Morgunblaðið - 21.02.1958, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 21.02.1958, Qupperneq 20
VEÐRIÐ SA-stinningskaidi, dálílil rigning eftir hádegi. Akureyrarbréf Sjá bls. 11. 44. tbl. — Föstudagur 21. febrúar 1958. $/y$v ■Wfrw-'w v. , , ,/a Bíll Helga Yigfússonar eftir áreksturinn. Maður sfórslasasf er bíll hans fæflsf sundur í áreksfri SNEMMA í gærmorgun varð bíl- slys á Hafnarfjarðarveginum. í feikilegum árekstri milli fjög- urra manna bíls, og mjólkurbíls. Helgi Vigfússon blikksmiður Hófgerði 4 í Kópavogi, sem ók lilta bílnum stórslasaðist. Er kcm ið var að flaki bílsins, voru menn nærri því undrandi yfir því að Helgi skyldi hafa sloppið lifandi, því mjólkurbillinn tætti litla bíl- inn í sundur þeim megin sem Helgi sat, en hann var einn í bíln um. Slys þetta varð skammt frá Kapeilunni. Helgi Vigfússon var á leið til Reykjavíkur, til vinnu sinnar, en bíll hans er nýlegur Volkswagen. Mjólkurbíllinn var frá Samsölunni á leið til Kefla- víkur með mjólk og mjólkuraf- urðir, og var mjög hlaðinn. Snemma í gærmorgun var flughálka á Hafnarfjarðarvegi, en slysið varð klukkan rúmlega hálfátta. — Ekki var í gær mögulegt að tala við Helga um slysið, því hann hafði hlotið höfuðhögg mikið í árekstnnum og höfuðkúpa hans brotnað og fleiri áverka hafði hann hlotið. Helgi mun þó aldrei hafa misst meðvitund alveg. Við frumrannsókn málsins í gær, má segja að rannsóknariög- reglunni hafi nær tekizt að upp- lýsa aðdragandann. Mjólkurbílstjórinn segist hafa séð hvar amerískur fólksbíil kom á móti honum. Rétt á eftir sá hann hvar bílljós birtast til hlið- ar við ameríska bílinn. Telur hann þá millibilið hafa verið 100—150 m. Hann segist strax hafa óttazt að bíll þessi myndi ætla framúr ameríska fólksbíln- um. Hafi hann þá strax gert sér ljóst að með öllu væn gagns- laust fyrir sig að hemla, slík var hálkan. — Hafi hann þá sveigt út af akbrautinni og út á klakann og ætlað að fara með bílinn út á yztu brún eða útaf veginum til þess að reyna að hind’ d árekstur. Á vegbrúninni lá nastaur, svo hann varð aftur . ^ sveigja inn á. Um leið og þetta gerðist kom litli bíllinn á framhorn mjólkurbílsins, og var það vinstri hlið litla bílsins. Dróst hann siðan með hinum þunga mjólkurbíl nokkurn spöl. Svo virðist sem mjóikurbíllinn hafi fest sig í litla bílnum sem hann reif vinstri hliðina alveg úr. Hafði hann snúið bílnum í hálf- hring er hann nam staðar. Helgi Vigfússon hafði kastazt út úr bílnum sínum. Lá hann rétt við bílinn er að var komið. Sjúkralið var fljótlega kallað á vettvang og var hann fluttur í Landsspítalann. Allmjög blæddi þá úr höfði Helga. Talið er að Helgi Vigfússon hafi ætlað að aka fram úr ame- ríska bíinum, svo sem mjólkur- bílstjórinn taldi að hann myndi ætla sér. í bíl Helga er stýrið vinstra megin. Hafi hann verið að „skyggnast framfyrir“ ame- ríska bílinn, til þess að sjá hvort óhætt myndi að fara framúr hon um. Hafi Helgi, eins og mjólkur- bílstjórinn, séð að slíkt var ekki mögulegt eins og á stóð, og er Helgi hægði á sér, til þess að komast aftur fyrir ameríska bíl- inn, muni hann hafa hemlað en það orðið til þess, að hann missti alveg vald yfir bílnum, en hann var á keðjum. Mjólkurbíllinn var ekki á keðjum, og ekki á snjóhjólbörðum. Hvort það hefði nokkru breytt, telja sum- ir að draga megi í efa, því svo glerhált hafi verið. Aftur á móti, virðist sem staur- inn, sem lá utan við akbrautina, hafi getað gert strik í reikning- inn, en staurinn virðist hafa legið þarna í óhirðu. Helgi Vigfússon blikksmiður er 66 ára að aldri. Reynt að eyða óþef frá verksmiðjunni