Morgunblaðið - 21.02.1958, Síða 2
MORCVNBLAÐIÐ
Föstudagur 21. febrúar 1958
Miklur iramkvæmdir fyrir dyrum
í vutnsveitumúlum
Frá umræðum í bæjurstjdm í gær
BÆJARFULLTRÚAR kommún-
ista lögðu fram á bæjarstjórnar-
fundi í gær tillögu í 5 liðum í
vatnsveitumálunum og var aðal-
efni þeirra að ráða skyldi sér-
stakan vatnsveitustjóra, hraða
ráðstöfunum til flutnings á auknu
vatnsmagni til bæjarins, um bygg
ingu á vatnsgeymum og dælu-
stöð; um aukna starfskrafta til
handa hitaveitunni og rannsókn
á vatnsveitukerfi gamla bæjar-
hlutans.
óuðmundur Vigfússon (K)
flutti alllanga framsöguræðu fyr-
ir þessu máli.
Borgarritari, sem sat fundinn
í forföllum borgarstjóra, sagði
að Jón Sigurðsson, slökkviliðs-
stjóri hefði verið til þess valinn
að gegna embætti vatnsveitu-
stjóra eftir að Helgi Sigurðsson
hitaveitustjóri, hefði, vegna anna
í sínu embætti beiðst undan því
að sinna því starfi, en ráðning
slökkviliðsstjórans til þessa
starfs væri einungis til bráða-
birgða og gæti bæjarráð og bæj-
arstjórn auðvitað hvenær sem er
gert aðra skipun á því máli. Út
af öðrum atriðum tillögunnar
sagði hann, að það væri alkunn-
ugt af fyrri umræðum í bæjar-
stjórninni að ýmist væri búið að
gera margþættar ráðstafanir til
að tryggja bæjarbúum neyzlu-
vatn og vatn til atvinnmrekstrar
eða að verið væri að undirbúa
nýjar framkvæmdir í vatnsveitu-
málunum með langa framtið í
huga. Kvað hann rétt að rifja
upp í aðalatriðum hvaða ráð-
stafanir og framkvæmdir væri
um að ræða.
I fyrsta lagi minnti hann á að
ákveðið hefði verið að byggja
dælustöð við Gvendarbrunna til
að auka vatnsrennsli til bæjar-
ins og myndi þessi dælustöð taka
til starfa fyrrihluta næsta sum-
ars. Mundi þá vatnsrennsli til
bæjarins aukast um 150 lítra á
sekúndu, en það er aukning að
14, eða jafnvel 16, miðað við
það sem nú er.
í þessu skyni var keypt dæla frá
Austur-Þýzkalandi og gengið frá
þeim kaupum í nóvember 1956
en vegna mikilla afgreiðslutafa
kom hún fyrst til landsins nú
eftir áramótin og vantar enn
stjórntæki fyrir hana. Nú er ver-
ið að byggja dælustöðvarhús við
Gvendarbrunna og mun ekki
standa á þeirri framkvæmd og
éru allar vonir til, að dælustöð-
in geti tekið til sarfa snemma í
sumar.
í öðru lagi minnti borgarritari
á þær ráðstafanir, sem gerðar
hefðu verið til sparnaðar í vatns-
notkun. Hér væri vatnseyðsla
miklu meiri en tíðkaðist í ná-
grannalöndum okkar þar sem
vatn væri selt eftir mæli. Nú
væri farið að selja eftir mæli
vatn til atvinnurekt og
hefði sú ráðstöfun .n
sparnað í för með
Þá hefur vatns. í
gangi nllsherjarathu _ ^uam
húsum í bænum í því Si.yiii að
koma í veg fyrir sírennsli í hrein-
lætistækjum, og aðstoðar vatns-
veitan einnig almenning við við-
gerð á slíkum tækjum. Þessar
ráðstafanir hafa í för með sér
mikinn sparnað. í yfirferð sinni
um bæinn er vinnuflokkur vatns-
veitunnar nú kominn austur fyr-
ir Rauðarárstíg en byrjaði at-
huganir sínar vestast í bænum.
Nú er verið að vinna að reglu-
gerð fyrir vatnsveituna þar sem
verður kveðið á um aukið eftir-
lit með vatnsnotkun og er í því
sambandi til athugunar að beita
viðurlögum ef uppvíst verður að
vatn er látið renna að óþörfu.
