Morgunblaðið - 21.02.1958, Page 3
Föstudagur 21. febrúar 1958
MORCVNBLAÐIÐ
s
Mynd tekin af Ijósmyndara Mbl. í samkomusal Bindindishallarinnar við setningu Bunaoarþings.
Nokkrir þingfulltrúar sjást og gestir sem voru vistaddir setninguna
40. Búnaðarþing sett
Mesta vandamál bændastéttarinnar
er offramleiðslan og útflutningur
landbúnaðarvara
I
1ÚNAÐARÞING ÍSLANDS,
það fertugasta í röðinni, var
sett í gær af Þorsteini Sigurðs
syni í Vatnsleysu. 25 fulltrú-
»r frá öllum sýslum landsins
sitja þingið.
Það kom fram í tveimur
ræðum, sem fluttar voru við
setningu þingsins, ræðum
Þorsteins Sigurðssonar og
Hermanns Jónassonar, land-
búnaðarráðherra, að útflutn-
ingur offramleiðslu Iandbiin-
aðarins er nú orðið stórkost-
legt vandamál fyrir bændur
Sagðl Þorsteinn m. a. að or-
sök þess væri . hið helsjúka
fjárhagskerfi, sem þjóðin
byggl nú við.
Nokkur hópur manns var við
ataddur setningu Búnaðarþings í
fundarsal bindindishallarinnar
arþingsmaður og Páls Hermanns-
sonar fyrrv. alþingismanns, sem
var formaður eins stærsta bún-
aðarsambandsins. Hisu ailir við-
staddir úr sætum til að heiðra
minningu þessara mætu manna.
19 mál lögð fram
Þá skýrði formaður frá því að
nú væru aðeins um 19 mál lögð
fyrir þingið. Það væri minna
en venjulega. Hér væru þó ýmis
mikilvæg mái, sem hefðu áhrif
á störf og líf bænda.
Helztu mál, sem hann gat um
voru þessi:
1) Frumvarp um að leggja Vz%
álag á heildsöluverð alls áburð-
ar og því fé sem safnast verði
varið til jarðvegsrannsókna.
2) Frumvarp um útflutning
hrossa. Þar er gert ráð fyrir ýms-
um breytingum sem stuðla að
þessum útflutningi. Nokkur eft-
irspurn er eftir íslenzkum hest-
um erlendis, einkum í Þýzka-
landi.
3) Frumvarp um jarðhita. Laga
7) Tillaga um stofnun land-
búnaðarháskóla. Framhaldsdeild
in á Hvanneyri hefur nú starf-
að í 10 ár. Tala héraðsráðunauta
er komin upp í 24. Eftir því sem
ræktun vex þeim mun meiri þörf
er á fleiri menntuðum búfræð-
ingum.
máls Hermann Jónasson land-
búnaðarráðherra. Kvað hann sér
mikla ánægju af að mæta við
setningu Búnaðarþings. í ávarpi
sínu ræddi hann aðallega um eitt
vandamál landbúnaðarins, sem
ekki er auðleyst, en það er sala
á landbúnaðarvörum til útlanda.
Þegar landbúnaðarvörur eru
seldar innanlands er verð þeirra
ákveðið í samræmi við kaup-
gjald og verðlag. En þegar selja
á framleiðsluna til annarra landa,
fæst ekki nóg verð fyrir hana
vegna hinnar miklu dýrtíðar hér.
Til að minnka skakkaföllin hefur
sá kostur verið valinn að greiða
útflutnings-uppbætur eins og til
bátaútvegsins. En nú er bara
sá gallinn, að þær uppbætur
hafa hvergi nægt.
— Við skulum taka tvö dæmi
um þetta, sagði ráðherrann.
Heildsöluverð á
kindakjöti er ....... kr. 24,85
Fob-verð selt til út-
landa er .............. — 8,50
Uppbætur á hvert kg. — 14,40
Á vantar .......... — 10,45
Samkvæmt þessu vantar því
40% á að sama verð fáist og
fyrir kjöt selt á innanlandsmark-
aði.
