Morgunblaðið - 07.06.1958, Page 6

Morgunblaðið - 07.06.1958, Page 6
6 MORCVHBLAÐIÐ Laugardagur 7. júní 1958 MOSKVA HORFIR A ILENDIR stjórnmálaritar- ar telja áberandi, hve J Rússar séu varkárir í öll- um ummælum um atburðina, sem gerzt hafa í Frakklandi. — I Moskvu koma engin blöð út, eins og kunnúgt er, önnur en þau, sem stjórnin ræður yfir, og segir hún til um það, hvað þar eigi að standa. Þessi blöð, en aðalblöðin eru Pravda og Iswestija, hafa birt langar fréttagreinar um ástandið í París og Alsír á undan- förnum vikum. Ekki hefur þó komið skýrt í ljós nein afstaða rússnesku stjórnarinnar til þess- ara atburða. í blöðum á Vestur- löndum var þess getið, að forseti Rússa, Woroschilow, hefði Iátið sér það um munn fara í veizlu, sem haldin var í sendiráði Finn- lands fyrir stuttu, að tilkoma de Gaulle, sem forsætisráðherra Frakklands, mundi fremur verða til þess að skaða en bæta. En dag- inn eftir var það borið til baka í rússneskum blöðum, að forsetinn hefði nokkru sinni viðhaft þessi ummæli. Þess var látið getið um leið, að Rússar legðu það yfirleitt ekki í vana sinn að blanda sér í innanríkismál annarra þjóða. Ýmsir benda á, að sú staðreynd, hve Rússar séu áberandi varkárir í öllu sem varðar frönsku stjórn- ina nú, standi í sambandi við það að þeir vilji ekki á nokkurn hátt tefla í tvísýnu fundi hinna æðstu manna, en talið er að nú séu meiri möguleikar á að slíkur fundur verði haldinn en verið hefur undanfarið. ★ Stjórnmálaritarar benda á, að ekki sé fullt samræmi milli hinna tveggja aðalblaða, Prawda og Iswestija, þegar þau ræða Frakklandsmálin. — Fyrra blaðið gerir mjög ýtarlega grein fyrir afstöðu franskra kommún- ista, styrkleika þeirra og þvi, hversu mikil ítök þeir eigi meðal frönsku þjóðarinnar. Blaðið seg- ir, að franska þjóðin og franska stjórnin standi nú hvort and- spænis hinu, en kommúnistar séu þar tryggasti fulltrúi þjóðarinn- ar sjálfrar. Blaðið lætur í það skína, að franskir kommúnistar hafi nú betra tækifæri til þess en nokkru sinni fyrr, að nota innanlandsástandið í Frakklandi til byltingar. Iswestija fer hins vegar öllu rólegar í sakirnar og birtir miklu raunhæfari greinar um Frakklandsmálin en systur- blað þess. Minna er þar gert úr möguleikum franskra kommún- ista til byltingar en í Prawda. Talið er að það ósamræmi, sem að þessu leyti er á milli blað- anna, sé ekki tilviljun, heldur stafi það af því, að ekki sé fullt samkomulag innbyrðis á milli Rússa um það, hvernig beri að taka atburðunum 1 Frakklandi og Alsír. Þá er einnig bent á að sam- band sé á milli þess, hvernig rússnesku stjórnarblöðin skrifi og þess, hvernig sjálfir frönsku kommúnistarnir haga sér heima fyrir. Það hefur ekki vantað, að frönsku kommúnistarnir hefðu hátt og birtu stórar langar grein- ar í blöðum sínum, en minna hef- ur orðið úr aðgerðum, þegar á hólminn hefur komið. Margir höfðu búizt við að kommúnistar mundu æsa til verkfalla og jafn- vel grípa til vopna, ef de Gaulle kæmist til valda, en úr því hefur ekki orðið. Hótanir í þessa átt höfðu frá þeim komið og var því full ástæða til þess að ætla, að Einar Ásmundsson hæstaréttarlögmaður. Hafsteinn Sigurðsson héraðsdómslögmaður Sími 15407, 19Pli>. Skritstofa Hafnarstræti 5. franskir kommúnistar mundu grípa til hinna mestu örþrifaráða ef de Gaulle næði völdum. Talið er að hér sé um að ræða tillits- semi við Moskvu og sambandið á milli frönsku kommúnistanna heima og stjórnarinnar í Moskvu hafi það í för með sér að franskir kommúnistar vilji ekki ganga ■ berhögg við það, sem rússneska stjórnin telur vera sína hags- muni. En eins og nú stendur á mun rússneska stjórnin ekki telja það heppilegt fyrir sig, að mikill órói sé vakinn í sambandi við til- komu de Gaulle. Einnig er á það bent, sem vikið er að hér á und- an, að ekki virðist fullt sam- komulag um það í höfuðstöðvum kommúnista, hvernig taka beri stjórn de Gaulles og stefnu hans. Samband brunatryggjenda á íslandi: