Morgunblaðið - 21.02.1958, Side 11

Morgunblaðið - 21.02.1958, Side 11
Föstudagur 21. febrúar 1958 MOKCTINBLAÐIÐ 11 i Xunglskinsmynd af Akureyri tekin kl. 3 að nóttu nú fyrir skömmu. (Ljósm. vig.) AKUREYRARBRÉF Gleðivakinn Geysir — Riki Vetrar konungs — „Dagur" sendir krötum kveðju i anda ,samvinnu og samhjálpar UM þessar mundir er Karlakórinn Geysir hér í bæ 35 ára gamall. Efnir hann í því tilefni til af- mælishljómleika næstkomandi fimmtudag og föstudag. Margir munu hugsa með tilhlökkun til þeirra skemmtana. Geysir hefir frá upphafi veitt Akureyringum og raunar fleiri landsmönnum marga gleðinnar stund. Það mun ekki hvað sízt hafa verið hann, sem gaf gárunugunum tækifæri til þess að uppnefna Akureyri og kaila hann „Gaulverjabæ“. Enda er það skoðun margra enn í dag að allir Akureyringar séu i ein- hverjum kór, karlakór, kantötu- kór, kirkjukór eða kvennakór og hvar sem þeir koma saman á gleðifund hljóti þeir að geta tekið lagið. Þetta er nú kannske fullmikið sagt, en víst er um það að Akur- eyringar eru einkar söngeiskir og þurfa jafnvel ekki að hafa tar á glasi til þess að taka lagið. Það er heldur enginn efi að Karlakór inn Geysir á stærstan þátt í þess- ari söngást bæjarbúa. Gleðin aðalsmerkið Það er sagt að tónlistin sé göfugst allra lista. Sérfræðingar á því sviði munu eflaust halda því fram að hin sígildari verk túlki dýpsta göfgi. Ekki hef ég vit til að dæma það. Geysir hefir túlkað mörg verk mismunandi að listagildi, en öll göfug. Aðals- merki Geysis hefir mér alltaf fundizt vera gleðin og lífsfjörið, sem ávallt hefir fylgt honum hvar sem hann hefir farið. Og víst hlýtur það að vera göfugt að gleðja og hrífa samborgara sína upp úr dapurleik hversdags- lífsins hér norður við Dumbshaf. Geysi má því með sanni nefna gleðivaka Akureyringa. í 35 ár hefir hann hrifið þá og seitt rr.eð dillandi söng. Og enn syngur hann fullum hálsi. Karlinn með á nótunum Að sjálfsögðu hafa margir mæt ir menn myndað og mótað 35 ára sögu Geysis. Þó hygg ég að á engan sé hallað þótt fullyrt sé að Ingimundur Árnason eigi þar stærstan þátt. Það má heita að hann hafi verið óslitið söngstjóri Geysis frá upphafi að undantekn um örfáum síðustu árunum. Og enn er „karlinn með á nótunum“. Enn stjórnar hann af sínum al- kunna krafti og lífsfjöri. Undan- farin ár hefir sonur hans Árni Ingimundarson æft og stjórnað kórnum. Hann er prýðilega fær söngstjóri. En samt er það ein- hvern veginn svo að Akureyr- ingar geta ekki áttað sig almenni lega á því að Geysir sé Ingimund arlaus. En nú fáum við enn einu sinni að sjá þá feðga báða stjórna sínu stóra og skemmtilega hljóðfæri. Til þess munum við hlakka um leið og við sendum þeim og af- mælisbarninu hugheilar árnaðar óskir á þessum tímamótum. Vetur konungur ríkir Hvar sem tveir menn mætast á. förnum vegi hér norðanlands um þesssar mundir snúast sam- ræðurnar um fannfergið og endi á ótíðinni. Það mun ekki í fjölda ára hafa lagzt jafnsamfelld snjó- breiða yfir Norður- og Austur- land og legið jafnlengi og nú. Við Norðlendingar kunnum að