STAKSTEIMR
Helsjúkt fjárhagskerfi og óhóf
Þorsteinn Sigurðsson gat þess
að eitt þýðingarmesta viðfangs-
efni þessa Búnaðarþings yrði hið
mikla vandamál offramleiðslunn-
ar og útflutnings hennar. Orsök ’
þess sagði hann, er hið helsjúka
fjárhagskerfi sem við búum við.
Hann vék einnig í ræðu sinni
að ýmiss konar óhófi og ofnotk-
un tækni í sveitunum. Við þurf-
um að íhuga það, sagði hann t. d.
hvort það er raunverulega hag-
kvæmt fyrir okkur að vera að
byggja geysidýra áburðarkjallara
undir gripahús, byggð á súlum
og svo er jafnvel talað um, að
það borgi sig ekki að bera hús-
dýraáburð á, — miklu nær væri
að láta hann bara renna í bæjar-
lækinn.
Það er glæsilegt, sagði Þor-
steinn að líta heim á bæina, þar
sem reist hafa verið háreist fjár-
hús. En hugsa menn út í það, að
bygging slíkra húsa kostar máske
1200 krónur á hverja kind? Er
óhugsandi, að hægt sé að lækka
byggingarkostnaðinn t. d. með
því að sameina gamalt og nýtt í
byggingarefnum?
Að lokum sagði formaður Bún-
aðarfélagsins, að þetta væri eitt
af því sem bændur yrðu að
hyggja að. Þeir hefðu tekið nú-
tíma tækni tveim höndum. Þeir
yrðu aðeins að varast að fara
yfir skynsamleg takmörk.
Uppbætur á kjöt og smjör
nægja ekki
Smjörið
Heildsöluv. á smjöri er kr. 65,46
Fob-verð selt til útlanda — 14,00
Útflutningsuppbætur .. — 9,70
Á vantar ..............— 41,76
Samkvæmt þessu vantar
63,79% á að innanlandsverðið fá-
ist.
Það er því hagkvæmara, að
offramleiðslan sem seljast skal
úr landi sé dilkakjöt en smjör og
það verður að stefna að því að
auka fremur framleiðsluna á
þeim tegundum sem betur seljast
erlendis og fyrir hærra verð,
sagði ráðherrann.
Hann benti á það, að til
skamms tíma hefði Bandaríkja-
stjórn greitt bændum þar í landi
fullt verð fyrir offramleiðsluna,
en nú er því hætt og er greitt
nokkru lægra verð fyrir hana.
Því næst vék Hermann nokkr-
um orðum að hugmyndinni um
fríverzlunarsvæði í Evrópu. Að
vísu væri óvíst, hvenær það mál
kæmist í höfn og hvort Islend-
ingar gætu verið með í því.
Hann taldi að vel gæti verið
að með þátttöku í fríverzluninni
skapaðist nýtt viðhorf fyrir út-
flutning íslenzkra landbúnaðar-
afurða og hvatti menn til að
kynna sér vandlega fríverzlunar-
málið.
★
Með ræðu Hermanns lauk setn-
ingu Búnaðarþings. Fundir áttu
að hefjast aftur í dag kl. 9,30 ár-
degis. Þá átti að kjósa varafor-
seta, ritara og í nefndir, sem eru
fimm starfandi, fjárhagsnefnd,
j arðræktarnef nd, búf j árræktar-
nefnd, allsherjarnefnd og reikn-
Rifrildi stjórnarflokk-
anna um lánamálin
Stjórnarflokkarnir halda áfram
að rífast um lánamálin og upp-
gjöf sína og ræfildóm í togara-
kaupamálunum. „Þjóðviljiun"
lýsti því yfir á þriðjudag að rík-
isstjórnin hefði fyrir löngu á-
kveðið að taka lán í Rússlandi
vegna skipakaupanna. En Ey-
steinn og Guðmundur í. hefðu
hindrað framkvæmd þeirrar á-
kvörðunar til þessa.
Alþýðublaðið sagði næsta dag
að þetta væru eintóm ósannindi.
Ríkisstjórnin hefði ekki sam-
þykkt að taka neitt lán í Austur-
Evrópu. Málgagn forsætisráð-
herrans þagði hins vegar.
