Morgunblaðið - 21.02.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.02.1958, Blaðsíða 9
Föstudagur 21. feTvrúar 1958 MORCTlNfíLAÐIÐ 9 Ferðabók Hendersons FERÐABÓK — Frásagnir um ferðalög um þvert og endi- langt Island árin 1814 og 1815 með vetursetu í Reykjavík. Eftir-Ebenezer Henderson. — Snæbjörn Jónsson þýddi. — Snæbjörn Jónsson & Co. h.f. Reykjavík 1957. Þessari Ferðabók hefir nú þeg- ar verið svo vel tekið af alþjóð manna hér á landi, og margir orð- ið til að skrifa um hana ýtarlega og lofsamlega, að enga þörf tel eg vera á að rita meira um hana, til að vekja athygli á henni. En með því að góð vísa er aldrei of oft kveðin, og ég mun hafa heitið útgefanda hennar því að segja eitthvað um hana, er mér gæfist tími til eftir jólin, vil eg ekki alveg svíkja þetta loforð Mér er það líka óblandin á- nægja að geta þessarar bókar, því að haft hefi eg af því mikla skemmtun að lesa hana í ígripum nú yfir hátíðirnt.r. „Sjaldan hafa ferðamenn bet- ur launað gestrisni en þessi ágæti maður“, sagði dr. Páll Eggert Ólason einhvern tímann um Henderson. Með riti sínu vakti hann athygli erlendra mennta- manna á landj og þjóð, sem þá áttu sér formælendur fáa. Óbeð- inn gerðist hann erindreki íslend i inga í Danmörku er hann lýsti | harmi þjóðarinnar yfir því, að A1 þingi hafði verið lagt mður um aldamótin, fer á fund Kristjáns ríkisarfa, er síðar varð konungur hinn 8. með því nafni, og á við hann langt viðtal um þessi efní. Veit enginn hvaða áhrif þessi við raeða kann að hafa haft á kon- ungsefni, né hvort hún hefir ein- hverju ráðið um vinsamlega af- stöðu hans síðar meir til þessa máls, en ekki er það samt ósenni legt. Víst er um það, að svo vel fór á með þeim, að Henderson til- einkaði ríkisarfanum bók sína. Öllum þeim, sem um þessa bók hafa ritað fyrr og síðar, hefir komið saman um, aó hér sé um að ræða eina hina gagnmerkustu ferðabók, sem skrifuð hafi verið um fsland á öldinni sem leið. Höf- undurinn, Ebenezer Henderson, kom hingað sem erindreki Brezka og erlenda Biblíufélagsins til að dreifa út Biblíum og Nýja testa- mentum landsfólkinu til sálu- hjálpar. I þessum erindagerðum ferðaðist hann hringinn í kring um iandið á árunum 1814 og 1815 og víða um óbyggðir og ávann sér hvarvetna traust og hylli ís- lendinga, enda var Henderson án efa hið mesta valmenm og stór- vel að sér á ýmsum sviðum. At- hyglisgáfa hans var sívakandi og er það undravert hversu mikinn og margháttaðan fróðleik hann hefir dregið saman eigi aðeins um andlegan hag og menningar- ástand landsmanna, heldur og um sögu, bókmenntir og r.áttúru- fræði, einkum jarðfræði. Enda þótt smávægilegs misskilnirigs gæti á stöku stað, er hitt furðu- legra, hversu þekking hans um land og þjóð er yfirgripsmikil á mörgum sviðum. Á undanfarandi árum hafði hann í Kaupmannahöfn numið íslenzka tungu og lesið allt það, er hann komst höndum yfir, af íslenzkum bókmenntum og bók- um um ísland, svo að hann var vel undir ferð sína búinn. En hér á landi safnaði hann handritum, skýrslum og skrám um hin sund- urleitustu efni, og hafði þar að auki efalaust aðgang að mörgum heimildum í Reykjavík veturinn 1814—15, er hann samdi fyrra hluta ferðasögunnar. Á ferðum sínum hefir hann spurt mennta- menn spjörum úr og haldið ná- kvæma dagbók, og þannig tekst honum að skrifa svo merkilega og gerfróða bók, að hún er enn í dag heimildarrit um margt, sem ella væri ekki vel vitað. Til dæm- is telur dr. Sigurður Þórarinsson Ferðabókina gagnmerkt rit frá jarðfræðilegu sjónarmiði, og seg- ir hann, að náttúrulýsingar hans beri öll merki þeirrar gtögg- skyggni, sem einkenni lýsingar hans á mannfólkinu og þjóðlíf- inu. Það sýnir bezt drengskap þessa manns, að lítt hirðir hann um að draga Xram þær hliðar þjóð- lífsins, sem hann efalaust hefir fundið ýmsa misbresti á, svo sem óþrifnað og