Morgunblaðið - 07.06.1958, Side 3
Laugardagur 7. júní 1958
M O P r r' ” r * n F f)
3
Kristileg œskulýðsmáf
haldin um helgina
UM ÞESSA helgi munu á áttunda
hundrað unglinga sækja kristileg
æskulýðsmót á 6 stöðum víðs
vegar um land. Munu flestir þátt
takendurnir vera fermingarbörn,
sem fermzt hafa á þessu vori.
Mótin fara fram á þessum stöð-
um: Laugum í S.-Þingeyjarsýslu,
Hólum í Hjaltadal, Bifröst í Borg
arfirði og Vatnaskógi, Laugar-
vatni og Skógaskóla. Síðar í vor
verða mót að Núpi í Dýrafirði
og á Eiðum eystra, en hentara
þótti, að mótin þar yrðu ekki
fyrr en 5.-6. júlí.
Mótin eru haldin að tilhlutan
æskulýðsnefndar þjóðkirkjunnar
(form. sr. Bragi Friðriksson) í
nánu samstarfi við biskup lands-
ins, herra Ásmund Guðmunds-
sno, sem stutt hefir málið með
ráðum og dáð. Skipaði hann
nefndir til að undirbúa mótin á
Ferming í Árnes-
kirkj
u
SUNNUDAGINN 8. júni verða
eftirtalin börn fermd í Árnes-
kirkju á Ströndum:
Guðrún Björg Steingrímsdótt-
ir, Veiðileysu; Hildur Eyjólfsdótt
ir, Krossnesi; Hrafnhildur Jóns-
dóttir, Stóruávík; Ingveldur Kiist
jánsdóttir, Nautsvík; Vilborg Jóns
dóttir, Munaðarnesi; Haukur Guð
jónsson, Kjörvogi; Jón Kristjáns-
son, Dröngum; Páll Jónsson, Ing-
ólfsfirði; Pétur Guðmundsson, Ó-
feigsfirði; Rúnar Norðqvist,
GrænhólpSveinbjörn Sveinbjörns
son Litluávík.
Séra Andrés Ólafsson prófast-
ur á Hólmavík fermir.
hverjum stað, en formenn nefnd-
anna eru: Séra Erlendur Sig-
mundsson, Seyðisfirði; séra Pét-
ur Sigurgeirsson, Akureyri; séra
Birgir Snæbjörnsson, Æsustöð-
um; séra Jón ísfeld, Bíldudal;
séra Leó Júlíusson, Borg; séra
Magnús Runólfsson, Reykjavík;
séra Ingólfur Ástmarsson, Mos-
felli; séra Sigurður Einarsson,
Holti.
Mótin fara fram á líkan hátt á
öllum mótsstöðum, enda hefir
verið gefin út sameiginleg dag-
skrá fyrir þau öll og er þar prftnt-
að ávarp biskups til mótsgesla.
Mótin hefjast um kl. 4 á laug-
ardag. Um kvöldið verður kvöld-
vaka, en á sunnudagsmorgun
verða morgunbænir og Biblíulest
ur. Ríflegur tími er ætlaður til
útivistar, íþrótta og leika. Mót-
unum verður slitið síðdegis á
sunnudag að aflokihni messu,
sem hefst kl. 2. Á mótsstöðunum
er séð fyrir fæði að öllu leyti og
selt vægu verði.
Hér er um að ræða nýjung í
æskulýðsstarfi þjóðkirkjunnar og
er það von allra þeirra, sem að
mótunum standa, að þau megi
verða þátttakendum ölium til
gleði og blessunar.
Mikið und’. búningsstarf hefir
verið unmð á hverjum stað. Öii-
um þeim, sem það starf hafa unn-
ið og styðja að góðum árangri
þessara móta á einhvern hátt, vill
æskulýðsnefndin tjá þakkir sín-
ar. Sérstakar þakkir eiga þeir
skildar, sem opna unglingunum
hús sín til þessara móta og með
því sýna skilning a málum kirkj-
unnar og áhuga á því, að starf
hennar beri ríkulega ávexti með-
al æskufólkstns i landinu.
