Morgunblaðið - 07.06.1958, Side 15
Laugardagur 7. jöní 1958
MORCVVRL 4ÐÍÐ
15
Bury skoraði 3 mörk á —
mínútum og bætti hinu 4 við síðar
Harka i leik atvinnumannanna
og áhugamanna Vals
í SÖMU veaurblíðunni og
ósviknu knattspyrnuveðri og KR
mætti atvinnumönnunum Bury,
mætti Valur þeim í gærkvökli.
Úrslit urðu að Englendingar sigr
uðu með 4 gegn engu. Leikur-
inn var á köflum fjörugur mjög
og harður. Hann var að því leyti
til skemmtilegri leiknum við KR
að Valsmenn léku sóknarleik all-
an leikinn. Þeir höfðu í fullu tré
við Englendingana fyrstu 20—30
niínúturnar, en kollkeyrðu sig er
fram í Ieið á of miklum hraða.
En sóknarleikur Valsmanna auð
veldaði Englendingum sóknina að
marki. Eeikur þeirra varð aldrei
eins þröngur nú og móti KR og
mörkin komu á ósvikin enskan
máta með mikilli pressu á mark,
úr þvögu og með skalla frá hlið.
Jafnt í byrjun.
Það var enginn uppgjafahug-
ur í Valsmönnum er þeir mættu
til leiks. Framan af var sókn
þeirra engu síðri tilraunum Breta
og Mc Laren í markinu hafði
meira að gera en Björgvin í
marki Vals, þó hætta væri ekki
mikil utan einu sinni. Albert setti
sinn svip á framlínu Vals og skap
aði þetta fyrsta hættulega tæki
færi. Lék hann á tvo Breta og
gaf inn til Björgvins. Mc Laren
varð aðeins á undan að spyrna
frá, en Björgvin að koma að.
Það var ekki fvrr en eftir miðj-
an hálfleik að Bretar fóru að
sækja sig. Baráttunni um vallar-
miðjuna, sem stóð svo lengi í tví
sýnu lauk með þeirra sigri og
er á Ieið áttu þeir æ fleiri sókn-
arupphlaup og hættan fór vax-
andi við Valsmarkið.Um tíma leit
út fyrir að skot þeirra og tilraunir
til marka ætluðu að verða jafn
árangurslítil og gegn KR. Þeir
Firmakeppni
Golfklúbbsins:
„Freyja" og kjöt-
verzlanir Hjalta
Lýðssonar
i úrsiitum
í DAG kl. 2 verður keppt til úr-
slita i firmakeppni GoXfklúbbs
Reykjavikur. Eigast þá við Arn-
kell Guðmundsson, sem keppir
fyrir Sælgætis- og efnagerðina
Freyju h.f. og Óttar Yngvason,
sem keppir fyrir kjötverzlanir
Hjalta Lýðssonar h.f.
í gærkvöldi sigiaði Arnkell
Jón Thorlacius (fyrir Kol og Salt
h/f), og Óttar vaiin Jóhann Eyj-
ólfsson (fyrir rakarastofu
Kjartans Ólafssonar).
áttu þrjú skot yfir af góðu færi,
og vörn Vals varðist ailvel og
Björgvin stóð sig vel, varði t. d.
snöggan skaila frá Darbyshuv
miðherja.
★ M Mörkin 3 á 4 mín.
Á 39. mín. kom fyrsta mark-
ið. Bretar sóttu upp hægri kant
og þaðan var vel gefið fyrir.
Það var mikil þvaga við markið
HúIoh í heift
tii jotðoi
ER HARKAN var sem mest
í leik Vals og Bury í gærkv.,
varð óvæntur atburður á í-
próttavellinum. 1 byrjun síðari
hálfleiks, þá er Björgvin
markvörður hafði farið meidd-
ur út af og Gunnlaugur tekið
við, orðið fyrir ólöglegri árás
ensks sóknarleikmanns og
hugðist svara fyrir sig á engu
löglegri hátt, hljóp skyndilega
maður inn á völlinn sunnan
stúkunnar. Hann hljóp hröð-
um skrefum í áttina að hópn-
um sem var við Valsmarkið
þar sem taka átti aukaspyrnu
á Bury. Er hann kom á vett-
vang var allt karp leikmanna
um garð gengið, og fram-
kvæma átti aukaspyrnuna. —
Maðurinn fór þá eigi lengra
en henti húfu sinni fast til
jarðar. Minnti það á frásagn-
irnar af höfuðsmönnunum
gömlu er þeir hentu hönzkum
sínum til jarðar til merkis lít-
ilsvirðingar og einvígis —
merkis um að báðir deiluaðil-
ar skyldu ekki heilir brott
ganga. En meira varð ekki úr.
