Alþýðublaðið - 14.10.1929, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.10.1929, Blaðsíða 2
2 'AfcÞÝÐUaií AÐIÐ Verklýðssamtðkin m gnðfræðikennarl ihaldsins. Nýlega flutti Magnús Jónsson guðfræðikennari predikun í sælu- húsi íhaldsins. Var „fulltrúunum“, sem fengu „Bláa blaðið“ og „Gula bréfið“, sérstaklega boðið að hlýða á hana. Otdráttur úr predikun þessari var svo birtur í „Mgbl.“ og „Verði“ í gær og fyrra dag. Ber þeim báðum saman um, að kennimaðurinn hafi lagt út af textanum: „Eiga verkaroenn að vera sosialistar Textavalið er bein viðurkenn- ing þeirrar staðreyndar, að mik- ill hluti verkalýðsins, og það einmitt sá hlutinn, sem bezt er mannaður orðinn og félagslega þroskaður, telur sjálfsagt og eðlilegt, að verkamenn yfirleitt fylgi jafnaðarstefnunni. Ella væri óþarft að eyða andagift predik- arans og rúmi blaðanna til þess að reyna að telja þeim hughvarf. Guðfræðikennarinn byrjar á því að taka það fram, „til þess að fyrirbyggja misskilning", að hann hafi ekkert á móti verklýðs- samtökum. Þvert á móti. Hann segist álíta mjög eðlilegt, „að verkamenn séu i þessum félags- skap“ og að verklýðsfélög hafi „komið mörgu góðu til leiðar“, ~ Sjálfsagt léttir verkamönnum afar-mikið við að heyra, að þessi kennifaÖir íhaldsins ekki ætlar að bannfæra þá fyrir það eitt að vera í verklýðsfélögunum!! En böggull fylgir þessu skammrifi. Verklýðsfélagsskapur- inn má hreint ekki ginna verka- menn til verkfalla eða skifta sér af stjórnmálum. Það er „misnotk- un þess félagsskapar“ segir guð- fræðikennarinn. Hvað segja Dagsbrúnarmenn og sjómennirnir um þenna boð- skap: Þið megið svo sem stofna til samtaka, hafa verklýðsfélög, en þið megið alls ekki neyta samtakanna til þess að koma fram kröfutn um kauphækkun eða verjast kauplækkun með verkfalli; slíkt er ósvínna, eins þótt ekkert annað dugi. Og þið megið heldur ekki neyta samtak- anna til þess að koma verklýðs- fulltrúum í bæjarstjórn- eða á þing eöa á annan hátt að hafa áhrif á löggjöfina og meðferð opinberra mála. Ef verklýðsfélög- in ekki eru „pólitísk". og aldrei gera verkfall, þá höfum við í- haldsmenn ekkert út á þau að setja. Hvað ætli kaupið væri nú ef Dagsbrún, Framsókn og Sjó- mannafélagið hefðu hegðað sér eftir þessari kenningu guðfræði- kennarans — aldrei gert verk- fall? Og hverjar myndu verða undirtektir atvinnurekenda, „vinnuveitenda“, sem M." J. kall- ar, ef verklýðsfélagið segði við þá um leið og það tilkynti þeim, að félagsménn vildu fá kaup- hækkun: Þó að þið ekki viljið verða við tilmælum félagsins og hækka kaupið, þá dettur félags- mönnum ekki í hug að leggja niður vinnu. Nei, sei sei nei! Þeir vinna þá bara fyrir lága kaupið, Ætli atvinnurekendur myndu þá vera fljótir á sér að hækka kaup- ið? Eða þegar atvinnurekendur ætla að lækka kaupið. Myndu þeir hætta við það, ef verklýðs- félagið segði: Við viljum helzt enga kauplækkun, en auðvitað dettur engum í hug að gera verkfall, þó að þið lækkið það eins og ykkur sýnist. Hvað væri sjómannakaupið nú, ef Sjó- mannafélagið hefði ekki neitað að ganga að tilboðum