Morgunblaðið - 21.02.1958, Side 12

Morgunblaðið - 21.02.1958, Side 12
12 MORCHNRLAÐIÐ Föstudagur 21. foforúar 1958 Margrét Jónsdóttir Kveðjuorb „Hvert mannsbrjóst á einjivern innri róm, sem orð ekki fann að segja“. E. B. ÞANNIG er nú með mig, er ég hyggst minnast frú Margrétar Jónsdóttur með nokkrum þakkar og kveðjuorðum. Sérstaklega er þetta, þegar á að velja hugsun- um sínum dýpstu og hlýjustu orð svo að í þeim felist hjartsláttur- inn á bak við þau. Orð og hugs- un þurfa að Kafa aðlögun, þau þurfa að koma frá sömu upp sprettu, til að ná þeim hljóm- grunn, sem þeim er ætlað. Orðin eru eins og handtakið — hvoru tveggja þarf að fylgja hjart- siáttur þeirra hugrenninga, er þau eiga að vitna um. Fáum ætti að vera rikara í huga en einmitt mér að stilla þakkar- og kveðju- strengina af fremsta megni, svo að þeir túlki þann tóninn, er orð- in fá ekki flutt. Ýmsum mun máske finnast það fjarstæða, að mér finnst ég að mörgu leyti vera að kveðja mína eigin móður, en samt er það satt. Fundum okkar bar fyrst saman á heimili Margrétar fyrir rúm- um tuttugu árum. Ég hafði þá nýverið kynnzt dóttur þeirra hjóna. Erin er mér það í fersku minni blíða brosið hennar og hlý lega handtakið, sem hún við fyrstu sýn veitti mér. Þau sögðu mér meira en vináttuorðin, er hún mælti til mín þá, voru fær um að flytja. Vera má, að vegna þess, að ég þá nýverið hafði misst móður mína, hafi ég verið næm- ari fyrir hlýleika hennar, og hafi fundið að ég var að öðlast hlið- stæð verðmæti lífsins og þau er ég varð að sjá á bak, og ávallt frá þeirri stundu leit ég á heim ili þeirra hjóna, sem mitt annað athvarf, enda ekki að ástæðu- lausu, en þræðir örlaganna láta ekki að sér hæða og tengja það saman, sem ástskylt er, án til- lits til sjónarmiða mannanna. Og þegar yngsta dóttir mín, liðlega ársgömul, varð, vegna veikinda móður sinnar, að afsala sér um- önnun hennar, þá var það ömmu faðmurinn, sem stóð útbreiddur og boðinn og búinn að veita henni hlíf og skjól um alllangt skeið. Og þegar á við leiðarlok að þakka margar, margar hug- Ijúfar minningar og hjálpar- og hlýleika stundir, þá verða þau hughrif, er við það skapast að berast og mótast í öðru en orðum. Margrét var fædd að Heiði í Holtum, 11.9. 1878 og andaðist að heimili sínu 9. þ.m. Foreldrar hennar voru hjónin Björg Eyjólfs dóttir og Jón Jónsson, er bjuggu þar ianga búskapartíð. Systkini Margrétar voru 14 og var hún 9. í röðinni. Fjögurra ára fer Mar- grét að Ráðagerði í sömu sveit, til hjónanna Guðrúnar Einars- dóttur og Bjarna Bjarnasonar, þar dvaldi hún til 15 ára aldurs. Fósturforeldra sinna, Guðrún- ar og Bjarna, minntist Margrét ávallt með einstakri virðingu og hlýju í orðum, og sem lítinn þakk lætisvott fyrir fósturlaunin lét hún elztu dóttur sína bera nafn hennar. Þetta eitt segir meira en mörg orð. Næstu 9 ár ævinnar dvaldi Margrét lengst af hjá Hall- dóru Ólafsdóttur og Ólafi Finns- syni, presti að Kálfholti, unz hún flutti að Kaldaðarnesi til hjón- anna Sigríðar Jónsdóttur og Sig- urðar Ólafssonar sýslumanns.