Morgunblaðið - 21.02.1958, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 21.02.1958, Qupperneq 8
8 MORCVNBLAÐIÐ Föstudagur 21. febrúar 1958 Inga Hansen-minning ■F. 28. maí 1886—D.16 febr. 1958 Á SUNNUDAGINN, 16. febrúar, barst okkur skyndilega og óvænt andlátsfregn vinkonu okkar frú Ingu Hansen. Hún varð bráð- kvödd á heimili sínu, Laufásvegi 61, hér í bænum. Inga var fædd 28. maí 1886 á Ytra-Vatni í Skagafirði. Foreldr- ar hennar voru hjónin Skúli Jónsson, bóndi (d. 3. jan. 1916) og Guðrún Tómasdóttir er dó í hárri elli hjá þeim Ingu og manni hennar Jörgen J. Hansen. — Á Ytra-Vatni dvöldu, er Inga fædd- ist hjónin Signý Halldórsdóttir og Sigurður Magnússon, tóku þau barnið til fósturs, en þau voru barnlaus. Ólst Inga upp hjá þeim þar til Sigurður dó (1899) og eftir það með fóstru sinni um hríð. Þau Signý og Sigurður voru, ásamt Ingu, á heimili foreldra minna á Mælifelli nokkur ár, áður en þau fóru að búa í Hvamm koti. Eftir lát Sigurðar kom Sig- ný aftur til foreldra minna. Við Inga vorum því saman á heimili frá fyrstu bernsku nær óslitið fram yfir fermingaraldur. Til Reykjavíkur fluttum við bæði sama árið 1907 og höfum verið hér síðan. Inga gifti sig árið 1911 Jörgen J. Hansen, sem þá var nýkominn heim frá námi er- lendis og var þá bókhaldari við stórt fyrirtæki hér í bænum. Þau komu sér þegar upp fallegu heimili og eignuðust mörg mann vænleg börn. Mér er óhætt að segja, að heimili þeirra var jafn- an til fyrirmyndar og eitt af á- nægjulegustu og viðkunnanleg- ustu heimilum bæjarins. Voru þau hjón samvalin í því að halda þar öllu í röð og reglu, að hátt- prýði og elskulegu viðmóti. Jörgen J. Hansen dó 30. okt. 1957 og lifði frú Inga hann því aðejns þrjá og hálfan mánuð. Mun andlát hans hafa fengið mjög á hana, enda dó hann snögg lega, í svefni. Ef til vill hefur hún þá fengið það áfall er varð henni ofraun — en heilsan orðin veil áður. Eg skrifaði nokkur orð um vin minn, Jörgen Hansen stuttu eft- ir andlát hans og mun því ekki endurtaka það sem ég sagði þar. Og nú er æskuvinkona mín, Inga Skúladóttir, einnig látin. — Varla held ég að ég hafi kynnzt trygglyndari konu en hún var. Það var víst, að hún vildi ekki vamm sitt vita í neinu og að það var óhætt að treysta henni í öllu, geri ég ráð fyrir að þeir sem hana þekktu ’ séu mér sammála um það. Það er alveg víst, að hún brást aldrei, hvorki manni sínum né börnum, né neinum öðrum 1 stóru né smáu. Á æsku- árum og fram eftir aldri var hún mjög kát og glaðvær, en varð alvarlegri með árunum, enda átti hún við ýmislegt að stríða, svo sem sjúkdóma ástvina. Þau hjón misstu tvö börn og var það sár harmur. Fjórar dætur og tveir synir komust til fullorðinsára og eru öll á lífi. Inga Hansen var geðprúð og stillt kona, kom virðulega fram, glaðleg og nota- leg í viðmóti, vel greind og fróð um margt. Það var nærri ótrúlegt hversu Ingu Hansen var annt um vini sína. Hún var ekki róleg nema hún vissi hvernig þeim liði, eink- um ef hún vissi að eitthvað am- aði að