Morgunblaðið - 07.06.1958, Síða 8
8
MORCVWTtl 4 ÐÍÐ
Ea’-- nrtíagur 7. jöní 1958
WðifiiMðMfe
■Otg.: H.Í. Arvakur, ReykjavOc.
Framkvæmdastjórí: Sigfús Jónsson.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjami Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Ola, simi 33045
Augiysingar: Arni Garðar Kristmsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýs'ngar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
AsKriftargjalo kr. 30.00 á mánuði innanlands.
1 lausasólu kr. 1.50 eintakið.
FJÖLGUNIN ] SKÓLUNUM
NJ er skólahaldi lokið að
þessu sinni og við taka
sumarleyfi nemendanna,
sem hver notar eftir því sem ald-
ur, þroski og tækifæri veitir hon-
um aðstöðu til. Samkvæmt þeim
upplýsingum, sem komið hafa
fram af hálfu fræðslustjóra
Reykjavíkur, voru sl. vetur um
10.660 nemendur í barna- og
gagnfræðaskólum bæjarins og
voru þar af 7553 við nám í barna
skólum í 289 deildum og 3106 í
gagnfræðaskólum.
í sambandi við skólamálin er
það athyglisverð staðreynd, hve
fjölgun nemendanna er öi.
Á sl. ári fjölgaði nemendum á
barnaskólastiginu um 280 eða ná-
lægt 4% og nemendum á gagn-
fræðastigi um 354 eða tæp 13%.
Árið 1960 er gert ráð fyrir að
tala nemenda í skólum bæjarins
á barna- og gagnfræðaskólastigi
verði komin upp í 12.000. Hér er
reiknað með því, að þróunin
haldi áfram í svipaða átt og verið
hefur og ekkert sérstakt komi
fyrir, sem dragi úr fjölguninni.
En þetta hefur í för með sér,
að á næstu þremur sumrum, eða
fyrir 1. desember 1960, þyrfti að
byggja 38—40 kennslustofur til
að mæta þeirri aukningu, sem
verður. En ef gera á enn meira
átak en mæta aukningu einni
saman, minnka þrengslin og
losa skólana úr öllu leiguhúsnæði,
þyrfti að bæta við 25 almennum
kennslustofum á ári næstu 5 ár.
Það er sýnilegt að hér þarf
mikið átak að gera. Árið 1956
lét bæjarstjórn Reykjavíkur hina
fróðustu menn um skólamál í
bænum gera áætlanir um skóla-
þörf og skólabyggingar í Rvík
á næstu árum. Var augljóst, að
það var bæjarstjórn og bæjar-
yfirvöldum hin mesta nauðsyn,
að fá sem áreiðanlegast yfirlit
um það, hver fjölgunin myndi
verða og jafnframt að gera áætl-
anir í tæka tíð um það. hvar
skólar skyldu byggðir og þá hve
stórir á hverjum stað. Þannig
vildu bæjaryfirvöldin skipu-
leggja fyrirfram framkvæmdir
sínar í skólamálum í samræmi
við þá þörf, sem ætla mætti áð
kæmi í Ijós á næstu árum. Niður-
staðan var sú, sem sagt er frá
hér að ofan, um byggingaþörfina
á næstu 5 árum. Auk þess er svo
allt annað húsnæði, sem skóla-
haldi tilheyrir. í samræmi við
þetta var sótt um fjárfestingar-
leyfi 1957 og byggðar á því ári
rúmlega 20 stofur en 6 teknar
á leigu. í vetur var sótt um fjár-
festingarleyfi til að byggja 25
almennar kennslustofur auk ann_
ars skólahúsnæðis. Sótt var um
leyfi til stækkunar Breiðagerðis-
skólans og byggingar leikfimi-
húss og fékkst það leyfi. Þá var
sótt um að fá að ljúka fyrsta á-
fanganum af byggingu Réttar-
holtsskólans og hefur það leyfi
einnig fengizt, og sótt var um að
fá að byggja 8 kennslustofur fyrir
Vogahverfið, í skólahúsi, sem
standa skal við Gnoðarvog en þar
var búið að steypa undirstöður.