Heildaráætlun um dreifiæðar
vatnsveitunnar og byggingu
vatnsgeyma er þegar undirbúin
í aðalatriðum. Staðsetning vatns-
geyma hefur þegar verið ákveð-
in og telur vatnsveitan að bygg-
ing geyma og vatnsæða í sam-
bandi við þá geti hafizt þegar á
næsta ári og munu framkvæmd-
ir, ef nauðsynlegt fjármagn og
leyfi fæst, ekki þurfa að taka
nema eitt ár.
Ráðstafanir hafa verið gerðar
til að auka starfskrafta í skrif-
stofu vatnsveitustjóra og verða
þá þrír verkfræðingar starfandi
hjá vatnsveitunni. Benti borgar-
ritari á fleiri atriði í þessu sam-
bandi svo sem endurbætur á
dreifikerfi vatnsveitunnar í eldri
bæjarhlutum, sem nú er verið að
vinna að og eins nýjar vatns-
leiðslur til nýrra hverfa.
Guðmundur H. Guðmundsson
bæjarftr. (S) tók til máls og
rakti allýtarlega störf vatnsveitu
nefndar en hún hefur ásamt
vatnsveitustjóra haft umsjón
með framkvæmdum í vatnsveitu-
málum bæjarins á undanförnum
árum. G. H. G. sagði að ekkert
nýtt væri í tillögu kommúnista
og þeim væri vel kunnugt um
það öllum frá fyrri umræðum í
bæjarstjórn að allt það, sem í
tillögunni fælist um verklegar
framkvæmdir, væri ýmist í
framkvæmd eða verklegum und-
irbúningi, nú þegar. Þessi tillaga
væri eitt dæmi enn um það, að
bæjarfulltrúar minnihlutaflokk-
anna hafa þá aðferð að flytja
tillögu um að koma í framkvæmd
mál<um sem ýmsar stofnanir bæj-
arins þegar eru farnar að vinna
að en tilgangurinn er sá að geta
í auglýsingaskyni tileinkað sér
þessi verk á eftir, þegar þau eru
komin í framkvæmd. Sagði G.
H. G. að þessi tillaga í vatns-
veitumálunum væri auglýsinga-
tillaga og ekkert annað. Vísaði
G. H. G. til greinargerðar borg-
arritara sem sýndi ljóslega að
miklar framkvæmdir væru nú á
vegum vatnsveitunnar.
í sambandi við framkvæmdir á
síðasta kjörtímabili benti G. H.
G. á að í árslok 1957 hefðu æðar
vatnsveitunnar verið samtals
174,40 km og þær hefðu verið
auknar á kjörtímabilinu um
19,66 km. og væri hér um mikla
aukningu að ræða. Sá vatnsskort-
ur sem gert hefði vart við sig
á s. 1. 4 árum stafaði að mestu
af breyttum atvinnuháttum, sem
kæmu meðal annars af þvi að
mikill meiri hluti fiskafurða er
fullunninn hér í bæ og þarfnast
sú vinnsla nú mikils vatns.
Minnti hann í því sambandi á
þær ráðstafanir sem vatns-
veitan hefði gert varðandi það
að selja vatn til slíkra stofnana
skv. mælum sem hefði haft mik-
inn sparnað í för með sér. Þá
benti hann einnig á að vatnsveit-
an hefði á síðustu árum tekið
upp þjónustu við almenning í
sambandi við viðgerðir og hafin
hefði verið víðtæk leit að bil-
unum í vatnsæðum og jafnóðum
gert við þær og fundizt hafa.
A næstu árum mundi vatnsveit-
an vinna að eftirtöldum verk-
efnum:
1. Dæla verður sett á aðal-
vatnsæðar til bæjarins, eins og
borgarritari lýsti.
2. Gerðar verða áætlanir um
framtíðarskipulag dreifingar
vatns í bænum og haldið áfram
frekari endurbótum á dreifi-
kerfi.
3. Áætlanir verða gerðar um
byggingu geyma og síðan hafizt
handa um byggingu þeirra. Verð-
ur byggingu vatnsgeyma vænt-
anlega lokið innan tveggja ára.
4. Rannsókn á möguleikum á
auknu vatnsaðrennsli að Gvend-
arbrunnum og athugaðir aðrir
möguleikar á auknu neyzluvatni
fyrir bæinn.
Bar G. H. G. fram þá tillögu
að vísa skyldi tillögu kommún-
ista til bæjarráðs og vatnsveitu-
nefndar, þar sem upplýst væri,
að unnið væri að öllum þeim
málum, sem tillagan fjallaði um.
Var sú tillaga að lokum sam-
þykkt með 10 atkvæðum gegn 5.
