Morgunblaðið - 21.02.1958, Page 18

Morgunblaðið - 21.02.1958, Page 18
IC MORGIJTSBLAÐIÐ Föstudagur 21. febrúar 1958 — Landhelgismálib Framh. af bls. 13 1 þeim umræðum og verða þannig sjálfum sér til lítils sóma og málinu til einskis gagns, svo ég orði það nú ekki sterkara. Málið á umræðustigi Benedikt Gröndal: Síðasti ræðu maður sagði, að það hefði verið á: tilefnis, að ég hef rætt um viðhorf Sjálfstæðisflokksins til iandhelgismála í grein í Alþýðu- blaðinu. Ég hef sjaldan heyrt gert jafnlítið úr Morgunblaðinu, því að grein mín var saniin að gefnu tilefni í rammagrein á forsíðu þess. í ræðu Ólafs Thors kom fram ein reginvitleysa, — sú, að ríkis- stjórnin hafi verið búin að taka ákvörðun, áður en talað var við Sjálfstæðismenn í október sl. Sjálfstæðismönnum var boðið að kynnast málinu á umræðustigi og leyft að kynnast nokkrum skoð- unum, sem fram höfðu verið sett- ar. Hann brást við með því að hrópa í Morgunblaðinu um ósam- lyndi í ríkisstjórninni. Sjálfstæðisflokkurinn tók aldrei því boði að láta í ljós skoðun sína. Hann hafði enga aðra stefnu en þá að fá tækifæri til að rægja ríkisstjórnina. Og nú telur hann ráðherrum það til lasts, að vilja slá af til að ná einingu í mikil- vægu utanríkismáli. Um þetta mál eru aðrir e.t.v. betur upplýstír en ég, en ég tel mig hafa nægar upp- dýsingar til að standa við það, sem ég hef áður um það sagt. Sjálfstæðisflokknum var boðið samstarf. Hann setti 2 skilyrði: Að hann fengi skýrslu um land- helgismálið. Hann fékk hana. Að Hans Andersen kæmi hingað til lands ‘til viðræðna. Hann gerði það, en þá vildu Sjálfstæðismenn ekki við hann tala. Beðið var um tillögur Sjálfstæðismanna í mál- inu. Þær hafa ekki komið fram. Þannig er allt hans atferli við það miðað að fá tilefni til árása. Þjóðviljinn ber sakir á utanríkisráðlierra Bjarni Benediktsson: Það er staðreynd, að búið var að ákveða að gera ekkert, fyrr en eftir Genf- arfundinn, þegar rikisstjórnin þóttist vera að leita eftir sam- starfi. Við áttum að taka ábyrgð á þessu aðgerðaleysi með Lúðvík Jósefssyni. Við bentum á þetta og buðum samstarf, þó að við teldum ekki ástæðu til að blanda okkur í ákvarðanir, sem búið var að taka. Bcnedikt Gröndal sugði Iicr áð- an, að Morgunblaðið befði verið nolað til að ráðast íT” stjórniua vegna landhelgisinálsins. Sannleik urinn er þó sá, að Sjálfslæðis- inenn liafa aldrei vikið einu orði opinberlcga að brcfuskriftununi í liaust, fyrr en stjórnarliðar taka það mál upp nú og þcir liafa aldrci ásakað ríkisstjórnina fyrir aðgerðaleysi í landhelgismálunum. Það hefur aðcins vcrið spurt, við livað væri ált, er Þjóðviljinn lier sakir á Guðmund t. Guðinundsson utanríkisráðlierra. Hcr fer Bene- dikt Gröndal því með ósannindi. Tvisvar rætt við Sjálfstæðisflokkinn Það er rétt, að um þetta mál •iga ekki að fara fram átök inn- anlands. En hér hefur stjórnar- blað hafið leikinn og Morgunblað- ið getur, þegar svo er komið, ekki tekið þátt í þagnarsamsæri um framferði stjórnarinnar. Benedikt Gröndal hefði verið maður að meiri, ef hann hefði vítt Þjóðviljann og Lúðvík Jósefs- son. Þess í stað reynir hann að hressa upp á Alþýðuflokkinn, sem nú er á hröðu undanhaldi og nið- urieið, ef marka má orð fram- sóknarblaðsins Dags á Akureyri, með árásum á Sjálfstæðisflokk- inn. Ef það á að bera árangur, þarf hann að halda sér við stað- reyndir, og