Þar var Margrét í 6 ár. Um dvöl sína þar sagði Margrét eitt sinn við mig: „För min að Kaldaðarnesi var eitt af mínum stærstu gæfuspor- um í lífinu. Þar lærði ég margt, er mér kom að góðuih notum síðar er ég sjálf stofnaði heimili. Þó var gifta mín miklu mest fólg in í því, að þar kynntist ég fyrst manninum mínum og það eitt væri nóg til að blessa þar gengin sem þekkt hefur sambúð þeirra hjóna myndi reyna að ósanna þessi orð Margrétar. Árið 1908 flutti Margrét til Reykjavíkur, ásamt unnusta sín- um Birni Björnssyni, frá Bakkár holtsparti í Ölvesi. Sama ár, 20. desember, gengu þau í hjóna- band og hefði það samfélag þeirra orðið 50 ára á þessu ári, hefði báðum orðið lífs auðið það lengi. Við þennan nýja áfanga í lífi Margrétar hófst hennar mikli og fagri ævidagur. Nú gat sálin sindrað frá sér ástúð og móður- umhyggju til maka og barna, enda gerði hún það í svo ríkum niæli, að um minningu bennar geislar ylhýrt sóiglit manngildis og manngæzku, ósiitið, allt til hennar hmzta dags í þessum heimi. Hjá Margréti varð enginn afskiptur, sem á hennar fund leit aði um úrræði og lausn á vand- kvæðum sínum. Enginn fór það- ar, synjandi, það var ekki gullið harða og rauða, er leitað var eft- ir, enda víða meira til af því en 1 ranni Margrétai .heldur var það gull góðvildar og greiðvikni, sem nú roðar fögrum litum sér hverja minrringu, or skyld-.r óg ó- skyldir eiga um haiia. Þar reisti Margrét sér dýrmætan bauta- stein, svo að annan fegurri getur varla í hugum vina hennar, og ekki kæmi mér á óvart, að sá hugararfur, er hún lætur eftir sig í sálu þeirra mörgu er þekktu hana bezt, yrði þeim aflgjafi til stærra og fegurra lífs en orðið hefði, ef hún hefði ekki snortið hug þeirra með fögrum fordæm- um. Margrétu og Birni varð 7 barna auðið. Á lífi eru þrjár dætur og tveir synir, en tvö dóu í æsku. Auk þessa átti Björn son, áður en fundum þeirra hjóna bar saman. Hann ólst að nokkru upp á heim ili þeirra, enda leit Margrét á hann, sem sitt eigið barn. Þá ólu þau hjón upp dótturson sinn. Var hann í þeirra skjóli allt frá fæð- ingu til hennar lokadags eða um þrjátíu ára skeið. Lengst af bjuggu þau Margrét og Björn í leiguhúsnæði og þá á ýmsum stöðum í bænum, en nú upp á síðkastið eða yfir tuttugu ára skeið voru þau í eigin íbúð að Ásvallagötu 39, ásamt eldri syni þeirra og fjölskyldu. Oft var húsrúm af skornum skammti, en hjartalag húsbændannaþvírýmra og því alloft rúm fyrir ýmsa, er í raunir höfðu ratað á því sviði. Um samskipti Margrétar og sambýlisfólks hennar að Ásvalla- götu 39, verður minnzt af öðrum manm mér færari, svo að ég sleppi því hér, en get þó ekki stillt mig um að segja, að þar var hægt að læra ag umgangast samferðafólk sitt, þótt sjónarmið væru ekki þau sömu hjá öllum, — en langt frá þakkaði Margrét sér þann friðaranda er þar ríkti svo af bar. Þrátt fyrir mjúklátt ævikvöld, sem maður hennar einkum bjó henni, þráði hún sólarlagið, og ailir vinir hennar gátu unnt henni þess. Oft, er ‘Margrét leit til baka, fannst henni hún standa í mikilli