í gær ræðir „I»jóðviljinn“ þessi
mál að nýju.. Heldur kommún-
istablaðið fast við þær upplýs-
ingar sinar að ríkisstjórnin hafi
„fyrir löngu“ „ákveðið að taka
lán í Sovétríkjunum“ til skipa-
kaupanna.
Ummæli málgagns
stærsta stjórnar-
flokksins
„Þjóðviljinn" svarar hlnnm
stjórnarblöðunum í gær á þessa
leið:
„Frásagnir Tímans og Alþýðu-
blaðsins um lántökuna eru mjög
spaugilega orðaðar. Timinn seg-
ir: „Sannleikurinn er sá, að fyr-
ir alllöngu var samþykkt í rikis-
stjórninni, að reyna að fá greiðslu
frest á andvirði skipanna til hæfi
lega langs tíma og að semja jafn-
framt um að þau yrðu greidd í
gegnum clearingviðskipti við
Rússa“. Alþýðublaðið segir:
„Mu.i hafa verið farið fram á
við þann banka, sem Seðlabank-
inn skiptir við í Moskvu, að i
þessu sambandi verði notuð
heimild um yfirdrátt". Bætir
blaðið því síðan við að þetta só
sem sagt ekkert lán, aðeins yfir-
dráttu"'
,50-
-80 miilj. br. lán“
siðaa
heldur
Næst á eftir formanni tók til inganefnd.
Þorsteinn Sigurðsson í Vatnsleysu, formaður Búnaðarfélagsins,
setur Búnaðarþingið. Honum til sitt hvorrar handar eru Ragnar
Ásgcirsson og Hermann Jónasson, forsætis- og landbúnaðarráð-
herra. — TJppi á sviðinu sitja Pétur Ottesen og Gunnar frá
Grænumýrartungu, báðir í stjórn Búnaðarfélagsins, og Stein-
grímur Steinþórsson, búnaðarmálastjóri.
við Fríkirkjuveg. Auk sjálfra
fulltrúanna, búnaðarmálastjóra
og stjórnar Búnaðarfélagsins
voru þar viðstaddir landbúnað-
arráðherra, Hermann Jónasson,
ýmsir starfsmenn Búnaðar-
félagsins og ráðunautar, Sveinn
Tryggvason framkvæmdastjóri
Framleiðsluráðs, Karl Kristjáns-
son formaður fjárveitinganefnd-
ar, Páll Sveinsson sandgræðslu-
sijóri og Hákon Bjarnason skóg-
ræktarstjóri o. m. fl.
Tveggja félaga minnzt
Þorsteinn Sigurðsson formað-
ur Búnaðarfélags;ns tók til máls.
Hann minntist fyrst tveggja
manna sem látizt hafa á s. 1.
starfsári, þeirra Guðmundar Jóns
sonar á Hvítárbakka, sem um
langt skeið var Búnað-
setning um hann tímabær.
4) Tillögur um búfjártrygg-
ingar.
5) Erindi um innflutning er-
lends búfénaðar. Það kvað for-
maður vera viðkvæmt mál. Slík-
ur innflutningur hefði valdið
landbúnaðinum stórkostlegu
tjóni, vegna þess að sjúkdómar
hefðu komið með búfénaðinum
inn í landið. Menn vildu vissu-
lega læra af reynslunni, en skipt-
ust í tvo hópa: — Þá sem vildu
aldrei oftar flytja inn búfénað
og hina, sem að vísu vildu leyfa
innflutning en gæta hinnar
fyllstu varúðar.
6) Frumvarp til laga um breyt-
ingu á sandgræðslulögunum. Það
taldi formaðurinn stórmál, því
að beitarþoli afréttarlandanna
væri ofboðið.
Fjáröfliin kvennadeildar
S.V.F.Í. á sunnudaginn
FJÁRÖ^LUNARDAGAR kvenna
deildar S.V.F.I. í Reykjavík eru
á sunnudaginn 23. febr., 1. dag
í góu, og sunnudaginn 2. niarz.