STAKSTEIHAR
Fréttabréf úr Breiðdal:
Knldar — Hreindýr nærgöngnl —
Tóíniaraldnr — Breiðdulsaeiði
opnuð
BREIÐDAL, 1. júnf. — Nú loks
við þessi mánaðamót virðist ætla
að slota hinum þrálátu kuldum,
sem hindrað hafa gjörsamlega
gróður allan maímánuð. Jörðin
er þó mjög þurr, en útlit fyrir
náttfall, sem að visu verður héla
vegna hins mikla loftkulda. Það
er mikii raun öllum þeim, sem
við sauðfjárbúskap fást, þegar
vorkuldar gerast svona langvinn-
ir, en það hefur löngum þjakað
bændur þessa lands, og þeirra
eina vörn í því stríði er að reikna
með því að þurfa að gefa fénaði
til fardaga, en á þá fyrirhyggju
hefur löngum viljað bresta. —
Flestum mun þó hafa farnast
sæmilega að þessu sinni.
í vetur var talið að hér hefðu
verið allt að 70 hreindýr. Voru
þau svo nærgöngul á næsta bæ
við Breiðdalsheiði, Þorgrímsstöð-
um, að, þau gengu heim að túni
með fénaði. Einnig sóttu þau
mjög í nýrækt, sem er nokkuð
frá bænum og er hún þó vel
girt. Þau settu það ekki fyrir
sig og stukku yfir girðinguna.
Hafa þau vafalaust gengið vel
undan vetri í þetta sinn.
Tófufaraldur er hér mjög
mikill. Hafa þrjár hlaupatófur
verið drepnar, þar af komu tvær
heim á tún á Skjöldólfsstöðum,
en aðra þeirra varð þó að elta
langa leið áður en hún féll fyrir
skoti veiðimannsins. Grenjaleit-
ir eru að jiefjast, og hafa tveir
menn verið ráðnir tófuskyttur
hér í Breiðdalnum.
Fyrir nOkkru var Breiðdals-
heiði opnuð og var þess mikil
þörf, t. d. vegna sjúklinga, sem
komast þá til lækna, en hérað
þetta er læknislaust og hefur svo
lengi verið. Er það uggvænlegt
ef ekki tekst að fá lækna í hin
afskekktari héruð.
Viðgerðir á vegum eru að hefj-
ast, enda mikil nauðsyn.
Útlit með byggingar er mjög
slæmt, svo og vélakaup bænda,
og er hætt við að mörgum bónd-
anum þyki verða þröngt fyrir
dyrum, eftir hina síðustu tilburði
stjórnarvalda í verðlagsmálum.
P. G.
Líkan af húsi Byggingarsamvinnufélags prentara við Sóiheima.
SéS framan á suðurálmuna, en hinar tvær koma til hiiðar.
(Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
14 hæZir - £ 2 íbúhir
Likan at vœntanlsgu stórhýsi Byggingar-
suinvmnureiags prentara í sýnin&n.&i~gga
Morgunblaðsins
UNDANFARNA daga hefur verið
stillt út í sýningarglugga Morg-
unblaðsins líkani af stórhýsi því,
er Byggingarsamvinnufélag prent
ara reisir í sumar að Sólheimum
25. —
— Byrjað er að stilla upp skrið-
mótum á öðrum helmingi grunns-
ins, sagði Guðbjörn Guðmunds-
son, formaður félagsins, er blaðið
ræddi við hann um bygginguna,
en húsið verður steypt upp í
tvennu lagi. Hefst steypa á fyrri
helmingnum síðast í þessum mán-
uði, en fullsteypt verður húsið
snemma í ágúst.
Húsið verður 14 hæðir með
kjallara og þakhæð, rúmlega 38
metrar að hæð. Það verður byggt
stjörnulaga, þrjár álmur með
sameiginlegum kjarna, þar sem
i verða tvær lyftur rúmgóður
skáli eða forsalur og stigahús, en
Kirkja Óháða safnaðar-
ins veraur vígð í haust
ÓHÁÐI
fund sinn í
inu, Kirkjubæ, 27. fyrra mánað-
ar. Prestur safnaðarins, séra
Emil Björnsson minntist safnað-
armeðlima er látizt höfðu á liðnu
ári.
Formaður safnaðarins, Andrés
Andrésson, sagði frá starfinu í
söfnuðinum sl. ár, og gat þess
að útlit væri fyrir að kirkja safn
aðarins verði skemur í byggingu
en allar aðrar kirkjur, sem reist-
ar hafa verið í höfuðstaðnum.