beinri ætti hann ásök- unum sínum gegn þeim, sem það eiga skilið. Hvenær hefur ráðhetrumtm ver ið svarað með rógi, þegar þeir hafa leitað til Sjálistæðisflokks- ins vegna utanríkismála? Ég minnist þess ekki, að utanríkisráð herra hafi borið neitt mál undii' flokkinn, en menntamálaráðherra hefur rætt við mig um handrita- málið. Hef ég notað það til árása á hann? Ef svo er ekki, hver er þá heimildarmaður Benedikts um framkomu Sjálfstæðisflokksins í sambandi við viðræður við ríkis- stjórnina? Misniunuudi skoðanir Lúðvik Jósefsson: 1 bréfaskipt- um mínum við Sjálfstæðisflokk- inn svo og á fundi Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar með ríkisstjórninni í október kom glöggt fram, að ekki var búið að taka ák -örðun um að bíða eftir Genfarfundinum. Á fundinum var spurt, hvort þeir vildu standa með stjórninni í að ákveða tím- ann, er landhelgin yrði stækkuð. Lýst var mismunandi skoðunum, sem komið hefðu fram í stjórninni og hjá þeim, er um málið höfðu fjallað. Ég sagði, að ég teldi ekki nauðsynlegt að bíða og liefði helzt kosið, að strax væri slækkað. En Hans G. Andersen taldi langæski- legast að bíða eftir Genfarfundin- um og utanríkisráðlicrra sagði það líka. Við utanrikisráðherra lögð- um liöfuðáhcrzlu á, að samkomu- lag yrði, en Sjálf stæðismenn reyndu að trufla eðlilega sam- stöðu og vildu fá tækifæri til að skamma mig fyrir að hafa ekkert aðhafzt. Ég tel svo mikilvægt, að sam- staða sé um málið, að hrein fjar- stæða sé að tala um, að atvinnu- málaráðherra geti einn ákveðið stækkun landhelginnar. Þó að stjórnskipulegt vald sé til þess, er það óhyggilegt, ef hætta er á, að heilir þingflokkar rísi upp til and- mæla. Þó að ég hafi talið þýð- ingarmikið að stækka landhelg- ina þegar snemma árs 1957, gat ég fallizt á að draga það 1—IV2 ár, ef það skapaði öryggi og fast ari samstöðu. Þá er það misskilningur hjá Bjarna Benediktssyni, að Sjálf- stæðismenn hafi ekki veizt að mér fyrir aðgerðaleysi. Það hafa m.a. nokki-ir þingr-enn Sjálfstæðis- flokksins gert. — Fyrir nokkru var Sjálfstæðis- flokknum skrifað og hann beðinn að tilnefna mann í nefnd til að samræma sjónarmið flokkanna um landhelgislínuna. Leitað hefur verið álits manna í ýmsum lands- hlutum um það mál og ýmsar tillögur lagðar fram. En það er eðlilegt og heilbrigt, að deilt sé um framkvæmdatímann og hann geri ég ekki að úrslitaatriði. Beuedikt svarað Ólafur Thors: Þó að Benedikt Gröndal sé enginn auli, kom fram hér áðan, að í viðbót við barna- skapinn í greinum hans er hann fullkomlega forhertur. Bjarni Benediktsson benti .á það, að Morgunblaðið hefur ekki annað gert en að prenta upp úr Þjóðvilj anum, stærsta stjói'narblaðinu, ummæli um Guðmund 1. Guð- mundsson og óska skýringa. Ég veit ekki um skoðanir Bene dikts Gröndal á landhelgismálun- um, fremur en um það, hvort hann er fremur Alþýðuflokks- eða Framsóknarmaður, en staðreynd er, að ágreiningur er um þau inn- an stjórnarinnar. Benedikt talaði um, að við hefð- um ekki talað við Hans Ander- sen, er hann kom hingað. Við höfðum boðið samstarf með viss- um skilyrðiim, sem ómögulegt er að telja ósanngjörn. Við höfðum hins vegar ekki verið virtir svars og töldum því ekki rétt að fara að yfirheyra þennan vin okkar og fyrrverandi samstarfsmann. Við töldum það okkur ekki samboðið og að það gæti orðið honum til óþæginda. Þrátt fyrir allt þetta og þrátt fyrir orðrétt ummæli úr skýrslu Lúðvíks, sem ég las upp og sanna ótvírætt jafnt ágrein- inginn innan ríkisstjórnarinnar, sem samstarfsvilja Sjálfstæðis- manna, „egist Benedikt standa við öll sín skrif. Honum er ekki klígju gjarnt. I .