sjálfsögðu ekki almennlega við Erlingur Davíðsson ritstjóri Dags: — Með kveðju frá Giv.c-.iv'. okkur nema við fáum að sjá fram an í Vetur konung og þreifa á hans hvíta hjúp. En það er um hann eins og marga góða gesti, við kunnum því vel að sjá framan í hann en hitt leiðist okkur ef hann situr of lengi við og það jafnvel svo fast að við getum ekki hreyft okkur út af heimilum okkar. Breyttir tímar Þjóðarbúskapur okkar hefir tekið risabreytingum á tiltölu- lega fáum árum. Tæknin hefir aukizt og samgöngur batnað. Og við erum orðin öllum þessum breytingum svo vön og miðum alla okkkar afkomu svo mjög við þær að við áttum okkur ekki fyllilega á því þegar Vetur gamli slær sinni heljarkrumlu á athafn ir okkar og lamar þær eða jafn- vel stöðvar. Áður fyrr var það ekkert tiltökumál þótt vetrarrík- ið gerði okkur ókleift að komast svo mikið sem bæjarleið svo mán uðum skipti. Hvert einstakt heimili bjó sig undir að slíkt gæti komið fyrir. Nú þolum við ekki samgöngubann svo vikum eða mánuðum skipti og við teljum að við höfum'brynjað okkur gegn slíku. Svo kemur það einn góðan veðurdag í ljós að allt stöðvast eða svo til. Það er alveg sama þótt þúsundum hestafla sé beitt til þess að ryðja leið gegnum ófærðina, því „ofan gefur snjó á snjó“ og fyllir jafnóðum aftur það sem rutt hefir verið. Vantar varahluti Að sönnu hjálpar hin mikla vélvæðing mikið, sem hófst með nýsköpun atvinnuveganna við lok síðasta stríðs. En það hefir komið í ljós að þeirri nýsköpun, sem þá er hafin af svo miklum stjórnar á íslandi er ekki einu áfram af nægum krafti. Þess eru mörg dæmi að nú á þessum sið- ustu og verstu tímum vinstri stjórnar á íslandi er ekki einu sinni hægt á fá varahluti í þau stórvirku tæki sem til eru í land- inu og við Norðlendingar þurfum hvað mest á að halda um pessar mundir. Um ný tæki þýöir heldur ekki að tala. Það er t.d. athyglisvert að Akureyrarbær á ekki eina einustu jarðýtu. Hefir þó tvívegis verið sótt um þessi áhöld. En núverandi ríkisstjórn hefir tekizt svo „meistaralega“ að halda á gjaldeyrismálum þjóð arinnar að engin leið er til þess að bærinn geti eignazt slíkt tæki í náinni framtiö. Vísa á Keflavíkurflugvöll Og hvert halda menn svo að ríkisstjórnin með kommúnista í sæti viðskiptamálaráðherra hafi vísað Akureyringum til þess að ráða bót á þessu ófremdarástandi? Hún vísaði á Keflavikurflugvöll og tæki varnarliðsins þar. Xalið var að þar gætu Akureyringar fengið vandann leystan. Verk- fræðingur bæjarins brá sér þangað suður og leitaði á vit verndara okkar, en þar var enga vél að fá, sem hagkvæm gæti talizt fyrir þau verkefni, sem hér þurfti að leysa. Þann ig er eitt og allt sem snýr að þessari óheillaríkisstjórn. Það er synjun á synjun ofan þegar leitað er eftir brýnustu þörf- um þjóðarinnar. Er það furða þótt hún sé kölluð volæðis-, vandræða-, vinstri stjórn? Dagur fertugur Hér á dögunum átti vikublaðið Dagur, málgagn Framsóknar- manna á Norðurlandi fertugs- afmæli. Að vonum var gefið út stórt blað í þessu tilefni. Var blaðið m.a. fullt af árnaðarósk- um