hefur svo verið allt frá dögum Nóa til daga Krúsjevs að því er sögur herma. ★ ★ Sigurjón Rist, vatnamælinga- maður, talaði um Akstur í snjó. Var erindið fróðlegt og fræði- legt og gæti án efa orðið mörg- um er þurfa að ferðast að vetrar- lagi, til gagns og leiðbeiningar. Virðist Rist hafa athugað eðli snjóa og hvernig bezt verði kom- izt leiðar sinnar í ófærð mjög vel og hafa gert tilraunir í lagn- ingu brauta í snjó. Enda ferða- garpur mikill og þaulæfður í ferðum um fjöll og jökla. Er mikil þörf á því, að vegamála- stjóri og aðrir er sjá um flutn- inga að vetrarlagi noti sér kunn- áttu og rannsóknir Sigurjóns Risí. og má telja vafalaust að svo sé gert. ★ ★ Miðvikudag 29. jan voru 30 ár liðin frá því þeir Guðmundur Björnsson landlæknir og Jon Bergsveinsson stofnuðu ásamt fleiri góðum mönnum Slysa- varnafélag íslands, eitt hið þarf- asta félag, sem hér hefir starfað. — I tilefni af þessu afmæli var í útvarpinu flutt samfelld dag- skrá er Gils Guðmundsson tók saman. Var dagskráin vel úr garði gerð, en svo er jafnan það er Gils Guðmundsson býr undir útvarpsflutning. Flutningur var og ágætur. Á þessari öld hefur öryggi á sjó mjög aukizt og slys- um fækkað. Á Slysavarnafélagið mestan þátt í þessum stórkost- legu framförum og ber ekki sízt að þakka konum fyrir duglega framgöngu og óþreytandi áhuga. Eg held að mér sé óhætt að full- yrða, að fyrsti hvatamaður til stofnunar félagsins var Guð- mundur Björnsson, landlæknir. ★ ★ Dagskrá Sambands bindindis- félaga í skólum var á föstudags- kvöld. Ræða Aðalbjörns Gunn- laugssonar var einarðlega og eng- in tæpitunga. Til dæmis veiíti hann lögreglu og tollvörðum all- hörð orð og ámæli og getur varla hjá því farið að yfirmenn þess- ara stétta svari þessum ásökun- um og beri blak af vörðum laga og réttar. Eg hafði alltaf haldið að tollverðir og lögreglumenn væru dugandi og vandaðir menn er vildu vinna verk sitt vel og samvizkusamlega. Sé svo, sem eg vona, má ekki láta neinum líðast að ámæla þessum embættismönn- um svo harðlega, sem nú var gert. Slíkt skapar óhollt viðhorí og verður til skaða. Laugardagsleikritið (1. febr.) Hvíti sauðurinn i fjölskyldunnl, var glæpaleikrit af lélegasta tæi Enginn sæmilega greindur fuil- orðinn maður gat skemmt sér við að hlusta á það og fyrir börn var það óhollt. Það var vaðall um þjófahyski, peningafalsara og fífl og hafði engan boðskap að flytja, enda botnlaus vitleysa. — Laugardagsleikritm eru alltof oft léleg og fara óðum versnandi Held eg að eitthvað þyrfti ur því að bæta, því nóg er til af ágætum útvarpsleikritum (hálf- tíma til klukkutíma-leikritum) ef sá er um þetta á að sjá væri áhugasamur að kynna sér þau og velja hið bezta. Þorsteinn Jónsson. KINÁR ÁSMVNOSSON hæsiaréttarlögniabur. HÁFSTVINN sigurðsson héraðsdómslöginaður. Sími 15407. Skrifstofa, Hafnarstræti 6. Málflutningsskrifstofa Einar B. Cuðniundsson Gubkugur Þorláksson Gubiuundur Pétursson Aðalstræti 6, III. hæS. Siiuur 12002 — 13202 — 13602.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.