Raflesðslur, Ijósastœði tenglar og rafmagnstœki HINIR tíðu og miklu brunar út frá rafmagni gefa tilefni til sér- stakrar íhugunar. í flestum hús- um er íkviknunarhættan frá raf- magni fyrir hendi, — einnig í steinhúsum, því að í þeim flest- um liggja rafleiðslur einhvers staðar að eldnæmum efnum. — íkviknunin verður oftast þannig, að bilun, rýrnun eða fúi einangr- Málflutninpsskrifstofa Einar B. CnSmnndsson Guðlaugur Þorláksson Guðmundur Pélursson Aðalstræti 6, III. hæS. Smar 12002 — 13202 — 13002. Ologlegt oryggi. — Koparvír er tengdnr á milli hettanna. Leiðsl- ur og tæki eru þá óvarin gegn meiri straum en þau þola. unar rafleiðslna orsakar útleiðslu rafstraums. Eftir aðstæðum get- ur útleiðslan ýmist verið hæg og leitt til vaxandi upphitunar ákveð inna hluta án þess að vart verði fyrst í stað eða að útleiðslan or- sakar neistun, sem leiðir til íkviknunar þegar í stað, ef eld- næm efni eru nálægt. Það hefur sýnt sig, að hættan á einangrunarskemmdum raf- lagna er langmest í húsum, þar sem meiri eða minni raki kemst að leiðslunum. Sem dæmi má nefna frystihús, sláturhús, fisk- geymslu- og fiskaðgerðarhús, svo og öll hús, þar sem hitaeinangr- un er eitthvað gölluð. Að sjálf- sögðu er einnig sérstök ástæða til að gefa rafkerfinu gaum í öll- um timburhúsum, þar sem ekkert má út af bera með það, því þá er eldsvoðahættan strax fyrir hendi. í sumum húsum, þar sem raf- lögnum er talið-sérstaklega hætt er spennan höfð lægri en 220 volt, t. d. 110 volt eða minna. Þeir sem annast eða starfa við þessi hús skulu gera sér það vel ljóst, að íkviknunarhættan frá raflögnun- um er þarna einnig til staðar, enda þótt hún sé minni en ella. Til varnar þessari eldhættu er nauðsynlegt: 1) Að fylgjast vel með sliti og bilunum á einangrun lausra rafsnúra, — ekki sízt til end- anna, því þar nýst einangrun- in venjulega fyrst í sundur. Einnig, að tenging snúranna við klær annars vegar og lampa eða raftæki hins vegar sé föst og örugg. Bindið aldrei hnúta á rafsnúrur og hengið þær ekki upp á nagla, heldur festið þær með til þess gerð- um klemmum. 2) Að fylgjast með, að tengingar loft- og veggljósa séu fastar og einangrun þráðanna óslitin. Sérlega varasamar eru teng- ingar ljósakróna, sem geta dinglað til, því einangruninni er þá hætt við að núast sund- ur. 3) Látið rafvirkja mæla einangr- un rafkerfis hússins (íbúðar- innar) t. d. á 2—3 ára fresti og leitið ráða hjá honum, hvort þörf sé á endurnýjun leiðsl- anna. 4) Um „öryggi“ eða vartappa verður rætt á morgun. Giöf frá Reykvikingum „Dýrkun“, styttan, sem Reykjavík gaf Hafnarfjarðarkaupstað Ávarp Gunnars Thorodd- sen borgarsfjj. á 50 ára afmœli Hafnarfjarðar Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson! Virðulega forsetafrú! Háttvirta bæjarstjórn Hafnarfjarðar! Góðir Hafnfirðingar! LANDNÁMSMAÐUR Hafnar- fjarðar, Ásbjörn özurarson, byggði í landnámi Ingólfs, föður- bróður sins, og hefur Reykjavík þannig í upphafi gegnt nokkurs konar móðurhlutverki gagnvart afmælisbarninu, sem fagnar og fagnað er í dag. Og allt frá þeirri stund, er þessi fyrstu samskipti hófust, hafa þessi tvö byggðarlög lifað og þró- azt hlið við hlið í góðæri og ill- æri, meðlæti og mótlæti, en jafn- an notið í ríkum mæli örlætis og fegurðar náttúrunnar. Á milli shrifap úr " dagfega lífinu Svar frá forstjóra strætisvagnanna „Reykjavík 4/6 ’58. SVAVAR H. Jóhannsson deilir í dálkum yðar í dag á Stræt- isvagna Reykjavíkur út af sam- göngum við Smáíbúða- og Bú- staðahverfi o. fl., og liggja að sjálfsögðu til Þess gildar ástæður. Vagnakostur S. V. R. hefur um tíma verið óvenjuslæmur, við- gerðir miklar eftir erfiðan vetur, auk þess sem þrír af nýrri vögn- unum urðu á sömu dögunum fyrir mjög miklum skemmdum í á- rekstrum. Af þessu leiddi það, að oft féllu niður aukaferðir og í sumum tílfellum jafnvel ferðir á aðalleiðum. Þennan vanda hefði að vísu mátt leysa, ef fengizt hefði leyfi banka til að greiða 2 nýja