frá ýmsum forystumönnum Framsóknarflokksins og sátu þar forsætisráðherra og ritstjóri Tím ans í öndvegi. Auðvitað var hlað ið lofi á lof ofan á þetta afmæiis- barn. Kveðja til fóstbróður En þegar lofgreinunum er leppt verður manni litið á af- .nælisföt ritstjórans sjálfs. í for- ystugrein blaðsins býst hann sín- um hátíðaklæðum og segir: „Dagur fjörutíu ára“. Fyrst er lítillega rætt um afbælisbarnið að vonum. Síðan eru stjórnmála- flokkarnir í landinu teknir til umræðu. Þar eru Sjálfstæðis- menn auðvitað hinir verstu fjand menn þjóðfélagsins, arftakar Hitlers og annarra einræðisherra, tækifærissinnaðir braskarar og annað í þeim dúr. En svo er rætt um fóstbróðir Framsóknar, Al- þýðuflokkinn. Og hann fær sínu „kæru kveðju frá Gregory". Um hann segir „Til vinstri er svo Alþýðuflokkurinn, sem virðist á hröðu undanhaldi og niðurleið __i( Þessa kveðju fær flokkurinn frá fertugum fóstbróður. En menn mun reka minni til þess að Alþýðuflokkurinn hlaut „á sitt nafn“ 18,3% atkvæða við síð- ustu Alþingiskosningar, en Fram sóknarflokkurinn aðeins 15,6%. Að sjálfsögðu vita allir að þett« byggðist á stærsra kosninga- svindli í sögu þjóðarinnar. En sé miðað við þessar tölur liggur við að spyrja: Á hvaða leið ?r Fram- sóknarflokkurinn? Hann hlaut þó 21,9% atkvæða í Alþingiskosn ingunum 1953. ^^uinmúnistar vaxandi verkalýðsflokkur Og enn heldur ritstjóri Dags - áfram og ræðir um Alþýðubanda lagið: „Ef þróunin heldur í þessa átt, sem margt bendir til, verður Al- þýðubandalagið ábyrgur og vax- andi verkalýðsflokkur,----- Þá vita menn það. Þetta lýsir mætavel hugsunarhætti Fram- sóknarmanna. Eftir að hafa svar- izt í fóstbræðralag við Alþýðu- flokkinn fyrir aðeins tveimur ár um og ruglað við hann reytum sínum og gert tilraun til þess að kollvarpa lýðræðisskipulagi því sem hér ríkir í landi, víla þeir ekki fyrir sér að falla nú að fótum kommúnista og tilbiðja þá eins og gullkálf, en sparka í fóst- bróðurinn sem þeir telja á „hröðu undanhaldi og niðurleið". Það er líka fróðlegt að athuga niðurlagsorð forystugreinarinn- ar: „Hinar hófsamlegu leiðir sam- vinnu og samhjálpar, með sterka siðferðisskyldu og réttlætiskennd einstaklinganna, munu reynast farsælastar og í þeim anda vill Dagur vinna af fremsta megni“. Hafa menn séð öllu skýrar „anda“ Framsóknarflokksins til fóstbróður síns. Skyldu það vera „hinar hófsamlegu leiðir sam- vinnu og samhjálpar“, sem fella nú Framsókn gömlu að fótum gullkálfsins frá Kreml? □----------------------□ Slangaveiðifél. Suðurnesja slofnað KEFL AVÍKURFLU G VELLI, 19. febrúar. — í gær var stofnað í Keflavík Stangaveiðifélag Suður nesja. Voru stofriendur um 60. I stjórn voru kjörnir Sigurður Erlendsson formaður og með- stjórnendur: Sigtryggur GuS- mundsson, Karl Óskarsson og Haukur Þórðarson. Varamenn Sæmundur Jónsson, Friðrik Ey- fjörð og Bogi Þorsteinsson. Tilgangur félagsins er að afla veiðiréttinda í ám og vötnuia fyrir félagsmenn. — B. Þ. □---------------------n Frá snjóalögunum á Akureyri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.