útgerðar- manna í fyrra? Eða ef sjómenn- irnir hefðu farið út samnings- laust? Því geta sjómennirnir svaráð, Og hvað myndi um löggjöfina, ef verklýðssamtökin ættu engan fulltrúa á þingi? Ætli vökulögin yæru þá komin á? Eða lögin um verkamannabústaði? Eða slysa- tryggingin, þar sem atvinnurek- endur greiða öll iðgjöldin? Eða lækkun á kaffi- og sykur-tollin- um? Eða lækkun kjöraldurs nið- ,ur í 21 ár og afnám réttindamiss- is fátæklinga við kosningar í sveita- og bæja-stjórnir? Eða lögin um greiðslu verkakaups? — Ekkert af þessu hefði gengið fram, ef verklýðssamtökin hefðu ekki átt fulltrúa á þingi. Og ekki hefðu útsvörin á al- menningi lækkað í ár eins og raun varð á hér í bænum, ef Al- þýðuflokkurinn hefði engan fuH- trúa átt í niðurjöfnunarnefnd og bæjarstjórn. Þrælalögin, ríkislögreglan, skattgjafirnar til burgeisanna, nefskattarnir og sjóveðsránið. Ekki hefðu þessi óskabörn íhalds- ins sálast á alþingi, ef verjca- lýðurinn hefði ekki átt fulltrúa þar. Einhvern pata virðist guðfræði- kennarinn hafa haft af því, að þessi boðskapur myndi láta und- órlega í eyrum verkamanna, því að hann játar, að áður fyr hafi það verið eðlilegt, að verkamenn fylktust „undir fána sosialism- ans“. „Verkamenn áttu pá við að stríða atvinnuleysi, lágt kaup- gjald og illan aðbúnað.“ Þá „var annars vegar verkalýður, sem vegna fátæktar gat ekki komist til neinnar menningar, hins vegar skammsýnir og Harð- drægir vinnuveitendur," segir hann. Ná virðist M. J. álíta, að alt sé þetta breytt orðið, svo að ó- eðlilegt sé, að verkamenn nú að- hyllist kenningar jafnaðarstefn- unnar og vilji vinna að skipu- lagsbyHingu. Eftir því ættu verkamenn nú ekki lengur að eiga „við að stríða illan aðbún- að, atvinnuleysi og lágt kaup- gjald", og „skammsýnir og harð- drægir“ atvinnurekendur ekki lengur að vera til. En er það svo? Búa verkamenn við allsnægtir? Hafa þeir stöðuga atvinnu? Er kaupgjald þeirra hátt í saman- burði við dýrtíðina og laun ann- ara stétta? Nei! Húsnæðisskýrslunar segja til um aðbúnað verkalýðsins. Ekkert ár líðuf svo, að ekki séu hundruð manna atvinnulaus mán- uðum saman. Og meðalárstekjur verkamanns eru ekki nema tæpur þriðjungur af launum guðfræði- kennarans, sem hann þó varla telur of há. Og atvinnurekendur, eru þeir nú allir orðnir víðsýnir og eftir- látssamir? Nei! Því miður er ekki hægt að segja það. Yfirleitt eru at- vinnurekendur svo skammsýnir, að þeir telja sér mesta hagnaðar- vVon í því að lækka kaup verka- fólksins og toíla allar nauðsynjar þess. Og flestir þeirra berjast með hnúum og hnefum gegn hvers konar opinberum ráðstöf- unum til hagsbóta fyrir verka- lýðinn, svo sem lögtryggðum hvíldartíma, almannatryggingum og verkamannabústöðum. Og eft- irlátssemina í kaupdeilum þekkja allir. En guðfræðikennarinn er á annari skoðun. Að hans dómi hafa verkamenn hér þegar fengið of mikið af þessa heims gæðum, og útgerðarmenn verið alt of eft- irlátssamir, Það sýnir þessi klausa úr predikun hans: „Ég er pess fulltrua, að ef saga útgerðarinnar yrði rann sökuð itarlega, pá mundi sann- að að verkamenn