Morgunblaðið - 07.06.1958, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 07.06.1958, Qupperneq 9
 Laiigav^sgur 7. júní 1958 mokarnvnr 4Ð1Ð Haldið mour brauatin ofan í Merkigilr* Um Skagafjarðardali með Páli í Varmahlíð Egyptalandi og setið flötum bein- um í moldarkofum Súdansbúa. Hún sagði heimsóknina í litla bæinn vera eitt mesta ævintýrið sem hana hafði hent hér á landi. Samkvæmt gömlum íslenzkum sið fylgdi húsbóndinn okkur úr hlaði og reið með okkur að land- merkjum jarðar sinnar en við þeystum áfram út í Flatartungu þar sem samferðafólkið beið okkar. Nú var á ný haldíð af stað og Héraðsvötn riðin unrian Silfrastöðum. Gunnar Oddsson hinn ungi bóndi í Tungu fylgdi okkur yfir Vötnin. Ferðin gekk vel. Hestar Páls voru fjörugir og skemmtitegir. Hrifning frú Bruns af íslenzka hestinum var með eindæmum. Hún dáði sérstaklega fótfimi hans og undraðist hve hratt var hægt að ríða honum í kargaþýfi og um grýtt og óslétt landslag. Mér gafst tækifæri til þess að rabba við hana nokkra stund er við riðum eftir veginum fyrir norðan Varmalæk, en þar höfðum við áð og notið góðgerða. Frú Bruns hefir af lífi og sái unnið undrun vekur það hjá henní að íslenzkir valdhafar skuli standa í veginum fyrir því að út verði fluttir hestar til yndis fólki á meginlandinu. Henni er ómögu- legt að skilja það sjónarmið dýraverndunarmanna að betra sé fyrir folöldin okkar að þeim sé slátrað hér heima heldur en þau fái að njóta hamingjusamrar ævi úti í heimalandi hennar. Út af fyrir sig er ekkert við því að segja þótt folöldum sé slátrað. Slíkt er alls staðar gert En þegar frú Bruns er kunnugt um, að við framleiðum meira kjöt í landinu en við höfum not fyrir og útflutn- ingur þess er mjög erfiður, þá furðar hana á að við skuium ekkj vilja selja folöldin okkar til lífs erlendis fyrir ekki lakara verð en við fáum fyrir þau til siátrunar. Hér á landi hefir hún orðið vör við ríkan vixja bænda til þess að selja heldur folöld sín til lífs og raunar hesta á ýmsum aldri. Einnig heíir h'in orðið vör mikillar andúðar gegn nýsettum lögum um söiu og út- flutning hrossa. fsland mun vera Því að slátra hesfunum því ekki að flytja þá út? spyr þýzka skáldkonan Ursula Bruns DAGINN eftir skoðuðum við stóðið. kýrnar og útihusin. Það er orðið reisuiegt á Merkigiti, myndarlegt stemhús og fjós og fjóshlaða einnig úr steini, svo og fjárhúshlaðan. Það þarf ekki að lýsa því hve mörg handtök hefir þurft til þess að koma byggingar- efninu í þessi hús og það voru fyrst og fremst konuhendur, sem unnu það verk. Mér flugu andar- það að fullu fyrir útlendingi hve fjölþætt íslenzkt sveitalíí er. Rétt áður en við fórum daginn eftir gafst mér tækifæri til þess að rabba svolitla stund við Mon- iku í eldhúsi hennar. Talið barst m. a. að hrossum og hrossarækt, því á Merkigili er allmikið stóð. Veturinn síðasti hafði venð erf- iður og strangur, einn hinn versti í hennar búskapartíð. Þótt snapir Hér hefur frá Ursula brugðið sér á berbakan stóðhest. tak í hug setningar, er éghef stund um heyrt í kaupstöðunum og fjalla um vinnukonuleysi, vand- ræði með uppeldi tveggja barna og hvílík sorg það væri að kom- ast ekki í bíó eða leikhúsið í kvöld. Frú Ursula Bruns spurði hvað eftir annað hvort þessu fólki leiddist ekki, hvort það væri ekki einmana hér langt inni í landi og allt að því samgöngu- laust við umheiminn. í sannle'ka