Fjórir lögreglumenn gengu til
og leiddu manninn út. Hann
var þá allæstur en sýndi ekki
mótþróa.
Þetta er sagan um, hvernig
áhorfendur eiga ekki að haga
sér á íþróttavellinum. Og ljót
hróp eru engu betri.
og Darbyshire tókst að' pota
knettinum inn.
Vart hafði leikur hafizt á ný
er Bretar brunuðu upp vinstri
kantinn. Parker útherji komst í
gcgn út við endalínu og lókst úr
þröngu færi að skora framhjá
Björgvin, sem hljóp glannalega
út. —
Á 43. mín. sækja Bretar upp
hægri kant og það er gefið fyr-
ir. Björgvin slær laust frá. —
Parkcr útherji nær knettinum og
skoraði auðveldlega.
Á þessum síðustu mín. fyrri
hálfleiks er Bretar skoruðu 3
mörk á 4 mínútum, höfðu þeir
gersamlega leikið Valsvörnina í
sundur. Hún var eins og vængja-
Meistaramóf drengja
hefst í dag kl 3 e.h.
DREN G J AMEIST AR AMÓT ís-
lands í frjálsum iþróttum hefst á
íþróttavellinum á Melunum í dag
kl. 3. Fyrri daginn er keppt í 100
m., 800 m., 200 m. grindahlaupi,
spjótkasti, hástökki og langstökki.
Síðari dagur mótsins er á mánu
dagskvöld kl. 8,30. Þá verður
keppt í 300 m, lóOO m kiaupi, 110 i
m grindahlaupi, 4x100 m boð-
hlaupi, kringlukasti, þrístökki
og stangarstökki. Aðgangur að
mótinu er ókeypis.
Mikill fjöldi þátttakenda er i
mótinu og drengirnir fara i 2—
4 greinar yfirleitt. í langstökki
eru t. d. 13 keppendur, 11 i lOu
m hlaupi, 10 i spótkasti, 11 í ha-
stökki o. s. irv.
Snemma í síðari hálfleik kom !
annað stórhættulegt upphlaup
Vals. Albert hleypti því af stað;
gaf fram völlinn í eyðu og Ægir
hljóp upp — miðaði heldur hægt
og er hann skaut flaug knöttur-
inn yfir.
Um svipað leyti fór Björgvin
markvörður út af eftir að hafa
bjargað vel og hiotið meiðsli.
Kom Gunnlaugur Hjálmarsson
landsliðsmaður í handknattleik
í markið og setti sinn svip á
leikinn eftir það með eindæma
löngum útköstum og kröftugleg-
an leik og látbragði í marki. —
Harka var mikil í leiknum um
þessar mundir, svo úr hófi keyrði
og við kýlingum lá og áttu Bret-
ar þar engu síðri hlut, þótt
staðan væri 3:0 fyrir þá.
★ Fjórða markið
Á 16. mín. síð. hálfleiks skoruðu
Bretar sitt 4. mark. Darbyshir
tók aukaspyrnu af 25 m færi,
lyfti yfir varnarmúr Vals og inn
fyrir hljóp Neil framvörður og
skallaði yfir úthlaupandi Gunn-
laug.
Harkan jókst og hraðinn, og
oft var það Valur sem jók hrað-
ann og voru það taktisk mistök
gegn liði sem Bury.
Undir lokin er hörku sleppti
sást aftur knattspyrna á vellin-
um og var aftur nokkuð jafnt.
Áttu Valsmenn nokkrar sóknar-
tilraunir og eitt tækifæri í leiks-
lok. Gaf Albert fyrir frá hægri,
en illa var við tekið og stóð í
stappi er hann kom aftur aðvíf-
andi og átti fast skot með vinstri
en framhjá.
A Liðin
Yfirburðir Bretanna voru enn
sem fyrr í meiri hraða. Þeirra er
og meiri kunnáttan með knöttinn
og harðfylgi í návígi og hversu
fast og ákveðið þeir gæta mót-
herjanns. McGrath miðvörður
bar af — þó á stundum sé hann
of ágengur við mótherjann svo
að nálgast hörku. Framlínan er
leikin í skiptingum og nákvæm-
um leik og skáru sig nokkuð úr
í þessum leik Parker útherji og
Darbyshire miðherji. Bakverðir
eru öruggir og McLaren í mark-
inu, og hefir þó enn lítt fengið að
reyna sig.hérlendis,
Valsliðið kom samstillt til
leiksins og náði góðum leikköfl-
um í byrjun en brotnaði niður.
