Morgunblaðið - 21.02.1958, Side 16

Morgunblaðið - 21.02.1958, Side 16
16 MORGJJTSBLAÐIÐ Föstudagur 21. febrúar 1958 ci í reílzcin di Eftir EDGAR MITTEL HOLZER I>v3ii.g: Sverrir Haraldsson i n 43 a — „þá hlýturðu að hugsa um hann, eh?“ Mabel þagði. Hún klæddi sig í ljós-bláa kjólinn, sem hún hafði verið í um daginn. „Stormurinn“, sagði Olivia — „er farinn fram hjá. Og ég var alveg viss um að hann myndi koma hingað í þetta skiptið. Ég var bú- in að ásetja mér að gera dálítið óvenjulegt. Allt og allir hindra mig og ónýta áform mín“. Hún henti hálfétinni brauðsneiðinni út um gluggann. — „Mabel, ég hata þig, þótt ég vilji það ekki.-Ég elska þig vegna þess að þú ert góð og ég hef gaman að losa hárið á þér á kvöldin, í myrkrinu — en ég hata þig samt“. Hún hjólp út úr herberginu og var næstum búin að rekast á for- eldra sína, frammi á ganginum. „Olivia", sagði faðir hennar. „Farðu niður og fáðu þér eitthvað að borða og hlauptu évo yfir í kirkjuna og hjálpaðu hr. Buck- master með grammófónsplöturn- ar. Og sjáðu um að að kveikt verði á Ijóskerunum — þessum rauðu“. „Ég ætla ekki að hlusta á tón- leikana í kvöld, pabbi“. „Ætlarðu ekki? Hvers vegna?“ „Ég hef ákveðið að vera heima — eins og Mabel“. „Hm". „Ætlar Mabel ekki að fara?“ sagði frú Harmston. „Nei, hún þolir ekki að fara neitt út, vegna hitans. Hún bara brennur og brennur". „Þú ferð nú samt, hvað sem öðru líður“, sagði séra Harmston skipandi. „Nei, ég fer ekki, pabbi. Ég er litil telpa, en ég get lík'a fundið til hita. Minn hiti er í sál minni". „Engan mótþróa. Farðu niður og borðaðu og flýttu þér svo út í kirkju". „Ég geri það ekki“. „Láttu mig ekki heyra þetta aftur“. Hann þreif í handlegginn á henni og gaf henni tvo kinnhesta. „Gerald. Oh. Þetta var of fast“. „Ætlarðu svo að fara?“ spurði prestuiinn rólega. „Já“, sagði Olivia. „Ágætt“, sagði faðir hennar hrosandi og klappaði henni á öxl- ina. — „Vertu nú góð stúlka og flýttu þér að gera það sem þér hefur verið sagt að gera“. Hún hraðaði sér niður stigann, kafrjóð í kinnum — en #brosandi. „Nú“, hugsaði hún með sér. „Nú þjáist ég á líkama og sál“. Hún kom við þurru blóðblettina á hand leggnum og andi hennar yfirgaf líkamann og leið eins og ský upp. „Árangurslaust . . vesalings ég“, hugsaði hún með sér — „en það gerir mig hamingjusama, að vera vesæl. Ég mun njóta þess í ríkum mæli að fara á hljómleikana. Ég mun gráta allan tímann, en þau munu ekki sjá tár mín, vegna þess að þau renna ekki niður kinnarn- ar á mér, heldur veggi hjartans". Hún fór inn í eldhúsið: „Ellen, viltu gera svolítið fyrir mig?“ spurði hún. Ellen var að þvo upp eftir mið- degismatinn og sneri sér frá vask inum, með undrun og gremju í svipnum. Háxúð á henni var bund- ið með grænum borða og hékk í tveimur fléttum niður á bakið. .. .. Alveg eins og snákar með eit- ui'-grænar höggtennur — hugsaði Olivia með sér. — Já, þannig eru fléttui'nar á henni. Einhvern góð- an veðurdag munu þær ljósta mig og drepa og svo verð ég öll græn á litinn, þegar ég dey“. „Hvað viltu að ég geri?