þeim. Frá því fyrsta sýndi hún okkur þá umhyggju og ást- úð, sem ég fæ ekki með orðum lýst. Það má segja, sð „enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur“, og finn ég það nú vel, að ég hefði átt að þakka henni bet- ur en ég gerði, meðan hún lifði. Eg býst við að margir vinir henn- ar geti tekið undir þetta með mér. Með henni er einn okkar bezti vinur horfinn. En — eins og ég hef áður ritað, það er skattur, sem þeir, er ná háum aldri verða að greiða, að sjá á bak mörgum æskuvinum, þar á meðal þeim beztu. — Inga Hansen átti góð börn, tengdabörn, barnabörn og einnig vini, sem vafalaust vildu allt fyrir hana gera, einkum nú, þann stutta tíma, sem hún lifði mann sinn, sem hún saknaði svo mjög. Ég geri ráð fyrir að hana hafi ekki langað til að lifa mikið lengur og að dauðinn, sem kom svo snögglega, hafi ekki verið henni skelfilegur. Hún hefur kom izt yfir þann þröskuld, sem mörg- um verður erfiður og kviðvæn- legur. Hinum megin við þær dimmu dyr trúa margir beztu og vitrustu menn að lífið haldi áfram, sjálf- stætt, persónulegt líf, á þroska- braut í betri heimi. Þar verða þá margir fagnað- arfundir, er ástvinir hittast á landi lifenda. Og ég samgleðst þeim vinum mínum, Ingu og Jörgen að skilnaðarstundirnar urðu ekki lengri. Þorsteinn Jónsson. í DAG er borin til hinztu hvíld- ar frú Inga Hansen, Laufás- vegi 61, hér í bæ. Ég átti því láni að fagna að kynnast þessari ágætu og göfugu konu og þekkja hana síðustu rúm 20 árin. Þau kynni verða mér ógleymanleg. Hún var búin flest- um þeim kostum, er konu mega prýða. Frú Inga var kona fríð sýnum, höfðingleg og alúðleg í allri framkomu. í eðli sínu var hún hlédræg og vildi sem minnst láta á sér bera. Störf sín vann hún hins vegar í kyrrþey, sem frábær eiginkona og góð móðir 6 mannvænlegra barna, er upp komust. Frú Inga var gæfukona. Hjóna- band hennar og Jörgens Hansens heitins var með þeim ágætum, að frábært má teljast. Á heimili þeirra hjóna ríkti ætíð sú reglu- semi, ástúð og snyrtimennska, sem eínkenndi framkomu þeirra beggja. Frú Inga hafði yndi af lestri góðra bóka, ljóðelsk var hún og trúhneigð kona. Hún unni manni sínum mjög. Duldist það engum, er til þekktu, að söknuð- ur hennar var mikill og ekki virtist hún söm eftir fráfall hans. Dreg ég ekki í efa, að tregi henn- ar hafi nokkuð flýtt dauða henn- ar, en hún andaðist snögglega af hjartabilun að heimili sínu sl. sunnudag, aðeins rúmum 3 mán- uðum eftir fráfall eiginmanns síns. Frú Inga var trú köllun sinni. Hún hafði unnið starf sitt í þess- um heimi öllum, er henni kynnt- ust til yndis og heilla. Megi henni nú verða að hinztu ósk sinni, að hitta aftur ástvin sinn hinu megin móðunnar miklu. Að endingu vil ég senda þér Inga, hinztu kveðju mína. Hafðu innilegar þakkir okkar allra fyr- ir það, sem þú varst mér og okkur öllum. Hugljúfar minningar einar eig um við um þig. í Guðs friði. Sigurgeir Sigurjónsson. FRÚ INGA HANSEN, kona Jörg- en J. Hansens skrifstofustjóra, verður jarðsungin frá Dómkirkj- unni