Biluðu framverðirnir fyrst. Þegar
þannig var komið þoldi aftasta
vörnin ekki sókn Bretanna og
mörkin komu eins og á færibandi.
Tilþrif hjá framlínunni sáust
sjaldnar er fram á leið. Albert
gæddi línuna miklu lífi og var
eini maðurinn sem hafði knatt-
tækni eins mikla og meiri en
Bretar og kunnáttu á við þá.
Fyrst eftir að hanrrfór í miðherja
stöðu átti McGrath sem bar af í
■liði Breta í vök að verjast. Frá
Albert kom og flest það er til
betri tækifæra við mark leiddi,
en stundum voru samherjar hans
ekki með á nótunum og stundum
féll hann ekki inn í fyrirætlanir
þeirra. Sá misskilningur kostaði
stöðvun ýmissa tilrauna.
A. St.
WASHINGTON, 6. júní. — Fregn
ir frá Bandaríkjunum herma, að
tala atvinnulausra þar í landi
hafi lækkað um 220 þús.
Kaíiisak Kveniélags Hdleigssókn-
ai í Sjómannaskólannm ó morgnn
í ÖLL'UM söfnuðum þessa bæjar
starfa kvenfélög, sem vinna mik-
ið og gott starf. Eitt þessara fé-
laga er Kvenfélag Háteigssóknar,
sem stofnað var fyrir 5 árum. Á
umliðnum starfstíma hefir það
unnið ötullega að velferðamálum
safnaðarins og veitt mikilvægan
stuðning á margan hátt.
Einn þáttur starfsins er að
safna fé til styrktar nauðsynleg-
um framkvæmdum. í þeim til-
gangi hefir félagið árlega haft
kaffisölu og bazar. Það hefir gef-
ið út jólakort og minningarspjöld
o. s. frv. —
Stærsta framkvæmdamál safn-
aðarins er að sjálfsögðu kirkju-
byggingin, sem nú er hafin. Mun
félagið hafa fullan hug á að veita
því máli þann stuðning, sem það
má.
Á morgun hefir félagið kaffi-
veitingar í Sjómannaskólanum
til fjáröflunar og má af fyrri
reynslu ganga að því vísu, að
þar verði gott á borð borið. Um
leið og eg þakka félagskonum
áhuga þeirra og fórnfús störf,
sem oft eru tímafrek, vil ég
hvetja safnáðarfólk í Háteigssókn
og aðra Reykvíkinga til að fjöl-
menna í Sjómannaskólann 4
morgun. Kl. 2 verður messa í há-
tíðasal, þar sem herra biskupinn,
séra Ásmundur Guðmundsson,
predikar. Að messu lokinni, um
kl. 3, hefjast kaffiveitingarnar í
borðsal skólans og standa tii
kvölds.
Velkomin í Sjómannaskólann á
morgun.
Jón Þorvarð'sson.
Hjartans þakkir sendi ég öllum vinum og vandamönn-
um er sýndu mér vinarhug með heimsóknum sínum, gjöf-
um og heillaskeytum á 60 ára afmæli mínu 30. maí.
Herdís Guðmundsdóttir,
Lækjargötu 12, Hafnarfirði
Hjartkær eiginmaður minn
GUÐMUNDUR GISSURASON
andaðist í gær.
Hafnarfirði, 7. júní.
Ingveldur Gísladóttir.
Faðir minn og bróðir okkar
GUNNLAUGUR HILDIBRANDSSON
andaðist 4. þ.m.
Rögnvaldur Gunnlaugsson, Fálkagötu 2,
og systkini hins látna.
Jarðarför móður okkar
RÖGNU JÖNSSON
fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 9. þ.m. kl. 2,30 e.h.
Vinsamlegast afþökkum blóm.
Ellen Eyjólfsdóttir,
Jón Eyjólfsson.
Þökkum innilega sýnda samúð við andlát móður okkar
INGILEIFAR A. BARTELS
Haraldur. Henrik og Sigurður Ágústssynir.
Þakka innilega sýnda samúð við fráfall og útför
GESTS MAGNÚSSONAR
Hverfisgötu 121. Sérstaklega þökkum við samstaurfs-
mönnum hans við Timburverzlun Árna Jónssonar og þá
einkum forstjórum fyrirtækisins þeim Niels Karlssyni og
Þórarni Björnssyni, sem önnuðust útförina af mikilli
rausn og prýði.
Sigríður Ingadóttir.