“ spurði Ellen ólundai'lega. „Berja mig eins fast og þú get- ur og sparka svo í rassinn á mér á eftir". „Eh-eh“. sagði Ellen og glápti á hana, opnum munni. Svo saug hún tennurnar og sneri sér aftur að vaskinum, til þess að halda á- fram við vei'k sin. „Mér er fullkomlega alvara. Ég sárbæni þig. Ég er eins og ormur sem engist sundur og saman fyrir framan þig. Berðu mig, Ellen og sparkaðu svo í mig á eftii'. Ég vil finna til“. Ellen lét sem hún heyrði ekki til hennar, nokkra stund, en svo snei'i hún sér aftur við, í-eiddi blauta hendina til höggs og barði Oliviu beint íandlitið -— og það var þungt högg, magnað af óvild- inni, sem að baki þess bjó. Olivia snökti. — „Þakka þér fyrir. Og nxx — nú skaltu sparka í mig, eins fast og þú getur". Ellen gaf frá sér hatui-sþrung- ið hljóð, lyfti fætinum og spark- aði í Oliviu — svo fast að hún hx-ökklaðist í áttina að dyrunum og varð að grípa í dyrapóstinn, til þess að hún kútveltist ekki út og niður tröppurnar. „Þakka þér innilega fyrii', Ell- en. Nú — nú þjáist ég“. Hún hljóp niður tröppui-nar og hvai-f út í myrkrið og Ellen, sem nú var komin í vígahug, elti hana. Ilún náði henni í'étt fyrir neðan tröppui-nar og sló til hennar og Olivia, sem ekki átti von á ái-ás- inni, rak upp hálf-kæft hljóð, hras aði og datt. Ellen, óljós, dökk, titr andi ímynd hatursins, sparkaði, í hana, þar sem hún lá, í brjóst hennar, í andlitið á henni og í hinurn másandi kokhljóðum, sem hún gaf frá sér brauzt fram lengi innibyrgt hatur, ástríðufullt og ótakmarkað. Olivia lá hi-eyfingai'laus og tók þegjandi á móti í-efsingunni. Fagn aðarskjálfti fór um hana alla og hún hugsaði, jafnvel þegar stjörn ur sindi'uðu í myrkrinu fyrir lok- uðum augum hennar: — „Nú veit ég, hvex-nig tilfinningar Logans eru, þegar pabbi er að berja hann. Þetta er hin sanna g'leði". Ellen hætti og Olivia heyrði að hún snökti lágt af djöfullegri á- nægju. Hún opnaði auguxi og sá hinn þreklega líkama eldabuskunn ar hálfboginn yfir sér í fölu tunglsskininu. Ilérna, við eldhús- tröppui-nar, voru þær í algerum skugga og Oliviu virtist skugg- inn skrjáfa og hvæsa. .. „Ég er eitthvað rugluð í kollinum", hugs aði hún með sér og lokaði augun- um, því að henni sýndist skugginn lúta niður að sér. Og nú kom ekki til mála að skugginn væri missýn- ing, því að heit demban kom beint í andlit hennar og þegar hún gróf andlitið niðui' í gisið grasið, hélt liún áf ram að f alla á hnakkann ,á henni, niður hálsinn og alla leið niður á bakið. Hún þoldi þetta möglunarlaust —- jafnvel hina stingandi salmiaks-ólykt............ Nokkrir síðustu di'oparnir láku niður á vinstra eyrað á henni og aftur heyrði hún ski'jáfið. Með annarlegum búkhljóðum, líkast því sem maginn á henni væi-i full ur af ystingi og six*ópi, rétti Ell- en úr sér, lagfærði fötin á sér og hljóp upp tröppurnai', inn í eldhús ið. Og Olivia staulaðist snöktandi á fætur og reikaði af stað í átt- ina til kii'kjunnar. Gregory stóð við gluggann sinn og fylgdist með henni, en vissi þó ekki, að þetta væi'i hún, því að margt fólk vai' sýnilegt á ferli í rjóðrinu, á leið inn í kirkjuna og út úr henni. Hann stóð í nokkrar mínútur við gluggann. Eldingarnar voru nú veikari og ekki jafntiðar og áður og þrumurnar heyrðust mjög sjaldan og ógreinilega. 