í dag. Fyrir réttum 3% mánuði áður lézt eiginmaður hennar Jörgen Asgeir Arnoson, yíir- kveðjuorð J. Hansen. í löngu samlífi þeirra var ástríki, sem aldrei fölnaði, gagnkvæmt trúnaðartraust, sem veitti þeim styrk i öllum erfið- leikum lífsins. Hún var hlédræg kona, helg- aði heimilinu alla krafta sína, enda voru börnin mörg, og störf hennar heima fyrir ærið mörg og mikil. Börnin hennar geyma dýrmæt- ar minningar um milda og góða móður, sem unni þeim af hjarta. Hún fann sín mestu verðmæti í fórninni fyrir þau og eiginmann sinn. Hún var vinur vina sinna, trygg og göfuglynd, hafði hreinan svip og salslausa framkomu. Frá slíkum konum stafar ávallt hlýr ylur sem vermir og gleður hvern þann er af þeim hefir nokkur kynni. Henni fylgja því hlýjar kveðjur og þakklæti frá ættingjum og vinum yfir til hinna ókunnu stranda. Hvíl þú í Guðs friði. Blessuð sé minning þín. G. Jóhannesson. Bezti aflaJagur Bíldudalsbáta BÍLDUDAL, 19. febr. — S.l. mánudagur var bezti afladagur- inn á vertíðinni fyrir bátana, en héðan róa tveir bátar með línu. Var afli þeirra þá samtals 26 lestir, megnið var þorskur, en dá lítið af ýsu og töluvert af keilu. Bátarnir fóru langt í þennan róð- ur, sóttu djúpmið, 40 mílur út af Blakk, en það er 9—10 klst. róð- ur. Er bátarnir sækja svo langt fara þeir aðeins í einn róður á sólarhring. í gær reru bátarnir grynnra, og fékk annar 5 lestir, en hinn 7—8 lestir. Bátarnir eru á sjó í dag og koma ekki að, fyrr en seint í kvöld. Bezta veður er nú hér á Bíldudal, þíðviðri og blíða. Rækjuveiðin hefir gengið af- bragðsvel síðustu dagana, og hef ir aflazt gríðarmikið af rækju. •—Friðrik. vélstjóri — SÚ harmfregn barst fyrir nokkr- um dögum til ættingja og vina, að Ásgeir Árnason yfirvélstjóri á M.s. Hamrafelli hefði látizt 7. febr. 1958 í Gibraltar en þarhafði hann verið lagður í land sjúkur er skipið var á leið til Batum. Ás- geir var fæddur 24. maí 1901 á ísafirði. Foreldrar hans voru Árni Sigurðsson, fiskmatsmaður og Svanhildur Sigurðardóttir. Ás- geir stundaði vélsmíðanám hjá Bergsveini Árnasyni, vélsmíða- meistara á ísafirði og að því loknu gekk hann í Vélstjóraskól- ann haustið 1923 og lauk þaðan burtfararprófi vorið 1925, með mjög góðum vitnisburði, enda var Ásgeir vel gefinn og ágætur námsmaður. Var okkur skóla- bræðrum hans kunnugt um það hve vel honum sóttist námið og mun hann oft hafa miðlað þekk- ingu sinni til félaga sinna, því Ásgeir var okkur hugljúfur og góður félagi. Eftir að hafa lokið námi sigldi hann fyrst á togur- um og frá 1931 á varðskipum rík- isins í nokkur ár. Árið 1942 flutt- ist hann til Akureyrar og rak þar Vélsmiðjuna Odda í félagi við fleiri, þar til í ágúst Í946, að hann Sólarkaffi Bílddælinga BÍLDUDAL, 19. febr. — „Sðlar- kaffi“ Bílddælinga var haldið í félagsheimilinu sl. laugard. Kven- félagið Framsókn „gekkst fyrir kaffinu" af miklum myndarskap. Ýmislegt var til skemmtunar, góð ar veitingar bornar fram, og dans stiginn fram eftir kvöldi. Var þetta mjög góður fagnaður og