Morgunblaðið - 13.06.1958, Page 12
12
MORCUWBLAÐIÐ
Vöstudagur 13. júní 1958
Madame Clarie lét höndina
síga og stóð lengi og horfði á
Joan með hálfluktum augum,
áður en hún tók aftur til máls,
hægt og rólega: — „Það sýnir
sig, að þér eruð of dugleg, systir
Lisette. Við vitum ekki hvað þér
heitið að fornafni, en við höfum
lengi vitað að þér eruð ekki Lis-
ette. Charles uppgötvaði það
undir eins, en við gátum ekki
gert okkur grein fyrir því, hver
þér raunverulega væruo og hvert
hlutverk yðar væri í leiknum og
þess vegna létum við sem ekkert
væri og fylgdumst bara með því
hvað þér tækjuð yður fyrir hend-
ur. Þegar þér félluð fyrir Ron
Cortes varð okkur það ljóst að
við gætum notað yður. Þegar það
kemur nú í Ijós að madame Cortes
dó í hárgreiðslusainum, á meðan
þér gieidduð hár hennar. . . ja,
þá mun lögreglan álíta sem svo
„Við leggjum af stað til næsta
. æjar um leið og veðrinu slotar“,
j.agði Markús. „Sennilega mætum
við lögreglunni, sem er á leið
að þér hafið myrt hana. Það hef-
ur verið séð fyrir vitnum, sem
geta staðfest það, að þér hagnizt
mjög mikið á dauða hennar. Þér
getið þakkað yðar eigin heimsku
það að grunurinn hlýtur að falla
á yður eina. Þér skilduð hvernig
landið lá, þegar við frú Leishman
töluðum við skipstjórann. Ég gat
séð það á yður og satt að segja
þá hefi ég enga samúð með yður,
því að þér gátuð látið okkur alveg
afskiptalaus. Nú vita allir að það
voruð þér sem myrtuð þessa vell-
auðugu, gömlu lconu. Við vorum
neydd til að Iosa okkur við hana.
Hún vissi nefnilega of mikið. Það
er langt síðan við komum hljóð-
nema fyrir í káettunni hennar, svo
að við höfum alltaf getað heyrt
það sem þar var sagt. . . Nú er
búið að fjarlægja hann. Og til
hvers hefðum við átt að myrða
madame Cortes? Við segjum að
hingað. Þá verð ég að fá lög-
regluna til þess, að senda frú
Önnu skeyti um að þú sért heil
við höfum einungis þekkt hana
sem viðskiptavin og að hún hafi
verið góður viðskiptavinur".
„Er madame Cortes þá dáin?“,
spurði Joan.
„Þér fáið nú brátt að heyra
það“.
„Engin getur grunað mig um
að hafa stolið smarögðunum
hennar", sagði Joan. Henni
fannst sem hún stæði nú þegar
fyrir rétti og verði sig fyrir kvið-
dómendunum. — „Þið hafið stol-
ið smarögðunum og þeir munu
finnast".
„Nú, svo þér haldið það. Þér
hugsið of mikið, systir Lisette. En
hafið þér hugsað út í það, að þér
kunnið sjálf að deyja . . . skyndi-
lega . . . af slysförum? Þér gætuð
fundið upp á því að fremja sjálfs-
morð af samvizkubiti yfir því að
hafa myrt madame Cortes, til
þess að geta gifzt frænda hennar.
á húfi, Dídí. Hún hefur áreiðan-
lega áhyggjur þín vegna“. — „Já,
gerðu það. Segðu henni að við
Yður verður ljóst að áætlun yðar
er samt sem áður óframkvæman-
leg. Ron Cortes getur með engu
móti kvænzt stúlku sem grunuð
er um að hafa myrt frænku hans.
Af þessum sökum kastið þér yður
fyrir borð og skiljið bréf eftir í
káetunni yðar, þar sem þér játið
allt“.
„Erúð þér gengnar af vitinu?
Ég myndi aldrei láta neyða mig
til að skrifa slíkt bréf“.
„Þess er heldur engin þö rf. Ég
er þegar búin að skrifa það fyrir
yður. Ég er sérfræðingur í að
stæla skrift annarra. Rithönd
yðar og undirskrift hefi ég á
reikningur.um í- hárgreiðslusaln-
um. . . „Hún leit yfir að kýraug-
anu. . . „Opið er að vísu Iítið, en
þér eruð líka mjög grönn, svo að
mér tekst sjálfsagt að troða yður
út um það, cherie".
Joan opnaði munninn, til þess
að hrópa á hjálp, en kom ekki
upp neinu hljóði, vegna þess að
greipar madame Clarie lukust
með heljarafli um kverkar henn-
ar. Joan ætlaði að slíta sig lausa,
en líkami hennar var sem lamað-
ur. Hún hafði ekki afl til að berj-
ast fyrir lífi sínu.
Myndirnar féllu á gólfið. Joan
hnykkti höfðinu áfram. Gæti hún
ekki hitt morðingjann í andlitið?
Það var tilgangslausi. Hún
fann hvernig líkamsþrótturinn
fór sífellt þven-andi og madame
Clarie hélt áfram að tala, lágt Jg
hörkulega.
„Þér eruð alls ekki eins hraust
og þér viljið láta. Marie Gallon
sem ég varð að losa okkur við í
fyrra, var margfalt sterkari. . .
Og hún hafði m.a.s. reynt að ögra
okkur. Hún hafði ákveðið að
segja Ron Cortes allt sem hún
vissi. Hún vissi ekki allt, en hún
vissi ofmikið. Þess vegna kæfði eg
hana og kveikti svo í káetunni.