Vegna skorts á húsnæði fyrir
kaffisöluna, \ erður henni frestað
til sunnud. 2. marz, en 1. góudag
verða merki kvennadeildarinnar
seld á götum bæjarins. Öllum
þeim peningum sem inn koma fyr-
ir merkin og kaffið, verður var-
ið til slysavarna, því nóg bíða
þar verkefnin.
1 2. gr. laga deildarinnar stend-
ur: „Deildin er stofnuð og starf-
ar í þeim tilgangi, að hjálp sé
fyrir hendi, þá slys ber að hönd-
um, hvort sem er á sjó eða landi.
Hún vill efla öryggi allra, á landi,
í lofti og á sjó, með auknum björg
unartækjum, og styðja að öllu sem
verða má til að sporna við slys-
um“. I þessum tilgangi starfar
kvennadeildin, en til þess að það
sé hægt, þarf stuðning góðra
manna, og þann stuðning getið
þér sýnt, góðu bæjarbúar, með því
að kaupa merki deildarinnar á
góudaginn og kaffi sunnudaginn
2. marz.
Starfið er mannúðar- og líknar-
starf. Slysavarnir snerta alla
landsmenn, en því meira sem
lagt er til þeirra, þeim mun meira
er hægt að starfa. Síðastliðið ár
lagði kennadeildin 65 þús. krón-
ur — sextíu og fimm þúsund —-
til slysavarna.
Það þarf mikið átak og mikla
vinnu til að safna svo miklu fé,
og starfa því deildarkonur þessa
dagana af kappi til undirbúnings
merkja- og kaffisölunni, og eins
og hingað til treystir deildin bæj-
arbúum til að kaupa merki og
kaupa og hressa sig á kaffi og
kökum í Sjálfstæðishúsinu sunnu-
daginn 2. marz.
Einnig er farið fram á það við
foreldra, að leyfa börnum sinum
að selja merki. Þau rerða afhent
í húsakynnum S.V.F.Í. í Gróf-
inni 1. — Kona.
„Þjóðviljinn“
áfram:
„Ekki er ljóst, hvað þessi felmn
islegi orðaleikur á að þýða. Ríkis-
stjórnin samþykkti að fara fram
á 50—80 millj. kr. lán í Sovét-
ríkjunum til 15 ára, og átti Iánið
að hrökkva fyrir öllum kostnaði
af skipasmíðunum í Austur-
Þýzkalandi, jafnt austur-þýzkum
sem vestur-þýzkum gjaldeyrl.
Þetta lán átti síðan að endur-
greiða ineð íslenzkum afurðum,
sem við seljum til Sovétríkj-
anna“.
Þannig staðhæfir blað stærsta
stjórnarflokksins að ríkisstjórn-
in hafi samþykkt á sl. sumri að
taka 50—80 millj. kr. lán í Rúss-
Iandi til þess að standa undir
skipasmíðunum í Austur-Þýzka-
landi. En málgagn utanríkisráð-
herrans fullyrðir að „ríkisstjórni*
hafi ekki samþykkt neinar lán-
tökur í Austur-Evrópu“.
Margt bendir þó til þess, m. a.
ýmis hálfyrði Tímans og Alþýðu-
blaðsins um þessi mál, að vinstrl
stjórnin hafi á sl. sumri sam-
þykkt að fá umrætt lán hja
Rússum.
En á sama tíma, sem vinstri
stjórnin var að ræða þessar vænt-
anlegu lántökur hjá Rússum
hafði hún beðið þjóðir Atlants-
liafsbandalagsins að efna til sam-
skotaláns fyrir ísland. Þau sam-
skot hafa borið þann árangur, að
Bandaríkin hafa þegar lagt fram
sinn skerf til þessara samskota
og gert er ráð fyrir því að Vest-
ur-Þýzkaland leggi fram sinn
hluta á næstunni, sennilega næstu
daga. Vinstri stjórnin rær þannig
bæði á vestur- og austurmið. Hún
lætur efna til samskota fyrir sig
meðal NATO-þjóða og biður
Rússa jafnframt um efnahags
aðstoð!