skemmtunin vel sótt, þó að það muni hafa dregið nokkuð úr að- sókninni, að bátarnir voru á sjó. —. Friðrik. varð yfirvélstjóri á M.s. Hvassa- felli sem Samband ísl. samvinnu félaga hafði keypt. Eftir það sigldi hann á skipum þess til dauðadags. Störf sín leysti hann af hendi með prýði enda talinn meðal hinna beztu vélstjóra. Sá, er þess ar línur ritar kynntist Ásgeiri fyrst 1923 þegar leiðir okkar lágu saman í Vélstjóraskólanum. Frá þeim tíma vorum við nánir kunn ingjar og vinir. Sigldum saman um skeið á varðskipinu Ægi. Var mér þá ljóst hve traustur maður hann var í starfi sínu. Einnig átti ég því láni að fagna að kynnast eftirlifandi konu han* frú Theodóru Tómasdóttur og börnum þeirra, einum syni og 4 dætrum, sem nú eru uppkomin. Öilum þeim votta ég mína inni- legustu samúð í sorg þeirra og bið þann, sem mestu ræður að hugga þau og styrkja í þeirra miklu raun. — Svo vil ég að and ingu kveðja þig, Ásgeir minn, og þakka þér fyrir tryggð þína og vinóttu frá fyrstu kynnum okk- ar. Blessuð sé minning þín. ..I. J. ísl.mótið í körfuknattleik í kvöld ÍR núverandi Isl.meistari og ÍKF tyrrv meistari mætast i kvöld í KVÖLD kl. 8 efst að Háloga- landi Meistaramót íslands í körfuknattleik. Þátttakendur eru mjög fjölmennir í öllum tlokkum nema þriðja aldursflokki, en þar hefur aðeins eitt félag getað sent þátttökutilkynningu. í II. aldursflokki mæta 7 lið lil leiks, í kvennaflokki 3 lið og í meistara flokki 6 lið. í meistaraflokki taka þátt Reykjavíkurfélögin Í.R., Í.S., K.R. og K.F.R., sem sendir tvö lið og íþróttafélag Keflavíkur- flugvaliar starfsmanna Strax í upphafi mótsins þ.e.a.s. í kvöld, verður keppnin mjög spennandi og tvísýn, Mætast þá núverandi íslandsmeistarar Í.R. og fyrrverandi meistarar Í.K.F. Það er vitað að Í.K.F. er í mjög góðri þjálfun núna og hefur fé- lagið staðið sig sérlega vel í deild arkeppni í körfuknattleik, sem fór fram milli körfuknattleiks- liða á Keflavíkurflugvelli. Þá mætast lið K.R. og íþrótta- félags Stúdenta, en þeir síðar- nefndu hafa löngum farið með sigur af hólmi við K.R. Dómarar i ofangreindum leik um eru: Ingi Þorsteinsson og Geir Kristjánsson, sem dæma fyrri leikinn en Þórir Ólafsson og Kristinn Jóhannson dæma seinni leikinn. Framkvæmdanefnd mótsin* hefur haft þann hátt á að raða aðeins tveim leikum á hvert keppniskvöld, en venjulega hafa þrír leikir farið fram á keppnis- kvöldi undanfarinna móta. Með þessu hefur verið ráðin bót á ví að keppniskvöldin verði ekki langdregin. Enska keppnk Úrslit aukaleika, bikarkeppn- innar, sem leiknir voru í vikunni: Man. Utd. —Sheffield Wed. 3:0 WBA — Sheffield United 4:1 Blackburn—Cardiff 2:1 Þesi lið leika saman í sjöttu umferð: Fulham — Bristol Rovers Man. Utd. — WBA Blackburn — Liverpool Bolton — Wolves íslandsmót í handknattleik stendur nú yfir, en lokið er keppni í 3ja fiokki C. Þar vann sigur lið knattspyrnufél. Víkingur. Liðið sést hér á myndinni ásamt þjálfara, Pétri Bjarnasyni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.