Það leyfi hefir fengizt. Hins veg-
ar hefur ekki verið svarað beiðn
um um fjárfestingarleyfi til að
ljúka fyrsta áfanga Hagaskólans
og halda áfram við annan áfanga
byggingarinnar, og ekki er
enn búið að svara beiðni um
leyfi til að hefja byggingu á 8"
kennslustofum í Hlíðunum og nýs
skóla við Laugalæk, þar sem
gert var ráð fyrir 8 kennslu-
stofum til byrjunar. Það er ljóst,
að ef ekki fæst að byggja nema
það sem leyfi hafa fengizt fyrir
nú, þá vantar 6 kennslustofur i
haust til þess að mæta aukning-
unni einni saman og hefur þá
ekkert áunnizt til þess að leysa
úr þeim miklu þrengslum, sem
nú eru í skólunum.
En hvað sem um það má segja,
er það vitaskuld skylda bæjar-
félagsins að halda uppi sem full-
komnastri fræðslu- og skóla-
haldi á grundvelli þeirrar
fræðslulöggjafar, sem Alþmgi
setur á hverjum tíma. Þetta reyn
ir Reykjavíkurbær að gera af
fremsta megni. Hann hefur gert
sér grein fyrir þörfinni á skóla-
byggingum og lagt fram um það
ákveðnar áætlanir. Bærinn hefur
síðan leitað til fjárfestnigaryfir-
valdanna, en ekki fengið full-
nægjandi svör en þess er að
vænta, að þeir sem þeim málum
ráða sjái hversu nauðsynin er
hér brýn og bregðist vel og fljótt
við beiðnum Reykjavíkurbæjar
um leyfi til bráðnauðsynlegra
skólabygginga.
VERKEFNI HANDA UNGMENNUM
NÚ þegar skólahaldinu er
lokið, tekur við hinn
gamli tími anna og bjarg-
ræðis, og allir taka þátt í starf-
inu, jafnt ungir sem gamlir. Það
er eitt af sérkennum okkar þjóð-
lífs, hversu almenn er vinna
meðal ungmenna og þá einníg
þeirra, sem skóla stunda. Erlendis
þekkist það lítt að þeir, sem
ganga í skóla meirihl. árs, vinni
einnig í sumarleyfi sínu. Hér er
þetta algengt. Hér hefur það
einnig viðgengizt lengi og verið
okkur til góðs að börn og ung-
lingar úr kaupstöðum hafa farið
„í sveit“, eins og það er kallað
tíl vinnu eða dvalar að sumrinu
til. Sveitirnar hafa tekið við
hundruðum og þúsundum slíkra
barna og unglinga, er hafa vanizt
þar heilbrigðum sveitastörfum.
En nú er svo komið að sveit-
irnar geta naumast tekið á móti
þeim fjölda ungmenna, sem í
bæjunum býr en gjarnan vildi
fara út í sveit. Sveitirnar eru
orðnar of fámennar til þess að
geta veitt öllum þessum stóra
hóp skjól. í því sambandi mætti
spyrja, hvort skógræktin væri
ekki einmitt tilvalið verkefni
handa unglingum að sumrinu.
Þar er mikið verk að vinna, og
athugandi, hvort ekki væri hægt
að koma því svo fyrir að ung-
lingar gætu unnið við þess háttar
störf að sumrinu til, a. m. k.
þeir, sem ekki fá dvalarstað á
sveitabýli.
Það yrði áreiðanlega til mikils
skaða, ef börnin hættu að geta
heimsótt sveitirnar til vinnu. Ef
svo yrði, þá myndi vafalaust
slitna mjög þýðingarmikill þátt-
ur í sambandi íslenzkra sveita
og byggðanna við sjóinn.
ÚR HEIMI I
Starfsmaður í franska
ráuneytinu skipulagði
uppreisn í Alsír
UPPREISNIN í Alsír, er leiddi
af sér valdatöku de Gaulles í
Frakklandi, hafði verið undir-
búin í marga mánuði, og sá mað-
ur, sem drýgstan skerf lagði til
undirbúningsins, hafði á hendi
áhrifamikið embætti í franska
varnarmálaráðuneytinu. Bæði
varnarmálaráðherrann og Alsír-
málaráðherrann í stjórn Gaillards
vissu, hvað var í aðsigi. Forustu-
menn uppreisnarinnar höfðu
hvað eftir annað haft samband
við de Gaulle hershöfðingja og
tryggt sér það, að hann tæki
völdin í sínar hendur, ef upp-
reisn yrði gerð. Með þessu varð
de Gaulle samt ekki beinlínis
þátttakandi í samsæri gegn
Fjórða lýðveldinu. Fréttaritari
Lundúnablaðsins The Times
skýrði fyrstur frá þessu og byggði
frásögn sína á upplýsingum frá
forustumönnum uppreisnarinnar
í Alsír.
