Morgunblaðið - 21.02.1958, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.02.1958, Blaðsíða 10
10 MORCVNfíLAÐIÐ Fostudagur 21. febrúar 1958 Utg.: H.í. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfus Jónsson. Aðaintstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla, simi 33045 . Auglýsingar: Arni Garðar Kristmsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Asknítargjalct kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasólu kr. 1.50 eintakið. FRAMSÖKN GEGN ALÞÝÐU- FLOKKNUM ALÞÝÐUBLAÐIÐ hagar sér nú ekki ósvipað og Bjarni Thorarensen sagði i kvæði sínu um Odd Hjaltalín, það býr sér til „skrípitröll, skjaldmeyjar og skóga hug- mynda“. Kemur þetta ýmist fram í draumum, sem ritstjórinn birtir lesendum eða forustugrein- um, sem ekki koma nærri veru- leikanum en fæddar eru í ein- hvers konar annarlegum hug- myndaheimi. Alþýðublaðið finnur sárt tii þess að flokkurinn verði gagn- vart kjósendum sínum að finna einhverja sérstaka afsökun þess, að flokkurinn vinni með Moskvu- kommúnistum í ríkisstjórn lands- ins. í því skyni býr svo blaðið til það sem það kallar „einræðis- kennd peningaöfl“ innan Sjálf- stæðisflokksins og ennfremur „nazistakjarna, sem er engu betri en Moskvukommúnistar". Blað- ið gerir vitaskuld ekki minnstu tilraun til að benda á í hverju þessi „einræðisöfl" innan Sjálf- stæðisflokksins birtast, enda er það að vonum. En blaðið telur sig þurfa á þeim að halda til að afsaka samstarf flokksins við kommúnista og þess vegna býr blaðið einfaldlega þessi „skrípi- tröll“ til. Og þegar ekki nægir það sem ritstjórinn getur skapað í vöku er efni til viðbótar sótt í annarlegar draumfarir. Alþýðublaðið talar um „pen- ingaöfl“, sem beri að varast. En blaðið minnist ekki á að Alþýðu- flokkurinn hefur samstarf í rík- isstjórn við Framsóknarflokkinn, sem styðst við einasta auðhring og raunverulegt „peningaafl" sem til er á íslandi, sem er Sam- band ísl. samvinnufélaga. Fyrir bæjarstjórnarkosningar fann einn af frambjóðendum flokksins á- stæðu til þess að vara við því í Alþýðublaðinu, að auðmagn SÍS og völd væru orðin hættulega víðtæk í hlutfalli við smæð þjóð- félagsins. Nú virðist þetta „pen- ingaafl" gleymt en hin nýtilbúnu „einræðiskenndu peningaöfl" inn an Sjálfstæðisflokksins og draum urinn um nazismann kominn í staðinn. Alþýðublaðið segir, að Sjálf- stæðismenn vilji Alþýðuflokkinn feigan. Sjálfstæðismenn standa á öndverðum meiði við Alþýðu- flokkinn í stjórnmálum en það samstarf, sem Sjálfstæðismenn og Alþýðuflokkurinn hafa haft um kosningar í verkalýðsfélögunum, til að hamla á móti einræðis- brölti kommúnista, virðist þó ekki benda í þá átt, að Sjálfstæð- ismenn hafi það sérstaklega að markmiði að standa yfir höfuð- svörðum Alþýðuflokksins. Al- þýðublaðið ætti enn að líta til samstarfsflokksins í ríkisstjórn- inni — Framsóknarflokksins. — Þessi flokkur hefur beinlínis neit- að samstarfi við Alþýðuflokkinn og aðra andstæðinga kommún- ista innan verkalýðsfélaganna en skipað flokksmönnum sínum að kjósa frambjóðendur kommún- ista. Forustulið Framsóknar fer ekki dult með að það telur komm únista hinn sjálfkjörna forustu- flokk verkalýðsins. „Til vinstri er svo Alþýðuflokkurinn, sem virðist á hröðu undanhaldi og niðurleið", sagði Framsóknar- blaðið „Dagur“ fyrir fáum dög- um. „Hins vegar hefur Alþýðu- bandalagið með kommúnista- kjarnann mikið fylgi“; segir sama blað og bætir við, að „margt bendi til“ að Alþýðu- bandalagið verði „ábyrgur og vaxandi verkalýðsflokkur". — Þarna er brugðið upp tveim myndum, annars vegar af Alþýðu