Morgunblaðið - 30.03.1958, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.03.1958, Blaðsíða 10
10 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 30. marz 1958 Eins og greint hefir verið frá í fréttum, er Pétur Townseiid höfuðsmaður, nýlega kominn úr ferð um- hverfis hnött- inn. Var hann sólbrenndur og hraustlegur, en orðinn ofurlítið gráhærður. Mik- ið er nú talað um fund iians og Margrétar prinsessu í Lund- únum. Hins vegar hefir Towns- end lýst yfir því, að nú ætli hann að setjast að á kyrrlátum stað á meginlandi Evrópu og skrifa bók um hnattferð sína. Brigitte Bardot hefur nú farið út i sveit tjl þess að hvíla sig og hefur fundið upp á því, að fara að læra á skautum. Allir Frakk- ar fylgjast með hverjú skrefi, er þessi dáða stjarna tekur, og sýnir myndin hana, þegar verið er að kenna henni að renna sér á skautum. Gert er ráð fyrir, að í haust verði gefnar út minningar Sir Anthony Edens. Kemur þetta mönnum nokk- uð á óvart, þar sem Eden hefir undanfarið ver- ið mjög heilsu tæpur. Nýlega settust þau hjón að í Donn- ington Grove House í grennd við Lundúna- borg. Hefir Sir Anthony verið þar undir stöðugu lækniseftirliti, og heilsa hans farið mjög batn- andi. Daglega fer hann í langar gönguferðir, les blöðin og les einkaritara sínum fyrir í* tvær klukkustundir. í þessar tvær klukkustundir vinnur hann ein- göngu að minningabók sinni og rniðar vel áfram, að því er sagt er. Mun hann vera í minninga- sknfunum kominn að þeirn tíma mótum, er hann í febrúar 1938 sagði af sér utanrikisráðherra- embættinu, þar sem hann var ó- samþykkur stefnu Nevilles Cham beriain, sem um fram allt vildi halda frið við einræðisherra Möndulveldanna. Ginu Lollobrigidu áskotnaðist nýiega allálitleg rjaiuppnæó eða sejii svarar rúmlega 25 þús. ísl. kr. ítaiskt fyr- rrtæki sem fram Jg- pí 1 e' k-ko nu nni hún var að gæða / fí- leiðslu þess í næturklúbb. — Myndin var notuð í auglýsingar í ntörgum itölskum vikublöðum, án þess áð leyfi kvikmyndaleik- konunnar væri fengið fyrir birt- ingunni. Gina sótti fyrirtækið til saka, vann málið og fékk sér dæmdar ofangreindar skaðabæt- ur. í fréttunum Það er orðinn siður meðal til- tekins hóps manna í Bandaríkj- unum, að efna þar til mikilla veizluhalda, þar sem ungar gjaf- vaxta dætur koma fyrst fram og eru „hafðar til sýnis“. í einni slíkri veizlu, sem haldin var fyr- ir skömmu í Waldorf-Astoria í New York, vakti sérstaka at- hygli ung 18 ára stúlka, sem heit ir Louisa Wedell-Wedellsborg og er af dönskum ættum. Sést hún hér á myndinni vera að dansa og er sagt að margir hafi verið um boðið í næsta dans. PALL S. PALSSON liæsluréllailosjuiaðui. Jankastræti 7. — Sími 24-200. Pximo Carnera, sem eitt sinn var heimsmeistari í hnefaleik, er nú farinn að leika í kvikmynd- um og sést hann hér vera að taka einhvern náunga heldur en ekki hörðu haustaki í neynd, sem hann lék í. Lundunabúar skemmta sér vel yfir smáatviki, er nýlega átti sér stað þar í borg. Til að auglýsa hina gáskafullu Evu Gabor, sem eikur aðalhlut- verkið í mynd- .nni „Komdu jkki of nærri vatninu", var sekið upp á því að draga nærföt aennar að hún á fánastöng við hús nokkurt við hið virðulega St. James stræti, Auglýsingin hékk þarna aðeins í eina klukku stund. Þá lét lögreglan til skar- ar skriða, ekkj af siðfei'ðilegum ástæðum, heldur á þeim forsend- um, að bannað er að þurrka föt úti við St. James stræti og nær. liggjandi götur! Þýzka blaðið Der Telegraf frá Berlin segir frá því nú fyrir fá- um dögum, að hljómsveitastjór- inn Hans Joachim Wunderlich, sem þeir kalla íslandsfarann, sé nú kominn aftur til Berlínar og sé byrjaður að stjórna „Berlínar- hljómsveitinni". í þessum mán- uði átti han* að halda fimm hljómleika. Er sagt í greininni, að hljómsveitarstjórinn hafi margt séð á Islandi, en í hljóm- sveitinni í Reykjavík leiki ís- lendingar,. Þjóðverjar og Austur- rikismenn. Góðar fermmcarlz ækur Merkir íslendingar I-IV. Minningar Thors Jensens I-II. Þjóðsögur og munnmæli Jóns Þorkelssonar. Þau gerðu garðinn frægan, eftir Valtý Stefánsson. Rit Einars Jónssonar myndhöggvara. Blaðamannabókin I-IV. Endurminningar Guðmundar G. Hagalins I.—V. íþróttir fornmanna eftir Dr. Björn Bjarnason. Skrifarinn frá Stapa eftir Finn Sigmundsson. Úti í heimi eftir Dr. Jón Stefánsson. Þeir sem settu svip á bæinn eftir Jón Helgason biskup. Ævisaga Sigurðar Ingjaldsson frá Balaskarði og ferðabækurnar vinsælu: Sjö ár í Tíbet eftir H. Harrer. Veiðimannalíf eftir J. A. Hunter. Góða tungl eftir Jörgen Andersen-Rosendal. Bókíellsútgáían Smurstööin Sœtún 4 Seljum allar tegundir af smurolíu. Fljót og góð afgveiðsla, sími 16-2-27 HRINGUNUM F RA g \S (J HAFNAR&TR* Lítið í glugga IViáEarans í páskavikunni Málverk og teikningar Mín fyrsta sýning á íslandi. Svend E. Jensen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.