Fjórveiting ekki leyfð til kaupa
d ilugvél til óburSardreiiingar
Á FUNDI með blaðamönnum í
gær, skýrði Páll Sveinsson, sand-
græðslustjóri, frá því, að fjár-
veitinganefnd Alþingis hefði ekki
sinnt beiðni um framlag til
kaupa á flugvél, sem nota skal í
því skyni að dreifa áburði yfir
afrétti. Kvað, hann þetta hin
alvarlegustu tíðindi því hér sé
um að ræða mál sem um margt
megi líkja við baráttu íslendinga
í landhelgismálinu. Var farið
fram á rúmlega 300,000 kr. til
kaupanna.
Á fundi þessum þar sem Stein-
grímur Steinþórsson, búnaðar-
málastjóri var einnig viðstadd-
ur, var rætt nokkuð um
sandgræðslumálin á breiðum
grundvelli. Kvað búnaðarmála-
stjóri endurskoðun 'pá. sem nú er
lokið á sandgræðsluiögunum
m.a. miða að því að taka upp
nýjar aðferðir til uppgræðslu
landsins. í stað þess að loka alveg
sandgræðslusvæðunum verði
svæðin hagnýtt jafnframt að svo
miklu leyti, sem slíku verður við
komið með beit eða heyöflun.
Páll Sveinsson var ekki myrk-
ur í máli er hann ræddi um sand
græðslumálin. Kvað hann nauð-
syn bera til að hefta stórfellda
uppgræðslu afréttanna, því menn
hafi gjörsamlega gleymt beitar-
löndum en leggi alla áherzlu á
öflun heyja. Kvaðst hann þora
að spá því að eftir 10—12 ár að
óbreyttum aðstæðum, myndi rík
ið þurfa að kosta til stórkost-
legra fóðurkaupa yfir sumarmán
uðina er beitilöndin væru komm
í örtröð. Land það, sem við auð-
veldlega getum ræktað upp aft-
ur með áburðardreifingu úr lofti,
er upp í 400 m hæðarlínu, sagði
hann.
Björn Kristjánsson, fyrrum al-
þingismaður formaður nefndar-
innar sem endurskoðaði sand-
græðslulögin kvað nefndina
hafa ferðazt um sandgræðslu-
svæðin um land allt. Fyrir þá,
sem lítil kynni hafa haft af þess
um málum, opnast nýr heimur
við slíka yfirferð. Þeir, sem
skoðað hafa sandinn sem óvið-
ráðanlegt fyrirbrigði, sjá stórar
grasspildur vaxa upp úr auðn-
inni, en þær hljóta aftur að
minna íslendinga á hið mikla og
aðkallandi starf, sem hér er að
vinna.
Erlendur sérfræðingur, sem
hingað kom, skýrði frá því að á
afréttarlöndum landsins mætti
beita 750,000 fjár, en umfram það
r. ,’ndi landið ekki þola. Nú erum
við búnir að ná þessari tölu.
Björn ræddi einnig um dreifingu
áburðar yfir afréttarlöndin og
lagði áherzlu, hve auðvelt það
væri að græða þau upp aftur á
fáum árum, þegar beitt væri nýj
ustu tækni, þ.e.a.s. að dreifa
úburðinum úr loftinu.
Var á þessum fundi lengi rætt
um þessi mál og kom þar ýmis-
legt fleira fróðlegt fram.
I gæraag vildi það til inni við Lækjarhvamm við Suðurlands-
braut, en þar er nú verið að grafa fyrir miklu holræsl, að bíll
stakkst ofan í skurðinn. Hafði billinn, sem er sunnan úr Kópa-
vogi, verið á leið til bæjarins, en er hann kom þar sem „útskot*
hefur verið sett vegna þessara framkvæmda, varð bílstjórina
þess var að bremsurnar voru óvirkar. Umferðin var mikll þarna.
Bílstjórinn óttaðist að hann myndi lenda í árekstrl. Vonaðl
hann að billinn myndi stöðvast við að hann stýrði honum í
ruðning við skurðinn. Bíllinn rann yfir ruðninginn og stakkst
niður í skurðinn. Bílstjórann sakaði ekki.
— „Draumurinn"
draum sinn, svo að þetta fer ekki
milli mála. Honum þótti Bjarni
Framh. aí bls. 1
Ef draumurinn yrði veruleiki
Síðar í þessari sömu grein spyr
Helgi Sæmundsson: „En hvað
tæki við ef draumurinn yrði að
veruleika? Ég spái því ekki að
Bjarni Benediktsson gerist ein-
ræðisherra á íslandi og feti í fót-
spor Adolfs sáluga Hitlers“.