Eru allar horfur á að kirkjan
verði vígð og tekin í notkun í
haust með lausum sætum, en
föstum sætum komið fyrir í
henni síðar. Kirkjusalurinn var
steyptur upp fyrir seinustu ára-
mót og komst undir þak, og eftir
að fjárfestingarleyfi var fengiö
í vor fyrir innréttingu, var haf-
ut handa af kappi. Kirkja þessi
er lítil, mun rúma um 200 manns
i sæti. Hún er mjög nýtízkuleg
ot björt, og verður einkar hent
ug fyrir þá starfsemi sem þar
á að fara fram.
Söfnuðurinn hefur nú guðs-
þjónustuhald og alla starfsemi
söfnuðurinn hélt aðal- j sína nema fermingar í félags-
nýja félagsheimil- | heimilinc. sem er áíast vtð kirkj-
una og var vígt síðastliðið haust.
Fermingar fóru í vor fram í Nes-
kirkju.
Söfnuðurinn hefur nú starfað i
8 ár með miklum blóma og fund-
ir og aðrar samkomur verið mjög
fjölsótt.
Nýlega var hleypt af stokkun-
um happdrætti til ágóðu fyrir
kirkj ubyggingarsjóðinn.
Allir starfsmenn og trúnaðar-
menn safnaðarins voru emróma
endurkjörnir. Form. er Andrés
Andrésson og aðrir í safnaðar-
stjórn eru Jóhann Ármann Jónas-
son varaformaður, Tryggvi Gísla
son ritari, Bogi Sigurðsson gjald-
keri, Einar Einarsson, Ingibjörg
Isaksdóttir, ísleifur Þorsteinsson,
Rannveig Einarsdóttir, Sigurjón
Guðmundsson og Stefán Árnason.
í varastjórn eru Jóhanna Egils-
dóttir, Jón Arason, Marteinn
Halldórsson og Þórarinn Jónsson.
Kirkjubyggingarnefnd skipa séra
Emil Björnsson formaður Einar
Einarsson, sem hefir eftirlit með
byggingarframkvæmdum, Gestur
Gíslason, Ólafur Pálsson og Þor-
finnur Guðbrandsson.
íbúðarálmur koma þar útfrá 1
þrjár áttir.
í kjallara verða geymslur,
frystihólf fyrir hverja íbúð, tvö
vélaþvottahús, geymslur fyrir
reiðhjól og barnavagna, sorp-
geymsla o. fi.
Á hverri iiæð, 1 —12., verða
tvær 4ra, ein fimm, ein þriggja
og ein tveggja herbergja íbúðir,
auk eldhúss, baðs og geymslu.
— Þakhæðin verður dregin inn
um tæpa tvo metra, sagði Guð-
björn, — og verða þar því rúm-
góðar göngusvalir. 1 einni álm-
unni þar verður 60 íermetra sal-
ur, auk eldhúss, snyrtiherbergja
og fatageymslu til afnota fyrir
íbúðareigendur hússins. í hinum
tveimur álmunum verður sín
fimm herbergja íbúðin í hvorri,
m. a. með dyrum úr hverju her-
bergi út á svaiir þeirrar íbúðar.
Alls verða því í húsinu 62 íbúðir,
en eina af þeim á öll blokkin
handa húsverði, sem sér um hirð-
ingu á öllum almenningi, þar á
meðal ytri forstofum, göngum og
kjallara, annast viðgerðir og við-
hald og sér um að allar um-
gengnisreglur séu haldnar.
í húsinu verður geisalhitun frá
sameiginlegri kyndistöð fyrir ca.
270 íbúðir í Hálogalandshverfinu.
Á hverri hæð verður sjálfvirkur
sorpbrennsluofn, dyrasími í
hverri íbúð og sjálfvirkt loftnet
fyrir útvarp og sjónvarp. Tveir
þriðju hlutar íbúanna geta haft
bílskúr en allir bílstæði. Er það
eins og bezt þekkist erlendis við
fjölbýlishús.
— Mjög eru íbúðir þessar
áætlaðar ódýrar. Verð tveggja
herbergja íbúðanna 190 þús. kr.
tilbúnar, 3ja herbergja 225 þús.,
4ra herbergja 275 og 285 þús. og
5 herbergja 310 þús. Stærðirnar
eru frá 71—-123 ferm. íbúðirnar
á þakhæðinni verða nokkuð dýr-
ari. Verðútreikningar þessir eru
miðaðir við maí sl., og hækkun
verður að sjálfsögðu einhver
vegna hinna nýju skatta og tolla
og hækkaðs kaups.