þakkarskuld við mann sinn, börn og barnabörn, en ég veit að þeim fannst annað. Samt skal vitnast vilji Margrétar, samkv. beiðni hennar, og vissu- lega er það rétt að þeir, sem veita sólargeislum inn í sál sam- ferðamanna sinna eiga þökk fyr- ir. Og hverjir munú hafa fæi't henni fleiri slíka geisla en ein- mitt börnin og barnabörnin? Á seinni árum fannst henni jólin ekki komin fyrr en helzt öll barnabörnin væru mætt hjá ömmu, þá var gleðin gagnkvæm. Og nú fyrir nokkrum dögum voru það ekki hvað sízt hinar engilhreinu raddir barnabarna hennar, sem færðu henni mild- asta og ástsælasta óminn frá kveðjusálminum, er hún sjálf hafði valið að sunginn yrði við hinztu brottför hennar frá hinu hugþekka heimili. Margrét á þrjár systur á lífi og einn bróður, en’ honum og konu hans vildi hún færa sér- staka kveðju fyrir fóstur á tveim- ur börnum þeirra hjóna, um all- mörg ár, og hefir annað þeirra valið sér dvalarstað hjá fóstur- foreldrum sínum og veitir þeim margskonar veglyndi fyrir þeg- ið kærleiksverk. Margrét var mik il að vallarsýn og svipmótið göf- ugmannlegt og bjart, ég hygg, að um hina sálrænu stærð og gerð hafi mátt segja svipað, og þótt ekki gáraði ætíð yfirborðið, hafi hræringar stundum leynzt í djúpinu. Slíkt er á fárra færi. Margrét var léttlynd og lífsglöð, leit fram hjá örðugleikunum, en horfði þeim mun fastar á hinar björtu hliðar lifsins, unz hún að lokum hafði þær á alla vegu. Þetta kalla ég að skapa sér gæfu með hjálp Guðs. Og því varð líf hennar bjart og stórt, en að lok- um sem hrynjandi lauf á haust- degi, og haustdagurinn var henni ekki óvelkominn, því hún vissi þau gömlu sannindi að það, sem gerir lífið verðmætt gerir einnig dauðan verðmætan. Og löngu áður en strengur lífsins var leyst ur, mun hún hafa tileinkað sér hugsun kínverska spekingsins, er sagði: „Fylgdu ljósinu og láttu það vísa þér veginn heim, þá mun eyðing líkama þíns ekki verða þér að tjóni. Það er að íklæðast eilífðinni“. Ég þykist einnig full- viss, að bænin þín hafi verið heyrð um: „Svo að lifa, ég sofni hægt,/Svo að deyja, að kvöl sé bægt“. Og geti mannlegur mátt- ur orkað þar nokkru um, þá var það í þetta sinn. í sjúkdómsleg- unni, sem ekki var löng og á hinztu stundinni, var hún umvaf- in ástúð og kærleika sinna nán- ustu, er gerðu allt, sem þau máttu að mýkja seinustu skrefin. Þá, sem oftar, sá ég að það er heilög stund er góðir vinir kveðjast. Þá vantar alla orð, en tárið segir allt — það er ávallt opinskátt, án tillits til staðar og stundar. 1 því býr dýpsta þakklætið, dýpstu og háleitustu óskirnar, hreinasta gleðin í mannheimi og söknuð- urinn, sem hlýtur að hrærast í hjarta sérhvers manns. Jafnvel föl stjarna, sem hrapar af himni er treguð, hversu miklu fremur er það ekki ímynd sjálfrar sólar- innar. En sorg, í sambandi við brottför Margrétar, var bannorð frá hennar huga, því skal orðinu ekki hampað hér, sú ályktun sannar þína ríku eilífðartrú. Ég efa ekki, að yfir landamær- in hafi þér verið hjálpað og fagn- að í nýja landinu, af börnunum 