úðvík bafði gefizt upp Mér þótti ráðherrann kjark- mikill hér áðan að staðhæfa, að engar ákvarðanir hefðu verið teknar, þegar við okkur var rætt í október. Hann skrifaði þó sjálf- ur í skýrsluna frá 15. október, að sjálfur hefði hann viljað hefj- ast handa 1. október, áður en við okkur var talað. Við það hætti hann vegna andstöðu utanríkis- ráðherra. Hann hafði með öðr- um orðuiu gefizt upp, og við átt- um að skrifa á uppgjafarvixilinn. Þá sagði ráðberrann, að utan- ríkisráðherra liefði látið liggja að því á fundinuni með okkur, að Iiann vildi slaka til til málamiðl- unar. En utanrikisráðberrann var alls ekki á fundinum og sagði því ekkert. En Lúðvik Jósefsson læt- ur Iiggja að því, að hann liafi verið alvcg kominn að þvi að bogna en Sjálfstæðismcnn liafi berl bann upp I Ég sé, að Lúðvík roðnar aldrei þessu vant og nú eru þeir sam- ráðherrar hans orðnir þrír, sem gengið hafa til hans og hvíslað ráð í eyra. Sárt ertu leikinn, Sám- ur fóstri, verður manni á að hugsa, er jafnvel félagsmálaráð- herra er farinn að koma Lúðvík til hjálpar! Við Sjálfstæðismenn bö""im viljað samvinnu um þctta mál. Við settum skilyrði, sem enginn getur talið ósanngjörn, en feng- uni ekkert svar. Þá taldi ráðherrann upp afrek ríkisstjórnarinnar í landhelgis- málunum. Það er þó staðreynd, að hann þóttist hafa öll ráð á reið- um höndum, áður en hann varð ráðherra. Ráðalaus kallaði hann síðan saman ráðstefnu, og gleymdi síðan ráðunum, sem hann fékk. Gylfi utanríkisráðhcrra Lúðvík Jósefsson: Ég hef ekki sagt, að Guðmundur 1. Guðmund- son hafi verið á fundinum með Sjálfstæðismönnum. En Gylfi Þ. Gíslason, sem fór þá með utan- ríkismál, var á fundinum og lýsti skoðunum utanríkisráðherra. Ég vil nú spyrja. Hver er af- staða Sjálfstæðisflokksins í þessu máli? Mín afstaða hefur ekki breytzt, og það hefur reyndar jafn an verið ljóst, að Sjálfstæðisflokk urinn vildi bíða eftir Genfar- fundinum. Trúnaður ekki misnotaður Bjarni Benediktsson: Mennta- málaráðherra hefur eklci svarað þeirri fyrirspurn minni, hvort ég hafi notað viðræður okkar um handritamálið til að ráðast á rík- isstjórnina. Ég tel það sama og neitandi svar. Það hefur líka ver- ið sýnt fram á, að það var Þjóð- viljinn sem réðst á utanrikisráð- herra út af landhelgismálinu og Morgur.blaðið bað aðeins um skýr ingar. Um önnur utanríkismál hefur ekki verið rætt við Sjálf- stæðisflokkinn rg dylgjur Bene- dikts Gröndal um, að við misnot- um trúnað til að ráðast á ríkis- stjórnina eru þar með afsannað- ar. — Ég verð annars að segja, að ég hef fengið aukið álit á her- kænsku Benedikts Gröndals í sam bandi við þetta mál. Hann ræðst ekki beint á Lúðvík Jósefsson vegna skrifa málgagns hans um utanríkisráðherra, en heldur.þann ig á málinu, að óhjákvæmilegt var fyrir okkur Sjálfstæðismenn að taka það upp. á Alþingi. Og hér hefur Lúðvík Jósefsson enn einu sinni verið afhjúpaður. Ummæli Þjóðviljans Umræður um þetta mál voru hafnar í Þjóðviljanum, sem ráð- izt hefur á ríkisstjórnina og Guð- mund 1. Guðmundsson í þ. í sam- bandi. Hinn 3. janúar segir blaðið í rammagrein á forsíðu: „Eins og Þjóðviljinn liefur áður skýrt frá befur Lúðvík Jósefsson sjávarút- vegsmáiaráðherra fyrir Iöngu gengið frá ýtarlegum tlllögum um stækkun landbelginnar, en þær hafa allt til þessa ekki feng- izl afgreiddar imtan ríkissljórnar- innar . . ..