strætisvagna, sem hér standa tilbúnir og komu til lands ins fyrir 4 mánuðum síðan. ítrek- aðar tilraunir voru gerðar til þess og að sjálfsögðu beitt gildum rökum. Vonin um, að málið leyst- ist þá og þegar átti sinn þátt í því, að ekki var horfið að því ráði að fækka ferðum á hinumsvokölluðu innanbæjarleiðum, sem vitanlega hefði verið algjört neyðarúrræði og naumast nægilegar ástæður fyrir hendi. Um ferðafjöldann i þessi hverfi er það að segja, að hann er svip- aður og í aðra bæjarhluta, enda er leitazt við að gera hlut bæjar- búa í þessum efnum sem jafnast- an. Aðalvandamálið í þessum hverfum sem öðrum er að ieysa flutningaþörfina á „topp“-tímum. — Annars er í þessu sambandi rétt að geta þess, að fyrir löngu er svo ráð fyrir gert að þegar úr rætist með vagnakost, verði sett á ný leið í þessi hverfi, leið, sem ekin verði á hálftíma fresti, öfugt við leið nr. 18. Bréfritari finnur að því, að vagnstjórar, sem aka yfirfullum vögnum fari fram hjá viðkomu- stað, án þessa ð tilkynna því fólki, sem þar bíður, hvort aukavagns sé von eða ekki. í mörgum tilfell um er það svo, og einkum þegar vagnakostur er naumur, að vagnstjórar vita ekki um ferðir aukavagna, einfaldlega vegna þess, að á siðustu stundu, jafnvel skömmu eftir brottför aí Lækjar- torgi getur hafa rætzt úr með aukavagn. Ég leyfi mér að lokum að geta þess, að ítrekaðar tilraunir hafa á undanförnum mánuðum verið gerðar til að fá leyfi tii innflutn- ings á 5 strætisvögnum til við- bótar þeim 2, sem fyrr getur, en því miður enn án árangurs. Það er því hætt við, að á komandi hausti verði erfitt að veita þessa sjálfsögðu þjónustu á viðunandi hátt. Virðingarfyllst, Strætisvagnar Reykjavíkur Eiríkur Ásgeirsson" Happdrætti Sjálfstæðisflokksins ÞAÐ skyldi þó aldrei vera, les- andi góður, að þú sért einn af þeim, sem enn hafa ekki gert skil í happdrætti Sjálfstæðis- flokksins. Draga á 10. júní, svo að nú fer hver að verða síðastur að greiða miðann sinn. Hver veit nema þú verðir orðinn eigandi að nýjum og glæsilegum bíl eftir nokkra daga, ef þú flýtir þér nú niður í 'Sjálfstæðishús og gerir upp! þeirra hafa verið náin tengsl í atvinnu- og samgöngumálum og í flestum greinum öðrum. Fyrsti bæjarstjóri Hafnarfjarð- ar, Páll Einarsson, varð einnig fyrsti borgarstjóri Reykjavíkur. Knud Zimsen, sem var borgar- stjóri í Reykjavík í 18 ár og sem samið hefur stórmerk rit um Reykjavík, vár borinn og barn- fæddur Hafnfirðingur. Reykjavík hefur eignazt marga aðra Hafnfirðinga, sem gerzt hafa góðir og nýtir borgarar hennar. Fjöldi Reykvikinga á góða vini í Hafnarfirði, og margir Reykvikingar hafa sótt sér eigin- konur til Hafnarfjarðar, — og allt er þetta gagnkvæmt. Þannig hefur vinátta og frænd- semi skapazt og haldizt milli þess ara bræðraborga. Vík skyldi á milli vina, en fjörður milli frænda, segir spakmælið gamla. En hér fer allt saman, frændur og vinir, fjörður og vík. Reykjavíkurbær vill undir- strika heillaóskir sínar til Hafn- arfjarðar og staðfesta vináttu sína með því að flytja Hafnfirð- ingum að afmælisgjöf líkneski eftir Ásmund Sveinsson mynd- höggvara, er listamaðurinn nefn- ir „Dýrkun". Þessi mynd verður steypt í eir og- er þess óskað, að hún standi í hinu undurfagra og friðsæla Hellisgerði eða á öðru opnu svæði, sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar ákveður. Myndin er af móður, sem horfir með ást og aðdáun á barn sitt. Það er dýrkun á hinu unga lífi. Hún minnir oss öll á æskuna, sem á að erfa landið. Helmmgur báta með afla AKRANESI, 5. maí. — Helming- ur síldarbátanna hérna fengu tæpar 400 tunnur af síld í nótt. Hæstur var Svanur með 162 tunnur, þá Sigurfari með 105, Ver með 92 og loks Höfrungur með 20 tunnur. Hinir fjórir fengu ekk- ert og komu ekki inn. Trillubátarnir haf." verið að reyta á línuna. Hæst hafa þeir komizt í 800 kg af flatfiski, þ. e. lúðu og rauðspettu, fyrir utan þorsk og ýsu. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.