Höfuðpaurinn í uppreisninni
var Leon Delbecque, ungur klæða
verksmiðjueigandi frá Tourcoing.
Hann er mikill fylgismaður de
Gaulles og fór að taka virkan
þátt í stjórnmálum fyrir nokkr-
um árum og kvað síðan hafa
stefnt að því takmarki að koma
tíe Gaulle til valda.
Er stjórn Gaillards var mynd-
uð, varð Delbecque ráðuneytis-
stjóri í varnarmálaráðuneytinu.
í þessu embætti hafði hann sér-
stakt áðsetur í Alsír, og síðan
mun hann hafa unnið að
því af kappi að undirbúa upp-
reisnina. Þar kom hann á fót
leynilegri velferðarnefnd, er
hafði samband við 120 leynilegar
velferðarnefndir í Frakklandi
sjálfu.
Auðmýking í Indó-Kína
Grundvallarorsök uppreisnar-
innar var vafalaust ósigur Frakka
í Indó-Kína, er var að áliti
franskra liðsforingja mjög auð-
mýkjandi. Sagt er, að margii’
ungir liðsforingjar hafi þá svarið
þess dýran eið að gera endur-
reisn Frakkaveldis að takmarki
lífs síns, og fyrsta viðfangsefni
þeirra varð að koma hinu veiga-
litla stjórnskipunarkerfi fyrir
kattarnef. Þessi samtök voru
óvirk, þar til Delbecque kom til
sögunnar 1956. Hann komst í
samband við ýmsa stjórnmála-
menn og embættismenn, er fjöll-
uðu um málefni Alsír, og í fyrra
lofaði majór nokkur í hermála-
ráðuneytinu í París honum stuðn-
ingi nokkurs hluta hersins, ef
uppreisnarmenn létu til skarar
skríða
Tafir á áformum
Delbecques
Um þetta leyti urðu atburðir
í Alsír, er ollu töfum á áformum
Delbecques:
Öfgafullir Frakkar í Alsír
réyndu með stuðningi nokkurra
liðsforingja í hernum að gera
byltingu. En leiðtogi þeirra,
Faure hershöfðingi, var hand-
tekinn. Um þetta leyti var einnig
reynt að koma æðsta manni
hersins í Alsír, Raoul Salan, fyr-
ir kattarnef, þar sem hann var
af öfgamönnum talinn vera of
fylgispakur stjórninni í París.
Árásin á Salan mistókst. Del-
becque átti engan þátt í þessu
samsæri gegn Salan, en nokkrir
samsærismannanna sitja nú í
velferðarnefndum í Alsír.
Einnig var lögregluvaldið 1
Alsír nú fengið í hendur fall-
hlífarsveitum Massus hershöfð-
ingja í þeim tilgangi að binda
endi á skæruhernað og hryðju-
verk innfæddra í landinu. Síðar
var lögregluvaldið aftur fengið
í hendur lögreglunni að nokkru,
en að nokkru falið eins konar
heimavarnarliði Frakka og
Múhameðstrúarmanna. í heima-
varnarliðinu voru mörg þúsund
manns, og það var raunverulega
kjarninn í liði byltingarmanna 13.
maí s. 1.
Rómantísk bylting
Er stjórn Gaillards var mynduð
í nóvember, og Delbecque var
sendur til Alsír í janúar, kom
hann aðalstöðvum sínum fyrir í
fallegu, hvítu einbýlishúsi í hlíð-
inni fyrir ofan Algeirsborg. Bylt-
ing hefir ekki verið skipulögð í
svo rómantísku umhverfi . síðan
á dögum Alkibíadesar. í janúar
og febrúar kom hann á fót hinni
upprunalegu velferðarnefnd, og
í henni voru nokkrir liðsforingj-
ar úr hernum og 16 áhrifamiklir
borgarar í Algeirsborg. Hlutverk
hennar var að koma í veg fyrir
samningaumleitanir milli stjórn-
arinnar í París og skæruliðanna
í Alsír, hvað svo sem það kost-
aði. Flestir meðlimir velferðar-
nefndarinnar voru fyrrverandi
fylgismenn Pétains og að því
leyti andstæðingar de Gaulles,
og það reyndist Delbecque í fyrst
unni erfitt að sannfæra þá um,
að hið eina rétta væri að reyna
að koma de Gaulle til valda.