Húsið stendur hátt og þaðan
verður víðsýnt þar sem uppi á
efstn svölum er komið 8—10 m
upp fyrir Öskjuhlíðina.
— íbúðirnar eru flestar seldar,
sagði Guðbjörn Guðmundsson, að
eins fáar 4ra og 5 herbergja eftir !
og ein tveggja herbergja.
Líkanið verður enn til sýnis í
glugga Morgunblaðsins í nokkra
i daga.
Sovét og landhti-gís-
málið
Utanríkisráðuneytið hefur til-
kynnt að ambassador Sovétríkj-
anna hér á landi hafi gengið á
fund utanríkisráðherra og tjáð
honum, að rússneska stjórnin
myndi viðurkenna útfærslu ís-
lenzkra fiskviðitakmarka i 12 sjó
mílur.
fslendingar telja mikilsvirði
hverskonar stuðning við aðgerðir
þeirra í friðunarmálunum. Þess-
ari fregn um væntanlega viður-
kenningu Rússa mun því fagnað.
En ekki er samt óeðlilegt að i
sambandi við hana rif jist það upp,
að Rússar beittu sér mjög gegn
tillögu íslenzku sendinefndarinn-
ar á Genfarráðstefnunni um sér-
staka heimild til handa strand-
ríki, sem á efnahagsafkomu sina
gersamlega komna undir fisk-
veiðum, til þess að færa út fisk-
veiðitakmörk sín. Mun þessi and-
staða Rússa gegn íslenzku tillög-
unni hafa komiö mörgum á óvart.
Fjármálaráðherra og
„bjairgráðin“
f útvarpsumræðunum frá Al-
þingi á mánudags- og þriðju-
dagskvöld kom það greinilega í
ljós, að fjármálaráðherrann var
einn þeirra fáu manna, sem trúa
því raunverulega að „bjargráð“
vinstri stjórnarinnar í efnahags-
málunum komi að einhverju
gagni. Flestir aðrir gera sér ljóst,
að í kjölfar þeirra hljóta að
renna stórfelldar verðhækkanir,
kaupgjaldshækkanir og mjög auk
in dýrtíð og verðbólga. f eldhús-
dagsræðu sinni talaði fjármáia-
ráðherrann um að sumir stjórn-
málamenn „sjái ekki nema niður
fyrir fætur sér“
í þessu sambandi er rétt að
minnast nokkuð á framsýni fjár-
málaráðherrans. Hann hélt því
hiklaust fram í eldhúsdagsræð-
um sínum veturinn 1956 meðan
hann sat enn í rikisstjórn með
Sjálfstæðismönnum, að aðaierf-
iðleikarnir í islenzkum efnahags-
málum þá væru fyrst og fremst
kommúnistum að kenna. Þeir
hefðu sett á stað nýtt kapphlaup
milli kaupgjalds og verðlags
með hinum pólitisku verkföllum
árið 1955.
Þetta var skoðun Eysteins Jóns
sonar í febrúar 1956.
Hin mikla kollsteypa
En nokkrum mánuðum siðar
framkvæmdi þessi sami fjár-
málaráðherra einhverja þá mestu
kollsteypu, sem sm getur í ís-
lenzkum stjórnmálum. Hann hélt
því þá fram, að efnahagserfið-
leikarnir væru alls ekki aðallega
kommúnistum að kenna heldur
Sjálfstæðismönnum, sem hann
hafði setiö með í ríkisstjórn sl.
9 ár og sem fjármálaráðherra á
árunum 1950—1956. Og nú sá
Eysteinn Jónsson það úrræði
skynsamlegast að fá kommúnista
í stjórn meö sér.
Án þeirra væri ekki hægt að
leysa vanda efnahagsmálanna.
Við Sjálfstæðismenn væri hins
vegar alls ekki hægt að tala um
slik mál.
Nú talar Eysteinn Jónsson með
mikilli fyrirlitningu um þá menn,
sem „sjái ekki nema niður fyrir
fætur sér“. En í hverju birtist
framsýni hans sjálfs? f samvinnu
hans við kommúnista um Iausn
efnahagsvandamálanna? Hvernig
hefur sú samvinna gefizt? Hvern-
ig gengur með „varanlegu úrræð
in“, sem Framsókn lofaði og sagð
ist eiga í pokahorninu með komm
úr'stum?