“ Er ríkisstjórnin þá svo slöpp, að mikilvæg mál fást ekki afgreidd? Lúðvík segir nú hér á þinginu, að hann hafi völdin og að utanríkisráðherra vilji samkomulag. Á hverju hefur þá staðið? Hinn 29. janúar segir Þjóð- viljinn blað sjávarútvegsmála- ráðherrans, að það sé engu lagi líkt, að unnt skuli vera „að drótla því að sljórninni að hún efni ekki fyrirheil sín i landliclgismálinu“. Og sl. sunndag segir svo í for- ystugrein blaðsins, að það sé „ó- afsakanlegt“ að aðstaða sé til þess „að gagnrýna núverandi sljórn fyrir það að of lengi drag- ist að stækka landlielgina, vegna andstöðu Guðmundar í. Guð- mundssonar við málið innan ríkis- stjórnarinnar“. Hver er það, sem hér ber sakir á ríkisstjórnina og flytur brigzl um Guðmund 1. Guðmundsson? Það er málgagn Lúðvíks Jósefssonar. Hann hag- ar enn sem fyrr orðum sínum eftir því, hvar hann er stadd- ur, og ég öfunda ekki utanríkis- ráðherrann af þessum fylgisveini á Genfarfundinum. Genfarfundurinn Lúðvík Jósefsson spurði hér áð- an, hver væri tillaga Sjálfstæð- isfloksins. Ráðherrann hefur sjálf ur staðið fyrir því að hindra, að tillaga Péturs Ottesen kæmist á dagskrá hér á Alþingi, því að hann hefur viljað hindra almenn- ar umræður um málið, en geta haldið áfram að skjóta á félaga sína úr skúmaskotum og dreifa út um land að við Sjálfstæðis- menn berum ábyrgð á aðgerða- leysi hans. Og ég vil spyrja ráðherrann: Ætlar hann að haga ákvörðunum í málinu að einhverju leyti eftir því, sem fram kann að koma á ráðstefnunni, eða hyggst hann ráðast í framkvæmdir, hvað sem þar gerist? Þjóðviljinn siegir, að Lúðvík Jósefsson hafi fyrir löngu gengið frá ýtarlegum tillögum um stækk un landhelginnar. En hann hefur nú skipað nefnd til að fjalla um efnishlið málsins og fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins þar gerir grein fyrir skoðunum sínum og flokks- ins á málinu. Þá var það kattarþvottur, er sjávarútvegsráðherrann reyndi hér áðan að smeygja sér út úr þeim vanda, er hann komst í vegna fullyrðingar sinnar um nær veru utanríkisráðherra á fundi stjórnarinnar og Sjálfstæðis- manna í október. Guðmund- ur 1. Guðmundssoil var þá er- lendis opinberra erinda og hvaða ætlar Lúðvík honum, ef hann kall- ar Gylfa Þ. Gíslason utanríkis- í'áðherra á þessum tíma? Þegar Sjálfstæðismeilr voru kvaddir til Hermunn Jónasson: Það undr- aði mig, að mikið hefur verið gert úr mismunandi skoðunum innan stjórnarinnar á landhelgis- málinu, meðan það var á umræðu- stigi. Við Ólafur Thors vitum báðir, að ekkert er algengara en að ráðherrar lýsi á frumstigi mála skoðunum sínum með fyrir- vörum um breytingar í samræmi við atriði, sem upp kunna að koma í umræðum um þau. Menn verða að reyna að samræma skoð anir sínar og þannig hefur það verið í hinum stærstu málum, en hver er skoðun Sjálfstæðisflökks- ins? Ólafur Tliors: Kjarninn í ræðu Hermanns Jónassonar var sá, að landhelgismálið hefði verið á um- ræðustigi, þegar við vorum kvadd- ir til í október. Ráðherrann er hér eitthvað utanveltu og hefur sjálfsagt ekki verið í þingsalnum, er ég las upp áðan úr skýrslu Lúðviks