sagt gat ég ekki svarað þessu, en benti henni á öll verkefnin sem fyrir þessu fólki lægi, aiit það sem það hafði áorkað við svo eindæma erfiðar aðstæður. Þar að auki hefði það bækur að lesa, útvarp að hlýða á og handar verk að vinna. Við skoðuðum út- saum heimasætanna, sem var gerður af stakri prýði. Það hefði þurft ranga ræðu, jafnvel marg- ar ræður til þess að geta útskýrt ég bauðst til að sýna henni slíkan bæ þar sem enn væri búið. Hrtd- um við svo þaðan eftir góðar viðtókur og námum næst sta^ar á Tyrfingsstöðum, en þar er enn búið með gamla laginu í 120 ára gamalli baðstofu. Samferðafólk okkar hélt áfram út í Tungu og beið okkar þar. Heimsóknin að Tyrfingsstöðum fannst útlendinginum líkjasi æv- intýri. Henni fannst gamli bærinn Síðor/ grein hlýlegur þótt hrörlegur væri og hún spurði: „Hvers vegna byggja ekki íslenzkir bændur nýju húsin sín í þessum stíl?“ Ög það vildi svo skemmtilega til að Jóliann bóndi sagði mer að hann vildi hafa nýtt hús á Tyrfingsst.öðum eitthvað í líkingu við gömlu bað- stofuna. Vissi hann þó ekkert um spurnin,gu frúarinnar. Og enn drukkum við kaffi, framreitt á boiðinu undir baðstofustafnin- um. Allt var hreint og fágað, gólf og þiljur hvítskúrað, en köttur- inn malaði við hiiðina á okkur þar sem við sátum á rúmbálknum og drukkum kaffið. Allt þetta hreif hina erlendu skáldkonu svo að hún gat ekki orða bundizt. Einmitt gamall lítill torfbær í íslenzkri sveit gat hrifið hemis- borgarann, sem hafði gist hallir meginlandsins, gengið um hof Grikklands, legið í tjöldum Bed- úina. riðið á drómedara suður í Tveir kunnir kvenskörungar. Önnur ræktar hesta á íslandi, hin kynnir þá í Þýzkalandi. T. v. Monika á Merkigildi, t. h. frú Bruns. Monika: — Vertu nú sæl og blessuð og þakka þér fyrir komuna. að því að kynna íslenzka hestinn í Þýzkalandi. Ems og monnum mun kunnugt hefir hún af sum- um hlotið ámæli fyrir þetta hér á landi. Það er ekki einasta það að hún þurfti að standa í stíma- braki við hestaframieiðendur 1 heimalandi sínu, heldur þarf hún að liggja undir ámæli skilnings- lausra manna hér. Og mesta eina landið í heiminum, sem set- ur tímatakmörk um útflutn- ing hrossa. í því sambandi nefndi hún mér dæmi um vetrarflutning á hrossum frá Hollandi og Bret- landi allt vestur til Kanada. Ég hafði lengi undrazt þann lifandi áhuga, sem þessi þýzka skáldkona hefir á íslenzka Framh. á bls. 14 væru einstöku sinnum voru svellalög svo mikil að hrossin gátu ekki borið sig eftir þeim. Það varð því að gefa þeirn út. Eitt slys henti þarna í brattlend- inu þar sem hrikalegt Jökulsár- gilið tekur við undir brekkun- um. Monika missti þriggja vetra hest stóran og fallegan niður í gil. Hafði hann farið út á svellbunka og ekki getað stöðvað sig. Slík slys eru sjaldgæf, því unghross- in eru jafnaðarlega höfð á húsi yfir veturinn, en hin eldri eru það gætin að þau kunna að varast hættuna. Allar skepnur virtust mér vel íóðraðar og í góðu út- liti. Konan í dalnum er sýnilega gcður bór.di. Skömmu eftir hádegið héldu’.n við af stað. Við komum að Gils- bakka og drukkum þar kaffi, sltoðuðum gamia bæinn, sem ílutt var úr fyrir ári síðan. Vakti hann athygli frú Bruns svo að Hér sést hið hrikafagra Merkigil, þar sem vegurinn liggur í krókum og sveigum svo mjór að vart er hægt að teyma tvo hesta samsíða. Ljósm. vig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.