Menn héldu að hún hefði verið að
reykja í þilrekkjunni sinni. . .
Það var hræðilegt slys. . .“.
Madame Clarie hló grimmdar-
legum kuldahlátri.
„Jafnvel hann sjálfur ímyndaði
sér að um slys hefði verið að ræða
og hann tók það ekki neitt sér-
lega nærri sér. Hann elskaði hana
nefnilega ekki meira en hann
elskar yður. Hann fær jú bara
laun sín fyrir að gæta gimstein-
anna, eins og hver annar varð-
hundur. . .“
Joan heyrði tæplega síðustu orð
séum væntanleg heim bráðlega ..
og... og að hún skuh búa sig
undir giftingarveizlu".
in. Það suðaði fyrir eyrum henn-
ar. Umhverfis hana var allt hul-
ið kolniða myrkri. Hún féll og
fél niður íþað. . . var hynt niður
í það af tveimur, stálhörðum
greipum sem krepptust um háls-
inn á henni, fastar og fastar. . .
16. Kafli.
Myikrið luktist um Joan og
hún hafði misst alla von, því að
henni fannst hálsliðirnir brotna
milli hinna stálhörðu fingra ma-
dame Clarie.
Hún varð því alls ekki vÖr við
aðrar sterkari hendur sem gripu
madame Claiie aftan frá og
fleygðu henni flatri á káetugólf-
ið.
„Madame Clarie, öðru nafni de
Savigny greifafrú, öðru nafni
Fleur Norton — leikkona, ég tek
yður fasta fyrir morðið á Marie
Gallon og fyrir tilraun til að
myrða madame Cortes og made-
moiselle Richards", sagði hann.
Læknirinn og hjúkrunarkonan
lutu niður yfir Joan, þegar hún
rankaði við aftur. Gráhærði lækn-
irinn svaraði óttaslegnu augna-
ráði hennar með hughreystandi
brosi.
„Þetta mun ekki hafa nein
varanleg áhrif á yður, madamoi-
selle Richards", sagði hann ákveð
ið. — „Það var meira hræðslan
við árásina en líkamleg áhrif
hennar, sem sviti yður meðvit-
undinni. Fingraföíin á hálsinum
munu samt ekki hverfa fyvstu
vikuna“.
„Hvernig var mér bjargað",
gat hún stunið upp með andköf-
um.
Collet fór á eftir yður, til frek-
ara öryggis. Hann er búinn að
handtaku madame Clarie, mon-
sieur Charles Morelle og einn
þjón, sem ég veit ekki hvað heitir.
Já — og svo líka frú Leishman.
— En þér skuluð ekki hugsa
meira um þetta í bili. Nú þurfið
þér fyrst og fremst að hvílast".
„Hvernig ætti ég að geta legið
róleg og hvílzt?" hugsaði Joan, um
leið og hún barðist við að hugsa
skýrt. — „Það væri eins og að
liggja í glóandi eldgíg".
„Hvernig líður madame Cort-
es?“, spurði hún.
Læknirinn rétti úr sér og dró
djúpt að sér andann:
„Sem betur fer virðist madame
Cortes ekki vera í neinni lífs-
hættu heldur“, svaraði hann. —
„Hún varð 'yrir sterkum raf-
straum, en hann var rofinn strax
aftur. Morðtækið var nefnilega
ekki eins örugglega útbúið og
þorpararnir höfðu haldið".
ailltvarpiö
Föstudagur 13. júní :
Fastir liðir eins og venjulega.
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
19.30 Tónleikar: Létt lög (plöt-
ur). 20.30 Erindi: Þorskaleiðirnar
þrjár; I: Vegur vitsmunanna
Grétar Fells rithöfundur 20.55
Tónleikar af segulböndum. Rúss-
neskir listamenn flytja létta tón-
list frá Heimalandi sínu. 21.30
Útvarpssagan: „Sunnufell" eftir
Ptter Freuchen; VI. (Sverrir
Kristjánsson sagnfræðingur).
22.10 Garðyrkjuþáttur: a) Séra
Jóhann Hannesson þjóðgarðsvörð-
ur talar. b) Eðwald B. Malmquist
ræðir við Guðjón Sigurðsson
bónda í Gufudal. 22.30 Frægar
hljómsveitir (ulötur): 23.05 Dag-
skrárlok.
Laugardagur 14. jún :
Fastir liðir eins og venjulega.
12.50 Óskalög sjúklinga (Bryn-
dí Sigurjónsdóttir). 14.00 „Laug
ardagslögin“. 19.00 Tómstunda-
þáttur barna og unglinga (Jón
Pálsson). 19.30 Samsöngur: Mills
Brothers syngja (plötur). 20.30
Raddir skálda: „Trufl“, smá-
saga eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson
(Höfundur les). 21.10 Tónleikar:
Daniel de Carlo og hljómsveit
hans leika rómantísk lög (plötur).
21.20 Leikrit: „Símskeyti frá
himnum" eftir Anold Manoff, í
þýðngu Ingu Laxness. — Leik-
stjóri: Ævar kvaran, 22.10 Dans-
lög plötur). 24.00 Dagskrárlok.
— Takið með út í bílinn —
Banana-spl it
stærsti og bragðbezti ísrétturinn
★ 3-faldur ísskammtur
★ Bananar
ir Jarðarberja sósa
★ Súkkulaði sósa
★ Orange sósa
Allt í einum rétti
Laugaveg 72
Nýtt
Nýtt
Tj ö Id (4ra manna) með föstum botnl
Bofninn er gúmmiborinn og alveg VATNSÞÉTTUR
StærÖ 180 X 200 X 180 cm
w
a
r
//
/
a
J