1 húsinu hljóðnaði ysinn og fótatakið smátt og snxátt, éftir því senx fleiri af muðlimum fjölskylduixnar fóru til kirkjunnar. Þegar allt var að lokum orðið hljótt, settist hann niður og hugs aði með sér: — „Nú get ég loks- ins verið einn með hugsunum mxn um“. En Adam var samt ekki lengi í Paradís. Á næsta andartaki féll bjarminn frá lampanum á Mabel, sem stóð í dyrunum. „Ertu ekki farin? Ég hélt að ég væri einn í húsinu". „Nei, ég hætti við það. Mig lang aði ekkei't til þess núna“, sagði hún stamandi og vandræðaleg. „Oh“. Þegar hún Itafði litazt unx hei'- bergið eitt andartak, sagði hún lágt: — „Ég vildi heldxxr vera heima hjá bér“. „Það þykja mér fi'éttir. Viltu þá ekki gera svo vel að koma inn?“ Hann stóð á fætui'. — „Þú getur sezt í þennan stól hérna. Ég get setið á rúminu". Hann talaði hratt og dálítið undrandi. „Nei, ég sseki bara stól úr hei'- berginu mínu“. „Láttu mig gei-a það“, sagði liann og flýtti sér framhjá henni og kom aftur að vörnxu spori með hægindastólinn úr hinu herbeig- inu. Þau fengu sér sæti, þegjandi.' Hann nálægt glugganum, með handlegginn á gluggakistunni. Eftir óþægilega þögn, sagði hann: — „Langar þig — er það nokkuð sérstakt, sem þig langar til að tala um við mig?“ „Nei, ekki beinlínis -—■ jú, eitt eða tvö ati'iði. Væx-i þér sama, ’xó að við slökktum á lampanum?" „Viltu það heldu,r?“ „Já, tunglsskinið er ah'eg nógu bjart og — og ég myndi veröa ró- legri". „Þá skulum við bara slökkva Ijósið", hann brosti hikandi til hennai', um leið og hann stóð á fætur og bætti svo við: — „Þú vilt ekki láta mig sjá þig í-oðna — er það ekki í-étt hjá mér?“ Hún hló. — „Jú, þú átt kollgát- una. Það er heimskulegt af mér, en ég get ekki að því gert“. Þeim leið báðum óþægilega, þar sem þau sátu þegjandi og hlust- uðu á raddii'nar og önnur þau hljóð, sem bárust til þeirra fi'á kirkjunni. Auk tveggja gas- lampa voru Dietz-ljósker með rauðum glösum, í vestur-enda kixkjunnar og þegar saman í'unnu hinn blá-hviti fölvi gaslampanna og rauðir geislar ljóskeranna, varð’ birtan í kirkjunni í hæsta máta leyndardómsfull. Gregory fann hvernig friður og ró færðust aftur yfir hann og um hann, eins og sefandi máttur. — Hann sagði: „Ég vildi að það væri hægt að gera þessa stund ævar- andi, svo að hún liði aldrei". „Hvað varstu að segja?“ Hann endui'tók það sem hann hafði sagt og bætti svo við: „Ég á við, að það væri dásamlegt, ef lífið gæti haldið áfram að vera aðeins þetta hxrbergi, með okkur tvö, mig og þig sitjandi í rökkrinu og horfándi á kirkjuna og tungls- ljósið, án þess að þurfa að éta eða drekka eða fara nokkuð úr sætunum okkai'. Og án þess að þurfa að taka nokkuð með í reikninginn þjáningar og mótlæti allra þeirra ára, er liðu, áður en þessi stund rann upp“. Hún brosti að orðum hans, en sagði svo eftir örstutta þögn: — „Ertu viss um, að þér leiðist ekki að ég skuli voi'a hérna inni hjá þér? Langaði þig ekki til að lesa, eða gera eitthvað annað?" „Mig langaði til þess — en ekki neitt mjög íxiikið. Það er mörgum sinnum skemmtilegra að tala við Þig“. „Hvað ertu að lesa?