flokknum, undanhaldsflokknum, sem sé „á niðurleið" og hins veg- ar af hinum „ábyrga og vaxandi verkalýðsflokki", Alþýðubanda- laginu, með „kommúnistakjarn- ann“, sem Framsókn styður gegn Alþýðuflokknum inn- an verkalýðsfélaganna. — Nú mun engum Alþýðuflokks- manni blandast hugur um að framtið Alþýðuflokksins og líf veltur einmitt á þvi, hvort hann getur haldið velli innan verka- lýðshreyfingarinnar eða hvort hann bíður þar ósigur. Með því að styðja kommúnista innan verkalýðshreyfingarinnar miðar Framsókn að endanlegri eyði- leggingu Alþýðuflokksins og er hér um staðreynd að ræða, sem blað flokksins ætti að horfa á með opnum og vakandi augum í stað þess að sökkva sér niður í drauma. Alþýðuflokkurinn þarf að siá hætturnar þar sem þær raun- verulega eru og snúast gegn þeim, ef hann vill ekki sjálfan sig feigan. OG IÐN FYRIR stuttu síðan tók tix starfa nýr skóli, Prent- skólinn, og er hann fyrsti fasti verklegi skólinn fyrir iðn- nema, sem stofnsettur hefur ver- ið hér á landi en Félag íslenzkra prentsmiðjueigenda hefur komið skólanum upp. Fyrr á tímum var ætíð talað um prentlist. Allt sem prentun tilheyrði var þá hrein handiðn og menn fundu til þess að héi var mikið komið undir góðum smekk, listasrnekk og nærfærni í handbragði. íslendingar urðu snemma til að taka prentlistina í þjónustu sína, eins og kunnugt er og sköpuðu mörg góð verk á því sviði. Á síðari árum hefur svo véltæknin orðið stór þáttur í því sem nú er nefnt prentiðn en sjálft handverkið orðið minna en fyrr. Með þessu er engan veg- inn svo komið, að prentlist sé úr sögunni, en í staðin sé komm prentiðn, sem byggist eingöngu á vélum. Því fer fjarri að svo sé, góður smekkur og næmt auga fyrir því, sem vel fer hefur enn sínu hlutverki að gegna þegar prentun er annars vegar. Það er hlutverk Prentskólans að tengja saman þetta tvennt iðn, sem byggist á vélum og list, sem byggist á smekk og skapa með því skilyrði fyrir vel mennt- aðri prentarastétt á íslandi. Hinn nýi skóli hefur veglegu hlutverki að gegna í þágu gamallar listar og iðnar, sem íslendingum hefur lengi verið hugstæð og þeir hafa notfært sér á margan hátt meir en gerist almennt með öðr um þjóðum í höfuöborginni Phnom-Penh í Kombódía í Indó-Kína sjást tannlæknar oft hreiðra um sig á gangstéttunum og búa sig undir að taka þar a móti sjúklingum sínum. Verkfærðin eru venju- lega ryðguð, en það g: Uir ekki gert neinum ntcin, af því að verkfærin eru svo stutta stund uppi í munni sjúklinganna, segja tannlæknarnir. Segjum svo, að sjúklingur, sem er með tann- pínu, komi og vilji láta Iraga úr sér. Taiínlæknirinn skoðar þá tennurnar mjög vandlega og tek- ur að lokum þá tönnina, sem hann heldur að sé skemmd. Komi í Ijós, að hann hefir tekið ranga tönn, fær sjúklingurinn peningana endurgreidda! Á myndinni sést tannlæknir í Phnom- Penh deyfa sjúklin"- 1 en hann dregur úr honum. Er Margrét krónprinsessa Dana verður fullra 18 ira eignast hún búgarð. Búnaðarsambandið á Sjálandi mun gefa prinsessunni Nordgaard í íVllindemagle í grennd við Ringsted. Hér að ofan sést hessum fallega búgarði. Myndin sýnir björgunarsleða, sem hægt er að renna niður brunastiga. Það hefir löngum verið mikið vandamál, hvernig koma mætti hjálparlausu fólki fljótt og auðveldlega út úr brenn- andi húsum, og verður ekki betur séð, en sleðinn sé góð lausn á því vandamáli. Hægt er að stjórna hraða björgunarsleðans, en hann rennur eftir tveim stálteinum á stiganum. HuffmvnfHna að sleðanum átti Engclhard slökkviliðsstjóri í Bad GodesbeiL.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.