á Kletti Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI í gær kom til umtals verksmiðj- an á Kletti og sá óþefur, sem stafað hefur frá henni. Geir Hallgrímsson bæjarfull- trúi (S) benti á að Klettsverk- smiðjan hefði oft verið á dag- skrá, einmitt vegna óþefs sem legði frá henni yfir bæinn í viss- um vindáttum. í haust óskaði bæjarstjórnin umsagnar heil- brigðisnefndar og barst frá henni álitsgerð og ályktun og í sam- ráði við hana taldi bæjarstjórn- in rétt að eigendur verksmiðj- unnar fengju sex mánaða frest til þess að eyða óþefnum frá verk smiðjunni en að framlenging á lóðarleigusamningi við verk- Sjómaðurinn lézl BJÖRN Arndal Guðmundsson, sjómaður frá Miðkoti í Sandgerði sem stórslasaðist í róðri sl. föstu- dag er hann lenti í spili bátsins, lézt af afleiðingum slyss þessa á laugardaginn var. Björn Arndal var aðeins 22 ára gamall. Hann var einhleypur, for eldrar hairs eru látnir fyrir all- mörgum árum, en hann lætur eft- ir sig fósturforeldra, Júlíus Ei- ríksson í Miðkoti og konu hans Salvöru Pálsdóttur. Bókauppbof SIGURÐUR Benediktsson hefur bókauppboð í Sjálfstæðishúsinu ki. 5 í dag, en bækurnar eru til sýnis á uppboðsstað kl. 10—4. Slegin verða 105 númer. Meðal bókanna eru: Konungsskuggsjá (Sórey 1768). Sigriður Eyjafjarð- arsól, leikrit eftir Ara Jónsson (Akureyri 1879). Frumútgáfurn- ar á 3 bókum Kiljans: Alþýðu- bókinni, Nokkrum sögum og Vef- aranum. Bréf til Láru (1. útg.). smiðjuna yrði bundin því skil- yrði að það tækist að koma í veg fyrir þennan ágalla. G. H. sagði að samkvæmt þessu væri 6 mánaða frestur umliðinn hinn 1. maí n. k. Kvað hann það upp- lýst með bréfi frá stjórn verk- smiðjunnar, að hún hefði gert ýmsar tilraunir til þess að eyða óþefnum og væri stöðugt að gera tilraunir í þá átt og nú seinast að reyna nýja aðferð, þýzka, sem borgarlæknir hafði bent á. G. H. las upp kafla úr bréfi frá stjórn verksmiðjunnar, þar sem bent er á það að hún vinnur úr 60% af þeim fiski, sem lagður er á land hér í Reykjavík og framleiðir verðmæti fyrir 25—30 millj. kr. á hverju ári enda hefur mikill fjöldi manna lífsframfæri sitt af starfsemi verksmiðjunnar. Að öðru leyti urðu kki um- ræður um þetta mál. Verzl.fólk krefst jafnréttis við aðrar launastéttir Frá aðalfundi V.R. — Guðmundur II. Garðarsson endurkosinn form. VERZLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur hélt aðalfund sinn miðvikudaginn 19. febrúar s. 1. og var hann vel sóttur. Fund- arstjóri var Guðjón Einarsson. Formaðtur var endurkjörinn Guðm. H. Garðarsson, viðskipta- fræðingur og í stjórn til tveggja ára þeir Gunnlaugur J. Briem, Ingvar N. Pálsson og Ottó J. Ólafsson. í varastjórn voru kosn- ir: Einar Ingimundarson, Eyjólf- ur Guðmundsson og Kristján Arngrímsson. Stjórn V. R. skipa einnig Hannes Þ. Sigurðsson, Pétur Sæmundsen og Okto Þor- grímsson, sem kosnir voru til tveggja ára á aðalfundi árið 1957. 1 trúnaðarmannaráð voru kosnir: Daníel Gíslason, Sigurður Steins- son, Gyða Halldórsdóttir, Andreas Bergmann, Njáll Sím- onarson, Kristín Þórarinsdóttir, og Oddgeir Bárðarson. í Verzlunarmannafélagi Reykja víkur er<u nú 2200 félagsmenn. Bættust rúmlega 500 félagsmenn við félagið á s. 1. starfsári. Félagið náði hagstæðum kjara- samningum á s. 1. vori og náði í fyrsta skipti í sögu félagsins samningum við Vinnuveitenda- samband íslands og Félag ísl. iðnrekenda. Lífeyrissjóður verzl- unarmanna eflist stöðugt og eru nú um 700 manns sjóðfélagar í honum. Veitt hafa verið 49 lán úr sjóðnum síðan hann tók til starfa fyrir tæpum tveim árum. Aðalfundurinn vakti athygli á því, að núverandi