í sjálfri forystugrein Alþýðu-
blaðsins þennan sama dag er þó
Helgi Sæmundsson á annarri
skoðun. Þar kemst hann m.a. að
orði á þesssr leið, er hann gerir
Sjálfstæðisflokkinn og Morgun-
blaðið að umtalsefni:
„Innan flokksins er nazista-
kjarni, sem er engu betri en þeir
Moskvukommar. Komi einræðis-
klíka íhaldsins ár sinni fyrir borð
eru vinnubrögð hennar líkust
störfum kommúnista. Er höfund-
ur umræddrar forystugreinar (í
Mbl. í fyrradag. Innskot Mbl.)
þar ekki undanskilinn".
Formyrkvað hugarfar
Helgi Sæmundsson hefur þann-
ig tekið upp sama þráðinn og
Tíminn og „Þjóðviljinn“, sem
undanfarið hafa hamrað á naz-
istagrýlunni og jafnvel líkt leið-
togum Sjálfstæðisflokksins við
þau hjón Evu sálugu og Peron í
Argentínu. En ritstjóri Alþýðu-
blaðsins hefur þó gengið lengst
ailra. Hann lætur mann í draum-
heimum miða byssu á þá Bjarna
Benediktsson og Hitler. Og þá er
spurningin: „Hvorn á ég að skjóta
fyrst?“
Svona formyrkvað er hugarfar
vesalings mannsins orðið af því
starfi hans að verja vinstri stjórn
en draumurinn".
ina og samstarf flokks hans við
kommúnista.
Mbl. telur rétt að lesendur þess
eigi þess kost að sjá í heild þann
kafla greinar Helga Sæmunds-
sonar, sem fjallar um drauminn.
Fer hann hér á eftir:
„Draumurinn um Bjarna og
Adolf Hitler
Kunningja minn dreymdi þenn
an draum. Hann hefur fengizt
nokkuð við stjórnmál, óskar
vinstri stefnu sigurs á íslandi og
kvíðir þeirri óheillaþróun, að
öfgadraumar íhaldsins rætist.
Maðurinn sagði mér sjálfur
Benediktsson vera einræðisherra
á ísiandi. Hafði hann bækistöð
í tvílyftri höll á berangri niðri
við sjó í Reykjavík. Neðri hæðin
var salur einn mikill úr gleri.
Var sögumaðurinn staddur á hæð
skammt frá aðsetri einræðisherr-
ans og sá þaðan inn í glersalinn.
Dagur virtist að kvöldi kominn,
en vor í lofti, og lagðist eins og
aðkenning af rökkri yfir bæinn
og landið. Margt manna var sam
an komið þarna á hæðinni og
fannst sögumanni mínum hann
foringi hópsins, en bar ekki
kennsl á lið sitt. Varð honum
starsýnt á einræðisherrann, sem
gekk um gólf í glersalnum og
hafði skrýtna tilburði í frammi,
æfði sig í handasiætti og reigingi
fyrir framan spegil, stefndi fólki
á fund sinn og rak það svo brott,
öskraði valdboð í síma og leit út
eins og hamstola væri. Allt í
einu gekk sendiboði að sögu-
manni mínum og mælti: „Nú
kemur hann í heimsókn til
Bjarna". Ætlaði sá sem drauminn
dreymdi að inna eftir nánari
skýringu, en kom í sömu andrá
auga á svartan bíl er ók upp að
bækistöð einræðisherrans. Út úr
honum steig Adolf Hitler og gekk
inn í glersalinn. Bjarni rann til
móts við hann, féll um háls
gestinum og fagnaði honum ákaf-
lega og dansaði siðan kringum
Hitler, sem var gamallegur orð-
inn, lotinn í herðum og tekinn í
andliti. Fannst þá sögumanninum
hann snúa sér að hópnum, sem
honum fylgdi, og skipa: „Fáið
mér byssuna". Vissi hann ekki
fyrri til en í höndum hans var
forláta riffill, kjörgripur að allri
smíð og vandlega fægður. Bar
hann vopnið upp að vanga sínum
og miðaði á Hitler og Bjarna, þar
sem þeir létu vel hvor að öðrum
inni í glersalnum. Þóttist hann
eiga alls kostar við þá félaga,
enda skotfærið ákjósanlegt. En
sem hér var komið sögunni og
ekki annað eftir en hleypa af
sneri sögumaðurinn sér að föru-
nautunum og spurði: „Hvorn á
ég að skjóta fyrst?“ Svar við
spurningunni nam hann ekki, en
vaknaði í rúmi sínu og vissi þeg-
ar, að veruleikinn var allt annar
en draumurinn."