“ „Leiki-itið eftir Brendu. Ég held að ég hafi einhvern tíma getið þess við eitthvei-t ykkai', að hún hafi sanxið leikrit?" „Já, The Harrowed". Hann kipptist við: — „Ég — ég er samt viss um að ég gat ekki um nafnið á því“. „Jú — þú sagðir mér það. — Á sunnudaginn". Hinir svífandi, máttugu tónar fiðlanna bárust inn til þeirra fi'á kirkjunni. „Sibelius", tautaði Mabel. „Ég vissi ekki, að þetta yrði leikið í kvöld“. „Segðu mér nú alveg eins og er. Hvað gerðist á sunxxudaginn —• hvað fór okkar á milli?“ Hún sagði honxim það —- hljóð- lega og með fyllstu stillingu. Á essu andartaki var hún lifandi eftirmynd föður síns. „Guð minn góður. En sú auð- mýking fyrir þig“. „Auðmýking? Hvaða auðmýk- ing? Oh, áttu við það, að ég skyldi afklæða mig? AIls ekki. Hérna finnst okkur það ósköp saklaust, að láta sjá sig nakinn, enda þótt ég verði að játa, að ég sé stund- um örlítið feimin við það. Sann- leikurinn er hins vegar sá, að ég var alveg voðalega hrædd. — Ég hélt að þú ætlaðir að skei-a mig á háls, þegar ég væri komin úr- fötunum. Ég var alveg komin að því að lilaupa á undan þér í burtu, yfirgefa þig, en svo varð mér það skyndilega ljóst, að þú varst ekki sjálfbjai'ga — að þú varst ekki að gera þér þetta upp, eins og ég hélt í fyrstu — og — og — mig lang- aði til að hjálpa þéi'“. „Þú átt við — það sem þú vild ir segja er, að þú hafir kennt í bi-jósti um mig? Þú þarft ekki að vera neitt hi'ædd við að segja það“. „Já, ég kenndi í brjósti um þig: Ég var næstum farin að gx-áta". Hann tók að ókyrrast í sætinu og líta í kringum sig. „Þetta er það vex'sta, sem þú gazt sagt méi-“, andvarpaði hann. „Ekkert æsir mig meira upp, en það, að verða var við voi'kunnsemi annarra. Það er nokkuð, sem ég get sizt af öllu þolað — og það er vegna þess, að voi'kunnsemi er í'ami verulega það, sem ég þrái rnest af öllu. Vorkunnsemi — og ást“. „Hefur þig raunverulega hungr að svo voðalega í vorkunnsemi og ást?“ SJtttvarpiö Laugardagur 22. febrúar: Fastir liðir eins og venjulega. 12.50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14,00 „Laugar- dagslögin". 16,00 Fréttir og veð- urfregnir. — Baddir frá Norður- löndum; X: Samtalsþáttur úr norska útvarpinu um kristindóms fræðslu, kixkjulegar játningar og útskúfunai'kenningu. Meðal þátt- takenda er Smemo biskup. 16,35 Endurtekið efni. 17,15 Skákþátt- ur (Baldur Möller). — Tónleikar. — 18.00 Tómstundaþáttur barna og ungHr.ga (Jón Pálsson), 18,30 Útvarpssaga bai-nanna: „Hann Dóra“ eftir Stefán Jónsson; VI. (Höfundur les). — 18,55 1 kvöldrökki'inu: Tónleikar af plötum. 20,30 Einsöngur: — Rússneski baritonsöngvarinn Dmiti-i Gnatjúk syngur (Hljóði'it að í útvarpssal í haust, er leið). 20.50 Leikrit: „Anastasía" eftir Marselle Maurette og Guy Bolton. Leikstjóri og þýðandi: Inga Lax- ness. 22,10 Passíusálmur (18). — 22,20 Góudans útvarpsins: Hljóm sveitir Björns R. Einarssonar og Kristjáns Kristjánssonar leika. Einnig lög af plötum. 02,00 Dag- skrárlok. M A R K Ú S Eftii Ed Dodd IByssan hrekkur fi'á þeim, og i hefur Mai'kús undir og réttir hoxx Króka-Refur notfærir sér það, að um vel úti látið högg. Markús stóð illa að vígi. — Hann '

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.