ríkisstjórn mismunar hinum einstöku stétt- um stórlega í sambandi við um- ræður og tillögur um ráðstafanir í efnahagsmálum og gerði hann í því sambandi svohljóðandi til- lögu: Aðalfundur Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur haldinn mið- vikudaginn 19. febrúar 1958 legg- ur áherzlu á þá skoðun sína, að Alþingi og ríkisstjórn beri að stefna að því í efnahagsráðstöf- unum sínum á hverjum tíma að tryggja og auka kaupmátt launa hins vinnandi manns og stuðla að jafnvægi í atvinnumálum þjóðarinnar. Síðastliðið eitt og hálft ár hef- ur á skort að ríkisstjórn lands- ins hafi stjórnað málefnum þjóð- arinnar svo til heilla sé fyrir land og lýð. Hefur hún með stefnu sinni og ráðstöfunum í efnahagsmálum stórlega rýrt kjör alls almennings. Horfur eru Somræraa sjónormið stjórnmála- Qokkanna í landkelgismálum S J ÁVARÚTVEGSMÁLARAÐ- HEKKA skipaði í gær fjögurra manna nefnd til þess „að sam- ræma sjónarmið stjórnmálaflokk- anna um útfærslu landhelginn- ar“. Var Sjálfstæðisflokknum boðið að tilnefna mann í nefnd- ina, og tilnefndi hann Sigurð Bjarnason alþingismann. Fulltrúi Alþýðuflokksins ncfndinni verður Guðmunuur i. Guðmundsson utanríkisráðíierra, fulltrúi Framsóknarflokksins Gísli Guðmundsson alþingismað- ur og fulltrúi kommúnista Karl Guðjónsson alþingismaður. á, að enn stefni í sömu óheilla átt. Launþegar við verzlun og vöru dreifingu munu nú vera með fjölmennustu stéttum landsins. Það er því brýn nauðsyn og sann- girniskrafa, að þessi fjölmenna stétt fái að fylgjast með hverj- um þeim ráðstöfunum í efna- hagsmálum, sem núverandi ríkis- stjórn hyggst gera. nefnd þessi hefji störf, fyrr en ráðherrarnir koma heim af Genfarfundinum. Aðalíundur Heimdallar AÐALFUNDUR Heimdallar verð ur haldinn í Sjálfstæðishúsinu 1 sunnudaginn 23. febrúar n.k. kl. 2 e.h. Tillögur kjörnefndar um stjórn og tillögur um fulltrúaráð félags ins fyrir næsta starfsár liggja frammi í skrifstofu Heimdallar í Valhöll.' Aðrar tillögur skulu Skýrskotar fundurinn í því sambandi til yfirlýsingar hæst- virtst forsætisráðherra í ára- mótaræðu hans þann 31. des. s.l., þar sem hann segir að samráð hafi verið haft og muni verða haft við launastéttirnar í land- inu um lausn efnahagsmálanna. Samþykkir fundurinn að fela stjórn félagsins að hafa for- göngu um að ræða við forráða- menn þjóðarinnar um þessi mál, svo að réttur skrifstofu- og verzl- unarmanna verði ekki fyrir borð borinn í jafn þýðingarmiklum málum. Þá skorar fundurinn á félags- málaráðherra, núverandi forseta Alþýðusambands íslands, að hann láti það ekki viðgangast, að launþegar í verzlunarstétt hafi ekki jafnan rétt á við aðrar launþegastéttir í sambandi við umræður og tillögur um ráðstaf- anir ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum. Álítur fundurinn, að það sé siðferðilega skylda hans að stuðla að því að tryggja skrif- stofu- og verzlunarfólki þennan rétt. Töluvert ísrek - Sæmilegur afli STYKKISHÓLMI, 20. febr. — Enn er töluvert ísrek hér í höfn- inni og raunar víðar hér við Breiðai'jörð. Enn er t.d. ófært fyrir skip og báta inn í Búðar- dal og að Króksfjarðarnesi. Sæmilegur afli hefur verið hér undanfarið eða 4—10 tonn á bát. Gæftir hafa verið mjög góðar. —Árni. hafa borizt til skrifstofunnar Ekki mun gert ráð fyrir, aSfyrir kl. 2 e.h. í dag. Engin vtnnn á ilugvellinum AÐ gefnu tilefni vill varnarmála- deild utanríkisráðuneytisins vara fólk utan af landi við að koma til Reykjavíkur með það fyrir augum að tá vinnu á Keflavíkur- flugvelli. (Frá utanríkisráðuneytinu).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.