Jósefssonar frá 15. októ- ber, þar sem glögglega kom fram, að mismunandi skoðanir voru inn an ríkisstjórnarinnar, og að hún var búin að ákveða að fresta mál- inu fram yfir Gefnarfundinn. En forsætisráðherrann fylgist e.t.v. ekki með því, sem ákveðið er í hans eigin stjórn. Stefna Sjálfstæðismai.na Ráðherann lýsti eftir stefnu Sjálfstæðisflokksins. Varðandi það, hvenær hefjast beri handa, er það að segja,að auðvitað er of seint að gera það nú. Það var hægt 1. október, en við myndum gera okkur hlægilega og að við- undrum, ef við hæfum aðgerðir um leið og íslenzkir ráðherrar og sendinefnd héðan fer á ráðstefnu, sem á að fjalla um málið. Varðandi efnishliðina — hvern ig við viljum færa út landhelg- ina, nægir að vitna til þess, sem sjávarútvegsmálaráðherrann sagði. Hann sagði: Á þessu stigi, þegar ráðstefnan er að hefjast, er óskynsamlegt og skaðlegt að ræða þá hlið málsins opinberlega, enda hefur sjálf ríkisstjórnin algerlega farið leynt með það, hvað hún hyggst fyrir, ef hún þá veit það sjálf. Forysta Sjálfstæffismanna Undir forystu SjálfstæSts. manna og með ágætu sam- starfi innan þáverandi ríkis. stjórnar og einhuga fylgi allr. ar þjóðarinnar var landhelg. in færð út 1952. íslendingar unnu þá stærrt sigur í þessu mikla máli e* menn hafa almennt gert sér grein fyrir. Okkur tókst þá að brjóta á bak aftur fyrir fullt og allt „óskeikulleik“ biblíu Breta og margra annarra vinaþjóða um helgi þriggja milna landhelg- innar. Okkur lánaðist að opna augu allra fyrir því, að Iítil þjóð á rétt á að lifa menningarlíft í landi sínu. Og okkur heppnað. ist að vekja skilning á þvi, að örtröð erlendra skipa á ía. lenzkum fiskimiðum færðt beinan voða yfir efnahagsaf- komu þjóðarinnar. Á grundvelli þessara stað. reynda tókst okkur að þagga niður mótmæli og alvarlegar aðgerðir gegn okkur og vekja skilning og samúð með út- færslu landhelginnar. Af þessum stóra stgrl letðtr, að gatan framundan verður greiðari. Þegar búið er að tryggja a.m.k. óbeina viður- kenningu nefndra staðreynda, virðist aðeins eftir að sanna umheiminum, að nú er þörf frekarl útfærslu Iandlielginn. ar, eigi að verða lífvænlegt fyrir íslendinga í landi þeirra. Þær sannanir eru fyrir hendi. Eftir að sýna umheim. inum þær og öðlast svipaða viðurkenningu og samúð eins og tókst 1952. Að því óskum við Sjálfstæðismenn að vinna af alhug og einlægni, einnig með mönnum, sem við að öðru leyti treystum illa, Réttur og afstaða til stækkunar Lúðvík Jósefsson: Ólafur Thors taldl, að við myndum gera okkur að fíflum með því að færa landhelgina .út nú. En hvers vegna gerði hann það ekki, meðan hann var ráðherra? Af því að hann vildi bíða eftir alþjóðaráð- stefnum á málið. Það hefur verið hans stefna. (Bjarni Bcnediktsson: En hver er stefna ríkisstjórnarinnar?) Hún er ákveðin eins og hér hefur verið lýst og hún mun framkvæmd. Mín skoðun er sú að við höfum rétt og aðstöðu til að stækka /riðunarsvæðið, en tel ekki heppilegt að ræða um þessi mál frekar á þessu stigi. 76 manns láta lifib i flugslysi NAPÓLÍ, 19. febr. — Flakið af íandarísku herflutningaflugvél- inni, sem hvarf milli Napólí og Aþenu um miðnætti á laugardag með 16 manns innan borðs, fannst í dag í hlíðum eldfjallsins Vesu- viusar, um 15 km frá Napólí. — Allir sem í flugvélinni voru létu lífið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.