annað þvi um líkt, enda sennilega sett það á reikn- ing fátæktarinnar. Hinu heldur hann meira á loft, sem þjóðinni var til sæmday: andlegu atgervi lega fjalla um guðfræði. Kynnist maður ýmsum bókum í pessum bókaskáp. „Öll var fjölskyldan með meiri háttar yfirbragði". Auk þess að stjórna þessu stóra heimili, sem taldi um 20 mamis, fann frúin tíma til að mennta sjálfa sig og kenna börnum sín- um. Á kvöldin les sjálfur hús- bóndinn ekki aðeins húslestrana, heldur einnig upphátt fyrir fólk- ið á kvöldvökum. Ebenezer Henderson hennar og undraverðri þekkingu. sem honum þykir bera af öllu öðru er hann hefir áður kynnzt. En allt, sem hann greinir frá landi og þjóð, er hermt af svo mikilli vináttu og góðvild í garð þessarar örfátæku þjóðar, að einstakt er. Helzt ber hann Reyk víkingum lítt söguna og telur bæjarbrag þar ekki góðan, en kennir það útlendum áhrifum. Ber það saman við vitnisburð Bjarna Thorarensens frá sömu árum: „í Reykjavíkur dampa- hvolfi getur ekkert gott anda dreg ið“. Höfðu Reykvíkingar Hend- erson í skopi. Á yfirreið sinni um landið gisti Henderson marga presta og em- bættismenn og bregður hann upp fjöldamörgum lifandi myndum af heimilunum og fóikinu, sem hann hittir. Gaman er t.d. að koma með honum að Kjarna í Eyjafirði, þar sem Gunnlaugur Briem sýslu maður bjó þá. Er verið að fram kvæma gagngerða viðgerð á bæn um og mikil iðn úti og ínni. Matjurtagarður er þar tvískipt- ur, og veitt að honum vatni til vökvunar frá mylnu, sem þar er skammt frá. Yfir garðshliðinu rituð (sennilega útskorin af sýslumanni sjálfum) snjöli spak- mæli. í skrifstofu og setustofu sýslumannsins eruN ágæt bóka- söfn um lögfræðileg og hagfræði- leg efni. En eftir að hann er bú- inn að gæða sér á bláberjum og rjóma, er honum boðið unp á loft til að skoða bókasafn húsfreyj- unnar, frú Valgerðar Árnadóttur, og er það um 100 bindi, sem aðal- Slíkar lifandi lýsingar á fjöida fólks frá fyrstu áratugum 19. aldarinnar er hvergi að finna í jafnríkum mæli og hér, og því er gaman að vera í för með þessum góða manni um landið. Mjög reynir hann að kynna sér guð- rækni fólksins og lætur yfirleitt hið bezta af og rómar mjög áhuga og skyldurækni margra presta. Reyndar gefur Espólín í skyn, að þeir muni hafa sett upp spari andlitin, er þeir töluðu við Hend- erson, en hann lagt allt út á bezta veg, og má vera að eitthvað hafi verið hæft í því. Hitt gat ekki dulizt gestsauganu, hin óvenju mikla lestrar- og fróðleiksfýst alþýðu og furðulegur lærdómur hjá sumum alþýðumönnum í erf- iðustu vísindagreinum, eins og t.d. hjá Jóni stjörnuiræðingi Þórormstungu. Henderson var svo innlífaður Biblíunni, að hann beinlínis lifði og hrærðist í andrúmslofti henn ar. Er hið barnslega trúartraust að vísu hrífandi og hefir án efa orðið honum ómetanlegur styrkur í lífsstarfi hans. En þó er það undarlegt, hversu greind hans er yfirleitt minni í trúarefnum en annars staðar. Stafar þetta senni lega frá þeirri tegund heittrún- aðar.sem hann hefir upprunalega orðið snortinn af. Fordæmingin er þar á næsti leiti, og Biblían er að hans hyggju fjarlæg sönn- um kristindómi, og eru þeir, sem þeirri kirkju fylgja, taldir vera „fjötraðir af klerkakreddum og haldnir hræðilegri blindu“, van- þekkingu og hjátrú. Menn upplýs ast í sannleikanum af þvi að kynnast guðsorði í Bibliunni og - getur það eitt vísað veginn til sáluhjálpar. Það er merkilegt, hvað þessum manni, sem svo mjög óttaðist andlega harðstjórn og „kreddur“ kaþólskra, er að hinu leytinu meinilla við upp- lýsingarstefnuna, sem vildi hafa skynsemina að leiðarljósi i guð- fræðinni og taldi reyndar enga „fræði“ geta án hennar verið. Hér virðist því hinn góði maður hafa sjálfur verið haldinn af þeirri „kreddu“. að trú gæti ekki fyrirfundizt í hjörtum þeirra, sem reyndu að hugsa með skynsemi um dásemdarverk