hafa farið [of geist“ þ. e. fengið of mikið kaup, of mikia hvild og of góðan aðbúnað. Þarna hafið þið það. Við þessu er auðvitað bara eitt ráð: að draga aftur úr, lækka kaupið og lengja vinnutímann og tolla enn meira nauðsynjar fólks- ins. Og þetta er hægt. Ef verklýðssamtökin fara að ráðum kennimannsins, ákveða að gera aldrei verkfall og skífta sér ekki af stjórnmálum, þá lánast þetta. F. U. 1. Félag ungra jafnaðarmanna hefur vetrarstarfsemi sína með fundi i alþýðuhúsinu Iðnó annað kvöld kl. 8Vs. Á fundi þessum verða ýms merk mál tekin til umræðu, sem varða vetrarstarf- semi félagsins. Enn fremur verða sagðar fréttir af hreyfingunni og ferðasögur. Félagarnir eru allir ámintir um ‘að koma á fundinn stundvíslega. — Nýir félagar eru beðnir að mæta nokkru áður en fundur á að hefjast. „ilda sociaIismans“ á Bretlasdl. 8*360 883 kjósendur greiddu frambjóðendumVerkamannaflokks- ins brezka atkvæði i kosningunum í> vor, en árið 1900 greiddu að eins. 62 698 kjósendur frambjóðendum verkamanna atkvæði. (FB) Erlend simskeyti. FB. 12. okt. Vináttumál Breta og Banda- rikjamanna. Tortryggni kafbátastórveld- anna. Frá Lundúnum er símað:. Heimsblöðin ræða mikið um Am- eríkuferð McDonalds og árang- urinn af henni. Alment álíta menn, að ferðalag hans hafi haft mikla þýðingu og muni það bet- ur koma í ljós síðar. Ætla menn5 að vináttan á .milli Breta og Bandaríkjamanna muni mikið efl- ast við heimsóknina, en um tals- verða tortryggni hefir verið að ræða á milli þessara þjóða á undanförnum árum, þótt sjald- an hafi farið hátt. Hins vegar er erfitt að segja,. hverja þýðingu heimsóknin hefir um framtíðarúrlausn flotamál- anna, nema að Bandaríkjamena og Bretar munu fylgja sömra stefnu á ráðstefnunni í Lundún. um ívetur. Hins vegar munmegaf telja víst, að Frakkar, Japanar ogj Italir muni alls ekki vilja fallasí á afnám kafbáta. Frakkar og Itali? segja, að Bretar og Banda- ríkjamenn hafi í sameiningu svq fullkomið drottinvald á höfunum,. að jafnvel sameinuðum flotum hinna stórveldanna myndi ekkí tjá við þá að etja. Segja flota- málasérfræðingar þessara ríkja,. að ef kafbátarnir verði afnumdir, — en þeir séu þýðingarmestu. varnartæki minni flotaveldanna —, þá verði hagnaðurinn af kaf- bátaafnáminu allur Bandaríkja- manna og Breta megin. Er þetta nú alt rætt af miklu kappi í heimsblöðunum með tilliti til þeirrar afstöðu, sem aukið brezk- amerískt vináttusamband kann að skapa. óttast sumir, að flotamál- in muni leiða til tvískiftingar á flotamálafundinum væntanlega, þ. e. að Frakkland, Japan og It- alía sameinist um sínar flota- málakröfur og vinni á móti til- lögum Breta og Bandaríkja- manna, að minsta kosti sumum þeirra. Þannig hefir skeyti frá. Tokio vakið mikla eftirtekt, því að í því Stendur, að japanska stjórnin álíti æskilegt að, sam- komulag náist á milli Frakka, It- ala og Japana, áður en Lundúna- fundurinn hefst. Yfirleitt virðist Ameríkuferð McDonalds hafa leitt af sér viðleitni til nýrra sambanda eða bandalaga á milli stórveldanna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.