2, barnabörnunum 7, auk annarra ástvina þinna, sem íarnir voru á undan þér, á sama hátt og unga manninum sonardóttur þinnar var á sama sólarhring hjálpað inn í okkar heim og fagnað af ástvinum sínum. Orð mín eru þrotin. Ég veit ekki hvort mér hefur tekizt að efna hið ljúfa loforð við þig, ef mér auðnaðist að lifa lát þitt. Ég vona samt, að ég hafi hvorki angr að þig né þína, og geri ekki, þótt ég geri orð Byrons að þinum, og mér finnst, að eiginkonan, móð- irin, amman og langamman, auk annarra vina sinna, muni ekki afþakka það eina, sem allir eiga og vilja láta á kveðjustund, þeg- ar ekkert er lengur gjaldgengt í þessum heimi af hinu áþreifan- lega — örfáar daggarperlur á alt- ari þakklætis og mannhelgi. „Er á lífsaftni heim, yfir blá- sala geim/andinn flýgur, — en holdið er nár./Þá er framar ei neitt, sem þér fáið mér veitt/ fyrir utan eitt saknaðar tár. Meir en líkræðu skjall eða marmara stall/met ég ástvina döggvaðar brár,/því að lofsorðin tóm eru hégóma hjóm,/en — frá hjartanu þar koma tár“. Þú mátt trúa því, að tár okkar koma beint frá hjartanu. Vilhj. Jónsson, frá Ferstiklu. SKRSFSTOFDSTÚLKA * | Velþekkt innflutningsfyrirtæki vill ráða stúlku til starfa á skrifstofu. Þarf að vera vön vélritun. Tilboð með upp- lýsingum um aldur, menntun og fyrri atvinnu merkist: „Stundvís" —8705, og sendist afgreiðslu blaðsins fyrir miðvikudaginn 26. þ. m. spor“. Ég hygg líka að enginn, Verzlunarpláss helzt við Laugaveginn óskast til leigu fyrir húsgagnaverzlun. Tilbpð sendist blaðinu fyrir 1. marz nk. merkt: „Húsgögn —8696“. íbúðir éskost til kaups Hefi kaupendur að vönduðum 4ra—5 herbergja íbúðarhæðum, helzt í Norðurmýri eða Hlíðarhverfi. Fleiri staðir koma til greina. Háar útborganir eru í boði. Nánari upplýsingar gefur. Ingi Ingimundarson hdl. Vonarstræti 4, sími 24753. Heima: 24995. ÞRJÁR NÝJAR BÆKUR í DAO Nýr stórróman um Islendinga í New York. KAUPANGUR. Miskunnarlaus ádeilu saga. Dramatísk ástarsaga. Hárbeitt gamansaga. Ungur rithöfundur, Stefán Júlíusson, sem lengi dvaldist vestan hafs kveður sér hljóðs um ungu kynslóðina. Sagan gerist að mestu í New York á stríðsár- unum og er í senn miskunnarlaus ádeilusaga, gamansaga og ástarsaga. Þó sögu- hetjur Stefáns séu allóvenjulegt fólk, er það þó alltaf manneskjulegt í þorsta sínum eftir sterkum lífsnautnum. Verð kr. 115.00 innb. Bókin er æsandi lestur frá byrjun til enda. — Nóttin á herðum okkar, ný ljóðabók eftir Jón Óskar. Þessi nýju ljóð Jóns Óskars skipa skáldinu nýjan sess á ljóðskáldaþingi okkar. Hér birt- ast nokkur hinna fegurstu ljóða, sem nýja kynslóðin hefir ort. Kristján Davíðs- son, listmálari, hefir séð um útgáfu bókarinnar og gert teikningar við öll kvæðin af sínu alkunna leiftrandi hugmyndaflugi. Verð 60,00 heft. — íslenzkir sagna- þættir 1—2, eftir Brynjólf frá Minna-Núpi. í þessum þáttum birtist ýmislegt það sem Brynjólfur skrifaði bezt um dagana. — Verð 75.00 innb. M.F.A. — Helgafell, Unuhúsi, Veghúsastíg 7. Sími 16837.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.