guðs, og virð- ist þá skaparinn til lítils hafa gefið mönnum vitið. Er ekki frítt um að sama meinloka sitji enn þá föst í stöku manni. Ferðabók Hendersons kom upp runalega út í tveim miklum bind- um árið 1818. Eru þau nú bæði þýdd í þessu eina bindi, sem er um 500 bls. á lengd, en til þess að gera bókina meðfærilegri var sleppt formála höfundar og all- langri ritgerð um íslenzkar bók- menntir, sem taJið var að nú þætti ekki mikið á að græða. En ágrip af sögu íslenzku Biblíunn- ar fylgir hér í bókarauka sem áður, enda höfum vér ekki aðra skilmerkilegri ritgerð um þetta efni, og hefir Magnús Már há- skólakennari ritað athugasenidir og greinargóða viðbót við ritgerð ina. Ennfremur hefir þýðandinn Snæbjörn Jónsson skrifað for. mála og ágæta inngangsritgerð um Hyiderson, en dr. Sigurður Þórarinsson hefir skrifað í eftir mála: Nokkur orð um náttúru- skoðarann Ebenezer Henderson. Nafnaskrá fylgir ritinu svo sem nauðsynlegt er, en þar hefir af vangá verið villzt á þeim frænd- um Stefáni og Bjarna Thoraren- sen, amtmönnum á Möðruvöll- um. Vitanlega er það Stefán, sem er amtmaður nyrðra, þegar Hend erson var þar á ferð. Annars er frágangur þessarar bókar allur hinn prýðilegasti, og betur til hennar vandað bæði af þýðandans og útgefandans hálfu en algengt er með bækur, og er þó söluverði hennar mjög stillt í hóf. Bundin er hún í alrexín, sem má kallast óslítandi og end- ingarbetra en skinn, því að hvorki vinnur á því vatn eða raki. Kunningi minn kom inn í skrif- stofuna til mín rétt þegar ég var að færa bókina úr ferðafötunum og sagði undir eins og hann hafði sjónhending af henni: Snæbjörn Jónsson hlýtur að hafa haft ein- hverja hönd í bagga með útgáfu þessarar bókar. Hvers vegna heldurðu það, spurði ég. Það er alltaf einhver sérstakur svipur yfir þeim bókum, sem hann hefir fjallað um og íegurri en á flest- um öðrum. Ekki er því að leyna, að Snæ- björn Jónsson hefir hér að unnið og eins og honum er lagið af frábærri alúð. Hann hefir ekki aðeins íslenzkað bókina af stök- ustu vandvirkni, heldur senni- lega einnig ráðið leturvali og öllu útliti hennar. Góð bók þarf líka að vera fallega útgeíin, svo að hún sé kjörgripur. Og allra sízt má spara í merkum bókum, sem hafa heimildargildi, jafn- sjálfsagðan hlut og nafnaskrá, eins og allt of mörg dæmi finnast um, nú í seinni tíð. Slíkur lykill að bókinni eykur gildi hennar um helming. Það er gama* að minnast þess að lokum, að Henderson batt svo mikilli tryggð við ísland, að hann lét einkadóttir sína, sem seinna varð mikilhæf mennta- kona, heita í höfuðið á íslandi. Thulia hét hún, sem dregið er af hinu fornfræðilega nafni: Thule, sem Einar Benediktsson þýddi: Sólarey, og vildi að vér tækjum upp í stað hins kuldalega nafns ísland. Þetta sýnir gleggst, hversu hlýtt honum var til lands og þjóðar. Hafi þýðandi og útgefandi þökk fyrir hina íslenzku útgáfu þessar ar bókar, sem lengi hefir verið í fárra manna höndum. Það var góð jólagjöf. Vel fer á því, að þeir hafa tileinkað Brezka og erlenda Biblíufélaginu þessa út- gáfu í þakklætisskyni og til minn ingar um, að það sendi þennan ágæta mann út hingað. Benjamín Kristjánsson. Hlégarður Mosfellssveit Hlégarður Mosfellssveit. U.M.F. Afturelding frumsýnir gamanleikinn GRÆNU LYFTUNA eftir Avey Hopwood, í þýðingu Sverris Thoroddsen. föstudaginn 21. febrúar kl. 9. Leikstjóri: Klemenz Jónsson. Bifreið fer frá B. S. í. klukkan 8,30. Afturelding. ro 1 Samkvæmiskjólar f Verzlimarhúsnæði óskast til leigu. Tilboð sendist afgr. blaðsins fyrir 26. febrúar merkt: 1414—7944. Félagi óskast í fyrirtæki með nýjar vélar og mikla fram- tíðarmöguleika. Tilboð leggist inn á afgr. blaðsins fyrir 28. þessa mánaðar merkt: Ábyggilegur -—8691. s I F F O N KJÓLAR Glæsilegt úrval MARKAÐURINN LAUGAVEG 89

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.