Afstaða ráðherranna
Því var komið til leiðar, að
allmargir liðsforingjar, sem voru
varnamála-
fylgismenn de Gaulles, voru
fluttir til Algeirsborgar bæði frá
Frakklandi og einnig frá öðrum
héruðum í Alsír. Varnarmálaráð-
herrann Chaban-Deemas hafði
nokkra vitneskju um, hvað var
á seyði, og kvað í laumi hafa lát-
ið í ljósi samúð sína með bylt-
ingarmönnum. Alsírmálaráðherr-
anum Robert Lacoste mun einnig
hafa verið kunnugt um mála-
vöxtu, og þó að hann hefði ekki
verið hlynntur þessum aðgerðum,
hefði hann átt erfitt með að gripa
í taumana að nokkru gagni, þar
sem áform byltingarmanna voru
vel á veg komin og áttu miklu
fylgi að fagna bæði meðal at-
kvæðamikilla borgara í Algeirs-
borg og innan hersins. Og Del-
becqne hafði fengið loforð
Jacques Soustelles fyrir stuðn-
ingi, þó að Soustelle tæki ekki
virkan þátt í skipulagningu udd-
reisnarinnar.
o—O—o
Er stjórn Gaillards féll, ákvað
Delbecque að hefjast handa.
Hann hafði eins konar „frum-
sýningu" á byltingunni með
„friðsamlegri kröfugöngu“ 26.
apríl. Hann hafði þegar samband
við de Gaulle og áréttaði við
hann loforðið um að taka völdin
í sínar hendur. Pierre Pflimlin
var falið að mynda stjórn, og
Delbecque ákvað að hefja fram-
kvæmdir að kvöldi þess dags.
Þann 9. maí bað hann Alsírmála-
ráðherrann Lacoste að vera urn
kyrrt í Alsír og verða forustu-
mann í uppreisninni, Lacoste
neitaði á þeim forsendum að hann
vildi ekki segja alveg skilið við
Jafnaðarmannaflokkinn. En La-
coste féllst á það, að komið yrði
af stað óeirðum í Alsír, er gerðu
það að verkum, að Pflimlin yrði
að gera Lacoste að Alsírmála-
ráðherra í stjórn sinni. Sam-
dægurs hafði aðalsamstarfsmað-
ur Delbecques, Neuwirth, tal af
de Gaulle.
Það er þó ekki ljóst, hversu
mikið de Gaulle fékk að vita um
áform uppreisnarmanna, og senni
legt er, að þeir hafi aðeins spurt
hann um, hvernig honum litizt á
að taka völdin í sínar hendur.
Grunuo- Pflimlins
Þann 11. mai tók Pflimlin aS
gruna, að ekki væri allt með
felldu, þar sem hann krafðist, i
nafni franska lýðveldisins, trún-
aðareiða af hershöfðingjunum
Salan og Massu. Síðdegis 13. maí
hófst uppreisnin í Alsír. Del-
becque ætlaði að hræða þingið
til að hafna Pflimlin og snúa sér
að de Gaulle. Hann átti það á
hættu, að lögregla og her hæfu
skothríð á fjöldann á götum
Algeirsborgar, þó að hann hefði
óljós loforð Lacoste og fallhlíf-
arforingja fyrir því, að svo skyldi
ekki verða. Hinn pólitíski ráðu-
neytisstjóri Lacostes, Maisonne-
uve, hafði áður lofað Delbecque
því, að ekkert viðnám skyldi
veitt í stjórnarbyggingunni í
Algeirsborg. Maisonneuve skyldi
taka á móti leiðtogum kröfu-
göngumanna og leyfa opinberlega
stofnsetningu velferðarnefndar.
En lögreglan beitti táragasi gegn
mannfjöldanum, sem þá réðist
inn í bygginguna. Öll stjórn á
kröfugöngunni fór út um þúfur,
þar til fallhlífarforinginn Massu
kom á vettvang.
Salan gaf Massu skipun um
að hringja til Parísar og spyrja,
hvort skjóta ætti á mannfjöld-
ann. Felix Gaillard varð fyrstur
fyrir svörum i Paris, en sagðist
vera búinn að segja af sér og
gæti þvi ekki gefið svar við
þessari spurningu, og Pierre
Pflimlin kvaðst ekki geta svarað,
þar sem nann væri ekki enn orð-
inn forsætisráðherra.
Fiiunh. á bls. 11
Myndin er tekin á svölum stjórnarbyggingarinnar i Alsír, eftir
að uppreisnin var hafin. Salan er fremstur í flokki, en að baki
hans — og að baki uppreisnarinnar — er Leon Delbecque.